Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1989, Blaðsíða 8
8 .wr •jtllMAI. SS JTITriAOITlfMITR fflffAJaviUDHÖM MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 T TT A er sunnudagur 22. janúar. Níuviknafasta. 22. A iJAlj dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 6.49 og síðdegisflóð kl. 19.12. Sólarupprás í Rvík kl. 10.37 og sólarlag kl. 16.43. Myrkurkl. 17.45. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.39 og tunglið er í suðri kl. 1.50. (Almanak Háskóla ísiands.) Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. (Matt. 5,6.) ÁRNAÐ HEILLA JT ára afmæli. Á þriðju- Oi/daginn kemur, 24. þ.m., er fimmtugur Árni J6- hannsson framkvæmda- stjóri Búvörudeildar Sam- bands ísl. samvinnufélaga, Hléskógum 21 hér í bænum. Hann og kona hans, frú Bryndís Armannsdóttir, ætla að taka á móti gestum í Átt- hagasal Hótels Sögu, af- mælisdaginn, milli kl. 17. og 19. MOLAR______________ • SÚKKULAÐI var fyrst flutt til Evrópu árið 1520. Voru það Spánveijar sem þá höfðu lært að búa það til af Mexíkómönnum í Mexíkó. • KARTAFLAN. Breska sjóhetjan Francis Drake kynnti fyrstur manna Evr- ópumönnum kartöfluna. Walter Raleigh flutti kart- öfluna firá Ameríku til Evr- ópu árið 1584. • SMÁSJÁIN. Það var Hollendingur að naflii Zac- harias Jansen ljósfræðing- ur sem fann upp smásjána árið 1590. Nokkrir heims- kunnir vísindamenn svo sem Galilei, Newton, Hert- er og margir aðrir unnu að því að endurbæta hana og tók það nokkrar aldir. En bylting varð árið 1903 er ultra-smásjáin var flind- in upp. Með henni mátti sjá einn milljónasta hluta úr millimetra. ára afinæU. í dag, sunnudag 22. janúar, er sjötugur Einar Bjarni Sturluson skipasmíðameist- ari, ÆsufelU 4, Breiðholts- hverfi. Kona hans er Kristín Andrésdóttir. Varð þeim 8 bama auðið. Þau eru að heim- an um þessar mundir. • Árið 1510 var vasaúrið fundið upp. Það var maður að nafini Peter Henlein í þýsku borginni Niirnberg. Hlaut það nafiiið Niim- berg-eggið og gátu þessi úr gengið í 40 klst. og vora með sigurverk. LÁRÉTT: 1 króks, 5 grenja, 8 hlassinu, 9 vökna, 11 báran, 14 krot, 15 ríka, 16 kjánar, 17 gyðja, 19 lengd- areining, 21 guði, 22 flenn- unni, 25 svelgur, 26 heiður, 27 undirstaða. LÓÐRÉTT: 1 kyrri, 3 ráðsnjöll, 4 býr til, 5 henging- arólin, 6 svali, 7 þreytu, 10 fíkna, 12 lækkaði, 13 borð- aði, 18 fyrr, 20 síá, 21 eld- stæði, 23 svik, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 óraga, 5 ræðan, 8 eplið, 9 hræða, 11 mamma, 14 nam, 15 urinn, 16 annar, 17 agn, 19 gegn, 21 anað, 22 jáminu, 25 nóa, 26 auð, 27 mær. LÓÐRÉTT: 1 rýr, 2 geð, 4 apanna, 5 rimman, 6 æða, 7 aum, 10 æringja, 12 mánanum, 13 afræður, 18 gínu, 20 ná, 21 an, 23 Ra, 24 ið. MANNAMÓT FÉLAG eldri borgara hef- ur opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, sunnudag kl. 14 og verður þá spilað og teflt. Dansað verður kl. 20. A morgun, mánudag, verður opið hús í Tónabæ kl. 13.30 og verður byijað að spila fé- lagsvist kl. 14. KVENFÉL. Kópavogs ætlar að halda spilafund í félagsheimili bæjarins, neðri salnum, nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 og verður spiluð félagsvist. KVENFÉL. Heimaey ætlar að halda þorrablót laug- ardaginn 28. janúar nk. í Skútunni í Hafnarfirði og hefst það kl. 19. Ég tutla þig eins og mér sýnist. Þú ert engin heilög kýr, Ási minn! 22. janúar ERLENDIS 1528: Englendingar og Frakkar segja Karli V. stríð á hendur. 1771: Spánveijar samþykkja að láta Falklandseyjar af hendi við Breta. 1879: Orustan við Rokess Drift í S-Afríku. 139 hermenn hrinda 12 klst. árás 400 manna af Zulukynþættinum. 1901: Játvarður II. kemur til ríkis við lát Viktoríu drottningar. 1905: „Blóðsunnudagur" í St. Pétursborg. Uppreisn verkamanna og kósakkar og hermenn skjóta á verkamenn- ina. 1924: Stjóm Verkamanna- flokksins í Bretlandi tekur í fyrsta skipti stjómartaumana þar. 1944: Bandamenn ganga á land við Anzio á Ítalíu. 1957: Brottflutningi ísra.els- manna frá Sínaískaga lýkur. 1964: í Norður-Rhodesíu verður Kenneth Kaunda fyrsti forseti landsins. 1966: Skýrt frá morði A. Balewa forsætisráðherra í Nígeríu. 1967: Andstæðingar Maos formanns sagðir hafa tekið völdin í héraðinu Kiangsi. 1972: Bretland, írland, Dan- mörk og Noregur undirrita samninga um aðild landanna að EBE. 1976: Samkomulag um vopnahlé í Líbanon. Banda- ríkjamenn og Spánveijar end- umýja herstöðvasamning sinn. 1979: Abu Hassan, sá grun- aði um fjöldamorðin á Ólympíuleikunum í Miinchen 1972, ferst í sprengjutilræði í Beirút ásamt sjö mönnum öðrum. 1980: Sovétvísindamaðurinn Andrei Sakharov sviptur við- urkenningum og útskúfaður. Afinælisdagar: Heim- spekingurinn Francis Bacon (1561-1626). G. Lessing þýskur leikritahöf. (1729— 1781). Byron lávarður (1788—1824). Sænski leik- ritahöfundurinn August Strindberg (1849—1912). Þennan dag árið,1901 lést Viktoría Englandsdrottning og Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti 1973. HÉRLENDIS 1907: Togarinn Jón Sigurðs- son sem Alliance-togarafé- lagið á kemur til íslands. 1918: Hafís teppir siglingar fyrir Norðurlandi, Vestfjörð- um og Austurlandi. 1973: Eldgosið hófst í Heymaey. Þennan dag árið 1258 var Þorgils skarði veginn í svefni á Hrafnagili af Þorvarði Þór- arinssyni. 1976: Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráð- herra lést. Þetta er fæðingar- dagur Jónasar Þorbergsson- ar, fyrsta útvarpsstjórans. FRÉTTIR ~ VINCENTÍUSMESSA er í dag. „Messa til minningar um Vincentíus frá Saragossa á Spáni, sem dó píslarvættis- dauða í ofsóknum Díókletían- usar keisara árið 304.“ — Á morgun, mánudag, hefst 4. viðskiptavika nýbyijaðs árs. BÆJARFÓGETAEMB- ÆTTI. í nýju Lögbirtinga- blaði auglýsir dóms- og kirkjumálaráðuneytið laus til umsóknar tvö bæjarfógeta- embætti. Er annað þeirra embætti bæjarfógeta í Nes- kaupstað. Þar er nú bæjar- fógeti Ólafur K. Ólafsson. Hitt embættið er sýslumanns- embættið í N-Múlasýslu og bæjarfógetaembættið á Seyð- isfirði. Þar er nú Sigurður Helgason bæjarfógeti. Um- sóknarfrestur um embættin bæði, sem forseti íslands veit- ir, er til 8. febr. nk. Þau verða veitt frá 1. mars nk. að telja. FUGLALÍF á Reykjanesi verður fyrsta viðfangsefni fræðslufundar Fuglavemdar- félagsins á þessu ári, annað kvöld, mánudag, í Odda, húsi hugvísindadeildar Háskóla íslands — stofu 101. Erindi um fuglalífið þar syðra flytur Ólafur Einarsson líffræð- ingur. Mun hann segja frá þeim athugunum sem fram fóru sumarið 1987 á fuglalíf- inu á sunnanverðum Reykja- nesskaga. Vom þessar athug- anir framkvæmdar á Nátt- úmfræðistofnun fyrir Sam- band sveitarfélaganna á Suð- umesjum. Því má skjóta hér inn í að á Reykjanesi er eitt stærsta kríuvarp landsins. Ólafur mun hafa meðferðis litskyggnur af fuglum og kjörlendi þeirra á athugunar- svæðinu. Athuganimar vom ekki einskorðaðar við sjófugla heldur og mófugla. Fræðslu- fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Á fundinum verður sagt frá þeim áform- um Fuglavemdarfélagsins að efna til fuglaskoðunarferðar þó vetur sé, í byijum næsta mánaðar._______________ SKIPIN_________________ REYKJAVÍKURHÖFN. Á morgun, mánudag, er togar- inn Hjörleifur væntanlegur inn til löndunar og togarinn Viðey kemur þá úr söluferð. í dag kemur danska eftirlits- skipið Ingolf. í gær var rússneskt olíuskip væntanlegt með farm. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gær fór Haukur á ströndina og togarinn Víðir kom úr söluferð. Um helgina verður Stapafell í flutningum milli Hafnarfjarðar og olíustöðvar- innar í Hvalfirði. Togarinn Otuv er væntanlegur inn til löndunar í dag, sunnudag, og þá fer írafoss á ströndina. Grænlenskir togarar em væntanlegir til að taka vistir og veiðarfæri og til löndunar. ORÐABÓKIN Misskilin orð og orðasambönd Oft má bæði lesa og heyra í fjölmiðlum, að menn misskilja orð og merkingar og fara því rangt með þau, og hið sama má segja um orðasambönd og orðtök. Ég hef á öðmm vettvangi minnzt á sumt af þessu. Hér má taka sem dæmi að fá smjörþefmn afe-u, sem far- ið er að nota um það að fá vitneskju um e-ð: Hann fékk smjörþefinn af því. Upphaf- lega var þetta haft um það að verða fyrir óþægilegri reynslu. Nýlega hafði mað- ur sambandi við OH, en hann hefur dvalizt fjölmörg ár erlendis. Sagðist hann eftir langa ijarvera taka eftir margvíslegum breyt- ingum í tali fólks og notkun orða, og kæmi sumt óþægi- lega við málkennd sína. Sem dæmi nefndi hann sam- bandið að vera í návígi við e-n. Sagðist _ hann hafa heyrt sagt: „Óskaplega er gaman að vera í návígi við þig“ og þá í merkingunni að vera í návist við e-n. Eins hefur hann heyrt talað um að vinna saman í návígi s.s. vinna saman á sama vinnustað. Orðabækur hafa einungis að beijast í návígi s.s. að beijast með vopnum og standa þétt andspænis hvor öðram, enda er það frammerking þessa orða- lags. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.