Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989
4
Nauðgun er sjaldnast framin
vegna mikillar kynlöngunar
Það fylgir þvi notaleg tilfinning
að geta hreiðrað um sig innan
veggja heimilisins, langt í burtu
frá öllu sem ógnar og skelfir.
Það er því jafiian mikið áfall
þegar fréttir berast afheimilum
þar sem ógnin býr ekki í myr-
krinu fyrir utan, heldur í hugar-
fylgsnum þess sem helst skyldi
hugga og vernda. í dagblöðum
sjáum við alltof oft stuttorðar
fréttir af ofbeldisverkum sem
framin eru á heimilum víðs vegar
um landið ogþá vitum við að þar
hefur öryggið reynst blekking
og sviksemi ein.
o<
' ðru hvoru berast okkur fréttir
af litlum bömum, unglingum og
konum sem ráðist hefur verið að á
svívirðilegan hátt og þau rúin sak-
leysi sínu og gleði. Nokkuð löngu
seinna fáum við svo stundum frétt-
ir af dómum sem gengið hafa í
slíkum málum og undmmst þá
kannski hversu léttvægir þeir virð-
ast með tilliti til ódæðanna. Um það
sem fram fer í millitíðinni vitum
við Iítið sem ekkert. Kærur sem
koma fram vegna nauðgunarmála
eða siflaspella eru rannsakaðar hjá
Rannóknarlögreglu ríkisins. í hópi
þeirra sem að slíkum málum vinna
Rætt við Dóru
Hlín Ingólfs-
dóttur
er ein kona, Dóra Hlín Ingólfsdótt-
ir, hún hefur starfað við þennan
málaflokk í tæp tíu ár. í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins
sagði Dóra að víst væru lýsingar í
slíkum afbrotamálum oft ófagrar,
en síst væri betra að finna sorgina
og sársaukann sem slíkar misgjörð-
ir valda þeim sem fyrir verða.
Tilfinningar og viðbrögð
barna koma ekki fram í
þurrum skýrsium
Innan tíðar verður birt opinber-
lega skýrsla sem unnin er af nefnd
sem skipuð var til þess að flalla um
nauðgunarmál. Að sögn Dóru er í
þessari skýrslu lagt til að komið
verði á fót neyðarmóttöku fyrir þá
einstaklinga sem hefur verið nauðg-
að. í mörgum nágrannalöndum
okkur eru starfandi slíkar móttökur
og hafa gefíst vel. Eins og sakir
standa er tekið á þessum málum
hér af meira handahófi en vera
ætti að mati Dóru. í umræddri
skýrslu er einnig lagt til að Almenn-
AÐALFUNDUR
Aðalfundur
Verslunarbanka íslands hf.
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
laugardaginn 18. mars 1989 og hefst kl. 14:00
1
2
3
4
Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. ákvæðum
33- greinar samþykktar bankans.
Tillaga bankaráðs um útgáfu
jöfhunarhlutabréfa.
Tillaga bankaráðs um aukningu hluta-
fjár félagsins um 100.000.000 kr.
Önnur mál, löglega fram borin.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afhentir hluthöfum eða
umboðsmönnum þeirra í Verslunarbankanum
Bankastræti 5,2. hæð miðvikudaginn 15. mars,
fímmtudaginn 16. mars og föstúdaginn
17. mars 1989 kl. 9:15-16:00
alla dagana.
Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf.
VCRSUJNfiRBfiNKINN
um hegningarlögum, kaflanum um
skírlífísbrot, verði breytt. Sá laga-
flokkur er enn í gildi óbreyttur frá
árinu 1940 og er ýmislegt í þeim
iögum orðið úrelt nú. Síðast en
ekki síst lagði Dóra áherslu á að
hún teldi að brýnt væri að endur-
skoða meðferð á málefnum bama.
T.d. hvemig farið er að því að yfir-
heyra böm og hvemig mál þeirra
em búin I hendur dómara. „Eg hef
kjmnst því hvemig tekið er á þess-
um málum í Noregi," sagði Dóra.
„Þar er dómarinn viðstaddur frá
upphafi rannsóknar og varðveitir
það sem fram kemur, þegar rann-
sóknarlögreglumaður spyr bamið,
þar til málið er lagt í dóm. Þessi
aðferð kemur í veg fyrir að bamið
þurfi að endurtaka frásögn af sárs-
aukafullri reynslu sinni löngu
seinna, þegar. kannski er tekið að
fymast yfír aíburðinn í huga þess.
Hér hefur ekki verið nægjanlega
virtur réttur bama og hagur í þess-
um efnum. Við vitum að bam sem
lýsir sársaukafullri kynlífsreynslu
getur ekki gert slíkt nema að hafa
upplifað það. Það hefur ekki þá
þekkingu. Tilfínningar og viðbrögð
bamanna koma ekki fram í þurrum
skýrslum. Þess vegna er þýðingar-
mikið að dómarinn fái að heyra
lýsingar bamsins. Mér vitanlega
hefur ekki komið fyrir að bam
spinni upp sögu um sifjaspell t.d. í
dag er sönnunarstaða í slíkum mál-
um hins vegar alltof erfið, og því
erfíðari því yngri sem bömin ero.“
Eitt af því sem lagt er til í skýrsl-
unni í sambandi við nauðgunarmál
er að sá sem fyrir nauðgun verður
eigi lagalega skýlausan rétt á að
honum verði, strax í upphafi rann-
sóknar, skipaður löglærður tals-
máður sem fylgist með rannsókn-
inni og leggi fram bótakröfur. Einn-
ig er lagt til að ríkissjóður gangist
undir ábyrgð á greiðslu bótanna og
sjái um að innheimta þær hjá hinum
seka, en þannig er því ekki farið í
dag og oft gengur fólki illa að inn-
heimta slíkar bætur.
Að sögn Dóro er neyðarmóttaka
fyrir fólk sem hefur sætt nauðgun-
um í því fólgin að það kemst strax
undir læknishendur og fær aðhljmn-
ingu. Læknir neyðarmóttöku sér
um að varðveita öll sönnunargögn.
Eftir nauðgun er oft um að ræða
margvísleg sönnunargögn á líkama
þess sem ráðist hefur verið á. Þessi
gögn er mikilvægt að skoða strax
og varðveita lýsingar á þeim, hvort
sem ákveðið yrði að leggja fram
kæro eða ekki. Ákveði hlutaðeig-
andi að kæra þá myndi slík neyð-
armóttaka hafa samband við rann-
sóknarlögreglu. Dóra lagði áherslu
Dóra Hlín Ingólfedóttir
á að í dag væro þessi mál ekki í
föstum farvegi og mikilvægt væri
að ráðin yrði bót á því strax f sam-
ræmi við tillögur nefndarinnar sem
samið hefur fyrmefnda skýrslu um
meðferð nauðgunarmála.
Kynnautn virðist
lítilfjörlegur þáttur
í nauðgun
Að sögn Dóro er afar nauðsyn-
legt að sá, sem kemur einstaklingi
til aðstoðar sem orðið hefur fyrir
kynferðislegum misþyrmingum, sé
fær um að vinna markvisst gegn
þeirri sektarkennd sem þrúgar
gjaman fómarlambið. Ég tel að í
því sambandi geti svokallaðar
stuðningskonur gegnt þýðingar-
miklu hlutverki. Nokkrar slíkar
stuðningskonur ero þegar starfandi
á vegum Samtaka um kvennaat-
hvarf. Það er sama hveijar aðstæð-
ur ero, það er aldrei hægt að firra
árásarmanninn ábyrgð. Þeir menn
sem ráðast á böm og konur eiga
það sameiginlegt að vera ofbeldis-
hneigðir, vilja drottna og sýna öðru
fólki litla virðingu. Flesta hefur
þessa menn skort ást og athygli í
æsku og oftar en ekki er tekið að
halla undan fæti hjá þeim í lífínu.
Þeir rejma svo að hefna þessara
ófara sinna á blásaklausu fólki.
Sumir menn gerast aftur og aftur
sekir um að nauðga konum en
kæra og refsing verður stundum til
þess að menn iðrast gerða sinna
og reyna að bæta sig. Það er athygl-
isvert að kjmnautn manna virðist
lítilfjörlegur þáttur í nauðgun. Mjög
oft leiðir skoðun hjá kvensjúk-
dómalækni í Ijós að árásarmannin-
um hefur ekki orðið sáðfall. Nauðg-
unin er því ekki framin vegna mik-
illar kjmlöngunar heldur vegna
löngunar til þess að beita ofbeldi.
Fyrr eða síðar kemur
að skuldadögum
Dóra lagði áherslu á að hún teldi
að umræða um misnotkun á bömum
væri þáttur í að uppræta slíkt. Mis-
notkun á bömum hefur lengi þróast
í lejmd innan veggja heimila. Nú
ero hins vegar þeir tímar að allir
sem vinna með böm ero á varð-
bergi í þessum efnum. Ætla má því
að menn, sem ero svo illa gerðir
til sálarinnar að finna ekki hjá sér
eðlilega löngun til þess að vemda
og varðveita böm sem þeir ero
návistum við, hugsi sig um tvisvar
þegar þeir eiga sterklega á hættu
að verða afhjúpaðir sem bama-
nauðgarar og missa ærona í fram-
haldi af því. Það hefur sýnt sig að
mönnum sem sýna fullkomið mis-
kunnarleysi í samskiptum við annað
fólk er oft mjög annt um eigið
skinn, svo undarlegt sem það má
virðast. Almennt má segja að því
meiri umræða og athygli sem er í
kringum þessi mál því meiri líkur
ero til að upp_ um þessi launungar-
mál komist. í dag ero böm sjálf-
stæðari og upplýstari en áður var.
Þau hejrra líka þessa umræðu og
þeim er innrætt í skóla hvemig
þeim beri að haga sér sæti þau
kynferðislegri áreitni. Slík kennsla
skilar sér fyrr eða síðar svo víst er
að einhvemtíma kemur að skulda-
dögum hjá þeim seka. Böm vaxa
úr grasi og í stað minni máttar
vesalings kemur oft harðskeyttur
andstæðingur. Sá sem misnotað
hefur bam getur varla vænt sér
mikillar miskunnar, hvorki frá
hendi þess eða samféíagsins. Afbrot
gegn bömum stríðir gegn skráðum
og óskráðum lögum samfélagsins,
þar sem allt miðar að því að varð-
veita ungviðið, enda er framtíð sam-
félagsins í þeim efnivið fólgin.
Dóra Hlín Ingólfsdóttir starfar í
hópi rösklega ijörutíu rannsóknar-
lögreglumanna. Hún gat þess að
nauðgunarmál kæmu oft upp um
helgar og þá væro það vakthafandi
rannsóknarlögreglumenn sem
fengju málin til meðferðar. „Við
viljum öll vera hlutiaus í starfi og
segjumst vinna á faglegan hátt,“
sagði Dóra. „En því er ekki að lejma
að við höfum ólík sjónarmið og
sjáum hlutina frá ólíkum sjónar-
hóli. Ég tel mjög biýnt að fleiri
konur komi til starfa hjá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins. Ég tel að það
væri löggæslu Iandsins til góðs að
viðhorf kvenna fengju betur að
njóta sín á þeim vettvangi en nú er.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Opið ! -18 atla virka
l augardaga 11-1$.
S unnudaga II!
*
mmmmm
Við erum við hliðina á Álnabæ í
Siðumúla.
ali innréttinga
inarðviðarhurðum og við
mbnum bióða þér:
FRÍA HÖNNUN
FRÍA UPPSETNINGU
FRÍA HEIMSENDINGU
Komið í sýningarsal okkar að
Síðumúla 32 og veljið útlit og
liti og við sjáum um
afganginn.
Ath: Sérstakur afsláttur gildir
fyrir landsbyggóina.
innréttinaar
2000
VERKSTÆÐI OG SÝNINGARSALUR
Síöumúli 32 Sími: 680624.
Eftir opnunartíma 667556.
—H