Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 24
I'l
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
Sviss:
Brestir í bílaflokknum
en hann brunar áfram
Zttrích. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
LITLIR, öfgafiillir hægriflokkar vinna á í hveijum kosningunum á
fætur öðrum í Vestur-Evrópu. í Sviss er það Bílaflokkurinn sem nýtur
góðs af óánægju fólks með rótgróna flokka og andúð á græningjum.
Flokkurinn hefur tvö sæti í þjóðþinginu og á nú fulltrúa á Qórum
kantónuþingum.
Dr. Michael E. Dreher, lögfræð-
ingur, stofnaði Bílaflokkinn í febrúar
1985. Skógardauði hafði þá verið
efst á baugi í lengri tíma og um-
hverfíssinnar fengið ýmsu fram-
gengt. Hámarkshraði á þjóðvegum
var lækkaður, reglur settar til að
draga úr mengun bfla og umferðar-
hindranir reistar til að draga úr
umferð. Mörgum bflaeigandanum
Líbanon:
Kristnir
menn ein-
angraðir
Beirút. Reuter.
HERSVEITIR
múslima í
Líbanon stöðvuðu í gær allar
samgöngur til yfirráðasvæða
kristinna manna og ekkert lát
var á bardögunum milli hinna
stríðandi fylkinga.
Leiðtogar kristinna, sem átt
hafa í stöðugum bardögum við
múslima í tvær vikur, sökuðu
Sýrlendinga um að hafa átt
frumkvæðið að því að stöðva
matvæla- og eldsneytisflutninga
á svæði kristinna manna. Her-
menn sögðu að yfírráðasvæði
kristinna - Austur-Beirút, auk
hæðanna og strandsvæðanna
norðan borgarinnar - væru ein-
angruð frá umheiminum, nema
hvað höfnin í Jounieh, norðan
við Beirút, væri enn opin.
Hermenn sögðu að gerðar
hefðu verið stórskotaárásir á
höfn í Beirút og íbúðahverfí í
Austur-Beirút. Þeir sögðu að í
það minnsta fímm hefðu fallið
í árásunum, auk þess sem 39
hefðu særst.
var nóg boðið og flokkur Drehers
fékk strax meðbyr.
Hann hafði áður reynt fyrir sér á
sviði stjómmálanna. 1979 bauð hann
sig árangurslaust fram til þings fyr—
ir „Samtök um minni ríkisafskipti"
og 1981 krafðist hann skattalækk-
ana og fleiri bflastæða í nafni „borg-
araátaksins". Félagsskapurinn barð-
ist einnig á móti „þykjustu flótta-
mönnum", „umhverfísisma" og Al-
þjóðadýravemdunarsamtökunum,
WWF. En hann fann lítinn hljóm-
gmnn fyrr en hann hóf upp raust í
nafni Bflaflokksins. Bfllinn er fjöl-
mörgum Svisslendingum kær og þeir
voru búnir að fá nóg af áróðri og
.Ithöfnum gegn blikkbeljunni.
Dreher ræður öllu í flokknum.
Þeir sem ekki kunna að meta stjóm-
arstfl hans eiga betur heima annars
staðar. Gjaldkeri flokksins, Martin
Reding, vogaði sér loks fyrir skömmu
að greina frá því opinberlega að fjár-
málin væru í hinum mesta ólestri.
Hann uppljóstraði meðal annars að
Dreher drægi sér 12.000 sv. franka,
tæpar 400.000 ísl. kr., á mánuði án
þess að gefa kvittun fyrir. Reding
kallaði þetta hneyksli og sagði að
Dreher ynni að mesta lagi i þijá
mánuði á ári fyrir flokkinn.
Gagnrýni gjaldkerans kostaði
hann og nánasta samheija hans
stjómarsætin í Bílaflokknum. Lokað-
ur fundur fulltrúaráðs ákvað að reka
þá. Reding bauð sig fram sem ráð-
herra í trássi við flokksráðið í haust
og það var notað sem afsökun fyrir
að víkja honum úr sæti. En það er
opinbert leyndarmál að ástæðan var
ósamlyndi við formanninn. Reding
hefur nú hótað að kljúfa Bílaflokkinn
og stofna eigin flokk í miðhluta
Sviss. Það hefur brakað í honum
víðar en Dreher heldur sínu striki
og stuðningsmenn hans stefna
óhræddir að næsta prófsteini sem
verður í kantónukosningum í Solot-
hum 30. aprfl.
TIRSDAG 21. MARTS U
BAGGRUND
GREENPEACE
I MODVIND
ot OJ uslrt* i— ££
•I udf u, rrvrrlt synú.ftsl al rmljaií. „
knuktmcj Uud. -Mm hoyi
Men drn bbnhlw joumaisl Ciecnpuce
dtn- (rfKh,
betkyldrr CicCTpuce íor bls- i drn briiiche. som i «Dr «nd/r: Cirrnpace i Dsnman.
knrnrr. har gjort *hvalrmcs Hvis drr ikkr rr frcmiíanii i ‘ •
vrn- sl fnysrndr vrcd. V drn omvrlningrn, si rr drl ldbj*r-
nu spzndrr musklrmr ul rl gang. D* for sl Q omsf ininRm lumpagnr.
voldsoml sbg mrd haien. Med 01 al sugc. Ulshillrr dr sig srr Led BU
tnisirr cm al hrvr bldr Gud- mrrr og mrrr vjmntUgr img •Jeg bm
mundsson. Isbndsk TV og Dr rksislrrrr lor al rksislrre ndrolapr o
dansk TV2. drr visrr bimrn i lor al brvarr drrrs |obs og luld 6k .Coodbyr jorj- saœ iu
aften. i rctten. tr*kkrr drl op omsMang Tarnk. aftr dr skr. brugl denovcrfor nag.-
td ncrrl tbr rodl kan mirvlr hr dr skai hoki iranr - sirrr
orn de sidsle scmrr i -Moby Lrd Bbrdrl SENTlMEfíTAL KAMP
Dicl-. Vtr. hvor drn jagtrdr Hanrrénafdrm. drrbrskyl FOR SÆLUNGER
hndc hval glr jfvotfgt amok og drr Crrrnpracr for at brnyllr Lrj Biardrl nnrs ikkc mrd a
kampagnc-
■N4r vrrdn
gcndr og dygu
mííndrm.'. V drl ^rrr USAGUGE
irkgt. al dr saiir drrrs -Sagm i
ural md pl al U solgl gron mrsirc i
vdemes sxlsiund Dr har Og dr i&u mrgri ui enei ki
ng pnn en skjd a/ dm stags populrrr. Drl dr kan vmde
ugdr bare l^hgt undskykL idhmgrre o« Ulskud pl
Mm del vxrslr cr. al man Lad nag n*vne el eksrmprk
-Dirtgcmju-. .
r nogrl mkL Of sriv
rnlr drt. si ofedi m
dr miL vrd al fcrtori
[rr Lrrf Bl»drl.
Lífsbjörg í norðurhöfum:
Viðbrögð grænfriðunga við fyrirhugaðri sýningu myndarinnar
Lífsbjargar í norðurhöfúm vöktu mikla athygli meðal Dana. Þessar
fyrirsagnir eru úr Politiken og Det Fri Aktueit.
Yiðbrögð grænfriðunga vekja
athygli og undrun í Danmörku
Greenpeace-samtökin í Noregi ætla að reyna að koma í .veg fyrir,
að myndin Lífsbjörg í norðurhöfum verði sýnd þar en norska ríkissjón-
varpið hefúr þó ekki tekið neina ákvörðun um sýninguna. í gærkvöfd
var myndin sýnd f danska ríkissjónvarpinu, Stöð 2, en áður höfðu for-
svarsmenn þess hafiiað kröfú grænfriðunga um að fá sérstakan tíma
í sjónvarpinu tif að hrekja það, sem í myndinni kemur fram. Dönsku
bföðin hafa gert þessu máfi mikil skif og fúrða þau sig á viðbrögðum
grænfriðunga.
„Þessi íslenska mynd byggist á
illa grunduðum fullyrðingum, sem
kalla má beinar lygar. Þess vegna
ætlum við að reyna að fá hana bann-
aða hér,“ sagði Pál Bugge, talsmað-
ur norskra grænfriðunga. Kemur
þetta fram í frétt frá Rune Tim-
berlid, fréttaritara Morgunblaðsins í
Ósló, sem segir ennfremur, að sam-
tökin hafí krafíst fundar með ráða-
mönnum ríkissjónvarpsins til að ræða
þau atriði myndarinnar, sem þau
telja röng. Eru þau einnig tilbúin til
að höfða mál til að fá myndina bann-
aða.
í frétt frá N.J. Bruun, fréttaritara
Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn,
segir, að Ulla Terkelsen, fréttastjóri
Stöðvar 2, annarrar rásar danska
ríkissjónvarpsins, hafí vísað á bug
þeirri kröfu grænfriðunga, að þeir
fengju að koma fram með sérstakar.
athugasemdir við myndina Lífsbjörg
í norðurhöfum áður en hún yrði sýnd.
Hafí grænfriðungar þá brugðist við
með því að lýsa yfír, að þeir ætluðu
að stefna bæði Stöð 2 og Magnúsi
Guðmundssyni.
Danskir grænfriðungar efndu til
blaðamannafundar í gær og var
Guðrún L. Ásgeirsdóttir, sem einnig
er fréttaritari Morgunblaðsins í
Kaupmannahöfn, viðstödd fundinn.
Segir hún, að fjórir fulltrúar Gre-
enpeace hafí verið á fundinum, tveir
Danir og tveir Bretar, og hafí Mart-
in Leebum, einn forystumanna sam-
takanna í London, haft orð fyrir
þeim. Lagði Leebum fram skjöl máli
Sovéskir kafbátar verða sífellt hljóðlátari:
Ognun við varnarsteftmna
og áætlanir um liðsflutninga
- segir í skýrslu bandarískrar þingneftidar
Washington. Reuter.
KAFBÁTAR Sovétmanna verða sífellt hjlóðlátari og örar framfarir
þeirra á þessu sviði eru ógnun við varnarstefnu Bandarikjanna og
áætlanir um liðsflutninga til Evrópu á óvissu- og átakatímum. Þetta
mat kemur fram í skýrslu bandarískrar þingnefiidar, sem kynnt var
I byijun vikunnar en I henni er hvatt til þess að fjárframlög til
einstakra þátta vamarmála verði endurskoðuð í Ijósi þessa.
í skýrslunni, sem unnin var af stöðu að Sovétmönnum hafí tekist
hermálanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, segir að ráða-
menn innan bandaríska vamar-
málaráðuneytisins verði að bregða
við skjótt. Beri að leggja höfuð-
áherslu á að bæta kafbátavamir
Bandaríkjanna og getu liðsaflans
til að halda uppi eftirliti með kaf-
bátaferðum Sovétmanna þótt það
kunni að hafa í fór með sér sam-
drátt í útgjöldum til annarra örygg-
is- og vamarmála.
Að sögn Les Aspins, formanns
hermálanefndarinnar, hafa sér-
fræðingar komist að þeirri niður-
að gera kafbáta sína það hljóðláta
að Bandaríkjamönnum reynist
sifellt erfíðara að fylgjast með ferð-
um þeirra. Sem dæmi um þetta
nefna höfundar skýrslunnar sov-
éska árásarkafbála af „Akula“-
gerð.
I fréttatilkynningu frá Les Aspin
er fullyrt að bandarískir kafbátar
séu enn hljóðlátari en þeir sovésku.
„Kafbátar þeirra em hins vegar
orðnir það hljóðlátir að hefðbundn-
ar eftirlitsaðferðir okkar eru orðnar
úreltar," segirþar ennfremur. Vak-
in er athygli á því að Sovétmenn
kunni nú að njóta umtalsverðra
yfírburða þar eð ógnunin af árás-
arkafbátum þeirra aukist í réttu
hiutfalli við vaxandi örðugleika
bandarískra kafbátaeftirlitssveita
við að skrá ferðir þeirra. Mikilvægt
sé að unnt verði að halda siglinga-
leiðum opnum reynist nauðsynlegt
að flytja liðsafla frá Bandarílg'un-
um til vinveittra ríkja auk þess sem
flugmóðurskip og flotadeildir, sem
þeím fylgja, séu mikilvægur liður
í flotavömum Bandaríkjamanna.
„Fari svo að kafbátar óvinarins
reynist alvarleg ógnun er vamar-
stefnu okkar og áætlunum öllum
um liðs- og birgðaflutninga stefnt
í voða,“ segir í tilkynningu Les
Aspins, sem er demókrati og þing-
maður fyrir Wisconsin-ríki.
Talsmenn Bandaríkjaflota
reyndust ekki reiðubúnir til að tjá
sig um skýrslu þingnefndarinnar
en embættismenn í bandaríska
vamarmálaráðuneytinu skýrðu frá
því fyrir skemmstu að Sovétmenn
hefðu náð undraverðum árangri á
sviði kafbátasmíða á mjög skömm-
um tíma. Nýir kafbátar þeirra
væru mun hljóðlátari en eldri gerð-
ir og fullyrtu fyrmefndir embættis-
menn að þennan árangur gætu
Sovétmenn þakkað fyrirtækjum í
Noregi og Japan sem selt hefðu
háþróaðan tæknibúnað til Sov-
étríkjanna.
Les Aspin leggur til að hluta
þeirra 5,9 milljarða dollara (um 300
milljarða ísl. kr.) sem farið hefur
verið fram á til áframhaldandi
rannsókna í tengslum við geim-
vamaráætlun Bandaríkjastjómar á
næsta ári verði varið til að bæta
eftirlit með ferðum óvinveittra kaf-
báta og til að efla styrk Bandaríkja-
flota á sviði gagnkafbátahemaðar.
sínu til stuðnings en margir blaða-
menn furðuðu sig á, að blaðamanna-
fundurinn skyldi haldinn fyrir sýn-
ingu myndarinnar en ekki eftir eins
og venja væri.
Viðbrögð grænfriðunga við mynd-
inni hafa vakið mikla athygli í Dan-
mörku og hafa fjölmiðlar gert þeim
góð skil síðustu dagana. í Politiken
er meðal annars vitnað í íhaldsmann-
inn Niels Ahlmann Ohlsen, formann
umhverfismálanefndar danska
þingsins, en hann lagði einu sinni
til, að allir félagar í íhaldsflokknum
yrðu jafnframt skyldaðir til að vera
félagar í Greenpeace. „Þessi samtök
ráðast á aðra og því fínnst mér það
bera vott um tvískinnung hvemig
þau bregðast við þegar þau em gagn-
lýnd. Mér finnst það furðulegt, það
er eins og þau hafí ekki alveg hreina
samvisku," segir Ohlsen. Þá segir Ib
Larsen, yfirmaður umhverfísmála í
Kaupmannahöfn, sem haft hefur
mikið álit á Greenpeace, að hann
hafí kynnst alveg nýrri hlið á samtök-
unum.
í Det Frí Aktueit er grein um
Greenpeace og er hún aðallega viðtal
við danska blaðamanninn Leif Blæd-
el, sem hefur verið mjög gagnrýninn
á samtökin. Nefnir hann ýmislegt,
sem hann kallar óheiðarlegar að-
ferðir Greenpeace, og þar á meðal
þann atburð ekki alls fyrir löngu
þegar danskir fiskimenn stefndu bát-
um sínum að skipinu Vulcanus, fljót-
andi sorpbrennslustöð á Norðursjó,
og reyndu að koma í veg fyrir, að
úrgangurinn væri settur í sjóinn.
Segir Blædel, að úrgangurinn frá
skipinu sé aðeins brot af því, sem
daglega berist í sjóinn með ám eins
og Rín og Saxelfí, en Vulcanus hafí
verið valið vegna þess, að það var
auðvelt að beina athygli fjölmiðlanna
að því.
Um þetta sama mál er ijallað í
leiðara Jyllands-Posten sl. sunnudag
og segir þar, að nú eigi einn skipstjó-
ranna yfir höfði sér skaðabótakröfu
upp á 35-70 milljónir ísl. kr. Ástæð-
an sé sú, að sjómennimir hafí látið
Greenpeace æsa sig upp; það hafi
verið flugvél frá Greenpeace, sem
beindi þeim að skipinu og það hafí
verið Greenpeace, sem baðaði sig
síðan í fjölmiðlaljósinu. Síðan er spurt
hver muni borga reikninginn og leið-
arahöfundurinn svarar sér og segir:
„Að minngta kosti ekki Greenpeace."