Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 A afinæli Kobba handrit: Rowdy Herrington. Helstu hlutverk: James Spader, Cynthia Gibb og Rod Loomis. Það er einkum tvennt sem fær kvikmyndagerðarmenn til að halda nafni nítjándualdar morðingjans atvinna — atvinna Vélstjóri óskast á 50 lesta eikarbát, sem gerður verður út frá Þorlákshöfn. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Báturinn mun stunda humarveiðar í gildrur í vor og sumar. Upplýsingar í síma 98-33924 eða 98-33950 á kvöldin. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kobbi kviðrístir („Jack’s Back“). Sýnd i Laugarásbiói. Bandarísk. Leikstjórn og Kobba kviðristi á lofti; hryllilegar morðaðferðir hans, sem leikstjóri getur notað (og misnotað) til að skelfa með áhorfendur, og sú stað- reynd að aldrei komst upp um hann, sem gefur ímyndunarafli handrits- höfundarins lausan tauminn. Hvorugt kemur að gagni í mynd- inni Kobbi kviðristir („Jack’s Back“), sem sýnd er í Laugarásbíói og gerð var í fyrra en þá voru ná- kvæmlega 100 ár síðan Kobbi gekk um myrðandi gleðikonur í London. Ef menn eru að búast við e.k. nú- tímagerð sögunnar um Kobba fínna þeir hana ekki hér því tengslin við hann (poppað uppí Kalla kuta í þýðingunni) og þjóðsögumar um hann eru sáralítil þótt myndin beri nafn hans. Við fáum að vita í byrjun að gleðikonur í Los Angeles hafa fund- ist myrtar á kunnuglegan hátt á nákvæmlega sama tíma og Kobbi framdi sín morð fyrir hundrað árum. Þar með er Kobbasögunni eiginlega lokið en við tekur leit James Spaders, sem leikið hefur "" James Spader í myndinni Kobbi kviðristir. ljóta strákinn í nokkrum stórborg- armyndum, að morðingja tvíbura- bróður síns, sem við eigum að halda að sé líka Kalli kuti. Sú leit fer fram með einskonar draumaráðningum því Spader dreymdi morðið á bróður sínum og þarf aðeins að láta dáleiða sig og upplifa drauminn aftur til að ná morðingjanum. En hann reynist ekki vera Kalli kuti svo það eina sem Spader þarf að gera til að ná Kalla er að fara betur í gegnum drauminn. Það er með ólíkindum hvað leik- stjórinn og handritshöfundurinn, Rowdy Herrington, leyfir sér auð- veldar lausnir í mynd sinni en það sem verra er, honum er næstum alveg fyrirmunað að búa til spennu. Hann notar áhrifstónlist sáralítið og öll frásögnin er svo hæglát, hljóðleg og látlaus að hún er næst- um svæfandi. Morðinginn fær t.d. aldrei að koma manni á óvart af því m.a. að Herrington kýs að sýna hann nálgast frá hans sjónarhóli. Við erum með honum og bregður auðvitað ekkert þegar hann bregður fómarlambinu. Og þótt ljótt sé frá að segja berst hjálpin alltof fljótt. Kobbi kviðristir á að sjálfsögðu ekki betri afmælisgjöf skilið. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Lærið vélritun Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. Keflavík Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Keflavik heldur aðalfund í Iðnsveinafélagshúsinu, mánu- daginn 13. mars kl. 20.30. Maetið vel. Stjórnin. □ MfMIR 598913037 - 1 Frl. Keflavík Kökubasar Slysavarnadeildar kvenna, Keflavík verður haldinn í dag, laugardaginn 11. mars, í Iðnsveinafélagshúsinu kl. 14.00. Nefndin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma kl. 20.30. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakka 3 Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 11. Prédikun: Samúel Ingimarsson. Barna- kirkja meðan á predikun stendur. Almenn samkoma annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Predikun: Björn Ingi Stefánsson. Verið velkomin. Auöbrekku 2.200 Képavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 12. mars: a) Kl. 10.30 Hveradalir - Hellis- heiði, skiðagönguferð. Verð kr. 800,- b) Kl. 10.30 Fljótshlíð - ökuferð. Ekið sem leið liggur austur að Hvolsvelli, þaðan um Fljótshlið. í Fljótshlíðinni er margt að skoða og verður stoppað eins og tíminn leyfir og verður ekið aust- ur að Fljótsdal og siðan haldið sömu leið til baka. Verð kr. 1.400,- c) Kl. 13.00 Skálafell sunnan Hellisheiðar, göngu- og skíða- ferð. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Sunnudaginn 19. mars verður farin dagsferð að Gullfossi og Geysi. Ferðafélag íslands. ÉSAMBAND (SLENZKRA ’ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvika í Reykjavík 12.-19. mars 1989 Kristniboðssamkoma á morgun kl. 16.30 á Amtmannsstíg 2b. Kristur kallar. Upphafsorð: Sig- urvin Bjarnason. Kristniboðs- happdrætti kynnt. Kristniboðs- þáttur: Kjellrun Langdal. Ræða: Elsa Jacobsen. Sérstök barna- samkoma á sama tíma. Allir velkomnir. Kökubasar - kaffisala Systrafélag Ffladelfíu heldur kökubasar og kaffisölu í dag kl. 14.00 í neðri sal Fíladelfiukjrkj- unnar. Komið og kaupið tertur og kökur til páskanna og setjist niður og fáið ykkur kaffi og rjómavöfflur. Allir velkomnir. Systrafélagið. . m Útivist, Sunnudagur 12. mars Kl. 10.30 Gullfoss í klaka- böndum - Geysir. Nú er Gullfoss í fallegum klaka böndum. Einnig farið um Geysis svæðið, fossinn Faxi skoðaður Kerið o.fl. Verð kr. 1.400,- Þai verða ekki fleiri Gullfossferðir. Kl. 13.00 Sveifluháls - Kleifarvatn. Ef færð leyfir verður farið í Krísuvik. Gönguferð fyrir alla. Verð 800,- kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Fjallaferð i Noregi, 10 daga gönguferð um Jötunheima, brottför 18. ágúst. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Sænski söngvarinn og fagnaðarboðinn Sigvard Wall- enberg syngur og talar. Fórn tekin til björgunarstarfs hans meðal barna i Manillu. Sunnudaginn kl. 14.00: Sunnudagaskóli fyir börn. Kl. 16.30: Hjálpræðissamkoma. Gestir: Kapteinshjónin Sólveig og Sten Sverre Syvertsen. Allir velkomnir. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 12. mars kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Stjórnarfundur - opið hús Heimdallur, Stefnir, Týr, Huginn og Æsir halda sameiginlegan stjórn- arfund í Valhöll laugardaginn 11. mars kl. 19.00. Síöan verður opið hús frá kl. 22.00. Allir ungir sjálfstæðísménn velkomnir. Stjórnirnar. Sauðárkrókur Sameiginlegur fundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks og bæjarmála- ráðs veröur í Sæborg mánudaginn 13. mars kl. 20.30. Gestur fundarins verður Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri, og mun hann hafa framsögu um bæjarmálin. Allir velkomnir. Stjórnirnar. Fundur um álmálið TÝR i Kópavogi og Hug- inn I Garðabæ boða fund um álmálið laugardaginn 11. mars, Hamraborg 1, 3. hæð, Kópavogi. Gestur fundarins verður Gunnar G. Schram. Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur til kl. 14.00. Þá veröur fundargestum boðið í skoðunarferð í álverið í Straumsvík. Stjórnin. | atvinnuhúsnæði \ Til leigu við Smiðjuveg 250 m2 iðnaðarhúsnæði á jarðhæð með tveimur innkeyrsludyrum og mikilli lofthæð. Laust strax. Upplýsingar í síma 27677. Kvöldsími 18836. | nauðungaruppboð | Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 14. mars 1989 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1 og hefjast þau kl. 14.00: Aöalgötu 17, Suðureyri, þingl. eign Elvars Jóns Friðbertssonar, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka (slands og innheimtumanns ríkis- sjóðs. Annað og siðara. Góuholti 8, Isafirði, þingl. eign Arnars Kristjánssonar, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka Islands og Lífeyrissjóös Vestfirðinga. Annað og síðara. Grundarstíg 22, Flateyri, þingl. eign Steindórs Pálssonar eftir kröfu Jóhanns Sigfússonar. Annað og síðara. Fitjateig 6, ísafirði, þingl. eign Jakobs Þorsteinssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Fjarðargötu 34a, Þingeyri, þingl. eign Vögnu Vangsdóttur, eftir kröf- um veðdeildar Landsbanka íslands, Brunabótafélags íslands, Lands- banka fslands og Jóns Gunnars Zoega. Rómarstíg 10, Suðureyri, þingl. eign Suðureyrarhrepps, eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins og Verzlunarbanka (slands. Annað og síðara. Bæjarfógetinn á isafirði. Sýslumaðurinn i isafjarðarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.