Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ll. MARZ 1989 Skiptafiindur í þrotabúi Ávöxtunar: 228 kröfur að upp- hæð 504 milljónir Misfellur í rekstri tilkynntar ríkissaksóknara FYRSTU sklptafundir í þrotabúum Ávöxtunar sf. og eigenda þess, Péturs Björnssonar og Armanns Reynissonar, voru haldnir í gær. 228 kröfúm hefúr verið lýst að upphæð tæpar 504 miiljónir króna. Flestar kröfúr eru frá eigendum svokallaðra ávöxtunarasamninga, hin stærsta þeirrar tegundar upp á rúmar 10 milljónir króna. f grein- argerð bústjóra segir að vegna gjaldþrotanna hafi komið fram mis- fellur sem skylt sé að tilkynna ríkissaksóknara um og að miðað við ársreikninga undanfarinna ára megi ráða að fyrirtækið hafi verið rekið í langan tíma eftir að það var í raun orðið gjaldþrota. Saman- lágðar eignir búanna þriggja eru metnar á 56 milljónir króna en bústjórar gera mikla fyrirvara um endanlega niðurstöðu. Sigurmar Albertsson hrl, bústjóri, segir að 1—2 ár muni enn líða uns úthlutun til lánardrottna hefst. Fyrsti skiptafundur samþykkti kröfur fyrir rúmar 220 milljónir króna, en sú tala gæti hækkað eftir annan skiptafund, sem haldinn verð- ur 31. mars næstkomandi. Rúmlega 37 milljónir af heildarkröfum í búin þijú eru kröfur sem lánardrottnar lýsa í fleiri en eitt þrotabúanna. Kröf- ur utan skuldaraðar nema 25,3 millj- ónum króna og forgangskröfúr 3,9 milljónum króna. Stærsta krafan sem hafhað var er frá Skilanefnd Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar hf., fyrir hönd eigenda Ávöxtunarbréfa, og hljóðar upp á um 161,5 milljónir króna. I yfirliti sem bústjórar þrotabú- anna hafa gefið um hag þeirra segir meðal annars að rekstri Ávöxtunar sf. hafi verið í ýmsu ábótavant. Lítillar fyrirhyggju hafi verið gætt við val á skuldunautum og oftar en ekki hafí veirð takmarkaðar ábyrgð- ir á bak við skuldaviðurkenningar. Fjárreiður og umgengni við bókhald er sagt hafa verið ruglingsleg og stundum sé ógemingur að átta sig á hver kaupi hvað og hver selji hvað. Eigendum ávöxtunarsamninga hafi verið lofað áxöxtun sem best gerðist úr rekstri, sem engan veginn stóð undir slíkum kjörum. Þá segir að eigendur Ávöxtunar hafi átt hluta í fyrirtækjum sem hafi verið fjárfrek án þess að það fé hafi skilað sér til baka. Þessi fyrir- tæki séu nú flest orðin gjaldþrota eða mjög illa stæð og eignahlutir í þeim verðlausir. Eignir sameignarfélagsins eru metnar á um 35 milljónir króna en bústjórar gefa þá upphæð upp með miklum fyrirvara, meðal annars um niðurstöðu væntanlegra riftunarmála á hendur skilanefnd sjóðanna vegna eigna að verðmæti um 25 milljónir króna. Aðrar helstu eignir félagsins eru 7,1 milljóna nettóeign í fasteign- um og 2-4 milljónir í útistandandi kröfum og skuldabréfum. Þá eru einkaeignir Péturs Bjömssonar metnar á 15 milljónir króna og einka- eignir Ármanns Reynissonar á um 5,3 milljónir króna. Húsnæðisbréfin: Jóhanna viH meira en fimmhundruð millj- ónir á ári í kerfið Reynt til þrautar í dag að ná samkomulagi NIÐURSTAÐA sérstaks þingflokksfúndar Alþýðuflokksins um hús- næðisbréfakerfið og ágreininginn i þeim efnum við Framsóknar- flokk, varð sú að þingflokkurinn telur sig geta samþykkt sex af sjö skilyrðum Framsóknarflokksins, fyrir þvi að húsnæðisbréfakerfinu verði hleypt af stokkum. Skilyrðið sem flokkurinn getur engan veg- inn fallist á, er að fjármagn það sem lagt verður í kerfið, verði að hámarki 500 milljónir á ári, næstu tvö árin. Heimildir Morgunblaðs- ins herma, að þau Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttlr félagsmálaráðherra, muni í dag reyna til þrautar að ná samkomulagi um þetta atriði. Framsókn gerir, eins og greint var að gerð verði tilraun með húsbréfa- frá í Morgunblaðinu í gær, kröfu um kerfið, til hliðar við núverandi kerfi, og að húsbréfadeild verði deild innan Húsnæðisstofnunar. Þá er skilyrði um það að húsbréfakerfið varði að- eins skipti á eldri íbúðum og að vext- ir af húsbréfunum verði ekki hærri en á ríkisskuldabréfum, kaupskylda lífeyrissjóðanna verði óbreytt og að þeir sem eru í biðröð eftir húsnæðis- láni gangi fyrir, kjósi þeir ffernur að nota húsbréfin. Líklegt er talið, verði niðurstaða fundar þeirra Steingríms og Jóhönnu sú að Framsóknarflokkurinn verði reiðubúinn að hækka árlega fjárveit- ingu til húsbréfanna, að samþykkt verði að félagsmálaráðherra leggi fram frumvarpið um húsbréfin sem stjómarfrumvarp. Þó ekki þannig að ekki megi hrófla við því, því Fram- sóknarflokkurinn mun að öllum líkindum verða að gera kröfu um að einstökum stjómarþingmönnum verði heimilt að bera upp breytingar- tillögur. Ástæða þessa er sú, að Alex- ander Stefánsson, og a.m.k. tveir aðrir þingmenn Framsóknarflokks- ins, eru því gjörsamlega andvígir að upphæðin verði hærri. Hlutabréfasjóðurinn: Helgi Bergs formaður RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær reglugerð sem hefúr verið í smiðum um hlutabréfasjóð- inn, sem á að taka við þar sem skuldbreytingar Atvinnu- tryggingasj óðs útflutnings- greinanna ná ekki til. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er gert ráð fyrir að Helgi Bergs, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, verði for- maður stjómar þessa sjóðs, með- stjómendur hans verði Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur og Guðmundur Malmquist. Ekki er frágengið hveijir verða vara- menn stjómarinnar, en jætt er um að það verði Jón Armann Héðinsson, Þröstur Ólafsson og Bogi Þórðarson. Selfoss: Innbrot á tveimur stöðum Selfossi. BROTIST var inn I Fjölbrautaskóla Suðurlands og inn á efri hæð SG-einingahúsa aðfaranótt föstudags. Á báðum stöðum voru dyr sprengdar upp og rótað í hirslum í leit að peningum. í Fjölbrautaskólanum vom fjórar hurðir eyðilagðar en engum ijár- munum stolið enda eru, að sögn skólameistara, _ engir fjármunir geymdir þar. Á efri hæð-SG ein- ingahúsa voru hurðir brotnar og farið inn í nokkur fyrirtæki og um 20 þúsund krónum stolið. Undir morgun fór viðvörunarkerfi Selfoss Apóteks í gang þegar þar var brot- in rúða á bakhlið hússins en ekki vr farið inn. Innbrot þessi eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi. Fyrir viku síðan var brotist inní Gagnfræðaskólann á Selfossi með sömu ummerkjum en engum fjár- munum stolið enda ekki eftir neinu að slægjast. —Sig. Jóns. Gunnar Bjarki VestQörð. Skarphéðinn Rúnar Ólafsson Leit ennþá árangnrslaus LEIT var haldið áfram i gær að mönnunum tveimur, sem lentu I siyóflóði í Óshlíð að morgni miðvikudagsins, en hún hefúr ekki borið árangur. Mennimir sem saknað er, eru 25 ára. Gunnar Bjarki á unnustu Gunnar Bjarki Vestfjörð, vélsmið- og tvö böm og Skarphéðinn á ur, og Skarphéðinn Rúnar Ólafs- unnustu og eitt bam. son, lögregluþjónn. Þeir eru báðir Sambandið og kaupfélögin: Taprekstur síðasta árs nálgast tvo milljarða HALLINN á rekstri Sambands íslenskra samvinnufélaga og kaup- félaganna í landinu á liðnu ári nálgast 2000 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands- ins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið I gær að þau úrræði sem Sambandið og kaupfélögin hefðu væri innri hagræðing, svo sem lokun ákveðinna eininga og sameining annarra. Þetta gæti þýtt lakari þjónustu í ákveðnum tilvikum, en það væri deginum Ijósara að engri þjónustu yrði haldið uppi, sem ekki stæði undir sér. „Mér sýnast tölur þær sem eru að berast til okkar hér hjá Sam- bandinu frá kaupfélögum landsins benda til þess að samanlagður halli Sambandsins og kaupfélaganna í landinu á liðnu ári nálgist tvo millj- arða króna,“ sagði Guðjón. Hann sagði að meðal þeirra talna sem væru að berast frá kaupfélögunum, væru hallatölur upp á 30, 50, 70, 100 milljónir og þaðan af meira. „Nei, ég get ekta sagt að þetta komi mér á óvart. Ég þykist hafa séð þetta í allmarga mánuði, og er reyndar búinn að vara við þessum gífurlega fjármagnskostnaði allt frá miðju ári 1987,“ sagði Guðjón. Hann kvaðst telja að endanlegt uppgjör síðastliðins árs hjá Sam- bandinu myndi liggja fyrir um eða upp úr næstu mánaðamótum. Hann sagðist ekki geta upplýst hver skipting tapsins væri á milli SÍS og kaupfélaganna, né hversu mikið tap hefði verið á einstökum kaup- félögum. „Það eru innri aðgerðir og breyt- ing á efnahagsstefnu," svaraði Guð- jón, er hann var spurður hvað væri til ráða. Hann var spurður hvort hann ætti þar með við það, að ákveðnum kaupfélögum yrði lokað, rekstrareiningar lagðar niður og önnur kaupfélög sameinuð í stærri einingar: „Ég á við það að auka hagræðingu í öllum rekstri, sem í sumum tilvikum þýðir lokun ein- inga, sameiningu eininga og sam- einingu kaupfélaga og niðurskurð á kostnaði eftir því sem frekast er unnt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.