Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 fHtfip Útgefandi tttWbifrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsia: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mónuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Kennaraverkfall? Enn einu sinni stendur yfír atkvæðagreiðsla meðal kennara um það, hvort boða skuli til verk- falls. Verði það samþykkt fellur kennsla niður í fjöl- mörgum skólum, aðallega framhaldsskólum, snemma í apríl. Miðað við fengna reynslu vekur það furðu, að kennarar skuli enn einu sinni velja þennan árstíma til hugsanlegra aðgerða í lqaramálum. Fyrri reynsla af verkföll- um kennara á þessum árstíma er sú, að nemendum þeirra kemur ekkert ver en truflun á skólastarfí, ein- mitt á þessum árstíma. Það er óskiljanlegt, að kennarar skuli hvað eftir annað velja þennan árstíma til aðgerða í kjaramálum. Fjölmargir nemendur eru að ljúka framhaldsskólanámi á vor- in. Síðustu vikur skóla- haldsins eru þeim mjög mik- ilvægar til undirbúnings prófum í vor. Árangur í þessum prófum getur skipt sköpum um það, hvort nem- andi fær aðgang að þeim skóla, sem hann stefnir að frekara námi í. Samkeppnin um aðgang að góðum há- skólum erlendis er t.d. orðin svo mikil, að það skiptir höfuðmáli fyrir nemendur að geta sýnt góðan árangur á stúdentsprófum hér. Þetta á raunar líka við um aðgang að einstökum háskóladeild- um hér. Reynslan sýnir, að trufl- un á skólastarfí á þessum árstíma getur orðið til þess að lokaárangur nemenda verður ekki sem skyldi. Þeir fá lægri einkunnir en ella. Dæmi eru líka um það, að nemendur flosni upp frá námi a.m.k. tímabundið í kjölfar kennaraverkfalla á þessum árstíma. Þá skiptir það líka miklu máli fyrir nemendur, að kennaraverk- fall síðari hluta vetrar verði ekki til þess, að skólahald dragist úr hömlu á vorin og að möguleikar þeirra á tekjuöflun minnki að sama skapi. Flestir nemendur verða að standa sjálfir und- ir kostnaði við eigin fram- færslu og námskostnað til viðbótar við þá fyrir- greiðslu, sem þeir fá úr Lánasjóði námsmanna. Þessar röksemdir hafa verið færðar fram aftur og aftur m.a. hér í forystu- greinum Morgunblaðsins á undanfömum árum. Með hliðsjón af þessum rök- semdum er óskiljanlegt, að kennarar skuli blanda nem- endum með þessum hætti inn í kjarabaráttu. Það er skárri kostur fýrir nemend- ur, að kennarar fari í verk- fall á haustin og að skóla- hald byrji ekki fyrr en nokkrum vikum síðar. Þeir hafa þá möguleika á auk- inni tekjuöflun og nám þeirra er ekki truflað á við- kvæmasta tíma, rétt fyrir mikilvæg próf. Kennarar eru áreiðan- lega illa launaðir, eins og fjölmargar aðrar stéttir í þessu landi. Starf þeirra er svo þýðingarmikið, að það getur skipt sköpum fyrir nemanda hver kennari hans er. Kennarar geta haft ótrú- lega mótandi áhrif á það æskufólk, sem þeir taka að sér að leiðbeina. Allir þeir, sem hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að læra undir handarjaðri góðs kennara, vita hversu mikilvægt það er, þegar fram í sækir. Þess vegna er reiði kennara yfir launakjörum, eins og þau hafa verið um langt árabil skiljanleg. En kjarabarátta þeirra er eitt, hagsmunir nemenda þeirra er annað. Þessu tvennu má ekki blanda sam- an á versta. veg, eins og hvað eftir annað hefur verið gert. Það er tími til kominn, að kennarar átti sig á því, að þeir munu njóta meiri stuðnings almenningsálits- ins í kjarabaráttunni, ef hún er háð á öðrum tíma en þeim, sem augljóslega veld- ur nemendum mestu tjóni. Bakhjarlog brautrvðj andi eftír Þorstein Pálsson Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi fyrr í þessari viku að beina þeirri áskorun til kjör- dæmisráða flokksins að þau beittu sér fyrir því að í einu af hveijum þremur sætum á framboðslistum sjálfstæðismanna við næstu alþing- iskosningar yrðu konur. Þessi ákvörðun er tekin í þeim tilgangi að blása til samstöðu um sérstakt átak til þess að auka pólitísk áhrif og pólitíska ábyrgð kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Aðdragandi málsins er sá að Landssamband sjálfstæðiskvenna hefur um nokkurt skeið unnið að því innan flokksins að skapa konum sterkari aðstöðu til pólitískra áhrifa. Að undangengnum umræðum á vettvangi sjálfstæðiskvenna flutti formaður Landssambandsins, Þór- unn Gestsdóttir, þá tillögu sem miðstjómin hefur nú samþykkt. Óhætt er að fullyrða að samþykkt miðstjómarinnar markar um margt tímamót í baráttusögu kvenna inn- an flokksins. Forysta Sjálfstæðis- flokksins um pólitísk áhrifkvenna Konur ruddu sér fyrst braut til áhrifa á Alþingi og í ríkisstjóm á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Vegna þessa forystuhlutverks um pólitísk áhrif kvenna hvíla eðlilega meiri skyldur á Sjálfstæðisflokkn- um en öðmm flokkum í þessum efnum. Framganga kvenna til póli- tískra áhrifa hefur á allra síðustu árum ekki verið í samræmi við upp- hafíð. Það er ekki síst þess vegna sem miðstjómin taldi rétt og skylt að styðja þá baráttu sem konur í flokknum hafa hafíð um sérstakt átak til þess að fjölga sjálfstæðis- konum á Alþingi. Flokkurinn er ekki að setja kvótareglur af nokkm tagi. Þvert á móti er verið með frjálsum hætti að þjappa flokksmönnum og stuðn- ingsmönnum saman um sérstakt átak til þess að auka pólitísk áhrif kvenna. Það er eðlilegt markmið við núverandi aðstæður að Sjálf- stæðisflokkurinn keppi að því að efla þingstyrk sinn um 5-6 þing- sæti. Þetta nýja átak ætti að geta leitt til þess að sú fjölgun kæmi í hlut sjálfstæðiskvenna. Horft til framtíðar á 60 ára afinæli Sjálfstæðisflokkurinn verður 60 ára 25. maí næstkohiandi. Flokkur- inn var stofnaður með sammna Frjálslynda flokksins og íhalds- flokksins. Baráttumálin hafa frá öndverðu verið einstaklingsfrelsi, atvinnufrelsi og samvinna stétt- anna. Flokkurinn mun minnast 60 ára baráttusögu með margvíslegum hætti. Einkunnarorð afmælisársins hafa verið ákveðin: Bakhjarl og brautryðjandi. Þessi orð vísa til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hefíir verið kjöl- festa í íslenskum stjómmálum um leið og hann hefur mtt braut nýjum hugmyndum og framfömm í þjóðar- búskapnum og á sviði menningar- og velferðarmála. Vel þykir fara á því að draga þessi einkenni fram því sjálfstæðimenn ætla ekki ein- vörðungu að líta til baka á þessu afmælisári. Þeir líta svo á að það sé ekki síður mikilvægt að horfa fram á við og marka á þessum tíma- mótum nýja framtíðarstefnu og varða þannig veginn að breyttu þjóðfélagi og nýjum aðstæðum í samskiptum þjóða. Fyrir ári var skipuð sérstök nefnd á vegum miðstjómar til þess að hafa forystu fyrir þessari nýju stefnumörkun. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, er form- aður nefndarinnar. í tengslum við sjálfan afmælisdag flokksins verður efnt til umfangsmikillar stefnu- skrárráðstefnu þar sem verkefni nýrra tíma verða rædd, en síðan er ætlunin að meginverkefni lands- fundar verði að fjalla um tillögur „framtíðamefndarinnar", sem svo hefur verið kölluð. Aðlögun að breyttum aðstæðum Það er ekki verið að breyta grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Á hinn bóginn vilja sjálfstæðismenn við þessar aðstæður lyfta sér upp úr dægurþrasinu, horfa fram á við í þeim tilgangi að ryðja brautina að nýrri öld. Tæknibyltingin kallar á ný viðhorf og nýjar aðstæður í samvinnu þjóða gera þetta einnig nauðsynlegt. Þar koma til breyttar aðstæður í Vestur-Evrópu með tilkomu innri markaðar Evrópubandalagsins og aðlögunar fríverslunarþjóðanna að þeim markaði. Einnig og ekki síður er um að ræða þær breytingar sem nú eiga sér stað í sósíalistaríkjun- um, þar sem leiðtogamir verða smám saman að viðurkenna skip- brot sósíalismans og breyta hag- kerfí sínu í átt til markaðsbúskapar. Við setjum okkur það markmið að lífskjör íslendinga verði jafnan á við það sem best gerist með öðr- um þjóðum. Þess vegna megum við ekki dragast aftur úr þegar breyt- ingamar allt umhverfis okkur ger- ast með miklum hraða. Þessar nýju aðstæður kalla enn á ný á forystu- hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Þeim skyldum ætlar flokkurinn ekki að bregðast og einmitt þess vegna er nú hafín viðamikill undirbúningur að mörkun framtíðarstefnu í þessu ljósi. Ungir sjálfstæðismenn hafa svo ákveðið að tileinka afmælisárið bar- áttu fyrir umhverfisvemd og land- græðslu. Það er vel til fundið og ungu mennimir í flokknum, undir forystu Áma Sigfússonar, njóta heils hugar stuðnings flokksforyst- unnar við þetta mikilvæga verkefni. Þannig er ætlunin að þetta af- mælisár verði á margan hátt tíma- mótaár í baráttusögu sjálfstæðis- manna. Það mun ekki aðeins marka þáttaskil, heldur verða upphaf að nýrri framfarasókn þar sem efnaleg og menningarleg velferð íslensku þjóðarinnar verður í öndvegi. Ríkisstjórnin færir klukkuna aftur á bak Það er mikill skaði að á tímum þeirra miklu og öru breytinga sem við lifum nú skuli sitja úrræðalaus og afturhaldssöm vinstri stjórn í landinu. Forsætisráðherrann hefur lýst því yfír að stefna stjórnarinnar byggist á því að hverfa frá almennt viðurkenndum vestrænum aðferð- um við stjóm efnahagsmála. Stjóm- in hefur í einu og öllu fylgt þessari grundvallarsetningu og er nú að færa stjóm efnahagsmála áratugi aftur í tímann. Ríkisstjóm íslands stefnir því í þveröfuga átt við allar aðrar ríkis- stjómir í Vestur-Evrópu. Stefna hennar gerir það að verkum að við munum dragast aftur úr í þeirri þróun sem nú á sér stað. Og það er ekki síst þess vegna sem það er svo mikilvægt að koma stjóminni frá sem fyrst og gefa þjóðinni tæki- færi í kosningum til þess að styrkja frjálslynd umbótasinnuð öfl i þjóð- félaginu. í raun réttri situr nú við völd ríkissjóm Ólafs Ragnars Grímsson- ar formanns Alþýðubandalagsins. Hann hefur augljóslega náð töglum og högldum við mótun stjómar- stefnunnar. Hann hefur lagt sig fram við að auðmýkja samstarfs- flokkana, ekki síst Alþýðuflokkinn, sem til skamms tíma hefur þóst halda uppi merkjum fijálslyndis í efnahagsmálum. Fjármálaráðhera niðurlægir samráðherra Fjármálaráðherrann hefur sam- Eru námsferðir lækna nauðsynlegar? eftir Tryggva Ásmundsson Undanfarið hafa námsferðir lækna til útlanda verið nokkuð til umræðu og fáir virðast hafa talið þær nauðsynlegar. Hefur mjög kom- ið til tals að ríkið sparaði sér þennan kostnað. M.a. talaði heilbrigðisráð- herrann um það í sjónvarpsfréttum þann 2.3. sl. að tímabært væri að taka upp viðræður við lækna í næstu samningum um að draga úr þessum ferðum. Ég held að nauðsynlegt sé að skýra eðli og tilgang þessara námsferða til að menn hafí a.m.k. réttar forsendur áður en þær verða skomar niður. Ákvæði um námsferðir hafa verið í samningum sjúkrahússlækna a.m.k. síðan 1970. Ég hef kynnst þeim með þrennu móti: 1. Læknar hafa sótt ráðstefnur. Þar eru flutt stutt erindi um niður- stöður nýjustu rannsókna. Einnig eru oftast fluttir fyrirlestrar, haldin námskeið og umræðufundir í tengsl- um við ráðstefnuna. Fundað er stíft, jafnvel byijað kl. 7 á morgnana og haldið áfram fram undir kvöldmat með stuttum matar- og kaffíhléum. Slík þing standa venjulega í 4-5 daga og er þingað af fullum krafti laugardaga og sunnudaga til að læknar missi sem minnst úr vinnu. 2. Læknar hafa sótt námskeið í sérgrein sinni. Þessi námskeið eru oft sniðin fyrir lækna sem eru að ljúka sémámi og eiga að fara í próf til að sanna kunnáttu sína. Þessi námskeið standa venjulega frá kl. 9 til kl. 18 með stuttum frímínútum, matar- og kaffihléum. Fyrir kemur að umræðufundir séu á kvöldin, en oftast er fh' um helgar. Námskeið þessi standa oftast í viku, en geta spannað yfir lengri tíma. 3. Læknar hafa heimsótt há- skólaspítala, gjaman þau sjúkrahús þar sem þeir störfuðu í sémámi. Þar hafa þeir fengið að fylgjast með daglegum störfum eða tekið þátt í þeim. Þannig fá læknar að kynnast í framkvæmd þeim nýjungum sem þeir heyra um eða lesa á ráðstefnum eða námskeiðum. Ég hef nýtt mér námsferðir á all- an þann hátt sem að ofan greinir, og ég fullyrði að þær ferðir hafa 25 Þorsteinn Pálsson „ Við búum við þær ein- stöku aðstæður að sjáv- arútvegur og- fisk- vinnsla er uppistaða í verðmætasköpun þjóð- arbúsins og útflutn- ingstekjum. I samning- um við Evrópubanda- lagið verðum við að fá þessa sérstöðu viður- kennda. Islendingar munu ekki sætta sig við að gefa neitt effcir af rétti sínum yfir físk- veiðilandhelginni.“ kvæmt fréttum dvalið í Moskvu að undanfömu. f frásögnum af þeirri ferð er þess einna helst getið að hann hafí tekið upp viðræður við sovésk yfirvöld og leiðtoga komm- únistaflokksins um viðskipti íslands og Sovétríkjanna. Þau mál heyra undir viðskiptaráðherra annars veg- ar og utanríkisráðherra hins vegar að því er varðar útflutningsmálin. Áugljóst er að viðskiptaviðræður fjármálaráðherrans í Moskvu að undanfomu miða fyrst og fremst að því að gera lítið úr hlutverki þeirra forystumanna Alþýðuflokks- ihs, sem fara með viðskiptamál í núverandi ríkisstjóm og sýna fram á það hver það er sem í raun og veru ræður ferðinni. Á meðan fj ármálaráðherrann dvelst í þessum tilgangi í Moskvu er ekki unnt að afgreiða lánsfjárlög frá Alþingi íslendinga. Lögum sam- kvæmt á að afgreiða þau samhliða fjárlögum. Sjálfstæðismenn lögðu til að svo yrði gert og voru tilbúnir til þess að halda áfram fundum Alþingis í janúarmánuði í þeim til- gangi. En því hafnaði ríkisstjómin og treysti sér augljóslega ekki til þess að leysa þetta verkefni á þeim tíma. Og nú dregst það enn vegna svokallaðra viðskiptaviðræðna fjár- málaráðherrans við sovéska leið- toga. ekki verið til hvíldar og hressingar heldur stíf vinna til að hressa upp á fagkunnáttuna. Ég utskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands 1964 og kom heim frá framhaldsnámi erlend- is 1972. Ég hygg að fáar fræðigrein- ar hafí tekið meiri stakkaskiptum á þeim tíma sem síðan er liðinn en læknisfræðin. Mig hryllir við þeirri tilhugsun á hvaða stigi þekking mín væri hefði þessara námsferða ekki notið við. Nú spyija margir: „Geta ekki læknar haldið menntun sinni við með því að lesa bækur og tímarit?" Ef svarið við þessu væri játandi mætti spara fleira en námsferðir lækna. Það mætti einfaldlega leggja niður læknadeild Háskóla íslands. Þeir sem hygðust leggja fyrir sig læknis- fræði fengju lista yfir bækur og tímarit og síðan yrðu haldin próf árlega til að kanna kunnáttuna. Smeykur er ég um að út úr því námi kæmu skrýtnir læknar. Menn hvorki læra læknisfræði né halda við þekk- ingu sinni í henni eingöngu með því að lesa bækur og tímarit, þótt það sé vitanlega mjög þýðingarmikill -þáttur í slíku námi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 Það komu 20 gámar um- fram ráðleggingar okkar - segir Samúel Hreinsson, umboðsmaður í Þýzkalandi „Það er ekki rétt að ég hafí lagt til að allir þessir gámar kæmu inn á markaðssvæðið í þessari viku. Ég lagði til að hingað kæmu 25 gámar þessa viku, ekki 50, og þá átti ég við allt markaðssvæðið. Hins vegar hefur raunin orðið sú, að menn hafa farið bakdyrameg- in með gámana, sent þá í gegn um Frakkland, Danmörku og Eng- land. Á hveijum degi var þvi meira á markaðnum, en menn töldu sig vita. Það jók á verðfallið, sem „bakdyragámarnir“ ullu fyrst og fremst,“ sagði Samúel Hreinsson, umboðsmaður í Þýzkalandi í samtali við Morgunblaðið. Verðum að fá sérstöðu Islendinga viðurkennda Að undanfömu hafa farið fram nokkrar umræður um afstöðu okkar til Evrópubandalagsins í tilefni af ógætilegum yfírlýsingum forsætis- ráðherra um samninga við banda- lagið. Forsætisráðherrann gaf sem kunnugt er til kynna að íslendingar væru reiðubúnir til viðræðna um gagnkvæmar veiðiheimildir. Slík ummæli hlutu að kalla á alvarleg viðbrögð og vekja upp ýmsar spum- ingar. Nú er það svo að mikilvægt er að heija með formlegum hætti við- ræður við Evrópubandalagið. Það er ekki nægilegt að við íslendingar eigum í því efni samleið með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum reynslu fyrir því að litlar líkur em til þess að á þeim vettvangi náist samning- ar við Evrópubandalagið sem tryggja sérstöðu íslands. Eg hef þá einkum i huga hversu erfitt hefur reynst að ná samkomu- lagi um fríverslun með fisk innan EFTA. Við búum við þær einstöku aðstæður að sjávarútvegur og físk- vinnsla er uppistaða í verðmæta- sköpun þjóðarbúsins og útflutnings- tekjum. I samningum við Evrópu- bandalagið verðum við að fá þessa sérstöðu viðurkennda. íslendingar munu ekki sætta sig við að gefa neitt eftir af rétti sínum yfír físk- veiðilandhelginni. Fyrstu viðbrögð mín við ummæl- um forsætisráðherra voru þau að segja að ef til vill væri ekki ástæða til að taka hann bókstaflega að þessu sinni fremur en oft endra- nær. Það hefur líka komið á daginn að hann hefur nú mjög dregið í land eða breytt um áherslur í mál- flutningi sínum um þetta mikilvæga efni. En það breytir ekki því að slík ummæli hafa verið látin falla. Og þau geta gefíð viðsemjendum okkar til kynna að hér sitji ríkisstjóm sem hugsanlega sé veik fyrir í þeim samningaviðræðum sem nú fara í hönd. Þó að við hér heima séum vön því að taka yfírlýsingar og ummæli formanns Framsóknar- flokksins misjafnlega hátíðlega, þá er ekki víst að svo sé í höfuðstöðv- um annarra ríkja. Það gagnrýnir enginn að viðræð- ur skuli vera teknar upp við Evrópu- bandalagið. Það var tími til kom- inn. Minna má á samþykkt Fiski- þings fyrr í vetur sem benti á nauð- syn slíkra viðræðna. Við eigum að fara í tvíhliða viðræður við EB, en ekki leggja allt okkar traust á að bandalagsþjóðir okkar innan Fríverslunarsamtakanna tryggi sérhagsmuni okkar. En það að he§a viðræðumar með ógætilegum og vanhugsuðum yfír- lýsingum er afar klaufalegt og get- ur haft slæmar afleiðingar í för með sér ög veikt samningsstöðu okkar. Þess vegna eru vinnubrögð forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins tilefni til sér- stakrar gagnrýni. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isflokksins. í 9. grein læknalaga frá 1988 stendur: Lækni ber að sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni (letur- breyting mín) og fara nákvæmlega eftir henni. Ég vek sérstaka athygli á því að hér er ekki talað um rétt lækna til að viðhalda þekkingu sinni heldur skyldu þeirra til þess. Mér er ekki kunnugt um að aðrar stéttir hafi þessa lagaskyldu, þótt vitanlega sé þetta æskilegt fyrir allar starfsgrein- ar. í 1. grein laga um heilbrigðis- þjónustu frá 1983 stendur. Allir landsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu sem á hveijum tima eru tök á að veita. Þessi tvö lagaákvæði tengjast sterkum böndum. Til að þau séu uppfyllt tel ég að námsferðir lækna séu nauðsynlegar. Vilja stjómmála- menn afnema þessi lagaákvæði eða slaka á þeim? Vill þjóðin það? Höfundur erlæknirá Landspítafa og VíGIsstaðaspítala. Samúel sagði, að aðeins eitt markaðssvæði fyrir karfa væri í Evrópu, það væri Vestur-Þýska- land, Bremerhaven og Cuxhaven. Það yrðu menn að hafa í huga, þegar menn væru að senda gám- ana utan. í þessari viku hefði ástandið verið þannig, að gámum á markaðnum hefði fjölgað um þijá til fjóra á 12 tíma fresti og því allt farið úr böndunum. „Venjulega sést á föstudegi hvað er á markaði alla næstu viku,“ sagði Samúel. „Þegar ég var inntur álits á því, hve marga gáma ætti að hafa á markaði í 10. viku, (þessari viku) lagði ég til 25 fyrr en 1976, það er bókun númer 6 þar sem kveðið var á um tollfríð- indi okkar á fískafurðum. Segja má að þá hafi orðið að samkomu- lagi að viðurkenna í verki eðlilega verkaskiptingu á milli okkar og þeirra með því að þeir viðurkenndu útfærslu landhelginnar og við fengum tollaívilnanir til að auð- velda okkur sölu á fiskafurðum til þeirra, ekki hvað síst á ferskum fiski. Þetta samkomulag var á þeim tíma hagstætt fyrir báða aðila. Það tryggði þeim verulegt framboð á ferskum fiski í stað þess sem þeir höfðu misst við út- færslu landhelginnar. Frá þessum tíma hafa orðið miðað við þær aðstæður sem fyrir lágu í lok '8. viku. Þegar ég var spurður þess sama í lok 9. viku, lagði ég til 25 til 30 gáma á vikur ll til 12. Þá átti ég að sjálfsögðu við karfa og ufsa hingað, en ekki annað eins til Frakklands og Dan- merkur, þar sem ég hef alltaf litið á þetta sem eitt og sama markaðs- svæðið. Raunin varð að 25 gámar umfram það, sem við ráðlögðum, kom inn á markaðinn. Fimm komu úr Barða NK sem hætti við sigl- ingu, hitt, 20 gámar, kom í gegn um Frakkland, England og Dan- mörku og að auki hefur eitthvað verið selt beint. Þá vitum við um fersk flök með fjórum flugvélum i verulegar breytingar, sérstaklega vegna stækkunar Evrópubanda- lagsins og inn komið þjóðir sem við höfum átt mikið viðskipti við. Innganga þeirra hefur valdið því að upp hafa verið teknir tollar gagnvart okkur, og á ég þar sér- staklega við saltaðan físk en þar greiddum við 600 milljónir kr. í toll á síðasta ári og er hætt við að þær greiðslur fari vaxandi. Þá teljum við að ferskur fiskur utan tollfríðindabókunar númer 6 hafí valdið 150 milljóna kr. tollgreiðsl- um á síðasta ári. Þar er einkum um að ræða flatfísk sem við aðal- lega seljum til Bretlands, eri Bret- land var ekki í EB þegar viðskipta- samningurinn var gerður. Af þessum ástæðum er mjög brýnt að ná nýjum samningum til þessari viku og um 20 tonn á leið- inni. Varðandi fersk flök með flugvél- um frá íslandi hef ég undir höndum reikning frá fyrir tæki hér í Cux- haven um kaup á flökum frá fyrir- tæki í Bremerhaven á 8,20 þýzk mörk, þannig að skilaverð getur ekki verið hátt að frádregnum milliiiðum, flutningskostnaði og svo framvegis. Stjómendur stórra fiskvinnslufyrirtækja hér á svæð- inu segja, að miðað við það verð, sem fersku flökin frá íslandi fást á, ætti heili fískurinn á markaðnum að fara á um 56 krónur, sem er mun lægra og í raun miklu lægra en verðir hefur verið frá áramót- um. Þessi flugfiskur ásamt Frakk- landsfiski og Danmerkurfiski frá Islandi, hefur eyðilagt allar þær forsendur, sem hafðar voru fyrir álætluðum gámafjölda. Hitinn setti að auki strik í reikninginn, en 20 gámar komu inn á markaðinn í heild sinni umfram það, sem við ráðlögðum," sagði Samúel. þess að geta enn aukið þessi við- skipti, báðum aðilum til hagsbóta. í þessu sambandi hefur verið margítrekað að ekki komi til greina að þeir fái hér veiðiheimildir gegn tollaívilnunum í viðskiptum við þá vegna þess að við höfum ekkert að láta auk þess sem þeir þurfa á okkar físki áð halda ekkert síður en við að selja þeim. Þessi sjónar- mið voru að mínu. mati mjög vel skýrð af Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra í ferðinni til Brussel. Af mínum kynnum af þeim viðræðum hef ég sannfærst um að það er alger fírra sem sum- ir hafa haldið fram hér heima að við ættum að ganga í Evrópu- bandalagið í náinni framtíð. Við höfum það mikla sérstöðu, sérstak- lega vegna smæðar og einhæfrar útflutningsframleiðslu. Við eigum hins vegar að leggja áherslu á að við erum hluti af Evrópu og ætlumst til þess að þess- ar þjóðir skilji aðstöðu okkar og hreki okkur ekki úr viðskiptum sem eru báðum hagstæðir," sagði Kristján. 0,2% hagnaður af rekstri Eimskips Tekjur lækkuðu um 8% að raunvirði EIMSKIP skilaði 9 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er 0,2% af heildartekjum félagsins. Forráðamenn félagsins telja þetta óviðun- andi afkomu miðað við umsvif en rekstur Eimskips var erfiður á síðari hluta ársins og einnig það sem af er þessu ári. Rekstrartekjur Eimskips voru 4,8 milljarðar kr. á síðasta ári, sem er 9,2% aukning frá árinu 1987 er tekjumar voru 4,4 milljarðar. Þetta er taiin um 8% lækkun tekna að raunvirði, miðað við byggingavísi- tölu, sem hækkaði um 17,8% á milli áranna. Eigið fé var 2,1 millj- arður kr. um áramótin sem er 37% af heildareignum. Heildarflutningar Eimskips vom á síðasta ári 908 þúsund tonn sem er Ktilsháttar aukning frá árinu 1987 er félagið flutti 902 þúsund tonn. Nokkur aukning varð á út- flutningi, en minnkun í innflutn- ingi. Sfðan 1984 hafa heiidarflutn- ingar félagsins aukist um 33%. I fréttatilkynningu frá Eimskip kemur fram að með nýju skipunum, sem félagið fékk afhent í lok sfðasta árs, sé stefnt að aukinni hag- kvæmni. Eimskip gerir út 17 skip, þar af em þijú svo til eingöngu í leiguverkefnum erlendis. Félagið á sjálft tíu skip, hefur fimm á þurr- leigu með íslenskum áhöfnum og tvö á tímaleigu með erlendum áhöfnum. Rúmlega 800 manns starfa hjá Eimskip. Aðalfundur Eimskipafélagsins verður haldinn á Hótel Sögu 16. mars næstkomandi. Veiðiheimildir: Sjálfsagt að skoða málið - segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ „MÉR finnst sjálfsagt að skoða málið og meta síðan út frá okkar hagsmunum, þótt ég sjái ekki að þeir hafi neitt að bjóða okkur. Mér finnst að við eigum ekki að óttast viðræður við þessa aðila, eins og mér finnst koma fram hjá sumum í umræðunni, vegna þess að enginn árangur verður nema málin séu rædd. Viðræður eru hafiiar og ég vona að þær leiði til jákvæðs árangurs," sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna um hugsanleg skipti á veiðiheimildum við Evrópubandalagið. „Við gerðum samninga við Evr- ópubandalagið 1972, sem að meg- inefni komu ekki til framkvæmda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.