Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 Sigurður Jónsson, Isafírði—Minning Fæddur 9. apríl 19.*' Dáinn 13. janúar 1939 Mágur minn og vinur, Sigurður Jóhann Jónsson frá ísafirði, var sonur hjónanna Guðbjargar Gísla- dóttur (1878-1972) frá Hróarsstöð- um á Skagaströnd og Jóns Alberts Þórólfssonar (1872-1933) frá Holti á Barðaströnd. Jón og Guðbjörg bjuggu fyrstu árin (1901-1903) á Hróarsstöðum á Skagaströnd en fluttu þá til ísa- flarðar. Jón stundaði þar skipasmíð- ar, en hann lærði skipasmíðar í Kristjaníu í Noregi, og stundaði kaupmennsku á ísafirði frá árinu 1916. Jón stofnaði Verslun Jóns A. Þórólfssonar, sem oft var kölluð verslunin Ljónið. Sigurður var sjötti í röð 12 systk- ina en átta þeirra komust til fullorð- insára. Tvær systur lifa Sigurð en þær eru Sigurbjörg (f. 1903) áður + Elskuleg vinkona okkar, SOFFlA SIGURÐARDÓTTIR, SkúiaskeiSi 2, Hafnarfiröi, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, föstudaginn 20. janúar. Margrét Burr, Hreinn Bjarnason, Guðlaug E. Kristinsdóttir. Samkeppni um nafn Brunabótafélag íslands og Samvinnutryggingar gt efna hérmeð til samkeppni meðal almenning um nafn hlutafélagsins sem þessir aðilar ætla að stofna til að annast vátryggingarekstur þann sem þeir hafa haft með höndum. Samkvæmt lögum nr. 50/1978 verður nafnið að bera með sér að félag- ið reki vátryggingastarfsemi. Sjálft heitið þarf þó ekki að bera þetta með sér ef fyrir aftan eða framan við það kemur „vátryggingafélag". Hver þátttakandi í þessari samkeppni má senda inn fleiri nöfn en eitt, en þarf að láta koma skýrt fram eigið nafn, heimili og símanúmer und- ir hverri tillögu. Tillögur skulu afhentar í aðalskrifstofur og öll umboð Brunabótafélags- ins og Samvinnutrygginga gt. fyrir lok fimmtudags 26. janúar 1989. Verðlaun að fjárhæð kr. 200.000 verða veitt tillögumanni að því nafni sem valið verður. Ef fleiri en einn eiga uppástungu um það nafn verð- ur dregið milli þeirra. í dómnefnd eru Axel Gíslason, Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árna- stofnunar og Ingi R. Helgason. SAMVINNUTRYGGINGAR GT. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS. Feróaskrifstofur Reyndur maður um fimmtugt, með talsverða pen- inga og tryggingar, vill hugsanlega kaupa hlut í starf- andi ferðaskrifstofu. Er með nýjar hugmyndir í ferða- málum. Hlutastarf er hugsanlegt. Þeir sem áhuga hafa sendi auglýsingadeild Mbl. upp- lýsingar merktar: „F -13641“ fyrir 27. janúar 1989. KYNNING - UTSALA - KYNNING Við kynnum garndeildina okkar og veitum 20% afslátt aí öllum vörum í deildinni. 20% AFSLÁTTUR AF: Bandi, lopa, vefjargarni, útsaumsgarni, knippliþræði, vefgrindum og fylgihlutum í vefstóla. SÉRTILBOD AD AUKI: Romany, lopi lyng og Gefjunar hespulopi á kr. 50 hespan. Kynning stendur í 14 daga frá 23. janúar til 6. febrúar. ÍSLENSKUR HEIMILISIDNAÐUR Hafnarstræti 3, Garnadeild — 2. hæð. húsfrú á Björgum á Skaga og nú húsfrú í Hafnarfirði og Margrét Ágústa (f. 1919) húsfrú í Reykjavík. Sigurður starfaði sem verslunar- maður við verslun föður síns Jóns A. Þórólfssonar 1928-1938 og 1941-1943 en stundaði nám í Kenn- araskóla íslands 1938-1941 oglauk þar kennaraprófí árið 1941. Sigurður var kennari við Bama- skóla Akureyrar og starfaði við embætti bæjarfógeta og tollstjóra á Akureyri uns hann stofnaði Versl- unina Vísi á Akureyri árið 1951 og rak hana til ársins 1973. Fyrstu árin var verslunin við Strandgötu en síðar við Hafnarstræti (Ráð- hústorg). Eftir að Sigurður hætti versiunarrekstri stundaði hann ýmis störf á Akureyri. Sigurður kvæntist árið 1941 eft- irlifandi konu sinni, Þórunni Elísa- betu Björnsdóttur (f.1910), úr Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson (1880-1979) kennari og bóndi í Svarfaðardal og Guðrún Jónsdóttir (1878-1973) ljqgmóðir. Þau Sigurður og Þómnn eignuð- ust einn son, Bjöm (f. 1946) og lauk hann læknaprófi frá Háskóla Islands. Hann lauk seinna prófi í sérgrein sinni, röntgenlækningum, í Svíþjóð. Síðan hefur Bjöm stundað lækningar í Svíþjóð og einnig í Saudi-Arabíu. Bjöm kvæntist árið 1975 Guð- rúnu Jónsdóttur (f. 1945) frá Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Bjöm og Guðrún eiga þijú böm: Þómnni Sóleyju (f. 1976) og tvíburana Jón Einar og Þorgerði Önnu (f. 1985) Aðalsmerki Sigurðar mágs míns vom tryggð, samviskusemi og heið- arleiki. Sigurður var á unga aldri mikill og góður skíðamaður og tók þátt í skíðamótum með góðum ár- angri. Einnig var skátastarfið hon- um mjög hugleikið enda má segja að líf hans hafi helgast að flestu leyti af hugsjónum skáta, einkum því að gera öðrum gott. Það er mín reynsla af Sigurði mági mínufh að fáir menn hafí glaðst meira yfír því að geta rétt öðrum hjálparhönd. Á ég honum persónulega þar þakkarskuld að gjalda því að hann reyndist mér sérstaklega góður mágur og vinur. Munu enda allir sem þekktu hann vera sammála um það að hann var einstaklega hjálpsamur og tiyggur maður. Honum var sérstaklega ljúft þegar gamlir vinir, ég tala ekki um frá Isafirði komu í heimsókn að bjóða þá velkomna og halda þeim veislu á sínu framúrskarandi gest- risna heimili. Allir sem notið hafa munu minnast þess með gleði. Það var hans stærsta ánægja þegar svo bar við því að tryggð hans við æsku- stöðvar og gamla kunningja var slík að einstakt má telja. Fjölskyldu Sigurðar votta ég innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Guð blessi minningu þessa ein- staka öðlings. Bjarni Kr. Björnsson VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Félagið svæðameðferð heldur 10 vikna námskeið í svæðameðferð sem hefst3. febrúar1989. Upplýsingar í símum 686612 og 30807, þriðjudag, miðvikudag og föstudag milli kl. 17 og 18. OrnJónsson, Helena Óskarsdóttir. ITSAIA-llHSUA 31-50% afstötlir Gluggatjaldaefni, storesefni, ýmis fataefni og fleira. Einslaklingar - Félagasamtök Hver man ekki eftir hinu glæsilega sumarhúsi á Norðlingabraut? E T MUn M. EIKIADdUN Byggingmeistari x Sími 623106 og 621288 á kvöldin. Borgartúni 29, 105 Reykjavík. / / Nú er rétti tíminn að huga að húsi fyrir sumarið. ★ Stærð og gerð eftir óskum hvers og eins. ★ Fjöldi tilbúinna teikninga. ★ Nýja línan. ★ Flutningur hvert á land sem er. ★ Möguleikar á grillhorni, sól- krók eða garðstofu. ★ Við ábyrgjumst okkar vinnu. Upplýsingar á skrifstofu í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.