Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
Eimskip
svarar
ásökunum
EIMSKIP hf hefur nú svarað
ásökunum um óeðlilega við-
skiptahætti við verðtilboð vegna
páskaeggjaflutninga til landsins.
Félagið sendi verðlagsstjóra bréf
síðastliðinn fimmtudag, þar sem
sjónarmið félagsins eru rakin.
Þórður Sverrisson framkvæmda-
stjóri flutningasviðs Eimskips sagði
að í bréfinu væri því mótmælt að
félagið hefði látið undan þrýstingi
frá innlendum sælgætisframleið-
endum eða öðrum aðilum og af
þeim sökum hækkað flutningsgjald
frá fyrra tilboði.
Hann segir að rakin séu sam-
skipti viðkomandi innflytjanda og
félagsins og greint frá þeim flutnin-
gatöxtum sem um ræðir.
Þórður segir að Eimskip telji að
fyllilega sé greint frá þessu máli
og hann hafi engu við það að bæta
sem áður hafi komið fram, að ásak-
animar eigi ekki við rök að styðjast.
Morgunblaðið/Emilía
Ingólfsskáli horfínn
Ingólfsskáli við Ingólfsgarð hefúr verið rifinn en Hafrannsóknastofiiun hefúr geymt þar veiðarfáeri undanfarin ár. Engin ákvörðun
hefúr verið tekin um hvort byggt verður á lóðinni.
V
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 18. MARS
YFIRLIT í GÆR: Lægð suðaustur af landinu, hreyfist norðnorðaust-
ur.
SPÁ: Fremur hæg suðvest-læg átt eða breytileg átt á landinu, él
um vestanvert jandið en þurrt og víða bjart veður um landið austan-
vert. Hiti í kringum frostmark.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt. Él um austan-
og norðanvert landið en léttskýjað suðvestanlands. Frost 1 -5 stig,
miidast á Suðausturlandi.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norðaustanátt. Él norðan- eða
austanlands en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Frost 3-8
stig.
y. Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V
y
Skúrir
Él
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
9 , 9 Súld
4
K
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍBA UM HEIM
k/. 12:00 í gær að íst. tíma
hlti veflur
Akureyri 0 skýjað
Reykjavík 1 slydda
Bergen 2 snjóél
Helslnki. 2 rigning
Kaupmannnh. 5 skýjað
Narssarssuaq +12 hálfskýjað
Nuuk +11 hálfskýjað
Osló 6 léttskýjað
Stokkhólmur 3 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Algarve 13 skýjað
Amsterdam 7 skýjað
Barcelona 15 þokumóða
Berlín 10 skúr
Chicago +1 alskýjað
Feneyjar 12 þokumóða
Frankfurt 8 skúr
Glasgow 5 léttskýjað
Hamborg 6 skúr
Las Palmas 18 léttskýjað
London 6 skýjað
Los Angeles 11 léttskýjað
Lúxemborg 5 skúr
Madrfd 13 þokumóða
Malaga 15 þokumóða
Mallorca 18 skýjað
Montreal +6 8kýjað
New York 7 alskýjað
Orlando 18 þokumóða
Parfs 7 skýjað
Róm 15 alskýjað skýjað
Vfn 16
Washington 6 léttskýjað
Winnipeg +22 heiðskfrt
Hæstiréttur:
Fangelsi í 2xh ár fyr-
ir manndrápstilraun
FERTUG kona í Reykjavík, Þorbjörg Sonja Aðalsteinsdóttir, var
í gær í Hæstarétti dæmd í 2'/2 árs fangelsi fyrir tilraun til mann-
dráps. Hæstiréttur mildaði dóm yfir konunni, þvi í apríl í fyrra
var hún dæmd til 4 ára fangelsisvistar af sakadómi Reykjavíkur.
Konan stakk fyrrum sambýlis-
mann sinn með hnífi í bijóst og
háls á heimili sínu við Tryggva-
götu í Reykjavík þann 11. febrúar
1987. Hann hlaut af grunnt sár á
hálsi við barkann og lífshættulegt
stungusár á bijósti. Deilt var um
hvað fór fólkinu á milli áður en
konan stakk manninn. Hún hélt
því fram að hann hefði ætlað að
leggja á sig hendur, en hann neit-
aði^ því.
í dómi Hæstaréttar kemur
fram, að konan varð fyrir áverkum
af völdum mannsins, síðast nóttina
áður en umræddur atburður gerð-
ist og hún hafði hringt í lögregl-
una þennan dag og beðið um að-
stoð vegna þess að hún óttaðist
ásókn hans. Eftir atburðinn til-
kynnti hún lögreglu að hjá henni
lægi maður í blóði sínu og óskaði
hún eftir lögreglu og sjúkrabifreið
á staðinn. Við ákvörðun refsingar
leit Hæstiréttur til mildandi
ákvæða 74. greinar hegningarlaga
og taldi refsingu Þorbjargar Sonju
hæfilega ákveðna 2 ár og 6 mán-
uði. Til frádráttar refsingu kemur
33 daga gæsluvarðhald hennar.
Þá var henni gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað, þar með talin
saksóknarlaun í ríkissjóð, 50 þús-
und krónur, og málsvamarlaun
skipaðs veijanda síns fyrir Hæsta-
rétti, Sveins Snorrasonar hrl., 50
þúsund krónur.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómaramir Guðmundur Jónsson,
Benedikt Blöndal, Bjarni K.
Bjamason, Guðrún Erlendsdóttir
og Haraldur Henrysson.
Hæstiréttur:
Kærumali Hótel Ark-
ar hf. vísað írá dómi
HÆSTIRÉTTUR hefiir vísað frá dómi kærumáli Hótel Arkar
hf. gegn Framkvæmdasjóði íslands. Kærumálið var vegna fóge-
taúrskurðar um fúll yfirráð Framkvæmdasjóðs yfir hótelinu.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fógetagerðin sætti
ekki kæru heldur áfrýjun og bæri því að vísa málinu frá.
Forsaga málsins er sú, að
þann 16. febrúar sl. óskaði
Framkvæmdasjóður íslands eftir
að fasteignin Hótel Örk, sem var
slegin sjóðnum á uppboði 6. októ-
ber í fyrra, yrði rýmd og fengin
honum til fullra og óheftra um-
ráða. Skömmu áður en hótelið
var slegið framkvæmdasjóði
hafði Helgi Þór Jónsson fram-
leigt hótelið til Hótels Arkar hf.,
sem hann var aðalhluthafi í.
Hótel Örk hf. leigði skömmu
síðar hjónum veitingaaðstöðuna
í hótelinu og loks hóteiið allt um
10. febrúar. Útburðargerðin
beindist því að hjónunum, sem
lýstu því yfir að þau samþykktu
kröfuna um útburð og myndu
víkja af eigninni. Fógeti fékk því
Framkvæmdasjóði umráð eign-
arinnar.
Þessum úrskurði vildi Hótel
Örk hf. ekki una og kærði hann
til Hæstaréttar í byijun þessa
mánaðar. Hæstiréttur hefur nú
komist að þeirri niðurstöðu, að
fógetagerð þessi sæti ekki kæru
heldur áfrýjun til Hæstaréttar.
Sjálfstæðri kæru á grundvelli
þess lagaákvæðis um Hæstarétt
Islands, sem Hótel Örk hf. vísaði
til, yrði ekki við komið að lögum
í málinu. Bæri því að vísa kæru-
málinu frá Hæstarétti.
Dóm Hæstaréttar kváðu upp
hæstaréttardómararnir Þór Vil-
hjálmsson, Bjarni K. Bjarnason
og Arnljótur Björnsson, settur
dómari.