Morgunblaðið - 05.02.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 05.02.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPIIMN SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 25 Þríhenti maðurinn sem vill engan sjá né heyra Langar lífsreynslusögur eru ekki daglegt brauð í Neue Zurcher Zeitung. Fréttir af at- burðum, aðgerðum, ákvörðun- um fylla síður blaðsins; fólk sem slíkt þykir sárasjaldan í frásög- ur færandi. Það vakti því at- hygli fyrr í vetur þegar hið virta og víðlesna blað birti mynd- skreytta helgargrein í tveimur hlutum um þríhentan mann eftir kvikmyndagerðarmanninn Kurt Gloor. Gloor þessi hefur alltaf haft mikinn áhuga á vanskapning- um. Sem bam lá hann í myndabók foreldra sinna um dverga, risa, hjólbeinótta, vatnshöfða og sam- vaxna tvíbura. Honum var kennt að glápa ekki á þá sem eru öðru vísi en aðrir en komst fljótt að því að fréttamenn forvitnast um hluti sem aðrir veigra sér við og kvik- myndagerðarmenn horfa á allt sem fyrir augu ber þangað til að þeir hafa séð nægju sína. Á fullorðinsaldri frétti Gloor fyr- ir tilviljun af þríhentum manni. Hann gafst ekki upp fyrr en hann fann hann og fékk leyfi til að heim- sækja hann, spjalla við hann og taka myndir af honum. Armand S. bjó með konu sinni og dóttur á afskekktum bóndabæ á fjallstoppi. Þangað var ófært á bíl og hundurinn gelti sem vitlaus væri þegar gest bar að garði. Ar- mand var fæddur og uppalinn í Elsass í Frakklandi. Þegar hann stálpaðist ætlaði heimilislæknirinn að fjarlægja þriðja handlegginn, sem óx út úr vinstri handarkrikan- um, en Armand þvertók fyrir það. Af hveiju átti að fjarlægja einn handlegginn? Þeir voru allir hluti af honum. Honum var strítt í skóla. Sumum krökkunum fannst handleggurinn ógeðslegur en aðrir öfunduðu hann. Hann gat gert hluti sem þeir gátu ekki, til dæmis klifrað eins og api eða borðað epli með einni hönd, týnt þau með annarri og haldið á körfu í þeirri þriðju. Kennarinn gafst að lokum upp á að hafa hann í tímum og móðir hans tók við kennslunni. Hún saumaði líka handa honum klæði svo að hann gæti falið eða klætt handlegginn að vild. Hann hafði gaman af að skrifa og samdi sögur um hunda með horn, hænur með sundfit og fljúg- andi hesta. Hann dreymdi um að hafa vængi og geta flogið. Eitt sinn fór faðir hans með hann í sirk- us. Þegar þulurinn öskraði að nú skyldu áhorfendumir fá að sjá nokkuð sem þeir hefðu aldrei séð fyrr gerði Armand í buxurnar af ótta. Hann var viss um að það ætti að sýna sig sem læknisfræði- legt viðundur. En apamenni var leitt fram á sviðið og Armand sór að gefa fólki aldrei tækifæri til að góna á sig. Eiginkona hans komst að raun um handlegginn á óþægilegan máta. Þau höfðu lengi verið penna- vinir þegar þau hittust fyrst. Hún vissi að hann var bæklaður en sá ekkert athugavert við hann. Hann sagði henni ekkert. Með tíð og tíma ákváðu þau að gifta sig. Skömmu fyrir brúðkaupið eyddu þau nótt saman. Hann fór ekki úr fyrr en búið var að slökkva. Blessuð konan hélt að það væru fleiri en einn í rúminu hjá henni þegar hann tók utan um hana. Hún kveikti og komst að hinu sanna. Hún jafnaði sig fljótt og huggaði sig við að þijár hendur geta gert meira en tvær. Þau settust að fjarri öllum öðr- um, eignuðust heilbrigða dóttur og Armand hitti aldrei sálu. Ekki einu sinni höfund greinarinnar. í seinni hluta hennar kemur fram að sagan er uppspuni frá rótum og myndimar af manninum, sem gat spilað á orgel og flett nótna- bók um leið með þriðju höndinni, em falsaðar. Kurt Gloor sannaði í eitt skipti fyrir öll að það á ekki að trúa öllu sem sést á prenti. Ekki einu sinni því sem birtist í Neue Zurcher Zeitung. HÖS6IN6M Okkar á milli ... B JAPANSKA lögreglan hand- tók nýlega 24 ára gamla konu sem hafði ofsótt fyrrverandi ást- konu eiginmanns síns með símtölum i þrjú ár. Hin afbrýðis- ama hringdi í hina, sem er píanó- kennari í borginni Kobe, um 6.200 sinnum. Hún sagði aldrei neitt og lagði tólið á þegar svar- að var. Eiginmaður hennar hafði viðurkennt í nóvember 1985 að hafa átt vingott við píanókennar- ann áður en þau giftu sig. - AB. I VÉL afgerðinni Hjuschin 76 sem átti að flytja 176 nýliða frá Tbílísí í Georgíu til Khabarovsk í austri varð að nauðlenda í Síberíu þegar farþegarnir fóru að fljúgast á eftir að hafa drukk- ið óhóflega mikið heimabruggað vodka. Einn úr áhöfhinni sagðist hafa upplifað ýmislegt en ekkert þessu líkt. Risaþotan hefði henst til og frá eins og hún væri í versta óveðri og engin leið var að halda fluginu áfram. - AB. ■ Þrír Danir urðu að fleyta sér í hálftíma áður en nokkur fékkst til að taka þá um borð. Tveir Norðmenn hjálpuðu um 20 synd- um Brasiliumönnum upp á kjöl “Bateau Mouche IV“ en gátu ekki hjálpað þeim frekar þegar báturinn sökk. Þeim tókst að klifra um borð í fiskibát ásamt nokkrum Dönum en eigendur hans harðneituðu að reyna að bjarga fleiri þó það hefði verið pláss fyrir 20 manns til viðbótar um borð. í stað þess sigldu þeir á fiillu í átt að Copachabana- ströndinni til að missa örugglega ekki af flugeldasýningunni um áramótin. Skandinövunum var tjáð að þeir mættu þakka fyrir r að hafa fengið far í land þegar þeir kvöddu. Á götunni Þ AÐ ER gaman að ferðast og það geri ég iðulega. Til dæmis hef ég undanfarin fimmtán ár farið til Reykjavíkur til að dvetfast þar í grenndinni yfir hátíðarnar. Auk jólagjafakaupa og Qölskyldumóta hafa þessar ferðir mínar verið rannsóknarleiðangrar. Ég hef nefiii- lega tekið þátt í umferðinni og stundað samanburðarumferðarmálar- annsóknir. Þær eru jafnmerkilegar og orðið er langt. Og þegar hafðar eru til hliðsjónar sambærilegar rannsóknir úr ferðum minum til útlanda verða þessir leiðangrar enn merkilegri. Fró Sverri Póli Erlendssyni ó AKUREYRI Eg ferðaðist um Ítalíu á liðnu hausti. Það var stórmerk ferð, en eitt af því eftirminnilegasta var umferðin í borgum þar. Dáleiddur horfði ég á tugi og jafnvel hundruð bíla í óskiijanlegum hnútum á Róm- artorgum. Með nokkrum svipbrigð- um, dálitlu handapati og jafnvel örfáum orðum gerðist hið ótrúlega á svipstundu: Allir komust leiðar sinnar. Svona gekk þetta daginn út og inn eftir einni umferðarreglu: Að aka eftir þörfum! í víðlesnum ferðamannabókum er sagt að umferðin í Napólí sé skelfilegust í veröld hér. Þar séu umferðarmerki einungis til augna- yndis og umferðarljós bara nútíma- legt gatnaskraut. Yfir Napólíum- ferðina ná engin orð. Ef til vill hef- ur félagi minn komist næst því að lýsa þessu þegar hann sagði: Þetta er bijálað fólk! Samt komust allir leiðar sinnar eftir sömu reglu og í Róm: Að aka eins og nauðsynlegt er! í öðrum löndum hef ég fylgst með umferð og tekið þátt í henni. Ævinlega grípur mig sama tilfinn- ing þegar ég kem heim: Hér er vont að keyra. Af hveiju? Ef til vill vegna þess að umferðarmenn- ingin hér er vitlaus — eða engin. Ég veit til dæmis ekki hvort nokk- urs staðar í heiminum tíðkast sú umferðarregla sem hér á Akureyri er mjög algeng: Tveir ökumenn stoppa bfla sína á miðri götu og halda dijúglangan bílgluggafund og skeyta engu þótt aðrir þurfi að komast hjá. í útlöndum hefur ipér þótt áber- andi það viðhorf í umferð að allir eigi rétt á að komast leiðar sinnar og að jafnaði séu aðrir vegfarendur reiðubúnir að greiða fyrir því. Þurfi ég til dæmis að skipta um akrein er gefið færi á því strax og ég gef merki um það. Hérlendis er viðmót- ið hins vegar allt annað. „Þú skalt ekki halda að þú getir farið að troða þér fram fyrir mig, góði minn!“ ís- Bömin þykja langt um of harðhent lendingar virðast ríghalda í um- ferðarrétt sinn eins og einkaeign. Umferðarspekingar skýra vanda hérlendrar umferðar flestir á sama veg. Hér sé allt hraðanum að kenna. Einasta ráðið sé að keyra nógu andsk... hægt. Hvergi annars staðar þar sem ég hef farið um hef ég séð umferðarmannvirki eins og þau sem hér skjóta upp kolli þessi misserin: Að búa til hringtorg til þess að draga úr hraða, en verða um leið til tafar. Að skjóta upp kryppum á annars sléttum og greiðfærum brautum, í sama skyni, en líka til að skemma lágskreiða bíla og tefja fyrir. Skjóta steyptum köntum inn í miðjar götur eða hálffylla þær af stórgiýti eða skolprörum. Ég held að umferðarvandamál séu mörg önnur en hraði — og hann stafar ef.til vill sumpart af þeim. Ég nefndi áðan tillitsleysið og við það bæti ég sofandahætti og seina- gangi. Vegfarendur þurfa að vita hvert þeir eru að fára! Þó að hér hafi verið hægri umferð í rúm tutt- ugu ár er hún varla nema að nafn- inu til. Mikill hluti vegfarenda droll- ar pg dólar á vinstri akrein og neyð- ir aðra til að aka fram úr öfugu megin. Það er stórhættulegt. Flest- ir eru alltof lengi að drattast af stað á ljósum þegar grænt kviknar. Sama gegnir um þá sem koma af hliðarvegum inn á umferðargötur. Þá tekur slíkan ógnartíma að ná eðlilegum umferðarhraða að stór- hætta verður á árekstrum hjá þeim sem á eftir fara. Stefnuljós eru ekki riotuð svo neinu nemi. Margir nota þau eins og þeir séu að sýna að þeir séu búnir að beygja, ekki hvað þeir ætlast fyrir. Vissulega aka sumir hættulega hratt og það er bannað. En það á líka að banna fólki að tefja um- ferðina. Það á að banna fólki að tala í síma á meðan það er að keyra. Og það á að banna fullorðnu fólki að vera vond fyrirmynd í um- ferðinni. Ekki bara á Akureyri og í Reykjavík. Alls staðar. „Sá sem elst upp við lykt af hrossum reykir aldrei hass.“ — Ekhard Jakobsen.. Iþessari frægu fullyrðingu gamla stjómmálaforingjans speglast sú skoðun margra að fátt sé mikilvæg- ara í uppeldi bama en stöðugur umgangur við dýr. Við það verði siðferðisþroskinn meiri, ábyrgðar- kenndin ríkari, skilningurinn á lífí og dauða dýpri. Um útbreiðslu þessarar skoðunar hér í Danmörku vitna ekki sfst fjöl- margir smíðaleikvellir í borgum og bæjum, þar sem bömin smíða aðal- lega kofa yfir geitur, hænur, end- ur, kanínur, kindur, páfugla og hesta, enda má segja að starfsemi þeirra flestra snúist fremur um skepnuhald en smíðar. Tími búgarða borgarbamanna er þó sennilega brátt fyrir bí, því nefnd, sett að fmmkvæði dóms- málaráðherra, hefur nýlega skilað tillögu um ný dýravemdunarlög, sem boða meðal annars talsverða breytingu á samskiptum bama og dýra frá því sem nú tíðkast. Nefndin hefur nefnilega komist aO þeirri niðurstöðu, á skjön við nefnda uppeldishugmynd, að mjög skorti á að börn umgangist dýr á ábyrgan hátt. í sambandi við smíðaleikvellina kvartar hún yfir slælegu eftirliti; nokkur brögð em að þvi að brotist sé inn á þá að nóttu til og dýmnum misþyrmt og telur nefndin tilfellin orðin nógu mörg til að sanna að næturgæsla leikvallanna verði aldr- ei viðunandi. Dýrin munu því yfir- gefa smíðaleikvellina með lögbund- inni ákvörðun um að lögreglan geti bannað skepnuhald á stöðum þar sem eigiendur eða umsjónarmenn em ekki búsettir. En nefndin lætur ekki staðar numið hér ... Nei, það þarf að vemda dýr gegn bömum almennt. Böm klípa, kremja, toga, slíta, brenna, bíta — í stuttu máli: hrella og meiða flest dýr sem þau komast í tæri við og ráða yfír. Þess vegna þyrfti til dæmis helst að loka hinum vinsælu bamadeildum dýragarðanna þar sem dverggeitur, kanínur, endur o.s.frv. eiga að heita að lifa við stöð- ugar árásir litla fólksins, en nefnd- in krefst þess að fyrirkomulaginu verði að minnsta kosti breytt þann- ig að böm fái ekki að leika lausum hala innan um vamarlaus dýrin, þau verði að vera í fylgd með full- orðnum og gæsla af hálfu dýragarð- anna stórefld. Svo leggur nefndin til að kaup og sala á gæludýram miðist við lögaldur (sem er 18 ár í Dan- mörku), þannig að tryggt sé að umönnun þeirra í heimahúsum verði í ábyrgum höndum. Verði tillögur nefndarinnar sam- þykktar er ljóst að kynni danskra bama — að minnsta kosti þeirra sem búa í bæjum og borgum — af dýraríkinu munu stórminnka í framtíðinni. En hassneyslan væntanlega auk- ast ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.