Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989
19
Tónverk Snorra
kynnt í Gerðubergi
Tónlistardeild Borgarbókasa&is í Gerðubergi gengst fyrir dag-
skrá þar sem kynnt verða tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson
sunnudaginn 12. mars nk. kl. 16.00.
Nú eru rétt liðin 3 ár síðan útibú
Borgarbókasafns í Gerðubergi hóf
starfsemi sína. Þar er tónlistardeild
safnsins með allstóru plötu- og
nótnasafni. í tilefni þriggja ára af-
mælisins gengst nú tónlistardeildin
Snorri Sigfús Birgisson
fyrir ofannefndri kynningu.
Á fyrri hluta dagskrárinnar mun
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld
kynna Snorra og bregða upp tón-
dæmum úr verkum hans. Flutt
verða brot úr tónverkum og einnig
munu þeir Hjálmar og Snorri flytja
nokkur af 25 píanólögum fyrir byij-
endur sem samin voru árið 1984.
Á síðari hluti dagskrárinnar
verða flutt 4 tónverk í heilu lagi
en þau eru: Dans (1982) fyrir selló,
Jarðardreki (1988) fyrir píanó,
Hymni (1982/1989) fyrir fiðlu og
selló og síðast verður frumflutt
nýtt verk fyrir klarinett og píanó
sem nefnist Cantilena (1989).
Flytjendur tónverka auk höfund-
ar og Hjálmars H. Ragnarssonar
eru: Nora Kornblueh (selló), Óskar
Ingólfsson (klarinett), og Þórhallur
Birgisson (fiðla).
Snorri Sigfús Birgisson (f. 1954)
lauk einleikaraprófi frá tónlistar-
skólanum í Reykjavík árið 1974 og
hefur starfað hér heima sem píanó-
leikari, tónskáld og tónlistarkennari
síðan hann lauk framhaldsnámi
erlendis árið 1980.
(Fréttatilkynning)
Morgunoiaoio/Ami öœoerg
Kirsten Hanssen hefur verið að kenna matreiðslumönnum Hótels
Sögu réttu handtökin við meðferð síldarinnar.
Boðið upp á síld á Sögu
HÓTEL Saga hefur undanfarið boðið gestum sinum upp á síldar-
hlaðborð að sænskum hætti. Fyrir milligöngu síldarútvegsnefndar
kom sænskur sérfræðingur, Kirsten Hansson frá Abba Ab. hingað
og hafði hún umsjón með síldarhlaðborðinu í samvinnu við mat-
reiðslumenn hótelsins.
Kirsten Hansson er framleiðslu-
og þróunarstjóri Abba fyrirtækisins
sænska og hefur hún sérhæft sig
í síld og tilbúnum síldarréttum. Hún
kenndi matreiðslumönnum Hótels
Sögu lögun fjölbreyttra síldarrétta
og verða slíkir réttir framvegis á
boðstólum í hádeginu í Skrúði, veit-
ingasal á fyrstu hæð.
Abba Ab. er eitt stærsta fyrir-
tækið á Norðurlöndum sem sér-
hæfir sig í sölu á tilbúnum síldar-
réttum og það er einnig stærsti
kaupandi íslenskrar síldar á Norð-
urlöndum.
Fulltrúiim lögreglustjóra
er falið að telja allt búfé
Landbunaðarráðuneytið liefur fyrirskipað nákvæma talningu
alls búQár í landinu í þessum og næsta mánuði. Yfirsljórn talning-
arinnar verður í höndum Búnaðarfélags íslands en búpeningurinn
verður talinn af fúlltrúa lögreglustjóra i samráði við forðagæslu-
mann og viðkomandi sveitarstjórn.
Guðmundur Sigþórsson skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu segir
um ástæður talningarinnar að við
niðurskurð á heilum hjörðum, til
dæmis vegna riðu, hefði oft orðið
vart við töluverð frávik frá forða-
gæsluskýrslum. Þetta væri raunar
ekki nýtt og gætu verið ýmsar ástæð-
ur fyrir slíkum mun. Þá hefði því
einnig verið haldið fram að til sé
búfjárhald sem hvergi komi fram á
skýrslum. „Við vildum leggja í auka-
fyrirhöfn til að sjá hvað þessi munur
væri almennt mikill og hvort hann
skipti einhveiju má1'. Við lítum fyrst
og fremst á þetta sem vandaðri
vinnubrögð sem ætti að skila ná-
kvæmari upplýsingum um búfé í
landinu en áður,“ sagði Guðmundur.
Hann vildi ekki gera mikið úr því
að fulltrúum lögreglustjóra væri falið
að telja búpeninginn, það væri sú
leið sem stjórnvöld hefðu til að fá
slík verk unnin.
Telja á allt sauðfé í landinu, naut-
gripi, geitur, hross, svín, alifugla og
loðdýr. Upplýsingamar eru meðal
annars ætlaðar til nota við stjómun
búvöruframleiðslunnar, afgreiðslu
framlaga ríkisins og áætlunargerð.
■
w;
Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á sýningar London City
Ballet í Þjóðleikhúsinu, verður aukasýning laugardaginn 1. aprO.
Aukasýning á
London City
Ballet
VEGNA mikillar eftirspumar
eftir miðum á sýningar London
City Ballet i Þjóðleikhúsinu, hef-
ur verið ákveðin aukasýning
laugardaginn 1. apríl klukkan
14.30.
Nú þegar er orðið uppselt á tvær
sýningar flokksins, föstudags-
kvöldið 31. mars og laugardags-
kvöldið 1. apríl.
Þrettán dansarar koma hingað
úr London City Ballet og sýna
dansa úr þremur ballettum; Hnotu-
bijótnum, Celebrations og Trans-
figured night.
Sýningar London City Ballet í
Þjóðleikhúsinu eru styrktar af
Scandinavaian Bank og Lands-
banka íslands. (Fréttatílkynning:)
Hallgrímskirkja:
Söngur og
upplestur
„Krossferli að fylgja þínum“
nefnist dagskrá, sem Listvina-
félag Hallgrimskirkju stendur
fyrir á morgun, sunnudaginn
12. mars, klukkan 17.00 i
Hallgrímskirkju. Hún er í um-
sjá sr. Sigurðar Pálssonar,
starfandi sóknarprests í
Hallgrímskirkju, og konu hans,
Jóhönnu G. Möller sópransöng-
konu.
Dagskráin er fléttuð saman úr
lesnum atriðum úr píslarsögunni
og tónlist. Flytjendur auk Sigurð-
ar og Jóhönnu eru altsöngkonana
Matthildur Matthíasdóttir og
hljóðfæraleikaramir Bemharður
Wilkinson, flautuleikari, Inga Rós
Ingólfsdóttir, sellóleikari, og
Hörður Áskelsson, orgelleikari.
Tónlistin, sem flutt verður, eru
Arían „Ich folge dir gleichfalls"
úr Jóhannesarpassíunni eftir J.S.
Bachi dúettamir „Christie eleis-
on“ og „Et in unurn" úr h-moll-
messunni eftir J.S. Bach, einnig
einsöngskantatan „O dulcis amor“
eftir franska barokktónskáldið
André Campra, auk versa úr
passíusálmunum.
Listvinafélag Hallgrímskirkju
hefur jafnan á föstunni boðið upp
á dagskrár í tengslum við píslar-
söguna og passíusálmana. Má þar
nefna myndlistarsýningar, tón-
leika, passíuflutning, upplestur og
erindi. (Fréttatílkynning)
Sigluflörður:
Skoðunarbíll-
ínn kemst ekki
um Strákagöng
Siglufírði.
ALMENN óánægja ríkir nú á
Siglufirði þar sem Siglfirðing-
ar þurfa framvegis að fara með
bifreiðar sínar i skoðun á Sauð-
árkróki, þar sem skoðunarbíll
Bifreiðarskoðunar íslands
kemst ekki um Strákagöng.
Á bæjarstjómarfundi á fimmtu-
dag, urðu harðar umræður um
þetta mál, og lýstu bæjarfulltrúar
vanþóknun sinni á þessu fyrir-
komulagi.
Matthías.
Ljóðaþýðingar
í Listasafni
Sigurjóns
SUNNUDAGINN 12. mars
verður lesið úr verkum þriggja
íslenskra ljóðaþýðenda í Lista-
safiii Siguijóns Ólafssonar á
Laugarnestanga. Arnar Jóns-
son leikari les nýja þýðingu
Sigfúsar Daðasonar á ljóðinu
Exile, eða Útlegð, eftir Saint-
John Perse, sem er eitt helsta
ljóðskáld Frakka á tuttugustu
öld og Nóbelsverðlaunahafi.
Á undan gerir Sigfús Daðason
stutta grein fyrir höfundinum. Þá
les Hjörtur Pálsson úr þýðingum
sínum á ljóðum eftir Henrik Nord-
brandt, sem er eitt fremsta og
vinsælasta ljóðskáld Dana nú um
stundir.
Þessar þýðingar komu út á bók
á síðasta ári og ber hún nafnið
„Hvert sem við fömm". Að end-
ingu les svo Helgi Hálfdanarson
úr ljóðaþýðingum sínum. Safn
þýddra ljóða eftir Helga Hálf-
danarson kom út 1982 og nefnist
„Erlend ljóð frá liðnum tímum".
Bókmenntakynningin á sunnu-
dag hefst klukkan hálf þijú og
að henni lokinni er kaffístofa
safnsins opin.
(Fréttatilkynning)
Landsmót
barnakóra um
helgina
LANDSMÓT íslenskra barna-
kóra verður haldið dagana 11.
og 12. mars. Frá árinu 1977
hafa mót þessi verið haldin
reglulega annað hvert ár, ýmist
I Reykjavik eða úti á landi,
síðast að Heimalandi undir
Eyjafjölluin. Tónmenntakenn-
arafélag íslands hefiir haft veg
og vanda að undirbúningi móts-
ins sem og fyrri móta sem hald-
in hafa verið.
Að þessu sinni er landsmótið
haldið í Kópavogi, en lokatónleik-
amir fara fram í Háskólabíói
„Trio Cézanne“
„Trio Céz-
anne“ 1 ís-
lensku óper-
unni
FIMMTU tónleikar Tónlistarfé-
lagsins á þessum vetri verða
haldnir í íslensku óperunni
sunnudaginn 12. mars klukkan
20.30. Þar kemur fram Trio
Cézanne frá Bandaríkjunum,
en það skipa fiðluleikarinn
Henryk Kowalski, sellóleikar-
inn Jakob Kowalski og píanó-
leikarinn Paul Schoenfield.
Bræðumir Henryk og Jakob
Kowalski fæddust í Póllandi, en
fluttust til Danmerkur og síðar
sunnudaginn 12. mars kl. 14.00.
Búist er við um 550 þátttakendum
á aldrinum 10—15 ára í 15 kómm
víðs vegar að af landinu og munu
þeir leggja undir sig Þinghóls- og
Kársnesskóla, að auki hafa góð-
fúslega verið leyfð afnot af kirkju
og safnaðarheiniili Kársnessókn-
ar.
Laugardaginn 11. mars verður
sungið og æft í hópum undir leið-
sögn hinna ýmsum kórstjóra, auk
þess sem veitt verður tilsögn í
raddbeitingu og söngtækni al-
mennt. Hópstarf af þessu tagi
hefur ávallt skilað góðum árangri
og þykir eitthvað það skemmtileg-
asta úr starfi hvers móts. Laugar-
dagsdagskránni lýkur svo með
veglegri kvöldvöku í Þinghóls-
skóla þar sem kórarnir sjálfir
munu flytja undirbúin skemmtiat-
riði.
Sunnudaginn 12. mars koma
kóramir hins vegar fram í Há-
skólabíói, fyrst hver fyrir sig en
að lokum sameiginlega.
Vitni vantar
Rannsóklnarlögreglan í
Hafnarfirði lýsir eftir vitnum
að því er ekið var á Ijósgulan
Lada Samara- bíl, G-80, á plan-
inu við Fjarðarkaup, móts við
inngang verslunarinnar.
Ohappið átti sér stað milli
klukkan 10 og 11 á föstudags-
morgun. Ekið var á hægri fram-
hurð bílsins, sem skemmdist tals-
vert, en tjónvaldurinn fór af vett-
vangi án þess að segja til sín.
til Bandaríkjanna. Fiðluleikarinn,
Henryk, stundaði nám við Indi-
ana-tónlistarháskólann í Bloom-
ington undir leiðsögn Josephs Gin-
gold og sellóleikarinn, Jakob,
lærði hjá Erling Bjöndal Bengts-
son í Konunglegu tónlistarakade-
míunni i Kaupmannahöfn áður en
hann fluttist til Bandaríkjanna.
Báðir þessir hljóðfæraleikarar
hafa starfað sem einleikarar víða
um heim, en stofnuðu árið 1977
píanótríó undir nafninu Trio
European, sem ferðaðist um Evr-
ópu, Bandaríkin og Asíu. Nýlega
hefur nafninu verið breytt í Trio
Cézanne og hefur pianóleikarinn
Paul Schoenfield komið til liðs við
þá. Á tónleikunum á sunnudag
verða flutt verk eftir Haydn, Ra-
vel og Brahms. Miðar verða til
sölu við innganginn.