Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989
37
Dagbjört Halldórs-
dóttír - Minning
Olöf S. Magnús-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 7. mai 1904
Dáin 4. mars 1989
Hún Dagga okkar, Dagbjört
Halldórsdóttir, er dáin, laus úr
fjötrunum, hún þráði svo innilega
að kveðja þetta líf.
Fyrir tveimur árum lamaðist
hún af heilablæðingu og eftir það
var hún bundin við hjólastól. Á
Hrafnistu í Hafnarfirði dvaldi hún
við góða aðhlynningu, sem er
þökkuð af heilum hug fyrir hennar
hönd, ættingja og vina. Hrafnista
er hlýr og elskulegur staður, frið-
sælt umhverfi og fagurt útsýni til
allra átta.
Guðrún og Jóhanna frænkur
hennar í Reykjavík skiptust á um
að heimsækja hana eins oft og því
varð við komið. Þær tóku hana
um helgar þegar hún var hress-
ari. Það sama gerðu ættingjar
hennar úr Þorlákshöfn.
Dagbjört giftist ekki, hún var
dugleg, létt í lund og klæddist allt-
af þvi besta. Ætt hennar var úr
Selvoginum, þar var hún fædd og
uppalin. Halldóra systir hennar bjó
þar með sínum elskulega manni
og bömum. Hún var sérlega sam-
rýnd fjölskyldu hennar. Selvogur-
inn þar sem Strandarkirkja er með
sitt aðdráttarafl, þar sem friður
ríkir og hreint sjávarloft, íjaran
og rennisléttar flatir eru eins og
í paradís. Allar þessar minningar
eru mínar bestu með þeim systr-
um. Selvogurinn minnti mig á
eyjuna mína, Flatey, mér fannst
ég vera komin heim.
Ég undirrituð kom til hennar
þegar þær mæðgur komu því ekki
við. Undir það síðasta var það
orðið svo, að hún vissi ekki alltaf
af komu minni. Seinast er ég kom
og sat hjá henni um stund, svaf
hún þessum þunga djúpa svefni
sem er oft fyrirboði dauðans. Þetta
var í síðasta sinn sem ég sá hana.
Ég signdi yfír hana og kvaddi með
þessum hugsunum: Svefninn hann
græðir og sefar hvem harm, í
svefnsins örmum og við hans barm
er sætt að hvíla, þar er sál hennar
rótt. Að síðustu bauð ég henni
góða nótt.
Guð blessi sál hennar.
Hvíli hún í friði.
Margrét
Ferðahátíð
í Þórscafé
Ferðahátíðirnar eru nú byr-
jaðar i Þórscafé að nýju og
verða sólarlandaferðir frá
ferðaskrifstofunni Atlantik
kynntar næstkomandi sunnu-
dagskvöld.
Elsa Lund ásamt hópi úr gleði-
dagskránni „Hvar er Elsa?“ koma
í heimsókn og em þar á ferðinni:
Egill Ólafsson, Nadía Banine,
Magnús Kjartansson og hljómsveit
hans að ógleymdum Halla og
Ladda.
Að loknum skemmtiatriðum
verður spilað bingó og í boði era
sólarlandaferðir til Mallorca með
Atlantik.
Hljómsveit Magnúsar Kjartans-
sonar úr þáttum Hemma Gunn
leikur fyrir dansi. Boðið er upp á
nautapiparsteik og ísþrennu með
hindbeijamauki.
Ferðahátíðir í Þórscafé hafa nú
staðið í 10 ár og stjómandi þeirra
er Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Fædd 26. nóvember 1966
Dáin 5. febrúar 1989
Þann 14. þessa mánaðar var til
grafar borin ástkær vinkona okkar
Olöf Sæunn Magnúsdóttir.
Við kynntumst Ólöfu er hún hóf
störf hjá veitingahúsinu Ypsilon í
Kópavoginum um vorið 1985. Ólöf
bjó yfir miklum persónutöfram og
hlýju viðmóti, hún var alltaf glaðleg
og opin þannig að fólk átti auðvelt
með að kynnast henni. Það undrar
því engan hversu vinamörg Ólöf
var.
Ólöf nam hárgreiðslu fyrst við
Iðnskólann í Hafnarfirði og síðan
við Iðnskólann í Reykjavík og þrátt
fyrir sorglegan föðurmissi er loka-
prófin stóðu yfir, útskrifaðist hún
hæst í sínum árgangi sem sýnir
hversu hugrökk og samviskusöm
hún var. Ólöf starfaði hjá meiðstara
sínum Jan E. Wiken á hárgreiðslu-
stofunni Adam & Evu allt fram að
hausti 1988 er hún opnaði sína eig-
in stofu er bar nafn hennar í húsa-
kynnum aldraðra á Melabraut á
Seltjamamesi.
Það er okkur öllum ferskt í minni
er samband þeirra Ólafar og unn-
usta hennar Kristjáns Magnúsar
Hjaltested hófst. Það var á árshátíð
starfsfólks Ypsilons og Smiðjukaff-
is þann 29. desember 1985. Það
varð strax ljóst hversu vel þau áttu
saman. Leiðir okkar skildu er Ólöf
og Kiddi hættu hjá Ypsilon um vor-
ið ’86 en alltaf er maður hitti þau
skein ástin úr augum þeirra. Það
kom því engu okkar á óvart er við
fréttum um trúlofunina þann 29.
desember síðastliðinn. Á þriggja ára
afmælinu. Þau höfðu gert sér mikl-
ar vonir um framtíðina og allt virt-
ist ætla að ganga þeim í haginn.
Það var því mikið áfall að frétta
andlát Ólafar og munum við öll
sakna hennar innilega.
Það má kannski segja að við
höfum ekki hitt þau svo oft sem
skyldi, en öll eigum við góðar minn-
ingar úr stólnum hjá Olöfu, fyrst
hjá Jan á Skólavörðustígnum og svo
á Melabrautinni.
Við vottum íjölskyldunni í Huld-
ulandi okkar dýpstu samúð. Elsku
Kiddi okkar, Einína, Binna, Helena
og Magnús, megi guð og góðar
minningar styrkja ykkur öll á þess-
um erfiða tíma.
Vinir og samstarfsfólk úr
Ypsilon og Smiðjukaffi.
Birtíng afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofú blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar'.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát móður okkar,
MARfU HELG/\DÓTTUR
frá Vatnshól,
Þingholtsstræti 13,
Reykjavfk.
Þuríður Bergmann,
Þórný Oddsdóttir,
Ólaffa Oddsdóttir.
M neö FÉHÉMI n einfalt
Nú þarf ekki að velta fyrir sér tökkum
og gírstöngum til að setja í fjórhjóladrifið.
Honda útbjó einfaldlega fjórhjóladrifið
þannig, að bíllinn sér sjálfur um valið
eftir aðstæðum og þörfum.
Civic Shuttle 4wd sá kraftmesti
1.6i 116 Din hestöfl og verð aðeins
kr. 1.030.000,- stgr.
Athugió!!!
Tökum vel meö f arna notaöa bila upp i nýja.
yiHONDA Vatnagörðum 24, s. 689900. Bilasýning i dag kl. 13-16