Morgunblaðið - 11.03.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.1989, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 Morgunblaðið/Árni Sœberg Ríkísstjórnin fundar með ASÍ Forsvarsmenn Alþýðusam- bands íslands funduðu með þremur ráðherrum ríkisstjórn- arinnar í gær í fyrsta sinni um ýmis mál, sem tengjast gerð kjarasamn, inga, sem nú fara í hönd. Rætt var um atvinnu- mál, vaxtamál, ýmis félagsleg réttindamál, skattamál, kaup- mátt og kaupmáttartryggingar og fleira. Ákveðið var að setja niður hópa til að ræða tiltekin atriði nánar og gert ráð fyrir öðrum fúndi síðar með ráð- herrunum. Myndin var tekin á fúndinum í gær. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 11. MARS YFIRLIT í GÆR:Á Grænlandshafi er kyrrstæð 965 mb víðáttumikil lægð, og þaðan lægðardrag norðaustur af Vestfjörðum. Suðvestan og sunnan kaldi í kvöld en síinningskaldi í nótt og á morgun. Élja- gangur. SPÁ: Fremur hæg sunnan og suðvestanátt um mest allt land. Él eða slydduól suðvestan og vestanlands, en úrkomulaust annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðvestlæg átt með élj- um á Suður- og Vesturlandi, en bjart veður á Norðaustur- og Aust- urlandi. Hiti nálægt frostmarki að deginum en víðast næturfrost. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma httl veður Akureyri +1 léttskýjað Reykjavík snjóól Bergen 7 skýjað Helslnki vantar Kaupmannah. 8 hálfskýjað Narssarssuaq +20 léttskýjað Nuuk +16 háKskýjað Osló 7 þokumóða Stokkhólmur 3 rlgning og súld Þórshöfn vantar Algarve 19 heiðskírt Amsterdam 12 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Beriín 8 rígning Chicago 2 alskýjað Feneyjar 14 hálfskýjað Frankfurt 11 léttskýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 13 skýjað Las Palmas 27 skýjað London 11 súld Los Angeles 12 skýjað Lúxemborg 12 hálfskýjað Madrid 1S heiðskírt Malaga 15 þokumóða Maliorca 16 háffskýjað Montreal 13 heiðskírt New York +1 léttskýjað Orlando 9 mistur Parfs 13 skýjað Róm 17 heiðskírt Vín 10 alskýjað Washlngton 0 heiðskfrt Winnipeg 0 þokumóða Starfsfólki Þjóð- viljans sagt upp STARFSMENN Þjóðviljans, nema ritstjórar og framkvæmdastjóri, fengu í gær uppsagnarbréf, og gilda uppsagnirnar frá og með næstu mánaðamótum. Flestir starfsmennirnar, sem eru 40-50 talsins, hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest, þannig að þeir ljúka störfúm að óbreyttu 31. júní. I uppsagnarbréfúnum er látin í Ijós von um að sem flestir starfsmenn verði endurráðnir eftir að rekstur blaðsins hefur verið endurskipulagður. Uppsagnarbréfíð var undirritað af framkvæmdastjóra Þjóðviljans, en hann og ritstjórar blaðsins, sem ráðnir eru af stjóm útgáfúfélags blaðsins, fengu ekki uppsagnarbréf. Tveir ritstjóranna, Silja Aðalsteins- dóttir og Mörður Ámason, voru hins vegar í desember sl. ráðin til sex mánaða, og rennur sá tími út í maílok. Þriðji ritstjórinn er Ámi Bergmann. Þá hefur Hallur Páll Jónsson framkvæmdastjóri einnig sagt upp störfum á blaðinu. Ritstjómnum þremur og fram- kvæmdastjóra hefur verið falið að gera tillögur um hagræðingu í rekstri Þjóðviljans. Verður frekar fjallað um þau mál á fundi stjómar útgáfufélagsins á þriðjudag. Mörð- ur Ámason sagði við Morgunblaðið, að verið væri að skoða ýmsar leið- ir, sem miðuðu að þvf að komast hjá að minnka blaðið meira en orð- ið væri. Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar afhent HINN 12. mars hefði Þórbergur Þórðarson rithöfundur orðið 100 ára. í minningu afmælisbarnsins og sérstakra áhugamála hans hafa bókaútgáfa Máls og menningar, sem á útgáfúrétt á verkum hans, og Háskóli íslands fyrir hönd Styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, sem er eigandi höfúndarréttar á verkum hans, komið sér saman um að veita stflverðlaun Þórbergs Þórðarson- ar. Þessir aðiljar skipa hvor mann í dómnefnd til þess að fínna verðugan viðtakanda, og þeir leggja fram 50 þúsund krónur hvor til verðlaun- anna. Mælst hefúr verið til þess við menntamálaráðuneytið að skipa þriðja manninn í dómnefndina og leggja einnig fram skerf til verð- launafjárins. Menntamálaráðherra hefur orðið við þessum óskum. Verðlaunahafinn er því nú valinn af þriggja manna dómnefnd og hlýt- ur 150.000 krónur í verðlaun. Verðlaunin skulu veitt fyrir óvenjulega vel unnin verk sem fólg- in eru í framsetningu hvers konar efnis á íslensku máli, í riti eða ræðu, þannig að réttmætt er að telja þau stflafrek. Stjóm Styrktarsjóðsins og bóka- útgáfa Máls og menningar stefna að því að veita verðlaunin annað hvert ár. í fyrstu dómnefndinni sitja Þórir Óskarsson f.h. Háskóla Islands, Páll Valsson f.h. Máls og menning- ar og Þórður Helgason f.h. mennta- málaráðherra. Verðlaunin verða afhent í hófi sem menntamálaráðherra heldur á sunnudag í Borgartúni 6. (Fréttatilkynning) Átta íslenskar kvik- / myndir til Moskvu ÍSLENSK kvikmyndahátíð verður haldin í borgunum Moskvu og Odessu í Rússlandi dagana 17.-23. april næstkom- andi. Sýndar verða átta íslen- skar myndir á hátíðinni. Myndimar sem Rússum verða sýndar á hátíðinni eru Eins og skepnan deyr eftir Hilmar Odds- son, Skyttumar eftir Friðrik Þór Friðriksson, Nýtt líf eftir Þráin Bertelsson, Punktur punktur komma strik eftir Þorstein Jóns- son, Húsið eftir Egil Eðvarðsson, Foxtrott eftir Jón Tryggvason, Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunn- laugsson og ein rnynd eftir Ágúst Guðmundsson. Ágúst dvelur nú í útlöndum og forráðamenn hátí- ðarinnar höfðu ekki náð sambandi við hann, en ef vilyrði Ágústar fæst er ætlunin að sýna söng- og gleðimyndina Með allt á hreinu ytra. Fílharmonía flytur „Requiem“ eftir Mozart SÖNGSVEITIN Fílharmonía flytur „Requiem“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Kristskirkju, Landakoti, dagana 17. og 18. mars næstkomandi undir stjórn Ulriks Olasonar. Fyrri tónleikamir verða á föstu- daginn, þann 17. og hefjast kl. 20.30, en þeir seinni laugardaginn 18. mars og hefjast þeir kl. 17.00. Einsöngvarar á tónleikunum verða Signý . Sæmundsdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Jón Þor- steinsson, tenór, og Guðjón Oskars- son, bassi. Konsertmeistari kamm- ersveitar er Szymon Kuran. Forsala aðgöngumiða er í versluninni Istóni við Freyjugötu og við innganginn. „Requiem" er eitt þekktasta verk Mozarts og jafnframt það síðasta, en hann vann að gerð þess er hann lá banaleguna. Enn eru menn ekki á eitt sáttir um hvort honum hafí tekist að ljúka verkinu og ef ekki hver það hafí gert. Þetta verk Mozarts hefur áður verið flutt á Islandi, þá fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju. Mótettukór- inn flutti verkið ásamt Sinfóníu- hljómsveitinni skömmu eftir að kirkjan var vígð. Hörður Askelsson stjórnaði, en einsöngvarar vom þau Sigríður Gröndal, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sigmundsson. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.