Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 29

Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 29
333 1 ij.tí'l I. 5 U:y.'IÍ/.:) J/„I 3H/aJgVtU0B0M . .........líl'. ’ MÓRGÚNBLÁÐÍÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 29 Eugenia Ratti. Eugenia Ratti kemur til Islands ÁFORMAÐ er að ítalska scala- söngkonan Eugenia Ratti komi til Islands um miðjan júnf n.k. og haldi námskeið fyrir söngv- ara. Þetta er í sjötta skipti sem hún kemur hingað til lands. Upphaflega kom Eugenia Ratti til íslands á vegum Pólyfónkórsins til að þjálfa söngfólk á hans vegum. Að þessu sinni kemur hún á vegum Jóhönnu G. Möller söng- konu og er áformað að hún haldi námskeið í Reykjavík fyrir söngv- ara dagana 19.—30. júní. Stutt göngu- ferð um Korp- úlfstaðaland Náttúruvemdarfélag Suð- vesturlands stendur fyrir stuttri gönguferð um Korpúlfsstaða- land á sunnudagsmorgun, 19. mars. Farið verður kl. 10.00 frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins RALA við Vesturlandsveg (norðan Gufunesskirkjugarðsvegar). Geng- ið verður niður að Eiðsgranda (grandinn út í Geldinganes) og síðan ströndina norður í Blika- staðakró. Þar verður snúið við og gengið til baka með Korpu og eftir hluta gömlu þjóðleiðarinnar til Reykjavíkur og Suðurnesja. Gönguferðinni lýkur við RALA. Gangan tekur um einn og hálfa klukkustund. Katrín H. Agústsdóttir sýnir í Jónshúsi KATRÍN H. Ágústsdóttir opnar vatnslitamyndasýningu miðviku- daginn 22. mars í Jónshúsi, Öst- er Voldgade 12 f Kaupmanna- höfii. Á sýningunni verða rúmlega 30 verk máluð á þessu og síðasta ári. Katrín hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýning- um. Sýningin verður opin til 14. apríl á opnunartíma hússins. Burtfarar- prófstónleikar PETRA Óskarsdóttir leikur á flautu á burtfararprófe- tónleikum hjá Tónlistarskó- lanum f Reykjavík á morgun, sunnu- daginn 19. aprfl, klukkan 17 í sal skólans, Skipholti 33. Petrea hefur stundað nám við skólann frá 1980 og notið leiðsagn- ar Bernharðs Wilkinsonar flautu- leikara. Tónleikamir eru öllum opn- ir og aðgangur er ókeypis. Píanó- leik annast Krystyna Cortes og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, mez- zósópran, syngur. Fyrirlestur í Norræna húsinu SENDIHERRA Finnlands á ís- landi, Anders Huldén, sendi frá sér bók í vetur, sem heitir „Fin- lands kungaAventyr 1918“ og segir hún firá því hvemig Finn- land eignaðist konungárið 1918. Anders Huldén heldur fyrirlest- ur f Norræna húsinu á sunnu- dag, 19. mars, klukkan 16 um þetta efiii. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Bókin segir frá því þegar finnska þingið kaus þann 9. október 1918 þýskan prins, Friedrich Karl av Hassen, til konungs í Finnlandi. Kaffisala Dóm- kirkjukvenna KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar verður með sfna át- legu kafifisölu á Hótel Loftleið- um á morgun, pálmasunnudag, 19. mars. Kafifisalan hefet klukk- an 15.00 að lokinni messu f Dóm- kirkjunni. í messunni, sem hefst klukkan 14, prédikar Matthías Á. Mathiesen alþingismaður, Elin Sigurvinsdóttir óperusöngkona syngur einsöng. Dómkórinn syngur undur stjóm Marteins H. Friðrikssonar dóm- organista og sr. Hjalti Guðmunds- son þjónar fyrir altari. Gítartónleikar í óperunni GÍTARTÓNLEIKAR verða haldnir í íslensku ópemnni f til- efini af sextugsafinæli Gunnars H. Jónssonar, gftarleikara og kennara, mánudaginn 20. mars klukkan 20.30. Flytjendur á tón- leikunum em Arnaldur Arnar- son, Einar Kr. Einarsson, Erik Júlfus Mogensen, John Speight, Kristinn H. Árnason, Robyn M. Koh og Sfmon H. ívarsson. Leikin verða verk eftir Hróðmar Sigurbjömsson, John Speight, Mario Castelnuovo-Tedesco, John Dowland, Manuel Ponce, Vicente Sojo, Femando Sor, Joaquin Turina og Hector Villa-Lobos. Píanótónleikar Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari, heldur tónleika i Víðistaða- kirkju, mánu- daginn 20. mars. Mun hann leika á nýjan Bösend- orfer-flygill, sem Víðistaðasöfnuð- ur festi kaup á fýrir skömmu. Á efnisskránni verða verk eftir Schu- bert, Appasionata, Beethovens, verk í fimm þáttum er nefnist: „Dagur vonar" eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Mazurkar eftir Chopin og Rhapsódía eftir Liszt. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30. Fyrirlestur í Háskólanum DR. FREDERIC Amory, prófess- or i ensku og almennum málvís- indum við Háskólann f San Fransisco í Kalifomfu, flytur opinberan fyrirlestur f boði heimspekideildar Háskóla ís- lands, mánudaginn 20. mars klukkan 17.15 f stofu 101 f Odda. Fyrirlesturinn nefnist: „Loaded Words, Ominious Silences and Vio- lence in the Sagas" og verður flutt- ur á ensku. Frederic Amory hlaut menntun sína við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum og Kalifomíuháskóla í Berkely. Hann var Fulbright-pró- fessor við Háskóla íslands vor- misserið 1984 og kenndi amerískar bókmenntir. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Kirkjudagur KIRKJUDAGUR verður haldinn í Fella- og Hólakirkju sunnudag- inn 19. mars. Ár liðið firá vfgslu kirkjunnar. Bamaguðsþjónusta verður klukkan 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Eftir guðs- þjónustuna verður öllum boðið uppá veitingar. Hátíðarmessa verður klukkan 14. Þar mun sr. Sigurbjöm Einars- son biskup predika, en sóknarprest- ar þjóna fyrir altari og djákni að- stoðar. Kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju mun syngja, organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Ennfremur munu einsöngvar- amir Ragnheiður Guðmundsdóttir og Kristín R. Sigurðardóttir syngja í messunni. Trompetleikarar verða Jón Sigurðsson og Ásgeir Stein- grímsson. •Eftir guðsþjónustuna verður kirkjugestum boðið upp á veitingar í boði sóknamefnda Fellasóknar og Hólabrekkusóknar. Fyrirlestur um Júlí- önu Sveinsdóttur Hraftihildur Schram flytur í dag, laugardag, fyrirlestur, með litskyggnum, um Júliönu Sveinsdóttur listmálara _ í Listaáafiii ís- lands. Yfirskrift fyrirlestrarins er „í leit að einfaldleika" og hefet hann klukkan 15.00. Fyrirlesturinn er fluttur í tengsl- um við sýningu á landlagsverkum Júlíönu, sem haldin er í minningu aldarafmælis listamannsins og stendur hún í safninu til 2. apríl. á morgtrn I Pálmasunnudagur ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla I Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 órdeg- is. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju pálmasunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Mið- vikudag: Samvera eldra fólks I safnaðarheimili Árbæjarkirkju frá kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.15, altarisganga. Sr. Gísli Jón- asson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastfg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. -v. DÓMKIRKJAN: Laugarqlaginn 18. mars: Barnasamkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudaginn 19. mars: Messa kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Messa kl. 14. Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður, predikar. Elín Sigurvins- dóttir, óperusöngkona, syngur ein- söng. Eftir messuna verður hin árlega kaffisala Kirkjunefndar- kvenna Dómkirkjunnar (KKD) á Hótel Loftleiðum. Strætisvagna- Guðspjall dagsins: Lúk. 19: Innreið Krists f Jerúsalem. ferð frá Dómkirkjunni strax eftir messuna. Sr. Hjalti Guðmundsson. Þriðjudaginn 21. mars: Helgistund á föstu. Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Ástráður Sigur- steindórsson, stud. theol., predikar. Sr. Sveinbjörn Svein- björnsson frá Hruna þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknar- presta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkju- dagur f Fella- og Hólakirkju pálma- sunnudag. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverris- dóttir. Eftir guðsþjónustu verður öllum boðið upp á veitingar. Hátí- ðamessa kl. 14. Hr. Sigurbjörn Ein- arsson, biskup, predikar. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson og sr. Hreinn Hjartarson þjóna fyrir alt- ari. Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, aðstoðar. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju mun syngja. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Ein- söngur Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Trompetleikur Jón Sigurðsson og Ásgeir Steingrímsson. Eftir guðs- þjónustuna verður kirkjugestum boðið upp á veitingar. Mánudag: Fundur í æskulýðsfélaginu. Sókn- arprestarnir. FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Barna- guðsþjónusta með skírn kl. 11. Guðsþjónusta, ferming og altaris- ganga kl. 14. Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. GRENSÁS: Barnasamkoma kl. . Foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Mikill söngur. Messa kl. 14, altarisganga. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.30, ferming. Prestarnir. Messa kl. 13.30, ferming. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þónusta kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar, Digranesskóla. For- eldrar hvattir til að koma með börnum sínum og undirbúa páska- hátíðina. Allir velkomnir. Sr. Kristj- án Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaöarheimilinu Borgum kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson LANGHOLTSKIRKJA, kirkja Guð- brands biskups: Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Stundinni stjórnar Þór- hallur Heimisson, guðfræðingur. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardaginn 18. mars: Guðs- þjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð kl. 11. Sunnudaginn 19. mars: Guðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn aðstoða. Laufey G. Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Barnastarfið á sama tíma. Heitt á könnunni. Mánudaginn 20. mars: Æskulýðs- starfið kl. 18. Þriöjudaginn 21. mars: Opið hús í safnaðarheimilinu hjá Samtökunum um sorg og sorg- arviðbrögð frá kl. 20—22. Helgi- stund í kirkjunni kl. 22. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15. Matt- hías Johannessen, skáld og rithöf- undur, les úr verkum sínum. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Húsið opnað kl. 10. Umsjón Rúnar Reynisson. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Mánudag: Æskulýðsstarf fyrir 12 ára krakka kl. 18. Æskulýðsstarf fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudag: Æsku- lýðsstarf fyrir 10 og 11 ára krakka kl. 17.30. Þriðjudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. SELJAKIRKJA: Laugardag: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Pálmasunnu- dag: Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sighvatur Jónasson. Mánudag: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Þriðjudag: Opið hús fyrir 10—12 ára börn kl. 18. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. BORGARSPÍTALINN: Messa kl. 10, altarisganga. Sr. Sigfinnur Þor- leifsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Þessi messa er stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Ef veð- ur leyfir er ráðgert að hafa pálmavígslu í safnaðarheimilinu og verður gengið þaðan í skrúðgöngu til kirkju. Lágmessa kl. 14. Rúm- helga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. HVfTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: [ dag, laugardag, almenn bænasamkoma kl. 20. Almenn samkoma sunnudag kl. 20. Ræðu- maöur Guðni Einarsson. Sunnu- dagaskóli er kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Ferming- arhátíð kl. 11. Kafteinn Daníel Óskarsson stjórnar og kafteinn Jósteinn Nielsen prédikar. Lof- gjöröarsamkoma, bæn kl. 20. Her- mannavígsla og yngri liðs- mannavígsla. Barnagospel-söng- hópurinn syngur. Kafteinarnir Dan- íel Óskarsson og Magna Váje stjórna og tala. Á mánudag og þriðjudag er biblíulestur kl. 20 í umsjá kafteins Jósteins Nielsen. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. Johan Olsen. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Söngfélagarnir einn og átta syngja undir stjórn Helga Einarssonar. Organisti Guömundur Ómar Óskarsson. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Skólakór Fjölbrautaskólans í Garðabæ syngur undir stjórn Guð- laugs Viktorssonar. Skólastjórinn, Þorsteinn Þorsteinsson, flytur stólræðu. Barnasamkoma í Kirkju- hvoli kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St' Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í Víðistaðakirkju í dag, laugardag kl. 11. Fermingarguðs- þjónustur í Víðistaðakirkju kl. 10 og kl. 14, sunnudag. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Ath. breyttur tími. Sr. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Smári Ólafsson. Biblíulestur á miövikudagskvöldum kl. 20. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Barna- guðsþjónusta í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Sr. Gunn- laugur Garðarsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti örn Falkner. GAULVERJABÆJARSÓKN: Messa í Gaulverjabæjarklrkju kl. 14. Barnamessa í Stokkseyrar- kirkju kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA:Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- messa kl. 13.30. Sr. Tómas Guð- mundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Mánu- dagskvöld kl. 18.30 fyrirbæna- guðsþjónusta. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.