Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGTJR18., MARZ 1989 35 Minning Jóníim Jóhanns- dóttirfrá Þinghóli Fædd ll.maí 1907 Dáin 12. febrúar 1989 Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldreii eilífð aðskilið. (Jónas Hallgrímsson) Þessar ljóðlínur listaskáldsins góða komu mér í hug þegar mér barst sú fregn að hún Jóna frá Þing- hóli væri látin. Svo stuttu eftir að hún missti manninn sinn, Stein Egilsson, en hann lést þann 29. apríl 1988 eftir þung og erfið veik- indi. Þá stóð hún eins og klettur við hlið hans, hjúkraði og líknaði honum uns yfír lauk,.,. Jónína var fædd 11. maí 1907 að Miðkrika í Hvolhreppi, dóttir hjónanna Valgerðar Guðmunds- dóttur og Jóhanns Þorkelssonar bónda þar. Ólst hún upp í stórum og glöðum systkinahópi því böm hjónanna voru sjö. Þann 18. júní 1939 gengu þau Jónína og Steinn Egilsson frá Stokkalæk á Rangárvöllum í hjóna- band. Hann var mikill myndarmað- ur bæði í sjón og raun. Þau hjónin eignuðust tvo syni, þá Jóhann Birki og Eyþór, mikla efnis- og myndar- menn, svo sem þeir eiga kjm til. Jóna og Steinn voru sérstaklega samhent í lífinu. Þau báru það með sér að þeim leið vel saman, þar sem annað var, þar var hitt jafnan nærri. Hlið við hlið minnist ég þeirra frá þvi ég sá þau fyrst fyrir um það bil hálfri öld. í Þinghóli bjuggu þau í 24 ár eða til ársins 1963, en þá fluttu þau til Reykjavíkur og settust að í Hátúni 8 og bjuggu þar æ síðan. Eg ætla ekki með þessum línum að rekja lífshlaup Jónu. Ætlunin er að þakka liðnar samverustundir, og því vil ég nefna tvo af mörgum góðum eðliskostum hennar, rækt- unarkonuna og félagann Jónínu Jóhannsdóttur. Hún er ræktunar- kona í þess orðs besta skilningi. Hún ræktaði hlýhug og vináttu við samferðamenn sína og gamla vini og gleymdi þeim aldrei þó leiðir skildu. Hún ræktaði málfar sitt og þeirra sem hún náði til að leið- beina, svo og framgang sinn allan. Hún ræktaði garðinn sinn, fallegan trjá- og blómagarð í Þinghóli svo af bar sakir natni og snyrtimennsku hennar. Þar var gaman að koma og sækja góð ráð, hún sagði; þú getur gert allt sem þú vilt í garðin- um í maímánuði, grisjað og skipt gróðri, alit lifír og grær. En mér datt nú stundum í hug að ekki hefðu allir svo „grænar hendur.“ Báðar vorum við félagar í kvenfé- laginu Einingu Hvolhreppi, þaðan geymi ég minningar um félagann Jónu, dugnað hennar og jákvætt hugarfar. Eg minnist þess að kven- félagið gekkst fyrir því að gróður- setja tré, birki og reynivið um- hverfís kirkjugarðinn á Stórólfs- OlöfS. Magnús- dóttir - Kveðjuorð Fædd 26. nóvember 1966 Dáin 5. febrúar 1989 Mig langar með fáeinum orðum að minnast á mína ástkæru frænku Ólöfu Sæunni Magnúsdóttur sem lést þann 5. febrúar síðastliðinn. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég kem aldrei til með að eignast jafn skilningsríka frænku eins og Ólöf var. Við áttum margar góðar samverustundir þar sem við rædd- um oft um líf eftir dauðann, hún var sterk trúuð á annað líf eins og ég. Ég minnist þess þegar Ólöf fæddist hvað afí hennar var lukku- legur, það var eins og hann væri að fá sitt fyrsta bam. Ekki var amma hennar síður glöð að fá nöfn- in á hana, þar sem Ólöf var skírð í höfuðið á ömmu sinni og lang- ömmu. Ólöf gaf mér mikið frá sér, það var fátt sem ekki lék í höndum hennar enda dettur mér í hug hann pabbi hennar. Ég minnist þess hvað Ólöf var glöð milli jóla og nýárs þegar ég sat í kaffiboði heima hjá mömmu hennar. Það fór ekki fram hjá neinum hvað úr augum hennar skein, hversu mikla ást hún bar til Kidda og kom það best fram þegar hann gekkst undir uppskurð fyrir jól. Hún bar hann á höndum sér og gaf ekkert eftir. Hún bar mikla Kveðjuorð Alda Kr. Jónsdóttir Fædd 18. mars 1931 Dáin 4. janúar 1989 í dag 18. mars 1989, hefði hún Alda Kristín Jóhannsdóttir, orðið 58 ára. Mig langar til að minnast þessarar góðu konu sem ég á svo margt að þakka. Atján mánaða gömul var ég svo lánsöm að komast til hennar í pöss- un og var hjá henni í átta ár. Mig langar að þakka henni allar okkar samverustundir. Einnig vil ég senda þakkir til Lilla sem var henni stoð og stytta í öllu. Ég mun ætíð búa að samverustundunum við 'Öldu. Margs er að minnast margt er hér að þakka Guð sé lof fyrir liðna tíð. ^ Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðríður Hallgrímsdóttir hvoli, það kom í hlut okkar Jónu að leiða það verk. En allar unnu kvenfélagskonurnar þar að af dugn- aði og fómfysi. Þegar verkinu var lokið höfðu tvær örsmáar reyn- viðarhríslur gengið af, ég hafði orð á því að ekkert þýddi að hirða þær svo vesælar, þá sagði Jóna; það kemur ekki annað til greina en að gefa þeim tækifæri, allt sem lifír á rétt á því. Við gróðursettum þær sitt hvoru megin við kirkjutröppurn- ar og gáfum þeim nöfn okkar í veganesti. Nú em þessar umkomu- lausu, örsmáu afgangshríslur orðn- ar há tré, sem horfa til himins í skjóli kirkjunnar. Leiðir okkar Jónu skildu að mestu fyrir tæpum þijátíu árum. En þegar við hittumst var eins og við hefðum verið saman í gær. Og jólakveðjan hennar brást aldrei, svona var hún Jóna, vinföst, traust og stórbrotin. Ég þakka hinni látnu heiðurs- konu vináttu hennar og tryggð og bið guð að blessa minningu hennar og ástvini alla. Ragnheiður Ólafsdóttir + Móöir mín, GUÐNÝ SIGMUNDSDÓTTIR, lóst í Borgarspítalanum 17. mars. Ólöf Magnúsdóttir Robson. t Systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 6, Reykjavík, verðurjarðsunginfrá Fossvogskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.30. Helga Ásmundsdóttir, Jarþrúður Ásmundsdóttir, Jakobfna Ásmundsdóttir, Ásmundur J. Ásmundsson, Hanna Helgadóttir. + Útför móður okkar, MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Lindarbraut 45, Seltjarnarnesi, sem lést í Borgarspítalanum 12. mars, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. mars kl. 10.30 fyrir hádegi. Magnús Sverrisson, Gunnar Sverrisson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GESTSSON pfpulagningameistari, Dalseli 31, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 20. mars kl. 15.00. Rósa Guðmundsdóttir, Gestur Gunnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, Katrfn Gunnarsdóttir, Hreiðar Ögmundsson, Auður Gunnarsdóttir, Hannes Jónsson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SKARPHÉÐINS ÞORSTEINSSONAR frá Þurfðarstöðum, Sunnugerði, Reyðarfirðl. Einnig hlýhug og hjálp i veikindum hans undanfarin ár. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. virðingu fyrir Jan hárgreiðslumeist- ara enda er fátt betra en að eiga góðan yfirmann og kennara í sínu fagi. Þetta er mikill missir fyrir mína ástkæru systur. Við vitum það sem höfum þurft að horfa á eftir foreldr- um okkar. Megi guð gefa þér allan þann kraft til að geta afborið allt sem á þig hefur verið lagt. Ég votta ömmu Rósu, Binnu, Helenu og Magnúsi mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Guðrún frænka + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför bróður okkar, GUNNARS ÞORSTEINSSONAR, Reykjakandl. Sérstakar þakkir eru starfs- og vistfólki Reykjalundar færðar fyrir vináttu og aðstoð við hinn látna í veikindum hans. Ragnar Þorsteinsson, Ingveldur Þorsteinsdóttir, Bogi Þorsteinsson, Sigvaldi Þorstelnsson, Elfs Þorsteinsson. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 18. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefnd- ar, í stjórn bygginganefndar aldraðra og SVR, Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnar- stjórnar, og Guðrún Zoéga, í stjórn veitustofnana, skólamála- og fræðsluráði. V V V V V V V V’ V V V V V S #\ #\ Sn #* »■ 0n S #\ #\ $ $

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.