Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 11
gerðiraf LADA bílum helgina 1 1. og 12. mars frákl. 10-17. Mikið úrval skrásettra bíla til afhendingar strax. Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan og semjum um eftirstöðvar. Veitingar verða á boðstólum. lAP* - góður kostur í bílakaupum Ármúla 13 - 108 Reykjavik - ® 681200 LADA 89 MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 11,,MARZ1989 Þeim finnst þetta voða gam- an - en það er grátt gaman Eyjólfur Konráð Jónsson „En svo að skotist sé úr einu í annað, hvað halda menn að eftir sé af laununum þegar ríkið hefiir tekið sitt. Fyrst tekur það beinu skattana og allra handa pinkla eins og sveitar- félögin. Þá eru í besta falli eftir 3/4 hlutar launanna. Með það ríki- dæmi fara menn svo í búðina, þar tekur ríkið svo sem eins og þriðj- ung þess sem eftir er í söluskatt, tolla o g önn- ur gjöld.“ hagur launafólks og sívaxandi óréttlæti. Við verðum að játa, forustusveit eftir EyjólfKonráð Jónsson Einstaklingar og fyrirtæki hafa undanfamar vikur verið að huga að skattframtölum og eru enn. Hvort sem menn eru með smánar- laun eða góð laun rennur það nú upp fyrir þeim að gripdeild ríkis- valdsins er ennþá meiri en þeir ótt- uðust og miklu meiri en við verður unað. Ég held að allir séu sammála um að hér ríki skattþján. Við erum stundum mötuð á þeirri sepki að heildarupphæð skatt- heitmu „miðað við mannfjölda" sé minni hér en í nálægum löndum, hér sé alltaf betra og betra að búa eftir því sem áhrif félagshyggju- fólks og sósíalista aukast, og best verði það þegar bæði fyrirtæki og fjölskyldur hafa tapað öllum eigum sínum í ríkishítina. Hít þýðir eftir orðabók Menningarsjóðs stór skinn- belgur, stórt ílát, átvagl. Þessi fyrir- bæri sjá menn fyrir sér í aðskiljan- legum myndum. Þrátt fyrir heimatilbúna kreppu og ofbeldi ríkisvalds á flestum svið- um búum við í lýðfrjálsu landi. Fólkið í landinu hefur vald. Það vald er að vísu hverfandi í daglegri baráttu við Kerfið. Valdið er á kjör- degi en líklega verðum við að játa að það nær ekki öliu lengra. En í kosningum er það samt úrslitavald ef flokkar og frambjóðendur eru knúnir til að gefa um það skýlaus svör hvar þeir standa. Menn og flokka má raunar líka meta eftir gjörðum þeirra. Hvaða dóm fá þá stjómarflokkamir hjá þér þegar þú gerir skattskýrsluna þína og heimilisbókhaldið, færð rukkanimar eða ferð út í búð. Hvemig væri að hugleiða hvers vegna saman fara minnkandi áhrif Sjálfstæðisflokksins, versnandi sjálfstæðismanna eins og það hét í gamla daga þegar við bjuggum við innbyggða dreifingu valds og trún- aðar, að okkur hafi hent mörg slys. Báknið er t.d. kjurt. Um það tjóar ekki úr þessu að fárast. Nú verða sjálfstæðismenn að taka í hnakka- drambið á sjálfum sér. En svo að skotist sé úr einu í annað, hvað halda menn að eftir sé af laununum þegar ríkið hefur tekið sitt. Fyrst tekur það beinu skattana og allra handa pinkla eins og sveitarfélögin. Þá eru í besta falli eftir 3A hlutar launanna. Með það ríkidæmi fara menn svo í búð- ina, þar tekur ríkið svo sem eins og þriéjung þess sem eftir er í sölu- skatt, tolla og önnur gjöld. Gripdeild ríkisvaldsins er alls staðar. Samt er halli ríkissjóðs stöð- ugt vaxandi. Flnu stjómarherrun- um finnst þetta voða gaman, fólk- inu finnst það grátt gaman. Þess vegna býst það til að heimta rétt sinn. En ráðherramir skilja ekkert, þeir virðast ekkert hugboð hafa um hvað í aðsigi er. Höfundur er einn afalþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavikurkjördæmi. Dagnr Þórbergs Þórðarsonar í MIR Valdimar Öm Flygenring og Gunnar Eyjólfsson taka lagið í sýningu LR á Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds. Leikritið er nú komið út á bók. Sveitasinfónía á bók Sveitasinfónía Ragnars Arnalds er komin út á bók i kiljubroti, prýdd myndum úr sýningu Leik- félags Reykjavíkur. Leikritið hefúr verið sýnt sjötíu sinnum og er aðsóknin einhver hin besta í sögu félagsins, að sögn Hall- mars Sigurðssonar, leikhús- stjóra. Útgefandi bókarinnar er Leikur s.f. í kynningarorðum að bókinni, segir að Sveitasinfónía, sé eitt fárra íslenskra verka, sem stjóm Leik- félagsins hafí tekið ákvörðun um að kaupa svo að segja um leið og hún leit það augum. Sveitasinfónía sé einfaldlega vel samin þjóðlífs- mynd þar sem ljósi sé brugðið á pótitíska viðburði og umhugsunar- efni samtímans, um leið og megin- áhersla sé lögð á hið manneskjulega og skoplega. Höfundur hafi ekki aðeins hitt íslenska leikhúsgesti í hjartastað með Sveitasinfóníu, hon- um hafi lánast að semja verk sem henti flestum leikhúsum og leik- hópum. Ragnar Amalds hefur áður sam- ið leikritið, Uppreisn í ísafirði, sem var frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Á AFMÆLISDEGI Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, sunnu- daginn 12. mars, verður aldaraf- mælis hans minnst í félagsheim- ili MÍR, en Þórbergur var einn af frumkvöðlum að stofhun fé- lagsins og varaforseti þess í 19 ár, frá stofiiun MÍR 1950 til árs- ins 1969. í dagskrá helgaðri Þórbergi mun Helgi Sigurðsson sagnfræðingur, sem manna best hefur kannað dag- bækur meistarans, flytja spjall um hann og störf hans. Baldvin Halldórsson leikari les upp úr verkum Þórbergs og Einar Kristján Einarsson leikur einleik á gítar. Einnig verður kvikmyndasýn- ing, m.a. sýnd mynd Ósvaldar Knudsens um Þórberg. Dagskráin hefst klukkan 15.00 Kaffíveitingar verða. Aðgangur að fyrirlestrinum í Norræna húsinu, umræðufundinum og Þórbergs- dagskránni í húsakynnum MIR, Vatnsstíg 10, er öllum heimil meðan húsrúm leyfir. - Frétt frá MÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.