Morgunblaðið - 22.03.1989, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
Aðalfundur Flugleiða samþykkti 150 m.kr. hlutaf] ár aukningu:
Aukning hlutaQár hefði
átt að vera verulega meiri
- sagði Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða
AÐALFUNDUR Flugleiða var haldinn að Hótel Loftleiðum i gær. Þar
var samþykkt útgáfa jöfhunarhlutabréfa að upphæð 472,5 m.kr. Einn-
ig var samþykkt að auka hlutafé Flugleiða þessu til viðbótar um 150
m.kr. Hlutafé Flugleiða var fyrir aðalfúndinn 472,5 m.kr., en verður
eftur útgáfú jöfhunarhlutabréfa og aukningu hlutafjár samtals 1.095
m.kr. Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, sagði það vera
sína skoðun að þessi upphæð hefði átt að vera verulega hærri og
hefði átt að marka stefnu um að auka hlutaféð í 1600 m.kr. á þessum
aðalfundi með sölu slíkra hlutabréfa á næstu 2-3 árum. Hann taldi
einnig að það væri skilyrðislaust æskilegt að hlutaQáreignin í Flugleið-
um væri sem dreifðust. Bókfært eigið fé félagsins var um síðustu
áramót 2.191 m.kr. og eiginQárstaða þess hefúr líklega aldrei verið
jafii góð.
Sigurður Helgason, stjómarform-
aður, sagði árið 1988 hafa verið ár
breytinga og stórra ákvarðana.
Vemlegt rekstrartap hefði verið á
árinu 1987 og aðstaða hér á landi
fyrir samkeppnisgrein eins og flugið
hefði gjörbreyst til hins verra. Þess
vegna hefði orðið að grípa til um-
fangsmikilla aðgerða og breytinga
hjá félaginu vegna gjörbreytts efna-
hagsumhverfis á Islandi. Möguleiki
til áframhaldandi þátttöku fyrir fé-
lagið á alþjóðlegum samkeppnisleið-
um og þá sérstaklega Norður-Atl-
antshafsleiðinni væri stórlega skert-
ur.
Því hefði verið óhjákvæmilegt að
grandskoða allan rekstur félagsins
frá grunni og taka ákvarðanir sem
leiddu til aðlögunar að þessum nýju
aðstæðum. „Ef haldið hefði verið
áfram á sömu braut án breytinga
er ljóst að reksturinn hefði endað
með gjaldþroti," sagði Sigurður.
Afkoma Flugleiða árið 1988 var
betri en árið áður. Rekstrartap varð
43 m.kr. en hafði árið áður verið
194 m.kr. Rekstrarhalli ásamt fjár-
magnskostnaði nam 143 m.kr.
Með sölu eigna og þá aðallega
fimm flugvélum í eigu félagsins,
varð hagnaður að upphæð 949 m.kr.
Endanlegur heildarhagnaður félags-
ins varð því 806 m.kr. Launagreiðsl-
ur hækkuðu milli ára um liðlega 18%
og launakostnaður sem hlutfall af
heildarkostnaði var í árslok 33,3%,
en árið 1985 var þessi tala aðeins
19,6%. Sagði Sigurður að þessi
launatala væri með því hæsta sem
gerðist í flugheiminum.
Innanlandsflugið er enn rekið með
halla og reyndist hann á árinu um
95 m.kr. Samsvarar það 10,4% af
veltu og hefur staðan versnað veru-
lega miðað við árið áður, en þá nam
hallinn af veltu um 5,1%. Athyglis-
vert er þegar litið er yfir sl. þijú ár
að heildarhagnaður félagsins hefur
numið 1.255 m.kr. Á sama tíma
hefur hagnaður af sölu eigna og þá
aðallega flugvéla numið 1.345 m.kr.
Sagði Sigurður að þetta segði okkur
það að raunverulega hefur orðið
rekstrarhalli á þessum þremur árum
að upphæð 90 m.kr.
Sigurður sagði að líta mætti á
sölu flugvéla sem stefnumarkandi
ákvörðun, eldri flugvélar væru seld-
ar með það að markmiði að nota það
fé sem fyrir þær fengist til að fjár-
magna nýjar flugvélar. Gömlu vél-
amar hefðu verið eyðslufrekar og
krafíst mikils viðhalds. Á þessu ári
myndu bætast í flota Flugleiða tvær
nýjar flugvélar af gerðinni Boeing
737-400. Ennfremur hefði stjómin
ákveðið að panta til viðbótar eina
flugvél af sömu gerð, sem myndi
bætast í flota félagsins á árinu 1990.
Þá hefði einnig verið tekin ákvörðun
um að panta tvær Boeing 757-200
flugvélar og myndi fyrri flugvélin
koma til afgreiðslu fyrri hluta árs
1990. Samkeppnisstaða félagsins
ætti að batna til muna með tilkomu
þessara nýju véla.
Líta mætti svo á að stjóm félags-
ins hefði verið mjög framsýn þegar
ákvarðanir hefðu verið teknar um
þessi flugvélakaup. Mjög góð verð
hefðu náðst á þeim tíma sem pantan-
ir voru gerðar og afgreiðslutími
væri tiltölulega stuttur. Pantanir á
flugvélum sem nú væru gerðar
kæmu fyrst til afgreiðslu hjá flestum
flugvélaframleiðendum eftir 5-6 ár.
Samdráttur í
Bandaríkjaflugi
Sigurður sagði að því miður hefði
orðið að taka afdrifaríkar ákvarðan-
ir á síðasta ári um verulegan sam-
drátt í Norður-Atlantshafsrekstri
félagsins. Þetta hefði verið ákvörðun
sem því miður varð ekki umflúin.
En þessi ákvörðun hefði líka skapað
félaginu mikla erfíðleika vegna þess
að allur samdráttur í rekstri væri
erfíður af mörgum ástæðum. Fækka
þyrfti starfsfólki og hefði það þegar
verið gert, en við minnkandi umsvif
yrði að gæta þess mjög vel að yfir-
bygging félagsins yrði ekki of þung
fyrir þann rekstur sem eftir væri.
Sú spuming væri áleitin hvort ekki
þyrfti að ganga enn lengra í þá átt
að ná meiri hagkvæmni í yfirbygg-
ingunni og yrði það áfram verkefni
stjómenda félagsins.
Tvö flugfélög Qarstæða
Einn aðalvandi félagsins hefði
verið að smækka það vegna þróunar
í eftiahagsmálum hér innanlands.
Jafnvel fyrir samdráttinn hefðu
Flugleiðir verið örsmátt flugfélag í
samanburði við flugfélögin í ná-
grannalöndunum. Viss hagkvæmni
fylgdi rekstri stærri eininga og við
nytum ekki þessarar hagkvæmni
vegna smæðar. M.a. af þessum sök-
um væri það fjarstæða að ætla að
tvö íslensk flugfélög gætu verið
starfandi í millilandaflugi á svo litl-
um markaði sem hér um ræddi,
þ.e.a.s. milli íslands og annarra
landa. Enda mætti reikna með vax-
andi ásókn erlendra félaga inn á
þennan markað. Tvö félög hefðu nú
reglubundið flug hingað til lands,
SAS og Lufthansa, og fregnir væm
á lofti um það að British Airways
myndi he§a flug hingað að ári liðnu
og þá líklega í verulegu mæli.
Dreifíng á hlutafé
Undir lok skýrslu sinnar vék Sig-
urður að tillögu stjómarinnar um
að auka hlutafé félagsins. Sagði
hann að stefnt væri að því að auka
núverandi hlutafé, sem eftir þennan
fund yrði 945 m.kr. í 1.600 m.kr. á
þann hátt að bjóða út 665 m.kr. t.d.
á næstu þremur árum. Myndi ekki
veita af því vegna þeirra miklu fjár-
festinga sem félagið væri að fara
út í. Það væri skilyrðislaust hagur
núverandi hluthafa að hlutafé fé-
lagsins yrði aukið. Samkomulag
hefði orðið innan stjómarinnar um
tillögu þessa aðalfundar að bjóða
út ný hlutabréf að nafnverði 150
m.kr. Yrði hlutafé félagsins þá 1.095
m.kr. Reiknað væri með að hluta-
bréf þessi yrðu seld á yfirverði í
samræmi við markaðsaðstæður. Gat
Sigurður þess að það væri hans
skoðun að þessi upphæð ætti að
vera verulega hærri og marka ætti
stefnuna um að auka hlutaféð í
1.600 m.kr. á þessum aðalfundi með
sölu slíkra hlutabréfa á næstu 2-3
árum. Ekki hefði náðst sainkomulag
um að ganga lengra nú en frá hefði
verið skýrt. Það væri hins vegar von
hans að þetta hlutafjárútboð væri
byijunin á myndarlegu átaki í þá
átt að auka hlutafé félagsins veru-
lega.
Annað sem ynnist við aukningu
hlutafjár væri frekari dreifing á hlut-
afé. Hann sagðist ekki telja æskilegt
að hlutafé í Flugleiðum væru á fáum
höndum, heldur að hlutafé dreifðist
sem víðast og breiðast um þjóðfélag-
ið. Fyrir fyrirtæki í þjónustugrein
sem veitti öllum þegnum landsins
þjónustu, væri skilyrðislaust æski-
legt að hlutafjáreign væri dreifð.
Fyrirtækið væri í viðkvæmri stöðu
samkeppnislega séð og það mætti
ekki fá á sig stimpil einokunar.
Góð eiginQárstaða
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, tók næstur til máls og flutti
skýrslu sína. Hann sagði bókfært
eigið fé félagsins hafa verið jákvætt
um rúmlega 2.191 m.kr. um áramót-
in, sem samsvaraði um 46% af heild-
arfjármagni félagsins og rúmlega
76% af langtímaflármagni félagsins.
Bókfærð eiginfjárstaða félagsins
hefði líklega aldrei verið jafngóð og
myndi það án efa enn efla tiltrú á
félagið bæði hérlendis og erlendis.
Meginástæðan fyrir bættri bók-
færðri eiginfjárstöðu félagsins væri
salan á fímm millilandaþotum sem
seldust á um 945 m.kr. umfram
bókfært verð. Hér staðfestist það
enn og aftur að það hefði verið rétt
stefna hjá félaginu undanfarin ár
að kaupa sjálft nær allar sínar eigin
flugvélar í stað þess að leigja þær.
Farþegum fækkar
Sigurður rakti síðan árangur og
afkomu helstu verkefna félagsins á
árinu. Sagði hann að farþegum í
Norður-Atlantshafsfluginu hefði
fækkað um 16% og orðið samtals
240.000. Fraktflutningar hefðu auk-
ist um 19,8% og alls verið 3410 tonn.
Sætanýtingin hefði verið 76% á árinu
en 79% árið áður. Hleðslunýting var
72% samanborið við 73% árið 1987.
Meðaltekjur félagsins á farþegakíló-
metra mældar í dollurum hækkuðu
um 13,4% miðað við árið á undan.
En þrátt fyrir þessa hækkun er
meðalfargjald Flugleiða enn um 33%
en annarra Evrópufélaga. Sigurður
sagði að afkoma Norður-Atlants-
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, flytur skýrslu sína
á aðalfúndi félagsins í gær.
hafsflugsins hefði verið slæm á
síðasta ári, þrátt fyrir tiltölulega
góða flutninga og góð afköst starfs-
manna. Meginástæða þess væri hin-
ar gífurlegu kostnaðarhækkanir sem
orðið hefðu á íslandi síðustu 3 árin,
samfara óeðlilega háu gengi krón-
unnar.
í Evrópuflugi Flugleiða voru flutt-
ir samtals rúmlega 295.000 far-
þegar, sem er 5% fækkun frá árinu
áður. Þetta er í fyrsta skiptið í mörg
ár að farþegum fækkar í Evrópu-
flugi en fjölgunin hefur verið mjög
ör undanfarin ár. Farþegar í Evrópu-
flugi voru t.d. ekki nema 156.000
árið 1983. Sætanýtingin í fyrra var
62% samanborið við 68% árið áður.
1988 voru flutt 4.100 tonn af
frakt í Evrópufluginu sem er svipað
magn og árið áður. Meðaltekjur á
farþegakílómetra hækkuðu um 8,5%
á árinu. Kaupmannahöfn er enn
aðaláfangastaðurinn í Evrópuflug-
inu, en þangað fóru tæplega 23%
farþega. London kemur næst með
rúmlega 17% og Luxembourg með
tæplega 16%.
Evrópuflugið burðarásinn
Sigurður sagði Evrópuflugið vera
burðarásinn í starfsemi Flugleiða og
skapa um 40% af farþegatekjum
félagsins. Samkeppni færi vaxandi
og væri um 82% af flutningum í
höndum Flugleiða. Erlend flugfélög
myndu í auknum mæli fljúga á þess-
um leiðum í framtíðinni og væri í
áætlunum Flugleiða reiknað með að
markaðshlutdeild félagsins gæti far-
ið allt niður í 75% innan nokkurra
ára. Flugleiðir myndu mæta þessari
auknu samkeppni með því að bæta
þjónustu og stefna að því að vera
alltaf með bestu áætlanir til og frá
landinu.
í innanlandsflugi voru fluttir tæp-
lega 258.000 farþegar, sem eru 6,4%
færri farþegar en á árinu 1987.
Meginástæðan fyrir fækkun farþega
væri verkfall verslunarmanna sl. vor
og aðgerðir flugmanna félagsins sl.
sumar. Fraktflutningar í innanlands-
flugi drógust saman um 10% og
sætanýting varð 60% samanborið við
62% árið áður. Afkoma innanlands-
flugsins var léleg á árinu og sagði
Sigurður það stafa af færri far-
þegum og verðstöðvun stjómvalda.
A aðalfundinum var kjörin hluti
stjórnar Flugleiða til tveggja ára..
Samþykkt var samhljóða tillaga um
endurkjör þeirra Áma Vilhjálmsson-
ar, Harðar Sigurgestssonar, Kristj-
önu Millu Thorsteinsson, Páls Þor-
steinssonar og Sigurðar Helgasonar
í stjóm félagsins. Auk þeirra em í
aðalstjóm félagsins E. Kristinn Ols-
en, Grétar Br. Kristjánsson, Halldór
H. Jónsson og Indriði Pálsson. Þá
var samþykkt samhljóða_ tillaga um
endurkjör þeirra Ólafs Ó. Johnson,
Jóhannesar Markússonar og Dagf-
inns Stefánssonar í varastjóm fé-
lagsins. Fyrsti fundar nýrrar stjórn-
ar var haldinn að loknum aðalfundin-
um. Stjómin skipti með sér verkum
og var Sigurður Helgason endurkjör-
inn stjómarformaður og Hörður Sig-
urgestsson endurkjörinn varaform-
aður stjómarinnar.
Enn illviðri á norðanverðu landinu:
Vegir lokast jafiiharð-
an í slóð moksturstækja
Reynt verður að moka aðalleiðir í dag, á laugardag og annan dag páska
ILLVIÐRI með ofankomu og skafrenningi var enn á norðanverðu
landinu síðdegis í gær og olli erSðleikum við snjómokstur á vegum
og tafði flugumferð. Vegagerðinni tókst að opna norður til Akur-
eyrar, en vegirnir lokuðust jafnharðan aftur í slóð ruðningstækj-
anna. Ófært er vestur á firði og um Snæfellsnes, en ftert með suður-
ströndinni allt til Egilsstaða. Nokkrar tafir urðu á flugi í gær, með-
al annars vegna þess að Qórar Fokker vélar Flugleiða urðu veður-
tepptar á Akureyrarflugvelli í fyrrinótt. Útlit er fyrir áframhald-
andi norðan strekking á landinu með éljagangi norðanlands, en
björtu sunnantil á landinu með hægari vindi. Frostlaust verður á
sunnanverðu landinu að deginum, en þess utan þriggja til fimm stiga
frost.
Færð er þokkaleg í nágrenni
Reykjavíkur, að sögn Vegagerðar,
en ófært er um Mosfellsheiði. Fært
er hins vegar austur um til Þing-
valla. Sæmileg færð er í uppsveitum
Ámessýslu á aðalleiðum, en útvegir
víða ófærir eða þungfærir. Greið-
fært er með suðurströndinni til
Egilsstaða. Fjallvegir á Austfjörð-
um voru mokaðir í gær, Oddsskarð,
Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.
Greiðfært er fyrir Hvalfjörð í
Borgames. Síðdegis í gær var opn-
að um Mýrar og um Heydal í Búð-
ardal og í Stykkishólm. Ófært var
út á Snæfellsnes og um fjallvegi á
nesinu. Vegna veðurs varð að fresta
mokstri frá Búðardal í Reykhóla-
sveit.
Holtavörðuheiði opnaðist upp úr
hádegi. 60 - 70 bílar biðu eftir að
komast norður heiðina, 7 áætlunar-
bílar, um 20 flutningabílar og um
40 minni bílar. Um 20 bílar biðu
norðan heiðar eftir að komast suð-
ur. Búist var við að Öxnadalsheiði
opnaðist með kvöldinu, en sakir ill-
viðris var ekki gert ráð fyrir að hún
héldist fær. Sama er að segja um
veginn til Siglufjarðar, hann var
opnaður í gær en búist við að hann
lokaðist strax aftur. Fært var frá
Akureyri til Dalv?kur en ófært til
Ólafsfjarðar. Síðdegis í gær var
opnað um Víkurskarð til Húsavík-
ur, en hætta varð við mokstur upp
í Mývatnssveit og verður reynt að
ryðja þá leið í dag. í gær var unnið
við snjómokstur á leiðinni frá
Húsavík til Vopnafjarðar.
Ekki var hægt að moka til
Hólmavíkur vegna veðurs. Ráðgert
hafði verið að moka Steingríms-
fjarðarheiði fyrir páska og ryðja um
Djúp til ísafjarðar, en hætt hefur
verið við það vegna fannfergis á
heiðinni. Á norðanverðum Vest-
§örðum er fært milli Bolungavíkur,
Isafjarðar og Súðavíkur, en flestir
aðrir vegir ófærir. í gær átti að
reyna að opna á milli Patreksfjarð-
ar og Tálknafjarðar.
í dag verður reynt að opna þær
aðalleiðir sem ekki tókst að ryðrja
í gær, frá Reykjavík til Akureyrar
og á Snæfellsnes. Á Vestfjörðum
verður reynt eftir föngum að opna.
Ráðgert er að Vegagerðin moki
aðalleiðir á laugardag og annan dag
páska. Ef illa gengur í dag, er hugs-
anlegt að reyna enn á morgun, en
það hafði ekki verið endanlega
ákveðið í gær.
Flugleiðir urðu fyrir nokkrum
töfum í innanlandsflugi í gær, þar
sem fjórar Fokker vélar urðu veður-
tepptar á Akureyrarflugvelli í fyrri-
nótt. Þær komust þó allar suður
aftur um hádegisbil í gær og undir
kvöld hafði tekist að fljúga á alla
staði nema til Þingeyrar. Þangað
var ófært vegna veðurs.
Arnarflug fór í gær til Siglufjarð-
ar, Blönduóss, Bíldudals, Stykkis-
hólms og leiguflug til Húsavíkur.
Reyna átti að fara á Gjögur og Rif
undir kvöldið, en ófært var til
Hólmavíkur, Patreksfjarðar og
Flateyrar.
Ekkert verður flogið innanlands
á vegum Flugleiða og Amarflugs á
föstudaginn langa og á páskadag.