Morgunblaðið - 11.03.1989, Page 12

Morgunblaðið - 11.03.1989, Page 12
12 MORGUNBLÁÐÍÐ LAUGARDAGUá 11. MARZ 1989 Mannhelgi og mannréttíndi eftirBirgi ísl. Gunnarsson Á þessu ári er haldið hátíðlegt 200 ára afmæli frönsku stjómarbylt- ingarinnar. Um þann merkisatburð hefur margt verið rætt og ritað og enn deila sagnfræðingar um aðdrag- anda byltingarinnar og áhrif. Flestir eru þó sammála um að franska stjómarbyltingin sé annar af tveimur merkisatburðum, sem haft hafí mjög mikil áhrif á stjómskipun og stjóm- arskrár margra landa. Hinn atburð- urinn gerðist reyndar fyrr, en það er uppreisn Norður-Ameríku gegn Bretlandi 1776 og mannréttindayfir- lýsingin bandaríska, sem fylgdi í kjölfarið. Meðfædd mannréttindi í þeim hátíðlegu yfirlýsingum sem gefnar vora út við þessi tækifæri var því slegið föstu að viss mannrétt- indi væra öllum mönnum meðfædd, þeim væri ekki hægt að afsala og þau væra heilög í þeim skilningi að hver einasti maður ætti rétt til þeirra. Eins og áður segir er mann- réttindayfirlýsing Bandaríkjanna fyrr á ferðinni og er hún því grand- völlur síðari yfirlýsinga, þ.e. mann- réttindaákvæða í stjómarskrám margra ríkja. Þessi mannréttindi sem þama vora tilgreind vora mannhelgi, frið- helgi heimilis, eignarréttur, prent- frelsi, funda- og félagafrelsi og trú- frelsi. Mannréttindayfirlýsingin komst inn í grandvallarlög Dana 1849 og þaðan í fyrstu íslensku stjómarskrána sem við fengum árið 1874. Vörn gegn ofbeldi einræðisherra Viðurkenning slíkra mannréttinda var afar mikilvæg á sínum tíma. Algengasta stjómarfarið var einræði í einhverri mynd þar sem allt vald var í höndum eins manns eða fárra útvaldra. Löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald var á einni hendi og þau mannréttindi sem að ofan greinir vora fótum troðin. Þrátt fyrir mikla umræðu um mannrétt- indi og vaxandi skilning manna á þeim víða um heim eiga þau enn mjög erfitt uppdráttar í stóram heimshlutum. Meiri hluti mannkyns býr við einræði í einhverri mynd og því er túlkun mannréttindaákvæða í höndum valdhafanna með þeim afleiðingum að slík réttindi era fót- um troðin. Næstum daglega berast okkur fregnir utan úr heimi um mannréttindabrot, sem enginn virð- ist fá rönd við reist. Sameinuðu þjóðimar hafa tekið mannréttindamál upp á stefnuskrá sína og allsheijarþingið samþykkti á sínum tíma sérstaka mannréttinda- yfirlýsingu. Hún er áskoran til allra þjóða um að tryggja hjá sér mann- réttindi og mannhelgi. Evrópuráðið hefur einnig gert sérstakan samning sem ísland hefur fullgilt um vemdun mannréttinda og mannfrelsis. Mann- réttindamál hafa einnig verið mjög á dagskrá í viðræðum Austurs og Vesturs undanfarin ár. eins og t.d. á Helsinki-fundinum 1975 og nú síðast a svokölluðum RÖSE-fundum í Vínarborg. Bréf Umboðsmanns Alþingis Eins og fyrr segir höfum við ís- lendingar notið mannréttinda- ákvæða í okkar stjómarskrá allt frá 1874, en þau hafa lítið breyst á þeim tíma. Ýmsir hafa talið nauðsyn- legt að endurskoða okkar stjómar- skrárákvæði að þessu leyti, en það hefur ekki verið gert. E.t.v. hefur Birgir ísl. Gunnarsson „Þetta bréf Umboðs- manns Alþingis hefiir ekki fengið þá athygli eða umQöllun sem vert er. Ég tal það brýnt að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar verði endurbætt. Al- þingi gengur oflt á fremstu nöf í að skerða mannréttindi. Fram- kvæmdavaldið hefur oflt ekki næga tilfinn- ingu fyrir sjálfsögðum réttindum borgaranna og ýmsar yfírlýsingar ráðherra um þýðingu laga vekja tortryggni í þessu e£ni.“ mönnum fundist að íslenskir borgar- ar væra nægilega vemdaðir með núverandi ákvæðum. Síðasta innlegg í þessa umræðu kom frá Umboðsmanni Alþingis í bréfí sem hann ritaði forsetum þingsins nú um áramótin. Þar segir hann, að hann telji ástæðu til að vekja athygli á ófullkomnum ákvæð- um til vemdar mannréttindum í íslenskum lögum. Orðrétt segir í bréfi til hans: „Ég bendi á, að í íslensku stjómarskrána vatnar al- menn ákvæði um veigamikil mann- réttindi. Sem dæmi má nefna skoð- anafrelsi, jafnrétti, bann við aftur- virkum refsilögum, vemd flölskyld- ulífs og rétt til réttjátrar málsmeð- ferðar fyrir dómi. Ákvæði íslensku stjómarskrárinnar um félagsleg réttindi era og fábrotin." Ófullkomin mannréttindaákvæði Síðan nefnir Umboðsmaður Al- þingis að mörg mannréttindaákvæði íslensku stjómarskrárinnar séu ófullkomin af ýmsum ástæðum og nefnir dæmi því til sönnunar. Hann vekur athygli á að íslensk lög gangi að ýmsu leyti skemmra í vemd mannréttinda en ýmsir alþjóðasamn- ingar um mannréttindi sem fsland sé aðili að. Lokaorðin í bréfi Umboðsmanns Alþingis era svohljóðandi: „Á árinu 1989 verður víða minnst merks áfanga í sögu mannréttinda. Að mínum dómi ætti vel við að ríkis- stjóm og Alþingi mörkuðu á því ári þáttaskil, að því er varðar vemd mannréttinda hér á landi." Þetta bréf Umboðsmanns Alþing- is hefur ekki fengið þá athygli eða umfjöllun sem vert er. Ég tel það brýnt að mannréttindaákvæði stjómarskrárinnar verði endurbætt. Alþingi gengur oft á fremstu nöf í að skerða mannréttindi. Fram- kvæmdavaldið hefur oft ekki næga tilfínningu fyrir sjálfsögðum réttind- um borgaranna og ýmsar yfirlýsing- ar ráðherra um þýðingu laga velq'a tortryggni í þessu efni. Dómstólar hafa og ekki nægilega skýrar reglur til að styðjast við. I næstu greinum hér í blaðinu mun ég fjalla nokkuð nánar um einstök mannréttindaá- kvæði sljómarskrárinnar. Höiundur er einn afalþingis- mönnum Sjálfstæðisfiokks í Reykja víkurkjördæmi. Rithöfimdar álykta gegn málshöfðun EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Rit- höfundasambands íslands 28. febrúar: „Að tilhlutan séra Þóris Stephensens staðarhaldara í Viðey hefur ríkissaksóknari nú höfðað mál á hendur Halli Magnússjmi blaðamanni vegna greinarinnar „Spjöll unnin á kirkjugarðinum í Viðey", sem birtist í Tímanum ll.júlí 1988. Stjóm Rithöfundasambands- ins álítur að endurtekinn mála- rekstur af þessu tagi beri vott um mjög varhugaverða þróun í átt til ritskoðunar. Opinberir embættismenn eiga ekki að vera hafnir yfir gagmýni og þeir, sem um störf þeirra íjalla í gölmiðl- um, verða að geta gert það án þess að eiga yfir höfði sér stefn- ur frá ríkissaksóknara." *AE\STW Fots itöbuaa HlPiKábe>res^ Siáiö iA\ands"ö ðKomast Teks' íN/aism1 önnum ðn\á\pdh°rtenda? Jet&meðn>avJ a JjX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.