Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 48
•y ^
iHróöleikur og A. skemmtun fyrir háa sem lága! Jltacgiiii&fatafr Efstir á blaði
FLUGLEIDIR jSf
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Landsbankinn hækk-
ar nafnvexti um 6%
\
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Forsvarsmenn ASI gengu fyrst á fund þríggja ráðherra ríkisstjórnarinnar, þeirra Jóns Sigurðssonar,
Steingrims Hermannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Fundurínn dróst á langinn og voru því fiill-
trúar atvinnurekenda farnir að bíða þegar honum lauk. Á myndinni eru, taldir frá vinstri: Gunnar J.
Fríðriksson, formaður VSÍ, Pétur Sigurðsson, forseti ASV, Öm Friðriksson, fyrsti varaforseti ASÍ,
Arai Benediktsson, framkvæmdastjóri Félags sambands fiskframleiðenda og Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka fiskvinnslustöðvanna.
Ríkisbankarnir tveir, Búnaðarbanki og Landsbanki, hafa þegar
ákveðið nafnvaxtahækkun sem tekur gildi 21. mars. Landsbankinn
hækkar vexti af óverðtryggðum út- og innlánum um allt að 6%, en
Búnaðarbankinn hækkar sömu vexti um 2-2,5%. Engin breyting verður
á vöxtum verðtryggðra lána. Hlutafélagabankarnir og sparisjóðir hafa
ekki tekið endanlega ákvörðun um vaxtabreytingar.
Samkvæmt upplýsingum Brynj-
ólfs Helgasonar, aðstoðarbanka-
stjóra Landsbankans, verða vextir
Kjörbókar hækkaðir úr 17% í 23%,
vextir á almennum sparisjóðsbókum
hækka úr 10% í 13%. Víxilvextir
hækka í 23,5% úr 17,5% og vextir á
óverðtryggðum skuldabréfum hækka
úr 18% í 24% þann 1. apríl nk.
Hannes Pálsson aðstoðarbanka-
stjóri Búnaðarbankans sagði að í gær
hefði verið ákveðin 2-2,5% nafn-
vaxtahækkun að jafnaði. Samkvæmt
því verða nafnvextir svipaðir og hjá
Landsbanka eftir 21. mars.
Endanleg ákvörðun um vaxta-
hækkun hefur ekki verið tekin í Út-
vegsbanka, en Guðmundur Hauksson
bankastjóri sagði að vextir bankans
hefðu verið í lægri kantinum og því
yrðu þeir hækkaðir nú. Tryggvi Páls-
son bankastjóri Verslunarbankans
sagði að ákvörðun um vexti yrði tek-
in á mánudag.
Bankastjóramir sögðu að þessar
-Forsvarsmenn fískvinnslunnar óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra:
Frekari viðræður um lgarasamn-
ing háðar svörum sljórnvalda
Skammtímasamningur byggist á að allir séu með, segir Ásmundur Stefánsson
FORSVARSMENN fiskvinnslunn-
ar telja sig ekki búna til þess að
halda áfi-am viðræðum við Al-
þýðusambandið um kjarasamning
*til skamms tíma, nema þeir fái
skýr svör frá stjórnvöldum um
hvað við taki þegar greiðslum á
5% verðuppbótum á frystan fisk
lýkur f lok mafmánaðar. Þessi svör
fengust ekki á fimdi vinnuveit-
enda með þremur ráðherrum f
Handbolti;
BjóðaTiede-
mann í tvo
mánuði á árí
Handknattleikssamband ís-
lands hefur fengið bréflegt svar
frá austur-þýska handknatt-
leikssambandinu þess efnis að
mögulegt sé að Paul Tiede-
mann starfi hér á landi í tvo
mánuði á ári.
Að sögn Jóns Hjaltalíns
Magnússonar, formanns HSÍ,
er Ijóst að Tiedemann verður
ekki landsliðsþjálfari íslands ef
þetta er endanlegt svar. Jón
segist hins vegar lítar á bréfíð
sem „fyrsta svar“ og mun óska
eftir frekari viðræðum við A-
Þjóðverja.
Tiedemann þjálfaði landslið
A-Þjóðveija í 17 ára en lét af
því starfi eftir Ólympíuleikana
í Seoul.
Sjá nánar frétt á íþróttasíðu,
bls. 47.
gærdag og því hafa forsvarmenn
fiskvínnslunnar dregið sig um
stundarsakir út úr viðræðunum
og óskað eftir fundi með sjávarút-
vegsráðherra áður en þeir ákveða
framhaldið. Fundurinn verður $
sjávarútvegsráðuneytinu klukkan
22 f kvöld.
„Við væntum þess að fá skýr svör
hjá sjávarútvegsráðherra um fram-
haldið. Við erum þegar í taprekstri,
sem mun aukast gífurlega þegar
þessum greiðslum úr verðjöfnunar-
sjóði lýkur. Á sama tíma eru menn
að setjast niður og ræða um endur-
nýjun á kjarasamningi og við þessa
óvissu höfum við ekki nokkra mögu-
leika á að taka á okkur frekari kostn-
aðarhækkanir," sagði Amar Sigur-
mundsson, formaður Samtaka fisk-
vinnslustöðva, í samtali við Morgun-
blaðið í gærkveldi. Hann sagði að
frekari þátttaka þeirra í viðræðum
við ASÍ væri háð þeim svörum sem
myndu fást hjá sjávarútvegsráðherra
og stjómvöldum.
Á fundinum í gær töldu ráðherr-
amir að fiskvinnslan hefði gengið
lengra til móts við útgerð og sjómenn
við ákvörðun fískverðs en oddamaður
hefði talið æskilegt. Aðspurður um
þetta sagði Amar að fullt samkomu-
lag hefði verið með kaupendum, selj-
endum og fulltrúa ríkisins í yfir-
nefnd. Þeir vissu ekki annað en það
hefði verið staðið fyllilega við sam-
komulagið við stjómvöld og það
væri fyrst á þessum fundi í gær að
því væri haldið fram að það hefði
ekki verið og meðal annars þess
vegna væri óskað eftir þessum fundi
með sjávarútvegsráðherra.
Eftir fundi hvors aðila um sig með
ráðherrunum þremur, þar sem þeim
var kynnt staða mála án þess að það
leiddi til einhverrar niðurstöðu, hófst
samningafundur seinnipartinn í gær.
Honum var slitið á áttunda tímanum
í gærkveldi og nýr fundur boðaður
klukkan 14 í dag. Undimefndir munu
funda fyrir hádegið um atvinnumál,
félagsmál, skattamál og verðlags-
mál. Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagðist vonast til að allir verði
komnir að samningaborðinu þegar
sest verður að því í dag. Hugmyndin
um skammtímasamning byggi á
þeirri forsendu að allir séu með. Hins
vegar sé efnislega ekki enn ljóst
hvort af kjarasamningi geti orðið eða
ekki. Gunnar J. Friðriksson, formað-
ur VSÍ, sagðist telja að samninga-
tömin myndi byija í dag og það ráð-
ast yfir helgina hvort þessi tilraun
takist eða ekki. „Það er afskaplega
þungt fyrir hjá okkar mönnum. Þeir
sjá ekki hvemig þeir standa undir
launahækkunum miðað við ástand-
ið,“ sagði Gunnar.
vaxtahækkanir væm afleiðing auk-
innar verðbólgu undanfarið. Brynj-
ólfur Helgason sagði að áætlað væri
að lánskjaravísitalan hækkaði um
1,9-2% um næstu mánaðamót. Það
þýddi rúmlega 20% verðbólgu á ári
þannig að nafnvextir væm enn í
lægri kantinum, en þeir hefðu í raun
verið neikvæðir undanfarið.
Sjá frétt um lækkun vaxta á
verðbréfamarkaðnum á bls. 2.
*
Aburðar-
verð hækk-
ar um 29,5%
ÁBURÐARVERÐ hækkar í vor
að meðaltali um 29,5% frá þvi
verði sem gilti síðastliðið vor.
Stjóra Áburðarverksmiðjunnar
fór fram á um 36% hækkun, en í
svarí Iandbúnaðarráðuneytisins
við þeirri beiðni var tekið fram
að 22 milljóna króna rekstrar-
framlag til verksmiðjunnar á
þessu ári samkvæmt fjárlögum
kæmi til niðurgreiðslu á verðinu,
auk þess sem reiknað værí með
minni afskriftum verksmiðjunnar
en gert var ráð fyrir í hækkunar-
beiðninni. *
Hákon Bjömsson, framkvæmda-
stjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagði
að eftir hækkunina muni meðalverð
á hveiju tonni áburðar verða 18.480
krónur, en það var 14.300 krónur í
fyrra. „Miðað við okkar útreikninga
þýðir þetta að um 26 milljónir vanti
upp á að endar nái saman."
Gert er ráð fyrir að áburðarverðið
verði endurskoðað á árinu komi til
mikillar gengishækkunar og eins ef
miklar launabreytingar verða. Hákon
sagði að á síðasta ári hafi orðið veru-
legt tap á rekstri Áburðarverksmiðj-
unnar vegna gengishækkunar, en
heildartap á árinu verið tæplega 110
milljónir króna.
Forsætisráðherra um málefiii Arnarflugs:
Hagstæðara fyrir ríkissjóð
en að taka tilboði Flugleiða
ALLIR í ríkisstjórainni eru sammála um að afskrifa beri þær 150
milljónir króna af skuld Arnarflugs við ríkissjóð, sem myndu hvort
eð er tapast, ef til gjaldþrotaskipta kæmi. Þetta sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra i samtali við Morgunblaðið i gær.
Hann sagði jafhfiramt að sú leið, sem ríkissjóður hefði ákveðið að
fara, myndi reynast ríkissjóði kostnaðarminni, en ef ákveðið hefði
veríð að ganga til samninga við Flugleiðir um yfirtöku á Arnarflugi.
„Það eru vissulega margar efa- flugfélög".
semdir með þessar tryggingar, en
ég tel vera ljóst að þær tryggingar
sem forsvarsmenn Ámarflugs setja
fram nú, til þess að við höfum
milligöngu um útvegun láns, séu
mun betri en tryggingamar sem
settar voru 1986, þegar ríkið gekk
í það að reyna að skapa Amarflugi
rekstrargrundvöll," sagði forsætis-
ráðherra.
Steingrímur sagði að afstaða
stjómarflokkanna þá, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks, hefði
byggst á þeirri stefnu flokkanna
„að æskilegt væri að hér væru tvö
„Mér finnst þeir hafa skrapað
saman eignir, hlutafjárloforð og
veð af ótrúlegum dugnaði, því þeir
eru komnir yfir 200 milljónir. Ég
er hins vegar í engri stöðu til þess
að meta hversu góð trygging er í
þessum eignum," sagði forsætis-
ráðherra.
„Þá er bara eftir að útvega þeim
lánsfé, gegn tryggingum. Þetta
verður töluvert kostnaðarminni leið
fyrir ríkissjóð heldur en ef ákveðið
hefði verið að ganga að tilboði
Flugleiða. Flugleiðir kröfðust nið-
urfellingar á 150 milljónum af
skuldinni við ríkissjóð, jafnvel 200
milljónum króna. Auk þess vildi
fyrirtækið að við útveguðum þeim
lán með ríkisábyrgð og loks var
farið fram á að Flugleiðum yrði
tryggð einokun á millilandaflugi
fram á næstu öld," sagði
Steingrímur.
Forsætisráðherra sagði að hans
afstaða mótaðist af því að hann
teldi æskilegt að hér væri lítið flug-
félag við hlið Flugleiða. Hann vildi
auk þess fóma töluverðu til þess
að sá fjöldi, sem ynni hjá Amar-
flugi, missti ekki vinnu sína. Loks
benti hann á að það væri ekki gott
til afspumar fyrir flugsamgöngur
okkar, ef Amarflug yrði gjald-
þrota. „Þá myndu ýmsir aðilar er-
lendis tapa fé, eins og KLM og
Eurocontrol," sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra.
Sjá einnig frétt bls. 20.