Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989
17
held að veröld bamanna okkar verði
svo gjörólík þeirri sem við lifum í
núna að við getum ekki ímyndað
okkur það. Það virðast allir gera
ráð fyrir því að tækniþróunin hafí
stöðvast, við komumst ekki lengra,
en ég held að það sé reginmisskiln-
ingur. Þegar afi minn og amma
fæddust var ekki búið að fínna upp
flugvélina. Þegar þau dóu hafði
fyrsti maðurinn gengið á tunglinu.
Þessi þróun er svo ör að við getum
varla fylgst með henni og ég held
að það sé vamarviðbragð að ímynda
sér að hún geti ekki gengið öllu
lengra. Það vekur líka áhuga minn
hvemig tæknin og vélamar sem
hún skapar neyða okkur sífellt til
að meta upp á nýtt hvað séu mann-
legir eiginleikar, hvað geri manninn
sérstakan. Skáktölvur em athyglis-
verðar í þessu sambandi vegna þess
að hingað til hefur verið litið á skák
sem nokkurs konar listgrein og nú
er komin fram vél sem er færari í
listinni en margar manneskjur.
Þegar ég var að vinna að Henee
skrifaði ég grein um tölvuskák og
fór þá meðal annars á heimsmeist-
aramót í tölvuskák í Þýskalandi.
Þar hitti ég marga sem vora sann-
færðir um að ekki liði á löngu þar
til tölvur gætu farið að semja tón-
verk, sem ekkert stæðu að baki
þeim tónverkum sem menn semja.
Þetta varð til þess að ég sem Iista-
maður fór að velta því fyrir mér
hvernig tæknin getur breytt því
áliti sem við höfum á sjálfum okk-
ur, hugmyndum um stöðu okkar
og tilgang í lífínu. Eitt af því sem
við höfum hingað til álitið að gerði
manninn fullkomnari en aðrar dýra-
tegundir er hæfileikinn til að skapa
listaverk. Og ef einhverjar vélar
fara nú að standa okkur á sporði í
því neyðumst við til að endurskoða
afstöðu okkar til listarinnar og okk-
ar sjálfra. Það er fullkomlega eðli-
legt að fólk óttist þessa þróun."
Þetta era sannlega lítið uppörv-
andi vangaveltur og til að skipta
um umræðuefni spyr ég Brad hvað
upphaflega hafi vakið áhuga hans
á Islandi.
„Ég hafði séð myndir héðan og
þær vöktu áhuga minn. Þetta lands-
lag, þessi auðn er svo ólíkt öllu sem
ég hafði þekkt, minnti mig á mynd-
ir frá tunglinu. Ég hef alltaf verið
hrifínn af stöðum sem era öðravísi,
öfgakenndum stöðum. Birtan hér á
sumrin minnir á aðra heima, eitt-
hvað hreint og heilagt. Ég var í
sumar er leið í Mexíkó og það má
segja að það sé á hinum enda öfga-
skalans miðað við Island. Fram-
skógur mannlífs og lita, heitt loft-
slag og ólgandi tilfínningar. Hvort
ég hafí reynt að læra íslensku? Já,
ég tók einn kúrs í fomíslensku í
haust, eftir að ákveðið var að við
kæmum hingað. Því miður var ég
svo önnum kafínn við annað að
árangur af náminu var harla lítill.
Þó las ég nokkra kafla úr fomsög-
unum og sýndist þær mjög spenn-
andi viðfangsefni."
Yngri dóttir þeirra Brads og
Mary Jo, Hilary, sem er aðeins átta
mánaða, er nú vöknuð og krefst
athygli föður síns. „Þekkirðu
nokkra góða stúiku sem hefði
áhuga á að passa bam á morgn-
ana?“ spyr Brad. Því miður þekki
ég enga slíka og sé á öllu að við-
talinu er Iokið. Pakka saman blöð-
um og skriffæram og þakka fyrir
mig, um leið og ég óska fjölskyld-
unni ánægjulegrar dvalar á íslandi.
Þetta veður er
alveg hræðilegt
- segir Mary Jo Salter, sem hlaut
Lamont-verðlaunin 1988fyrirbestu
aðra Ijóðabók höfundar
Ljóðabókin Unfínished Painting
eftir Mary Jo Salter, eiginkonu
Brads Leithauser, hlaut
Lamont-verðlaunin sem besta
önnur Ijódabók höíundar 1988.
Bókin kemur þó ekki út fyrr en
í mars 1989 og ég spurði Mary
Jo hvemig þessi verðlaun væra
veitt.
Jr að er ameríska ljóðskálda-
akademían sem veitir verðlaunin
og útgefendur senda handrit
ljóðabóka sem þeir hafa ákveðið
að gefa út til akademíunnar, og
verðlaunin era veitt áður en bókin
er gefín út. Þegar bókin síðan
kemur út er hún rækilega merkt
sem Lamont-verðlaunabókin til
þess að auka söluna.
„ Fyrsta ljóðabókin mín hét
Henry Purcell in Japan og ég
skrifaði hana að mestu leyti með-
an við bjuggum í Japan. Auk þess
er ég búin að skila inn handriti
að barnabók, The Moon Comes
Home, sem kemur út í haust.“
— Hvemig stóð á því að þið
fluttuð til Japan?
„Brad var að ljúka lögfræði-
námi við Harvard þegar honum
bauðst vinna við rannsóknarverk-
efni við japanskan háskóla. Upp-
haflega ætluðum við aðeins að
vera þar í eitt ár, en okkur líkaði
dvölin það vel að ég sagði upp
starfí mínu sem ritstjóri bók-
menntaefnis hjá Atlantic Monthly
og fór að kenna ensku í Japan.
Ég var í enskunámi bæði við
Harvard- og Camebridge-háskóla
og það var einmitt í Harvard sem
við Brad kynntumst."
— Maðurinn þinn sagði mér að
þú hefðir skrifað grein um Hall-
dór Laxness fyrir Atlantic Mont-
hly ...
„Já, þegar við bjuggum í Róm
skrifaði ég grein um Laxness, sem
er kannski ein ástæða þess að við
eram hér nú. Ég hafði samband
við Laxness og sagði honum að
ég væri að skrifa grein um hann
og langaði til að fá að spjalla við
hann. Hann bauð rhér þá að koma
með alla fjölskylduna og búa í
íbúð sinni í Reykjavík, sem ég og
gerði. Við voram í íbúðinni í þijár
vikur og bæði Laxness og kona
hans reyndust okkur frábærlega
vel. Kynntu okkur meðal annars
fyrir nokkram íslenskum rithöf-
undum sem við höldum enn sam-
bandi við. Því miður birtist grein-
in aldrei, en Brad fjallaði töluvert
um Laxness í grein sinni um ís-
land.“
— Þið komuð til landsins nú í
byijun janúar, hvemig hefur veð-
urfarið lagst í ykkur?
„Þetta veður er alveg hræði-
legt. Ég var alls ekki undir þetta
búin. Við höfum einu sinni áður
verið hér að vetrarlagi, í febrúar,
og þá var veðrið alveg yndislegt,
milt og bjart. Eldri dóttir okkar,
Emily, sem er fímm ára, neitar
að fara út úr húsi nema í bíl, hún
er svo hrædd við vindinn. Kunn-
ingjar okkar segja reyndar að
þetta veður hafí komið með okkur
og við verðum bara að vona að
veðurguðirnir fari fljótlega að
sætta sig við vera okkar hér.“
Vatnsdælur
í miklu úrvali.
Verð frá kr.
1.280,-
GSvarahlutir
Hamarshöfði 1,
S. 36510-83744.
Kúplingarsett
ímiklu úrvali
Pósfsendum samdægurs.
Verð frá kr. 5.400,-
GSvarahlutir
Hamarshofóa 1-110 Raykjavih - S«nar 36510 og 83744
ILEAM COTRUMS
Í Í8LEIMSKU ÓPERDMHl
Hin heimsþekkta sópransöngkona
lleana Cotrubas heldur tónleika í
íslensku óperunni laugardaginn
11. febrúar kl. 15.00.
Á efnisskránni verða Ijóðasöngvar eftir
G. Enesco, G. Fauré, F. Liszt og H. Wolf.
Meðleikari á píanó er Raymond Jansen.
Forsala aðgöngumiða verður í íslensku óperunni kl. 15-19 alla
daga. Afsláttur af miðaverði er veittur styrktarfélögum sem kaupa
miða í forsölu.
Styrktarfélag Islensku óperunnar.
OSKUDAGUR - SOLUBORN
Eins og áður stendur Reykjavíkurdeild RKÍ fyrir
merkjasölu á öskudag. Börn á aldrinum 9-12 ára fá merki
afhent hjá eftirtöldum félagsmiðstöðvum þriðjudaginn
7. febrúar kl. 14-16.
Frostaskjóli,......................Frostaskjóli 2.
Fellahelli............................Norðurfelli.
Bústöðum...........................Bústaðavegi.
Þróttheimum,........................... Holtavegi.
Árseli,.................................Rofabæ.
Tónabæ..............................Skaftahlíð 24.
Þriðjudag og miðvikudag frá kl. 9-17 verða merki afgreidd hjá:
Reykjavíkurdeild RKÍ, Öldugötu 4, og Rauða kross íslands,
Rauðarárstíg 18.
Móttaka merkja og peninga verður á sömu stöðum
fimmtudaginn 9. febrúar kl. 14-16.
! Reykjavíkurdeild RKÍ
FYRIR VÖRUGJALDSHÆKKUN
INNRETTINGAR
GÆÐAVARA A GÖÐU VERÐI
Komdu og skoðaðu úrvalið og
fáðu nánari upplýsingar.
V örugjaldshækkunin er að
skella á. Nú er rétti tíminn til að
festa kaup á baðinnréttingu,eld-
húsinnréttingu eða fataskápum.
V erðið hjá okkur hefur ekki
hækkað síðan í júní 1988 —
það eitt tryggir þér hagstætt
verð.
Hjá okkur í IB-búðinni fara
verð og gæði svo sannarlega
saman.
ittiliiiliillilliiiiiiilllUliiliilliiilíHHiilliíiiitilliiiiiilMiiliiittititiisiimtii