Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLX I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 „Jóreykur úr vestri". Mynd þessi er tekin af fyrstu félögunum í Brimkló árið 1976 þegar þeir komu fram í samnefndum sjónvarpsþætti það ár. Frá vinstri: Arn- ar Sigurbjörnsson, Ragnar Siguijóns- son, Siguijón Sig- hvatsson, Hannes Þór Hannesson og Björgvin Halldórs- son. TÓNLIST Brimkló aftur ásvið Brimkló, ein vinsælasta hljómsveit landsins, er kom- in saman á ný eftir fímm ára hlé. Þeir félagar, Björg- vin, Haraldur, Arnar, Magnús og Gunnlaugur Briem sem kemur í stað Ragnars Siguijóns- sonar, eru þegar farnir að spila vin- sælustu lög hljómsveit- arinnar á veitinga- staðnum Broadway. En hvað kom til að Brimkló er aftur á sviði? Við kom- um saman á síðasta ári og þá ákváð- um við að byija upp á Okkur langaði til þess, meðan við höfum enn gaman af þessu. Við ætlum að gefa út plötu í sumar með bestu lögum hljómsveitarinnar, annaðhvort hljóðblöndum við lög upp á nýtt, og bætum við nokkrum nýjum lögum eða komum með alveg nýja hljómplötu. Lögin eru ýmist erlend eða eftir okkur og hugsan- lega verðum við með lög sem við höfum tekið upp en hafa ekki heyrst áður. Svo höfum við áhuga á að fara í skreppitúr, fimm til sex vikna ferðalag, um landið í sumar. Jú, það er æðislega gaman að koma saman eftir svona langt hlé. Þær eru margar minningamar sem eru tengdar hljómsveitinni. Við vor- um mikið á faraldsfæti og margt skemmtilegt sem gerðist. Aftur- hvarf segirðu. Ég held að það sé ákveðið afturhvarf í öllu núna, ekki bara í tónlist, heldur í öllu, bæði í tísku og hugarfari," segir Björgvin að lokum. Það má til sanns vegar færa. Á öldum ljósvakans má til dæmis í æ ríkara mæli heyra eldri lög í nýjum útsetningum. Og þeir eru án vafa margir sem fagna því að fá að heyra nýju Brimklóar-lögin í gamla góða kántrí/rokk-andanum. Hver man ekki eftir lögum eins og „Síðasta sjóferðin“, „Ég mun aldrei gleyma þér“, „Skólaball", „Þjóðvegurinn“, „Sagan um Nínu og Geira“ eða lög- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hljómsveitin eins og hún er skipuð núna, talið frá vinstri: Magnús Kjartansson, Haraldur Þorsteinsson, Amar Sig- urbjömsson, Björgvin Halldórsson og Gunnlaugur Briem. um í svipuðum dúr. Þessi tónlist hefur ómað úr útvarpsviðtækjum landans um árabil og margur eflaust raulað með þegar vel liggur á honum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Ingvar Már Gíslason í hlutverki Ingvars Más Gíslasonar — á leið heim úr skólanum dag einn í síðustu viku. EINKAMÁL Konur og karlar, þið sem hafíð áhuga... íslendingar eru ekki nándar nærri eins forframaðir og til dæmis Danir sem birta heilu einkamálasíðurnar með miskræsilegum auglýs- ingum um hæfíleika hinna ýmsu kvenna, já eða karla, hvort sem er með eða án tiltekinna tóla. Jafnan er getið um áralanga reynslu, hörundslit og sérsvið. Verðið er að sjálfsögðu tíundað. Er þetta ein vinsælasta lesning hjá frændum vorum, sem eru sparsamir með afbrigðum og þeir sem á annað borð ætla að svara slíkum auglýsing- um gera verðsamanburð strax með morgunkaffinu. Sannast sagna, það er ekkert sem kemur Dönum á óvart í þessum efnum. íslendingar hafa lítið kynnst þess- ari auglýsinga- mennsku. En svo brá við einn dag- inn að sjá mátti nýstárlega aug- lýsingu í einka- máladálki DV, semsagt á okkar eigin landi. Hún er orðrétt: „Kon- ur og karlar, þið sem hafið áhuga á mjúkum, blaut- um og ástríðufull- um kossum, sem standa yfír í þijá daga. Hringið í síma 22140!“ Hvað á sómakært fólk að halda? Eru íslendingar sokknir í sama for- arpytt og frændumir? Er virkilega einhver hér á landi sem hefur áhuga á... þessu þama sem auglýst er? í þrjá heila daga? Bíddu við, af hveiju þrjá? Og hveijir eru það eiginlega sem bjóða sig fram til slíkra viðskipta? Kann þetta fólk ekki að skammast sín? Eftir töluvert sálarstríð var ákveðið að fá botn í þetta mál. „Háskólabíó, góðan dag.“ „Hva ... hmm, hmm, er þetta 22140?“ „Já,“ svarar kvenmannsrödd. „Ég ætlaði að spyijast fyrir um þessa auglýs- ingu . ..“ „Já, hana, við emm að auglýsa nýja bíómynd." „Jæja... einmitt... en hvers vegna í einka- máladálknum?" „Þeir auglýsa hana svona í Ameríku og það var ákveðið að prófa það hér.“ „Jæja, og hver hafa viðbrögðin verið?“ „Alveg gífur- AaalcSmori „Þaö á við mig*. leg, alveg ótrúleg hreint út sagt, síminn stoppar varla. Jú, sumir verða öskuillir þegar sannleikurinn rennur upp fyrir þeim.“ Jahá, það var einmitt lóðið. Sumir hefðu sem sagt fagnað þessari ný- breytni og varla þætti það verra ef þjónustað hefði verið samfleytt í þijá daga! En því miður, svona getur lífíð leikið suma grátt. KEVIN COSTNF.R SUSAN SARANDON ¥ Cnuh Davii: .Égtrúiásálina góðann drykk og langa djúpa, mjúka, blauta kossa scm standa yfir í þrjá daga'. 31 KARLAR sem vilja leika lausum hala að hafa alla tíð verið til „upp- ar“, en sjaldan hafa þeir verið eins áberandi og núna. Borgin er stútfull af glansgæjum sem telja að sköpun þeirra sjáífra sé það eina sem vert er að gefa gaum i hringiðu lífsins. Þessir karl- menn, ef svo mætti að orði komast, eiga ýmislegt sam- eiginlegt eins og til dæmis háskóla- gráðurnar, bílana, fötin, skóna, kllpp- inguna, en það merkilegasta er að þekkja samskonar Vannærðar, með anorexíu (meg- runarsjúkdómur), láta margar kon- ur þessa menn draga sig á asnaeyr- um. Uppar vilja nefnilega alls ekki blnda sig. Það gengur ekki, þvi hver lítur á giftan karlmann? Það er sagt að besta aðferðin til þess að losa slg við lelðinlegan uppa sé að segjast elska hann. senda hon- um blóm, og í sumum tilfellum dug- ar að spuija hvað hann heiti. Þvi uppar kæra sig ekki um að verið sé að snuðra um etnkalíf þeirra. Jú. jú, það eru til konur sem láta selja sig á markaðstorgi uppanna og finnst ðllu skipta að vera séðar í samfloti með þeim. Eru jafnvel til- búnar að hitta þá á milli þess sem þeir fara með fötin sín í hreinsun og á JC-fundi, bílinn á bónstöðina, ermahnappana til gullsmiðsins, Cartier-úrið í viðgerð, hádegisverð með hinum uppunum, á krána til að sýna sig o.s.frv. Hvaða kona yrði svo sem ekkl sæl með að fá að taka þátt í umstanginu? Geta hringt á skrifstofu uppans og spjallað vlð rit- aránn, því uppar eru alltaf upptekn- ir á fundum. Þeir gera ekki áætlanlr fram í tímann, heldur tala þeir um hvað þeir græða margar milljónir fyrir klukkan tólf á hádegl. Oft látum vlð konurnar glepjast og látum okkur dreyma um mlnni yfirvinnu, látum til leiðast og fórn- um. Með upptrosnaðan heila, eftir andlega útlegð i sambandinu vlð uppann, enda margar stúlkur á rangri hillu. Þær láta nota sig sem sýningardúkkur, en læra því miður oft um seinan að þessir karlmenn, sem leika lausum hala, virðast um- gangast fólk elns og klósettskállna; það er alveg sama hvað þeir hitta, bara þeir httti eitthvað. Uppamir fórna öllu til þess að vera áberandi, þeir enda því oft lnni á þingi eða i hinum og þessum ábyrgðarstöðum stjómmálaflokkanna. Sem bam á Húsavik lærði ég fljótt að aðalupparnir væru forstjórar SÍS og þvílik lotning. Það skiptl ekki máll þó svo starfsmenn Sambands- ins á landsbyggðinni fengju yflr- vinnuna sína borgaða í næsta lífi, þeir keyptu sér bara báta og stund- uðu útgerð á nóttunni og um helgar til þess að fæða og klæða bamahóp- inn. Fólkið vorkenndi Guðjóni B. að þurfa að hanga i öllum þessum veisl- um og ekkert nema sjálfsagt í landi uppanna að greiða honum hundrað- föld laun útibússtjórans. Það var varla hægt að leggja þetta á nokkum mann, að þurfa að senda bömin sín í upprifna einkaskóla og þurfa að horfa upp á hina forstjórana eiga miklu meira. Þá var nú betra í kaupfélciglnu okkar. þar sem enginn átti neitt umfram hinn. Konurnar hefðu að vísu ekki látlst úr erflðisvinnu fyrir aldur fram og fjölskyldan getað verið saman stund og stund, en sá mun- aður þekkist ekki hjá þeim sem leggja metnað sinn í að standa sig fyrir flokkinn. Mikið er ég samt glöð að konur fá ekki inngöngu i Sam- bandsflokkinn; það hefði orðið erfitt að svíkja lit, því framsóknaruppam- ir í sveittnni þóttu efnilegir. Þeir áttu feiknin öll af búfénaði og höfðu reikning i kaupfélaginu. Þeir hugs- uðu um það eitt að þjóna hreyflng- unni. Hvað er svo sem merkilegra í lifinu en dyggur þjónn, maður sem traðkar ekki á öðram i endalausri leit sinni að fullkomnun? Það er nefnilega ekki sama hvaða uppar sjúga upp i nös; eitt þyklr finna en ' hitt.----------------------- eftir Jónínu Benediktsdóttur þeir vilja allir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.