Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 19

Morgunblaðið - 22.03.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 19 Morgunblaðið/Emilia Kristján Guðmundsson bæjarstjóri við nýju sundlaugina sem fyrir- hugað er að taka í notkun á næsta ári. Iengur þeim verkefnum sem henni er ætlað. Áfram verður haldið með framkvæmdir við Hjalla- og Snæ- landsskóla og veitt til þess 13 millj- ónum auk 12 milljóna í lóðafram- kvæmdir við skólanna, 2 milljónir til lóðafrágangs á dagvistarheimil- um og til íþróttahússins í Digranesi er veitt 4 milljónum. 110 milljónir í gatnagerð „í fyrsta sinn í fyrra veitti bær- inn Myndlistaskóla Kópavogs §ár- stuðning, nú 600 þúsund krónur, en skólinn tók til starfa haustið 1988 og er gífurlega vinsæll," sagði Kristján. „Því miður urðum við að draga úr áframhaldandi fram- kvæmdum við byggingu listasafns- ins en engu að síður er áætlað að veita 6,9 milljónir til safnsins." Til gatnagerðar í nýjum hverfum er varið 110 milljónum auk 44 millj- óna til nýbyggingar á Nýbýlavegi og 10 milljóna í lagningu gang- stétta í bænum. Þá er reiknað með að um 17 milljónir fari í gerð gangs- tíga, í tijárækt og lagfæringar á opnum svæðum. „í ár höfum við ákveðið að veita 3 milljónum til hafnarframkvæmda á Kársnesinu, en þar hafa um 40 til 50 bátar aðstöðu," sagði Kristján. „Á und- anfömum árum hafa sífellt fleiri bæst í hóp trillukarla og er oft margt um manninn þegar þeir leggja að.“ Ný hverfi skipulögð Framkvæmdir við Kópavogs- ræsið verða í lágmarki á þessu ári. Búið er að leggja það út með Kópa- vognum og inn allan dalinn á enda og tengja það fjölmennum byggðum austast í bænum. Ákveðið er að veija 15 milljónum til vinnu við skipulag nýrra hverfa. Efnt var til samkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi. Skilafrestur er runninn út og barst 21 tillaga. „Svo má segja að við séum með allan Kópavogsdalinn undir í skipulags- vinnu að meðtöldu Smárahvamms- landi, sem að hluta til er skipulagt af Fijálsu framtaki, en í samvinnu við bæinn sem tekur endanlega ákvörðun um hvemig það. verður,“ sagði Kristján. „í fyrra var mikið byggt af íbúðarhúsum og ekkert lát virðist ætla að verða á því í ár. Við eigum mikið af góðu byggingar- landi sem liggur miðsvæðis og ef okkur tekst vel til með skipulagið þá verður hægt að fá nóg af lóðum hér í framtíðinni. Þegar er búið að byggja Kársnesið og hálsana og nú tekur Kópavogsdalurinn við, en við stefnum að því að Fossvogsdalurinn verði eitt samfellt íþrótta- og úti- vistarsvæði." Reyndar er nú líka komið á dag- inn að lögum kvenfélagsins var um líkt leyti einnig breytt þannig að félagsfundir urðu löglegir þótt að- eins stjómin mætti og er þar hugs- anlega komin skýring á því hvemig stjóm kvenfélagsins gat ályktað í nafni þess um mál séra Gunnars án þess að þurfa að halda fund um það í hinum venjulega lýðræðislega skilningi. Hér virðist einhver siðabreyting á ferð. Engu er líkara en að hér eigi að innleiða siði gyðinga, „auga fyrir auga“, eða siði Múhameðs, þar sem eitthvert réttlæti, eins og þeir skilja það, er fyrir öllu, í stað krist- inna siða. I breytni okkar eigum við að leit- ast við að hafa Jesú Krist að okkar leiðarljósi og elska náunga okkar eins og sjálfa okkur, trúa á mis- kunnsemina og eilíft líf. Allt þetta ætti að gera okkur óhrædda og umburðarlynda. Hræðslan leiðir oft-til vanhugsaðra verka. Það er mannlegt að skjátlast en það er stórmannlegt að átta sig á og viðurkenna mistök sín. Við skomm nú á safnaðarstjóm að vera óhrædda og gegna skyldum sínum og halda (aðal)safnaðarfund, en fundurinn 12. september síðast- liðinn var sá síðasti sem haldinn var og er reyndar sá eini sem hald- inn hefur verið frá síðasta aðal- fundi. Við skomm á safnaðarstjóm- ina að hafa lög safnaðarins í háveg- um, þótt gölluð séu, og gefa safnað- armönnum kost á að ræða um menn og málefni á löglegum safn- aðarfundum án allra undan- bragða. A.m.k. þijár löglegar skriflegar áskoranir safnaðarfólks um safnað- arfundi hafa verið hundsaðar síðastliðna 6 mánuði. Við skomm á stjómina að virða ákvarðanir safn- aðarins undanbragðalaust. Sú kosning, sem stjómin stóð fyrir eftir síðasta safnaðarfund, þar sem stjóm var m.a. svipt umboði til þess að halda prestskosningar (líklegast það eina sem hún sá sér fært að virða af vilja safnaðarins) var gjörsamlega út í hött eftir að þetta sama fólk hafði hafnað boði biskupsstofu um að annast slíka framkvæmd á faglegan, hlut- lausan og lýðræðislegan hátt. — Þá áttu safnaðarlögin og safnaðar- fundir að standa fyrir sínu að mati stjómar. Eitthvað þættu það kynd- ugar kosningar til Alþingis ef t.d. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sjá um kosningar í Reykjavík og t.d. Framsóknarflokkurinn úti á landi. Það er sannarlega erfitt að eygja hinn góða, sanna og heiðarlega til- gang gerða sinna, ef menn vilja ekki nota viðurkenndar aðferðir okkar safnaðar og þjóðfélagsins í heild til þess ama. Við viljum endurtaka áskomn safnaðarmanna til stjómar frá því í janúar um að halda aðalfund eins fljótt og auðið er, og úr því 15. mars er nú liðinn, helst innan þriggja vikna frá í dag. Að endingu skomm við á stjóm- ina að gera hreint fyrir sínum dyr- um og segja okkur hér og nú hvað hún ætlar eiginlega gera. Tími sinnuleysis og aðgerðaleysis er lið- inn. Þetta er búinn að vera langur vetur. Hleypum ljósinu inn! Höfundur er formaður Satiiadar- félags Fríkirkjunnar í Reykjavik og tiugvéla verkfræðingur. HYUNDAI _ „HONDÆ" tölvur - tölvur OSRAM 2486.-kr sparnaður * með Dulux El sparnaðar - perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miðað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miðað við venju- lega glóperu. ORLANE P A R I S ANAGENESE Barátta við tímann Forskot húðarinnar á gangi tímans Kynnt í dog frákl. 13-18. NANA, Lóuhólum 3. V VEGUR TIL VELGENGNI Með vaxandi samkeppni á öllum sviðum við- skipta er nauðsynlegt að skoða vel þær baráttu- aðferðir sem bjóðast. Nám í viðskiptatækni er ætlað þeim sem vilja hafa vakandi auga með öllum möguleikum sem gefast í nútíma rekstri fyrirtækja og vilja auka snerpu sína í harðnandi samkeppninni. Viðskiptatækni er 128 klst. námskeið. Hnitmiðað nám, sem byggt er á helstu viðskiptagreinum, markaðs- og fjármálastjórnun -sniðið að þörfum yfirmanna fyrirtækja, sölumanna og markaðsstjóra, og þeirra er starfa að eigin rekstri. Nokkur atriði námskeiðsinsl • Grundvallaratriði í rekstrarhagfræði • Framlegðar og arðsemisútreikningar • Verðlagning vöru og þjónustu • Fjárhags- og rekstraráætlanir • Islenski fjármagnsmarkaðurinn • Markaðsfærsla og sölustarfsemi • Auglýsingar • Bókhald sem stjórntæki • Gestafyrirlestur Innritun og allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 68 75 90 & 68 67 90. Hringið og við sendum upplýsinga- i bækling um hæl. ^TÖLVUFRÆÐSLAN Stjórnunar- og viðskiptadeild Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.