Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 47
Páll Ólafsson.
■ PÁLL Ólafsson, landsliðs-
maður í KR var fluttur á slysa-
varðsstofu Borgarspítalans í
sjúkrabíl er stundarfjórðungur var
liðinn af leik KR og KA í gær-
kvöldi, meiddur á vinstra hné.
Læknisskoðun leiddi í ljós að um
slæma tognun á liðbandi á hnénu
innanverðu var að ræða. Páll lék
mjög vel og gerði sitt þriðja mark
— úr hraðaupphlaupi, er hann kom
KR í fyrsta sinn yfír í leiknum,
6:5, en lenti illa með fyrmefndum
afleiðingum.
■ ARMIN Bittner frá Vestur-
Þýskalandi sigraði í heimsbikar-
keppninni í svigi er hann varð þriðji
á síðasta móti keppnistímabilsins í
gær. Þá var keppt í Shigakogen í
Japan. Bittner fékk samtals 117
stig, en Alberto Tomba frá Ítalíu
varð annar með 112.
■ OLE Christian Furuseth frá
Noregi tryggði sér sigur í heims-
bikarkeppninni í stórsvigi á mið-
vikudaginn, er hann sigraði í síðasta
stórsvigsmóti vetrarins, sem fram
fór í Shigakogen í Japan. Hann
hefur því samtals 82 stig eftir
keppni vetrarins, jafn mörg og
Pirmin Zurbriggen frá Sviss, sem
varð fímmti í Japan. Norðmaður-
inn telst hins vegar sigurvegari,
þar sem hann varð tvívegis í öðru
sæti á mótum vetrarins, en Zur-
briggen aðeins einu sinni, en báðir
stóðu þeir einu sinni uppi sem sigur-
vegarar.
■ INGEMAR Stenmark fór á
kostum á sínu síðasta móti, í Shig-
akogen. Hann fékk langbesta
tímann í seinni ferðinni, 0.66 sek.
betri en næsta maður. Hann var
19. eftir fyrri ferðina en tryggði sér
fjórða sætið með frábærri síðari
ferð. Sömuleiðis gerði hann það að
verkum að Zurbriggen lenti í 5.
sætinu, en hefði Svisslendingurinn
lent einu sæti framar hefði hann
unnið heimsbikarinn í greininni!
Þess má geta að Zurbriggen vann
heimsmeikarinn í risasvigi í vetur.
■ FLORENCE GrifEth Joyner
var kjörin íþróttamaður áhuga-
manna á árinu 1988 í Banda-
ríkjunum í vikunni, og sæmd Sulli-
van-verðlaununum af því tilefni. 10
íþróttamenn voru tilnefndir, en
hlaupadrottningin fagnaði enn ein-
um sigrinum.
■ ÍÞRÓTTASAMBAND ís-
lands hefur árlega styrkt 2-3 ungl-
ingaleiðtoga/þjálfara til þess að
sælq'a námskeið erlendis. Því verður
haldið áfram og mun ÍSÍ veita Qár-
styrk til þriggja aðlila, að upphæð
40.000 kr. til hvers. Eyðublöð fást
á skrifstofu ÍSÍ og umsóknum ber
að skila fyrir 15. mars. Nánari upp-
lýsingar gefur Stefán Konráðsson
á skrifstofu ÍSÍ.
MORGUNBLAÐE)[i
IÞROl llR LAUGARDAGUR 11
..MARZ 1989
47
KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIISLANDSMOTSINS
KR sigraði í
Njarðvík!
„VIÐ erum ekki komnir áfram þó við
höfum unnið einn leik. Við erum alls
ekki öruggir með sigur á Njarðvíking-
um í Hagaskólanum," sagði Lazlo
Nemeth, þjálfari KR-inga, eftir að
hans menn komu mjög á óvart í gœr-
kvöldi og sigruðu Njarðvíkinga í
„Ijónagryfjunni11 suður með sjó í
fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni ís-
landsmótsins í körfuknattleik. Þetta
var fyrsti tapjeikur Njarðvíkinga á
heimavelli á íslandsmótinu í vetur.
Njarðvíkingar verða því að sigra KR-
inga í Hagaskólanum á mánudags-
kvöld, hvað sem það kostar, ef þeir ætla
sér að eiga möguleika á að komast í úr-
slit. Það lið sem fyrr sigrar
Bjöm í tveimur leikjum mætir
Blöndal ÍBK eða Val í úrslitum um
fínfa,rf!ý íslandsmeistaratitilinn.
KR-ingar beittu pressu-
vöm allan leikinn, pressuðu geysilega stíft
og kom það heimamönnum úr jafnvægi.
Leikurinn var skrykkjóttur, liðin tóku kippi
í stigaskorun til skiptis, en kaflinn sem
skipti sköpum kom i upphafí seinni hálf-
leiks er KR-ingar skoruðu 16 stig í röð
og náðu þar með 17 stiga forskoti. Heima-
menn komust reyndar yfír aftur, en náðu
ekki að halda því. Leikmenn KR léku skyn-
samlega lokakaflann og sigurinn var sann-
gjarn.
KR-ingar fengu á stundum að leika
UMFN - KR
78 : 79
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik,
1. leikur. Iþróttahúsið i Njarðvik, föstudaginn
10. mars 1989.
Gangur leiksins: 0:2, 8:12, 8:17, 18:20, 18:28,
28:30, 36:38, 40:41, 40:67, 61:60, 62:68, 72:70,
73:70, 73:77, 78:79.
Stig UMFN: Teitur Örlygsson 19, fsak Tómas-
son 17, Hreiðar Hreiðarsson 13, Kristinn Einars-
son 13, Friðrik Ragnarsson 10, Helgi Rafnsson 6.
Stig KR: Birgir Mikaelsson 24, Jóhannes Krist-
þjömsson 24, Guðni Guönason 11, Ólafúr Guð-
mundsson 10, fvar Webster 8, Matthías Einars-
son 2.
Áhorfendur: 200.
Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Kristinn Al-
bertsson.
gróft, og voru þrír þeirra famir af velli
með fímm villur er upp var staðið, Ólafur
Guðmundsson, ívar Webster og Lárus
Amason.
Njarðvíkingar náðu sér ekki eins vel á
strik og oft í vetur. Hreiðar, Teitur og ísak
áttu góða kafla — sá síðastnefndi skoraði
mikilvægar körfur undir lok leiksins. Hjá
KR var Birgir Mikaelsson mjög góður í
fyrri hálfleik og Jóhannes Kristbjömsson
tók við sem besti maður liðsins í seinni
hálfleik. Þeir skoruðu samtals 48 stig. Þá
var ívar Webster mjög góður í vöminni.
Annars var liðsheildin mjög góð og skóp
þennan sigur.
HANDKNATTLEIKUR / FRÆÐSLUMAL
Kjartan og Gunnar
halda dómara-
námskeið í Afríku
Kjartan Steinbach og Gunnar Kr.
Gunnarsson, formaður dómara-
nefndar HSÍ, em væntanlega á förum
til Uganda í Afríku til að halda dómaran-
ámskeið í handkattleik. Meistarakeppni
félagsliða í Austur- og Mið-Afríku verð-
ur í Uganda 23. - 30. mars og er stefnt
að þvf að halda dómaranámskeiðið sam-
fara keppninni, en þátttakendur koma
frá 10 Afríkuþjóðum.
Málið bar fyrst á góma á Ólympíuleik-
unum í Seoul, þar sem fulltrúi Uganda
á þingi alþjóða handknattleikssambands-
ins lfsti yfír ánægju með þjálfaranám-
skeið Hilmars Björnssonar og Viðars
Símonarsonar f Afríku skömmu fyrir
leikana og óskaði eftir nánara sam-
starfí. Sfðan kom ósk þess efnis að ís-
lendingar sæu um dómaranámskeið fyrir
fyrmefnda meistarakeppni, en dómara-
nefnd HSÍ taldi heppilegra að halda
námskeiðið samfara keppninni. Svar við
tillögu HSÍ hefúr ekki enn borist, en flest
bendir til að þeir félagar fari til Uganda
20. mars og verði þar í viku.
Jóhannes KrlstbJArnsson lék sérlega vel f sfðari hálf-
leiknum gegn sfnum gömlu félögum í UMFN f gærkvöldi.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
„Sigurður er
ekki til söluM
- sagði Grahame Mackreli, ritari
Sheffield Wednesday
„SIGURÐUR Jónsson er einn af lykilmönnum okkar
og hann er ekki til sölu,“ sagfti Grahame Mack-
rell, ritari Sheffield Wednesday, við Morgunbíaðið
í gœr aðspurður um fréttir í enskum blöðum þess
efnis að Sigurður vœri á leið frá félaginu.
Mackrell sagði að nokkur lið hefðu sýnt áhuga á að
fá Sigurð, þar á meðal Arsenal, en ekkert form-
legt tilboð hefði borist nema frá Celtic. „Sigurður er með
lausan samning í vor og hefur sagt að hann vilji breyta
til, en við munum gera allt sem við getum til að halda
honum. Hann verður örugglega með okkur út keppn-
istímabilið og vonandi lengur.“
HANDBOLTI / 1.DEILD
Sanngjörn
úrslit
Þegar um stundarfjórðungur
var eftir af leik KR og KA í
gærkvöldi varð skyndileg breyting
á leik liðanna — til hins betra. Gest-
imir rifu sig upp úr
lognmollunni, juku
hraðann til muna og
jöfnuðu fljótlega,
18:18. Spennan
hélst út leikinn og jafnt var á öllum
tölum til loka. Sóknarleikur beggja
liða var árangursríkur á þessum
tíma, en áður var leikurinn mjög
sveiflukenndur. Eftir slaka byijun
náðu KR-ingar undirtökunum, en
þeir fóru illa að ráði sínu, KA-menn
vöknuðu til lífsins og uppskáru eins
og til var sáð á lokamínútunum.
Sleinþór
Guöbjartsson
sknfar
Leifur Dagfinnsson og Konráð Olav-
son, KR. Sigurpáll Aðalsteinsson,
Erlingur Kristjánsson og Jakob J6ns-
son, KA.
KR-KA
24 : 24
Laugardalshöll, íslandsmótið í hand-
knattleik — 1. deild karia, föstudaginn
10. mars 1989.
Gangur leiksins: 0:2, 1:8, 2:3, 3:4,
4:5, 5:5, 6:5, 6:6, 7:7, 8:8, 9:9, 9:10,
13:10, 14:11, 14:13, 17:15, 18:16,
18:18, 19:19, 20:20, 21:21, 22:22,
23:23, 24:24.
KR: Konráð Olavson 9, Stefán Kristj-
ánsson 5, Alfreð Gíslason 4/2, Páll
ólafsson 3, Jóhannes Stefánsson 1,
Guðmundur Pálmason 1, Þorsteinn
Guðjónsson 1, Guðmundur Albertsson,
Sigurður Sveinsson, Einvarður J6-
hannsson.
Varin skot: Leifur Dagfínnsson 12,
Ámi Harðarson 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur og þjálfarinn
fékk að sjá rauða spjaldið.
KA: Sigurpáll Aðalsteinsson 5, Jakob
Jónsson 5, Erlingur Kristjánsson 5/1,
Pétur Bjamason 4, Guðmundur Guð-
mundsson 3, FYiðjón Jónsson 1, Ólafur
Hilmarsson 1, Bragi Sigurðsson, Þor-
leifur Ananíasson.
Varin skot: Axel Stefánsson 7, Bjöm
Bjömsson.
Utan vallar: 10 mínútur og þjálfarinn
fékk að sjá rauða spjaldið.
Áhorfendur: Um 100.
Dómarar: óli Ólsen og Rögnvald Erl-
ingsson.
Sala getraunaseðla lokar á laugardögum kl. 14:45.
10, LEJKVIKA- 11, MARS1080 mm X v 2
Leikur 1 Arsenal - Nott. For.
Leikur 2 Charlton - Southampton
Leikur 3 Derby - Tottenham
Leikur 4 Everton - Sheff. Wed.
Leikur 5 Luton - Millwall
Leikur 8 Middlesbro - Uverpool MiMim •:-x¥:5i*í ÍÓ5
Leikur 7 Newcastle - Q.P.R.
Leikur 8 Norwich - Wimbledon
Leikur 9 West Ham - Coventry
Leikur 10 Cheisea - Watford
Leikur 11 Leeds - Ipswich
Leikur 12 Oxford - W.B.A.
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -844<fr. Ath. TVÖFALDUR POTTUR