Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 36
■Hróóleikur og JL skemmtun ^0 fyrirháa semlága! - piswfyimbWsifo SYKURLAUST FRÁWRIGLEY’S MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1665 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Milljón í mokstur SNJÓMOKSTUR í höfuð- ‘ borginni kostaði tæpa milljón króna á tímabilinu fi-á kl. 8 á föstudagsmorgni og firam til kl. 8 í gærmorgun. Ingi Ú. Magnússon gatnamálasljóri segir að öll snjómoksturstæki borgarinnar hafí verið í notk- un auk annarra tækja sem tekin voru á leigu. Ingi segir að borgin eigi 12 snjómokst- urstæki en síðan séu fleiri tekin á leigu ef þörf er á. Á fyrrgreindu fJLtímabili voru 25 slík tæki í notkun. Ekki hefur verið jafnmikið að gera hjá gatnamálastjóra hvað snjó- mokstur varðar síðan fyrir 3 árum enda hafa tveir síðustu vetur verið óvenju snjóléttir í borginni. Snjómoksturinn heldur áfram fyrripart næstu viku því sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er reiknað með áfram-. haldandi snjókomu í dag. Á mánudag hlýnar með slyddu ög rigningu en á þriðjudag er reikn- að með kólnandi veðri. Rósir á 20% Dælur hífðar um borð í danska flutningaskipið á strandstað í gærmorgun. Morgunblaðið/Þorkell Mikið af olíu hefur lekið úr danska flutningaskipmu Skyndifiindur í bæjarsljórn Grindavíkur, fiskeldisstöðvar gætu verið 1 hættu Grindavík. MIKIÐ af olíu hefur lekið úr danska flutningaskipinu Mariane Dani- elsen á strandstað við Grindavík. Um borð munu vera 85.000 lítrar af olíu. Ekki er talin hætta á að olían berist inn í höfnina í Grindavík. Skömmu eftir hádegi í gær hafði ekki náðst samband við skipstjór- ann um borð. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefúr fengið mál þetta í sínar hendur þar sem grunur leikur á að skipstjórinn hafi verið ölvaður. hærra verði VERÐ á rósum hækkaði um 20% skömmu eftir áramótin. Að sögn Inga Þórs Ásmundssonar sölu- stjóra hjá Blómaheildsölunni hf. fékkst leyfi fyrir verðhækkun- inni vegna aukins kostnaðar við ræktun, en rósir eru nú í fyrsta skipti fáanlegar á þessum árstíma. Ingi Þór segir að með notkun koltvísýrings og aukinni ljósgjöf í gróðurhúsum sé mögulegt að rækta rósir á þess- um árstíma, en því fylgi aukinn tilkostnaður við rækt- unina, og hafi því fengist leyfí til 20% hækkunar á heildsöluverði. Bæjarstjóm Grindavíkur var kölluð saman til skyndifundar kl. 13 í gærdag vegna strandsins. Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri sagði að fundurinn hefði verið boð- aður til að bæjarfulltrúar gætu rætt um hugsanlegar afleiðingar þessa strands og hvað hægt væri að gera. Fram hefði komið að menn óttuðust að olía sem lekur úr skip- inu gæti skaðað þijár laxeldisstöðv- ar sem eru vestan við bæinn. Möguleikarnir á því að ná skipinu á flot aftur fara stöðugt minnk- andi. Aðfaranótt laugardagsins færðist skipið stöðugt ofar í fjör- una, þar sem það liggur austan við Grindavík og er það nú hálft á landi. Þar sem enginn íslendingur hefur fengið að fara um borð til að kanna skemmdir er ekki vitað hve lekinn í skipinu er mikill og hvort dælur myndu hafa undan þeim leka ef skipið yrði dregið á flot. Hafnaryfirvöld í Grindavík telja hættu á því að ef skipið sekk- ur eftir að það kemst á flot muni það loka innsiglingunni inn í höfn- ina. Bjarni Þórarinsson hafnsögu- maður í Grindavík, sem lóðsaði skipið út, segir að er hann fór frá borði hafi annar stýrimaður verið við stjórnvölinn. Eftir að hann sá skipið stefna beint upp í fjöruna er hann var kominn frá borði reyndi hann ítrekað að kalla skipið upp en án árangurs. Annar stýrimaður á skipinu sagði í samtali við Morgunblaðið að vegna vinds og mikilla strauma hafi þeir misst stjórn á skipinu með þeim afleiðingum að það sigldi upp í fjör- una. Þeir hafi ekki ráðið við eitt né neitt eftir að lóðsinn fór frá borði. í gærdag voru væntanlegir til landsins fulltrúar frá útgerð skips- ins og tryggingarfélagi þess. Þá eru menn frá Siglingamálastofnun komnir á staðinn til að kanna olíu- mengunina. FÓ 221 fyrirtæki lokað vegna vanskila á söluskatti EMBÆTTI tollstjórans í Reykjavík lokaði alls 221 fyrir- tæki vegna vanskila á söluskatti á síðasta ári. Aldrei áður hefúr jafiimörgum fyrirtækjum verið lokað vegna þessa. Til saman- burðar má geta þess að lokanir vegna vanskila á söluskatti árið 1987 voru 59 talsins. Þá voru rúmlega 1.500 aðilar í vanskilum með söluskatt um síðustu áramót af tæplega 7.000 aðilum sem eru söluskattskyldir í borginni. Björn Hermannsson tollstjóri segir að skuldir þeirra aðila sem lokað var hjá hafi verið mjög mismunandi, allt frá nokkrum tug- um þúsunda króna upp í nokkrar milljónir. í töluverðum íjölda tilvika hafí verið um gjaldþrot að ræða. „Aðstæður geta verið þannig að við getum ekki lokað á viðkomandi aðila í sumum tilfellum. Eg get tek- ið sem dæmi einstakling sem vinnur heima og er söluskattsskyldur. Ef hann stendur ekki í skilum getum við ekki lokað heimili hans,“ segir Bjöm. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um ágreining í ríkisstjórninni; „Memi hoi’fa ekki sömu augnm á vaxtamálin“ MENN horfa ekki sömu augum á vaxtamálin, í þessari ríkis- stjóm," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið, að afloknum ríkisstjórnarfundi á hádegi í gær. Hann sagði að vaxtamálin væm ekki bara ágreiningsmál innan ríkisstjómarinnar, heldur einnig innan allra stjórnmálaflokkanna. ^/^lþýðublaðið hefur það eftir þeirri sannfæringu sinni. „Þessir forsætisráðherra í fyrirsögn á forsíðu í gær, að hann kannist ekki við ágreining í ríkisstjóminni um vaxtamál. I fréttinni segir forsætisráðherra jafnframt að at- vinnuvegimir þoli ekki mjög háa útlánsvexti og ekkert hafl breytt fijálshyggjumenn eins og Birgir hafa ekki breytt henni,“ segir Steingrímur, og á þar við Birgi Ámason aðstoðarmann viðskipta- ráðherra sem hefur gagnrýnt vaxtastefnu forsætisráðherra um fastbindingu vaxtamunar. Jón Sigurðsson sagðist ekkert hafa um þessi ummæli Steingríms að segja, en Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra sagði einungis um þennan meinta ágreining í vaxtamálum í ríkis- stjórninni: „Hann Birgir er nú ekki í ríkisstjóminni." Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra vildi í gær ekkert segja um þær tillögur um aðgerð- ir í efnahagsmálum sem verið er að vinna að í forsætisráðuneytinu. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur skipað nefnd, þar sem aðstoðarmaður hans, Birgir Árna- son, gegnir formennsku. Nefndin á að kanna þróun vaxtamunar í bankakerfinu og skipulag þess. Birgir Ámason sagði í samtali við Alþýðublaðið á föstudag að vaxta- stefna forsætisráðherra væri lítt fallin til árangurs, en hún fælist í afnámi lánskjaravísitölu, fast- bindingu vaxtamunar og end- urlífgun okurlaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.