Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
Minning:
Skarphéðinn R. Ólafs
son lögregluþjónn
í dag er til moldar borinn frá
Njarðvíkurkirkju, Skarphéðinn
Rúnar Ólafsson, sem lést af slys-
förum, ásamt Gunnari Bjarka Vest-
flörð, í snjóflóði sem féll á Óshlí-
ðarveginn þann 8. mars sl.
Skarphéðinn var fæddur í
Keflavík þann 8. nóv. 1963. For-
eldrar hans eru Ólafur Eiríkur Þórð-
arson, Jörgenssonar og Sveinbjarg-
ar Sveinbjömsdóttur, Fagra-
hvammi í Garði og Álfheiður Skarp-
héðinsdóttir, Jóhannssonar og Guð-
rúnar Guðmundsdóttur í Njarðvík-
um. Hann var elstur fjögurra sona
þeirra hjóna, e_n hinir eru Þórður
Jörgen, Björn Árni og Ástmar.
Skarphéðinn átti heima í
Njarðvíkunum allt þar til hann
flutti, ásamt sambýliskonu sinni,
Emilíu Þórðardóttur, ættaðri frá
Djúpuvík, til Bolungarvíkur árið
1986. Fyrst starfaði hann vestra
hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur, en
hóf héraðslögreglumannsstörf í okt.
’86. í júní ’87 gerðist hann lögreglu-
þjónn á Bolungarvík og á Isafirði
í okt. sama ár og starfaði við það
uns hann féll frá.
í heimabæ sínum átti Skarphéð-
inn sína góðu daga. Ungur gekk
hann í Hjálparsveit skáta í
Njarðvíkum og lagði sig mjög fram
um að verða liðtækur í þeim hópi,
enda fómfús að eðlisfari og vildi
rétta öðmm hjálparhönd. Hann var
líkamlega hraustur og þolinn, sem
snemma kom í ljós er hann reynd-
ist öðrum fremri í hlaupakeppnum,
þótt hann æfði þau ekki sérstak-
lega. Skarphéðinn var þægilegur
og ljúfur í viðkynningu og ávann
sér traust í starfí. Rúmlega 20 ára
varð hann verkstjóri í Sjöstjömunni
í Njarðvík, nýbúinn að Ijúka þriggja
ára verklegu námi í rennismíði í
Dráttarbraut Njarðvíkur.
ísland og náttúra þess voru hans
aðaláhugamál, ásamt farkostum til
að skoða landið. Ferðir hans til að
kynnast því voru orðnar margar,
bæði að sumar- og vetrarlagi og í
þeim fékk hann góða þjálfun, sem
kom að notum í hjálparsveitarstarf-
inu, bæði í Njarðvík og eins fyrir
vestan í hjálparsveitinni Emir á
Bolungarvík, sem hann gekk fljót-
lega í eftir að hann flutti þangað.
Skarphéðinn var mjög lagtækur
og gat unnið hin ólíkustu störf.
Hann var trygglyndur og í tengslum
við ættfólk sitt þótt hann flytti í
annan landshluta. Foreldrar hans
og bræður voru aufúsugestir ásamt
öðrum ættingjum og vinum á heim-
ilið á Bolungarvík. Einn bróðirinn
var væntanlegur vestur um pá-
skana, sem var mikið tilhlökkunar-
efni, — en veður skipuðust skyndi-
lega í lofti, svo að þeirri för verður
ekki.
Reynsla Skarphéðins í að ferðast
við erfíðar aðstæður var orðin mik-
il. Hann var aðgætinn, en vildi þó
komast leiðar sinnar, ef þess var
nokkur kostur. Það var hans eðli í
lífínu. Atvikin hinn örlagaríka dag
8. mars, voru dæmigerð fyrir
Skarphéðin. Hann var að kanna
ásamt félaga sínum hvort hægt
væri að komast yfír snjóskriðuna,
sem hafði fallið yfir veginn og hefti
för þeirra í vinnuna, þegar það
óvænta gerðist. Önnur skriða féll á
sama stað. Slíku óraði þá ekki fyr-
ir, enda sjaldgæft. Skriðan hreif þá
með sér með þeim afleiðingum að
tveir menn í blóma lífsins hurfu
yfír móðuna miklu.
Skarphéðinn undi hag sínum vel
á Bolungarvík, ásamt Emilíu og
syni hennar Kristni ísaki, sem hann
gekk í föður stað. Fyrir vestan
hugðist hann setjast að og festa
kaup á íbúð, en örlög ráða.
Um leið og við frændsystkinin
kveðjum Skarphépin, vottum við
Emilíu og Kristni ísaki samúð okk-
ar, svo og foreldrum hans Ólafí og
Álfheiði, ásamt bræðrum hans og
öðrum skyldmennum.
Föðursystkini og Qölskyldur
í dag er borinn til grafar í Ytri-
Njarðvíkurkirkju Skarphéðinn
Rúnar Ólafsson, lögreglumaður.
Skarphéðinn fæddist í Ytri-
Njarðvík 8. nóvember 1963 og ólst
hann þar upp. Foreldrar hans eru
Ólafur Þórðarson og Álfheiður
Skarphéðinsdóttir og eiga þau þrjá
aðra syni, þá Þórð, Bjöm og Ást-
mar.
Skarphéðinn fluttist til Bolung-
arvíkur ásamt unnustu sinni,
Emelíu Þórðardóttur, og fóstursyni,
Kristni ísak Amarsyni, árið 1985.
Hann hóf fyrst störf í Vélsmiðju
Bolungarvíkur. Síðan hóf hann
störf í lögreglunni í Bolungarvík.
Mín fyrstu kynni af Skarphéðni
hófust á haustdögum 1987, en þá
hóf hann störf í lögregluliði ísa-
fjarðar. Okkar kjmni urðu mjög
góð. Skarphéðinn var maður mjög
hreinskilinn og var ekkert feiminn
við að segja sína skoðun á mönnum
og málefnum. Reglusemi og snyrti-
mennska vom hans aðalsmerki og
gekk hann manna fremstur í þeim
efnum.
Fjallaferðir um hálendi íslands
áttu hug hans allan. Hann fór ekki
fáar vetrarferðir upp um fjöll og
fímindi á bifreið sinni og var þá
fátt sem stóð í vegi hans.
Hann var á leið til vinnu, frá
Bolungarvík inn á ísafjörð, ásamt
vinnufélaga sínum, þegar Jjetta
sviplega slys átti sér stað. Á leið
þeirra um Oshlíð komu þeir að snjó-
flóði, sem fallið hafði yfír veginn,
en mjög slæmt veður var þama og
hafði verið um nóttina. Flóðið var
ekki mjög stórt og ákváðu þeir að
reyna að komast yfír það, enda bif-
reiðin vel búin til slíks aksturs og
hafði Skarphéðinn oft ekið um Ós-
hlíðarveg á bifreið sinni þó að aðrar
bifreiðir kæmust þar ekki. Hann fór
út úr bifreiðinni til þess að búa
hana undir ferðina yfir snjóflóðið.
Rétt er hann var að verða búinn
að því þá bar þar að félaga hans
utan úr Bolungarvík. Gengu þeir
saman upp á snjóflóðið til að huga
að greiðfærri leið yfir, en þá dundi
óhappið yfir, sem svipti þessum
ungu mönnum burtu.
Eg votta aðstandendum Skarp-
héðins mína dýpstu samúð og vona
að þeim.öðlist kraftur til að komast
yfír þetta erfíða tímabil.
Gísli B. Árnason
lögregluvarðstjóri, ísafirði.
Að morgni 8. mars sl. eru lög-
reglumenn í lögreglu ísafjarðar á
leið til vinnu sinnar, en vaktaskipti
skyldu verða kl. 7.00 eins og venja
er. Neyðarkall berst frá Óshlíð og
tilkynnt er að tveggja manna sé
saknað eftir að snjóflóð hafði fallið.
Tilkynnandinn var Jónmundur
Kjartansson aðstoðaryfírlögreglu-
þjónn á ísafírði en hann ásamt
Skarphéðni R. Ólafssyni var á leið
til vinnu.
Allt tiltækt björgunarlið var kall-
að út ásamt lögreglumönnum og
fóm menn til leitar á slysstaðnum.
Fljótlega kom í ljós að þeir sem
saknað var í flóðinu voru Skarphéð-
inn R. Ólafsson lögregluþjónn og
Gunnar Bjarki VestJQörð starfsmað-
ur Vélsmiðjunnar Þórs á ísafírði.
Um 70-80 manns tóku þátt í leit-
inni næstu daga. Það var svo laug-
ardaginn 11. mars að Skarphéðinn
R. Ólafsson fannst, en þegar þessar
línur eru ritaðar er Gunnars Bjarka
enn saknað.
Ægikraftur náttúrunnar hefur
enn höggvið skarð í mannlífið hér
á Vestfjörðum. Skammt hefur verið
stórra högga á milli á síðustu mán-
uðum og eiga margir um sárt að
binda eftir ástvinamissi.
Skarphéðinn Rúnar Ólafsson
kom til starfa í lögreglunni á ísafírði
í júní 1987. Hann hafði þá áður
starfað sem héraðslögregluþjónn í
Bolungarvík. Fljótlega mátti sjá að
Skarphéðinn stefndi að árangri í
starfí sínu. Hann var mjög sam-
viskusamur og ljúfur í allri um-
gengni enda eignaðist hann fljótt
góða vini innan lögreglunnar sem
og utan. Eitt var það sem ein-
kenndi Skarphéðin en það var
sjálfsagi hans. Sem lögreglumaður
vildi hann ekki bjóða öðrum það sem
hann ekki gat boðið sjálfum sér og
kom þetta fram í öllu hans starfí.
Oft á tíðum þurfa lögreglumenn að
takast á við erfíð verkefni og krefj-
andi, bæði á sál og líkama. Skarp-
héðinn var einn af þeim mönnum
sem hægt var að senda í öll verk-
efni. Vinnu sína leysti hann vel og
yfírvegað af hendi.
Skarphéðinn verður jarðsettur
frá Ytri-Njarðvíkurkirlg'u laugar-
daginn 18. mars. Við kveðjum góð-
an vin og vinnufélaga með miklum
söknuði.
Unnustu, fóstursyni, foreldrum
og öðru skyldfólki votta ég dýpstu
samúð mína.
Jónas H. Eyjólfeson
yfirlögregluþjónn
í dag, laugardaginn 18. mars
1989, verður jarðsunginn í Ytri-
Njarðvfkurkirkju Skarphéðinn
Rúnar Ólafsson, lögregluþjónn.
Skarphéðinn fæddist í Ytri-Njarðvík
þann 8._nóvember 1963, sonur hjón-
anna Ólafs Þórðarsonar og Álf-
heiðar Skarphéðinsdóttur. Hann
ólst upp í Ytri-Njarðvík og bjó þar
alla tíð á Hæðargötunni, í foreldra-
húsum, þar til hann fluttist til Bol-
ungarvíkur árið 1985 og hóf þar
sambúð með eftirlifandi sambýlis-
konu sinni, Emelíu Þórðardóttur.
Emelía átti einn son fyrir, Kristin
ísak Amarsson. Þegar þeir voru
saman, Kristinn og Skarphéðinn,
var ekki annað hægt að sjá en að
þar væru feðgar á ferð, svo sam-
rýndir voru þeir.
Ég kynntist Skarpa, eins og hann
var kallaður, fyrst á árinu 1986
þegar hann hóf störf í lögreglunni
í Bolungarvík og sá ég þá strax
hvers konar kjamakall þama var á
ferð. Fljótlega skildu þó leiðir okkar
aftur þar sem ég fluttist suður um
tíma. Ég man eftir því hversu hissa
ég varð, þegar ég sá Skarpa fyrst
koma akandi um hávetur frá
Skálavík, með þau Emmu og Krist-
in við hlið sér, þegar þangað átti
ekki að vera fært nema fuglinum
fljúgandi, vélsleðum og þess háttar
tækjum. Þá kom hann akandi ofan
á snjónum eftir að hafa hleypt lofti
úr hjólbörðunum og virtist ekki
vera meira mál fyrir hann en að
drekka vatn. Eftir þetta kom manni
ekki á óvart þótt Skarpi segðist um
hávetur hafa skroppið á bílnum til
Skálavíkur, Galtarvita eða ein-
hverra fjarlægra staða.
Það var síðan í nóvembermánuði
á sl. ári að ég réðst til starfa sem
aðstoðaryfírlögregluþjónn á ísafirði
og var þar með orðinn starfsfélagi
Skarpa í lögregluliði ísafjarðar sem
þar hafði hafið störf einnig. Ég
veitti strax athygli þeim framförum
sem hann hafði tekið í lögreglu-
starfínu og þegar hafði verið ákveð-
ið að hann færi í Lögregluskóla
ríkisins nú í haust, enda búinn að
standast inntökupróf í þann skóla.
Ég sem yfirmaður hans varð fljótt
var við hversu einstakur hann var,
öll verkefni leysti hann vel og sam-
viskusamlega af hendi, og oft rædd-
um við lengi um einstök lögreglu-
mál sem hann hafði áhuga á að
fræðast um. í síðasta mánuði var
hann gerður að stjómanda vaktar
í afleysingum og ákveðið var að
hann yrði það í sumar einnig og
er það til marks um það traust sem
hann hafði áunnið sér með störfum
sínum í lögreglu ísafjarðar.
Skarpi var vanalega hrókur alls
fagnaðar og man ég sérstaklega
eftir sérstæðum hlátursrokum hans
sem voru svo smitandi að maður
féll vanalega í krampa af hlátri.
Ég man ekki oft eftir Skarpa óán-
ægðum en ég minnist þess þó
hversu óánægður hann var í desem-
ber sl. vegna þess að ekki hafði
snjóað nóg. Hann hafði jafnvel á
orði að flytjast héðan ef ekki færi
að snjóa. Ég sagði honum þá að
ég vildi engan snjó og að ég fengi
blóðbragð í munninn við það eitt
að hugsa um að basla í snjó. Þessi
orð mín framkölluðu eina af þessum
frægu hlátursrokum Skarpa og
spurði hann mig oft eftir þetta,
þegar snjóaði úti, hvort ég fyndi
ekki bragð. Það eru ekki allar okk-
ar óskir uppfylltar en örlögin hög-
uðu því svo til að ósk hans upp-
fylltist sem síðar átti eftir að kosta
hann lífíð. Skarpi bjó í Bolungarvík
þann tíma sem hann var hér fyrir
vestan og hafði hann oft á orði við
mig hversu vel honum líkaði dvölin.
Miðvikudaginn 8. mars sl. áttum
við Skarpi að mæta á vakt saman
kl. 07.00 og höfðum ákveðið að
fara saman til ísafjarðar frá Bol-
ungarvík í bifreið hans. Hann hafði
þá kvöldið áður lokið við viðgerð á
bflnum eftir að hann hafði verið
bilaður í nokkra daga. Þetta var
ósköp venjulegur dagur og var
Skarpi í góðu skapi og það skemmdi
greinilega ekki fyrir því að vera
kominn aftur í bflinn. Við komumst
þó aldrei nema inn á miðja Óshlíð
því þar hafði snjóflóð fallið á veg-
inn. Það varð ekki séð að Skarpi
yrði fyrir vonbrigðum að sjá flóðið,
enda virtist það vera hans aðal-
áhugamál að takast á við slíkar
hindranir. Hann var því ekkert að
tvínóna við hlutina, heldur hleypti
lofti úr deklq'unum og ók upp á flóð-
ið. Snjórinn var hins vegar blautur
og því komst hann ekki langt. Hann
vatt sér þá út úr bflnum með skófl-
una sína og hugðist moka frá. í því
kom félagi okkar þama að, Gunnar
Bjarki Vestfjörð, til heimilis á Hafn-
argötu 122, Bolungarvík, og skipti
það engum togum að þeir félagam-
ir gengu saman út á flóðið þar sem
örlög þeirra réðust og létu þeir
báðir lífið. Ég get ekki látið hjá líða
að minnast hér Gunnars Bjarka
Vestfjörð sem ég hafði af stutt en
mjög góð kynni. Bjarki, eins og
hann var kallaður, var hvers manns
hugljúfi og samskipti okkar vom í
alla staði ánægjuleg. Ég þekkti
Bjarka þó ekki mjög náið og mun
því miður af þeim sökum ekki rekja
sögu hans hér. Hvers vegna þeir,
ekki ég? Sagt er að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska en sjálfsagt em
það tilbúin huggunarorð. Mér dett-
ur það helst í hug að þeim félögum
hafí verið ætlað annað verkefni
annars staðar á þeirra sérsviði, sem
var baráttan við náttúmöflin, en
þar myndi ég aldrei hafa nýst. Mín
von og huggun er því sú að þeim
félögum hafí verið ætlað annað
verkefni á ókunnum slóðum og trúi
ég því að þeir uni hag sínum vel
þar og er það huggun harmi gegn.
Um leið og ég sendi Skarphéðni
Rúnari Ólafssyni og Gunnari Bjarka
Vestfjörð mína hinstu kveðju, votta
ég aðstandendum þeirra, sérstak-
lega foreldmm þeirra og þeim
Emmu og Boggu og þeirra börnum,
mína innilegustu samúð.
Jónmundur Kjartansson
aðstoðaryfirlögregluþjónn
Náttúran minnir okkur sífellt á
það, mennina, hversu við emm
smáir en hún voldug og sterk. Haf-
ið kallar og krefur og válynd veðra-
brigðin hefta för og hamla því, að
vilji mannanna fái ráðið. Við stönd-
um jafnan agndofa frammi fyrir
ægivaldi náttúmaflanna sem em
oftar en ekki grályndari en góðu
hófí gegnir.
Snjóflóð hafa með ógnarkrafti
sínum og af miskunnarleysi hrifíð
margan manninn á íslandi í gegn-
um tíðina. Svo var enn hinn 8.
marz sl., þegar Skarphéðinn Rúnar
Ólafsson féll í valinn við annan
mann á leið um Óshlíð til skyldu-
starfa sinna í lögreglu ísaljarðar.
Með honum er horfínn á braut hug-
prúður drengskaparmaður, sem
starfsfélagar minnast með söknuði,
virðingu og þökk. Skarphéðinn
Rúnar Ólafsson var ekki aðeins
góður félagi og vandaður lögreglu-
maður, heldur hafði hann stað-
fastan vilja til að efla sig í starfi
og óx við hveija raun. Hin bjarta
minning hans mun lifa með okkur,
sem eftir stöndum.
Ég flyt öllum aðstandendum
Sk.arphéðins Rúnars Ólafssonar
einlægustu samúðarkveðjur þeirra,
sem með honum störfuðu við sýslu-
mannsembættið á ísafírði.
Pétur Kr. Hafstein
Birting
aímælis-
ogminning-
argreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafharstræti
85, Akureyri.
MAZDA626GTÍ:
BILL,SEM
BER AF!!
16 ventla vél/148 hö. og
búnaður I sérflokki:
Vökvastýri, rafmagns-
rúður og læsingar, sól-
lúga, vindskeið (spoiler)
álfelgur, hraðaksturs-
dekk og margt fleira.
HAGSTÆTT VERÐ 0G KJÖR.
BILABORG H.F.
FOSSHÁLS11, SÍMI6812 99