Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11; MÁRZ 1989 KVARNIR OG HIMNASTIGAR _______Myndlist Bragi Ásgeirsson Málarinn Sigurður Örlygsson lægur ekki deigan síga um miklar skapandi framkvæmdir á ýmsa vegu. Málverk hans eru svo til ein- göngu risastór um þessar mundir og kannski er það mótvægi þess, að smáfólkinu fjölgar jafnt og þétt í kringum hann og tekur beinan og óbeinan þátt í hans mikilvirku athöfnum. Og það veit sá sem allt veit, að eigin böm svo og einnig annarra, sem í kringum listamenn eru hveiju sinni, geta haft ómæld áhrif á sköpunargáfu þeirra. Sagan kann ótal dæmi um það. Síðustu tímar hafa og boðið upp á stórar og viðamiklar fram- kvæmdir á myndfleti í núlistum og hér njóta menn nýtækninnar við gerð þeirra. Anselm Kiefer hagnýtir sér t.d. ljósmyndina og stækkunarmöguleika hennar á risastóra dúka og málar svo yfír af miklum og listiiegum krafti og nær þannig þrumusterkum áhrif- um. Og þó virka myndverk hans meira sem málverk en Ijósmyndir, og stundum væri manni jafnvel hulinn hlutur ljósmyndavélarinn- ar, ef maður vissi ekki af henni á bak við allt hressilegt litaflæðið. Stækkarinn er þannig ekki nóg lengur né að stinga ljósmyndinni í hann og mála svo eftir henni, heldur nota menn nú sjálfa ljós- myndina í stækkaðri mynd yfír- færða á léreftið. Hér má vera komin íþrótt listaskólanna á næstu árum, ef litið er til þróunar- innar hina síðustu áratugi. Sigurður Örlygsson fer að vísu öðruvísi að en Kiefer og styðst meira við hina svonefndu skaba- lónstækni, en skyldleikinn í heild- arútfærslu mynda þeirra er auð- sær en hér er Sigurður Örlygsson meiri súrrealisti og þannig minna verumar í myndum hans ósjaldan á Max Emst og myndaraðir hans í samklippum . svo sem „Une Semaine de Bonté" (Vika gæsk- unnar) svo og „Dægur og jafn- dægur“, en í báðum myndaröðun- um koma fram svífandi furðuver- ur og ókennilegir hlutir — bygg- ingamar inni í myndunum leiða og huganri að Giorgio de Chirico. Hið síðasttalda er rökrétt, því að Max Emst leitaði einnig i smiðju Chiricos. Á þennan hátt leita listamenn nútímans stíft til fortíðarinnar, umbreyta og umskapa og hér ríður á að ótviræð persónuein- kenni skíni í gegn og sé ég ekki betur, en að Sigurður Örlygsson sé á réttri leið, sem kemur m.a. fram í ferskari beitingu litrófsins og hnitmiðaðri útfærslu. Stundum fínnst manni jafnvel sem hann mætti alfarið einbeita sér að þeim þáttum því að skabalónshlutimir virka jaftivel sem ókennilegir §'ar- lægir gestir, er draga athyglina frá hinum hreinna málaða bak- gmnni, sem er meira í ætt við umhverfi málarans. Hvað sem öðm líður þá er það sterk sýning, sem Sigurður hefur sett saman í sýningarsal FIM á homi Ránargötu og Garðastrætis. Þó er salurinn full lítill fyrir þessi risastóm verk, enda nýtur myndin á endaveggnum, „Erindisleysa" (2), sín best, er og einnig þeirra sérstæðust. Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Stutt gönguferð á sunnudag Allt sem lífsanda dregur byggjr tilvem sína á þeirri orku sem sólin sendir með geislum sínum til jarðar- innar. Það er því við hæfi að kynna þær breytingar sem verða almennt á veðurlagi þegar sól hækkar á lofti og þau áhrif sem þær hafa á um- hverfi og lífríki við árstíðaskipti veturs og vors. Náttúmvemdarfélag Suðvestur- lands byijar kynningar á þessum vorboðum með því að standa fyrir sunnudagsmorgungöngu um neðri hluta Fossvogsdals og Bústaðaháls undir leiðsögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings og Ólafs Sæmunds- en skógfræðings. lags Reykjavíkur v/Fossvogsveg. Þaðan verður gengið um skóginn suður að Fossvogslæk og yfír hann skammt austan Norðlingavaðs, gengið stuttan spöl inn dalinn síðan upp Eyrarland og vestur Álland, farið þar sem gamla þjóðleiðin til Reykjavíkur lá og að Veðurstofu íslands. Þar verður snúið við og gengið til baka að Skógræktarfé- lagshíiðinu. Öllum er heimil þátt- taka í ferðum og fundum félagsins. (Frá Náttúruvemdarfélaginu.) Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! JKrogisit&lfifrife filmsDsLt œdSD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 478. þáttur Kristján Jónsson frá Snorra- stöðum segir í bréfí sem fyrr hefur verið vitnað til: „Úr því ég er farinn að pára, liggur beint við að minnast á Selfá [svo]. Þú segir að tvær konur hafí lifað á Snæfellsnesi 1910 með því nafni. Vel man ég eftir þessum nöfnum, sem ekki er tiltökumál, kominn að fermingu. Aldrei sá ég þær samt, því þær munu hafa búið vestan fjallgarðsins. En árlegar „fískaferðir" voru famar „vestur fyrir Jökul“ frá Snorrastöðum og bárust svo fá- gæt nöfn oft mér í eyru. En mig minnir fastlega að það væri borið fram Sel-fá ... Með kærri kveðju og þökkum fyrir alla pistlana í Morgunblaðinu sem ég les meðan ég sé einhveija glætu." Bestu þakkir færi ég Kristjáni fyrir tryggð hans við þáttinn, þá sem komið hefur fram í mörg- um bréfum hans. Og skulum við þá sjá hvað danski mannanafnafræðingur- inn Rikard Homby hefur að segja um nöfn sem líkjast Silfá (Selfá) o.fl. (lauslega þýtt): „Heimagerð nöfn voru mörg- um sinnum „latíniséruð" og var þá breytt í erlend nöfn með hljómi sem minnti á hin nor- rænu. Salmund er gert í latínu að Salomon, Sighmund breytist í Simon, Sighrik í dýrlingsnafn- ið Cyriacus og Self (sjá bréf Kristjáns) og Sylfa var snarað í Silvester sem betur var þekkt meðal hinna lærðu.“ Nú spyr ég: Em kannski ein- hver tengsl milli Silfár og Sölva (Sölfa)? Eða við fomafnið sjálf- ur? ★ Þá kemur hér framhald af pistli íslenskrar málstöðvar um flugorð, þeim sem fyrri hlut- inn var af í síðasta þætti: „Af íslenskum tökuorðum í flugi má nefna „radíóstöð" (rad- io station) og „radíóvita" (radio beacon). Orðið „radíóstöð" er almennt hugtak um hvaða stöð sem notar þráðlausa tækni í starfsemi sinni og er að sjálf- sögðu ekki bundið við flug ein- göngu. Nefndinni líst best á að taka upp orðið loftskeytastöð og fá því ágæta orði þannig framhaldslíf. Það er ekki eins- dæmi að orð haldi áfram að lifa í málinu þótt tækniframfarir hafí breytt innihaldi þeirra; má t.d. nefna orðið eldavél. Loft- skeytastöðvar og „radíóvitar" koma við sögu í þeim hluta flugfjarskiptaþjónustunnar sem á ensku nefnist aeronautical radio navigation service. Er þá átt við þjónustu ýmissa land- stöðva sem senda frá sér þráð- laus merki er flugvélar geta numið og nýtt til staðarákvörð- unar eða miðunar. Ekki þótti tækt að nota orðið „radíóleið- söguþjónusta" og var því horfíð að því að kenna þjónustuna við flugvita og nefna hana flug- vitaþjónustu, en þess háttar leiðsögu flugvitaleiðsögu. Flug- viti fær þá nýja merkingu og nær til hvers kyns sendistöðva sem gefa flugvélum upplýsingar um stefnu eða stöðu með þráð- lausum merkjum, bæði á flug- leiðinni sjálfri og þegar komið er til lendingar með hjálp blind- lendingakerfís. Enska orðið, sem samsvarar þessu hugtaki, væri þá aeronautical radio beacon. Hér á landi er einkum notast við tvenns konar flugvita á flug- leiðum yfír landið. Þeir full- komnari nefnast Qölstefiiuvit- ar (VOR (VHF omni-directional range) station) og eru aðeins þrír slikir hérlendis. Hinir eru algengir og hafa til þessa verið nefndir „radíóvitar" (NDB (non-directional beacon)). Fyrir utan mismunandi senditfðni er meginmunur þessara tvenns konar leiðsöguvita sá að fjöl- stefnuviti sendir út 360 ólíka stefnugeisla en „radíóviti" send- ir út sams konar merki í allar áttir og má hugsa sér þau sem hringi út frá vitanum. Þess vegna kom fram sú hugmynd hjá Flugorðanefnd að nefna hann hringvita eða alstefiiu- vita. Hið síðamefnda gæti þó reynst of líkt orðinu §ölstefiiu- viti. Skylt þessum hugtökum er það sem á ensku nefnist homing beacon. Merkir það hvers kyns flugvita sem flugvél stefnir á eftir merkjasetningu frá vitan- um og getur því oft verið haft um hvora tveggja ofangreindra flugvita. Þetta hugtak hefur vafíst nokkuð fyrir orðanefnd- inni, og þá ekki síður sögnin to home og nafnorðið homing. Hefur komið fram tillaga um orðalagið að heima á vita og heimun um þann verknað, en flugvitinn, sem heimað er á, yrði þá nefndur heimviti. í Raf- tækniorðasafiii er reyndar að fínna hugtakið heimleiðing, en þá er átt við það, þegar ein- hveiju fari, t.d. geimfari, er stýrt á ákveðið mark með fjarstýr- ingu. Eins og í síðasta flugorða- pistli er það ósk ritstjóra að les- endur láti frá sér heyra um þau nýyrði sem hér hafa verið nefnd, annaðhvort með bréfí eða í síma. Aðsetur hans er í íslenskri málstöð, Aragötu 9 [Reykjavík] s. 28530.“ ★ Gísli Konráðsson á Akureyri ræddi um sögnina að dossa. Hennar getur lítt í orðabókum. Umsjónarmaður leitaði upplýs- inga hjá orðabókarmönnum Há- skólans, og höfðu þeir ekkert dæmi í prentmálssafni sínu, en mörg úr talmálssafninu. Sögnin er talin merkja að skella eða sletta í góm, hún er hljóðgerv- ingur. Að dossa við einhveiju sögðu menn að merkti að sletta í góm, ef eitthvað þætti ómerki- legt eða svo mikil fjarstæða að ekki væri svara vert. Fyrirlitn- ingar- og mótmælahljóð fylgdu þá stundum, en engin orð. ★ Vilfríður vestan kvað: Hún Lúsí í Lúísíana lagðist á sængina að vana; „Það var annaðhvort Djó eða Darió Fó eða drengræfílstetrið frá Gana.“ 28611 Símatími 9-21 SKIPASUND: Einbýli-tvíbýli ca 155 fm á þremur hæSum. Mikið end- urn. Ekki fullklárað. Óvenju fallegur garður. Hagst. lán áhv. KLEPPSVEGUR: 4ra herb. um 90 fm fb. á jarðh. í bl. íb. er mikið end- urn. 12 fm herb. ( risi fylgir + snyrting og 2 geymslur í kj. Nýl. veödeildarl. DUNHAGI: 100 fm vönduð fb. á 3. hæð ásamt herb. i kj. Aöeins i skipt- um fyrir 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð, (ekki i blokk). LAUGAVEGUR: 3ja-4ra herb. ca 85 fm innarlega við Laugaveg. Björt, rúmg. og töluvert endurn. ib. LINDARGATA: Góð 2ja herb. 60 fm jarðh. í járnvörðu timburh. Mikið endurn. Laus fljótl. Skipti mögul. HVERAGERÐI: Atvinnuhús- næði i byggingu um 420 fm grfl. Hann- að til alhliða atvstarfsemi. Gott verð og greiðslukjör fyrir tryggan kaupanda. ÞORLÁKSHÖFN: Efri hæð i tvíbhúsl. Mikið endurn. Skipti á lítilli lb. i Rvfk koma til greina. Húsog Eignir Grenimel 20 Lúðvik Gizurareon hit * Þú svalar lestrarþörf dagsins 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI LÁRUS BJARMASON HDL. L0GG. FASTEIGUASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Góð eign- sanngjarnt verð 6 herb. sérh. um 150 fm í þríbhúsi á Lækjunum. 4 svefnherb. með innb. skápum. Tvennar svalir. Allt sór. Stór geymsla í kj. Bílskúrsréttur. 4ra herb. úrvals íbúð á útsýnisstað við Háaleitisbraut á 3. hæð 102,3 fm. Sérsmíöuð innrétt- ing. Sérþvottah. Sólsvalir. Ágæt sameign. Eign fyrir vandláta. Góðar eignir í lyftuhúsum Höfum á skrá nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í lyftuhúsum við Hrísmóa, Austurströnd, Þangbakka og Ljósheima. Bugðulækur - Áifheimar Góðar 4ra herb. ib. á sanngjörnu verði með góðum lánum. Vinsamleg- ast leitið nánari upplýsinga. í smíðum við Sporhamra úrvalsíbúðir 3ja og 4ra herb. Óvenju rúmg. Sérþvottah. og bílsk. fylg- ir hverri íb. Afh. tilb. u. trév. í byrjun næsta árs. Fullgerð sameign. Byggjandi Húni sf. Þetta eru eignir fyrir hina vandlátu. Kópavogur - hagkvæm skipti Stór 3ja herb. eða 4ra herb. suðuríb. óskast til kaups, helst í lyftuhúsi við Fannborg. Skipti mögul. á góðu raðh. rétt við miðbæinn í Kópa- vogi með rúmg. bílsk. Nánari upptýsingar trúnaðarmál. Opið í dag laugardag kl. 10.00 tilkl. 16.00. Fjöldi fjársterkra kaupanda. ALMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Gangan hefst kl. 10.00 við hlið skógræktarsvæðis Skógræktarfé-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.