Morgunblaðið - 22.03.1989, Side 26

Morgunblaðið - 22.03.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 80 kr. eintakið. Vaxtalækkun á verðbréfamarkaði Ríkisstjómin fylgir þeirri stefnu í vaxtamálum, að stjóma með handafli. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur hvað eftir annað lýst yfír, að þolin- mæði sín í vaxtamálum sé á þrotum. í síðustu ríkisstjóm talaði hann meðal annars um ófreskju, þegar hann ræddi um fjármagnsmarkaðinn og vísaði þar sérstaklega til við- skipta verðbréfafyrirtækja eða viðskipta á „gráa mark- aðnum". Hefur það verið skoðun ráðherrans, að yfírráð stjómvalda yfír þessum þætti peningamarkaðarins þyrftu að vera meiri. í gær hækkuðu bankar vexti og tóku við ákvarðanir mið af hækkandi verðbólgu í landinu. Af þessu tilefni birt- ist eftirfarandi fréttaklausa í Morgunblaðinu í gær: „Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að þrátt fyrir þessar vaxtahækk- anir hafí raunvextir lækkað: „ef þú talar við „gráa markað- inn“, þá kemur á daginn að þar hafa raunvextir lækkað," segir Steingrímur. „Það sem hér hefur farið úrskeiðis er verðbólguholskeflan, sem hefur dunið yfír í miklu ríkara mæli, en mér hafði verið talin trú um,“ sagði forsætisráð- herra." Þetta eru furðuleg ummæli í mörgu tilliti. Hvemig stend- ur á því að forsætisráðherra veit ekki meira en þetta um verðbólguholskefluna, sem á þó upphaf sitt að mestu leyti að rekja til ákvarðana við borð ríkisstjómarinnar? Eru ekki ráðherrar á fundum nótt sem nýtan dag til að taka ákvarðanir um stórt og smátt í efnahagsmálum? Fer ekki forsætisráðherra með yfir- stjóm efnahagsmála? í Morgunblaðinu á laugar- daginn birtist frétt, sem stað- festir orð forsætisráðherra um vaxtalækkun á „gráa markaðinum" svonefnda. Þar segir frá því að aukið framboð á fjármagni og góð lausafjár- staða innlánsstofnana um þessar mundir sé talin hafa leitt af sér 1-2% raunvaxta- lækkun á frjálsum markaði á síðustu vikum. Er haft eftir verðbréfasölum, að í þessu efni skipti mestu máli minni kaup lífeyrissjóða undanfam- ar vikur á skuldabréfum Hús- næðisstofnunar ríkisins en þar hafí munað frá áætlun um hálfum milljarði í febrúar. Með öðrum orðum þá hefur minnkandi lántaka ríkisins leitt til þess að vextir lækka á hinum frjálsa markaði. Ríkisstjómin heldur fast við þá stefnu sína, að hún sé best fær um það ein og sjálf að ákvarða verðlag á pening- um. Fyrir Alþingi liggja nú tillögur um breytingar á lög- um um banka sem miða að því auðvelda stjómmála- mönnum að hafa áhrif á pen- ingamarkaðinn. Forsætisráð- herra segir við Tímann í gær, að um leið og breytingar við Seðlabankalögin fáist sam- þykktar á Alþingi, ætli hann að beita sér fyrir hertari að- gerðum á hendur viðskipta- bönkum og vaxtafrelsi þeirra. Ráðherrann sér sem sagt enn ekki neina aðra leið í vaxta- málunum en þá, að hann og meðráðherrar hans taki ákvarðanir um vexti. Þeir hafa undanfarið verið að baksa við verðbólguna með þeim árangri að forsætisráð- herra veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Vaxtalækkunin á hinum fijálsa markaði að undanf- ömu sýnir, að undirrót hárra raunvaxta í landinu er gífur- leg fjárþörf hins opinbera. Ef ríkisstjóminni tækist að tak- marka þessa fjárþörf ríkis- sjóðs og annarra opinberra sjóða mundi mikið fjármagn streyma inn á fijálsa markað- inn og inn í bankakerfíð og raunvextir lækka að sama skapi. í stað þess að hamast á vöxtunum með handafli ætti forsætisráðherra að hamast á ríkisútgjöldum. Árangur á því sviði skilar sér í lækkun raunvaxta. Öll rök hníga að því að þeim mun meira handafli sem ríkis- stjómin beitir því erfíðara verði að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Ríkisstjómin er einfaldlega á rangri braut í þessu máli undir forystu Steingríms Hermannssonar. siu.y as izrfömmwmni' <m»ainruHOK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Kanslarinn fær flest bréf um dýravernd firá almenningi - segir Wolfang von Geldern, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, sjávarútvegsráðherra, fer í opinbera heim- sókn til Vestur-Þýskalands dagana 12. til 14. aprU. dr. Wolfgang von Geldem, sjávarútvegsráðherra Sambandslýðveldisins, verður gest- gjafi hans. Hann er þingmaður kristilegra demókrata, CDU, firá Cux- haven og hefur farið með sjávarútvegsmál i landbúnaðarráðuneyti Ignaz Kiechles undanfarin sex ár og um leið setið i ráðherranefiad Evrópubandalagsins (EB) um sjávarútvegsmál. Hann mun væntanlega heimsækja ísland í sumar. Morgunblaðið hitti dr. von Geldern að máli á skrifstofu hans i Bonn fyrir skömmu. Morgunblaðið: Hver er afstaða vestur-þýsku ríkisstjómarinnar til hvalveiða og hvaða skoðun hefur hún á vísindahyalveiðum íslend- inga? Dr. von Geldern: Við höfum gert grein fyrir skoðun okkar á hvalveiðum i Alþjóðahvalveiðiráð- inu undanfarin ár. Hún er skoðun þjóðar sem stundar ekki hvalveiðar en vill að hvalir séu vemdaðir svo að stofnamir fái að halda sér. Við viljum að því takmarki sé náð á skynsamlegan hátt, við viljum forð- ast að öfgafull sjónarmið og tilfinn- ingahiti ráði ferðinni. Við erum hvorki talsmenn Grænfriðunga né þeirra sem hafa gert sér óraun- verulegar hugmyndir en reynum að gegna hlutverki málamiðlara í hval- veiðiráðinu. Við gerum okkur grein fyrir að hvalveiðar íslendinga eru gömul hefð og að þeir leggja sig fram um að ganga ekki á hvalastofna. En við höfum gefið gagnrýni vísinda- manna á vísindaveiðiáætlun íslands gaum, eins og aðrir, og myndum fagna því ef tillit væri tekið til henn- ar við framkvæmd áætlunarinnar sem lýkur í sumar. Hvaða augum líta stjómvöld kaupbannsherferð Grænfriðunga gegn íslenskum sjávarafurðum í Vestur-Þýskalandi? Stjómin er algjörlega á móti hvers kyns kaupbannsaðgerðum, hver sem ástæðan fyrir þeim er og hvort sem þær beinast gegn íslandi eða einhveijum öðmm. Varðandi Island sérstaklega þá er okkur mjög í mun að framboð á íslenskum fiski sé stöðugt. Spum á þýska markaðn- um eftir ferskum fiski fer sívax- andi. Við flytjum inn 80% af okkar fiski, þar af er um helmingur frá Evrópubandalagsþjóðum en hinn helmingurinn frá ríkjum utan bandalagsins. ísland er einn af okk- ar mikilvægustu seljendum og við viljum að innflutningur frá íslandi komist hindrunarlaust á markað. Hvemig hefur kaupbanns&róðri Grænfriðunga verið tekið meðal kjósenda f Cuxhaven? íbúar Bremerhaven og Cuxhaven eru síður en svo alls kostar ánægð- ir með herferð Grænfriðunga. Af- koma okkar er að vissu marki und- ir innflutningi frá íslandi komin og við viljum að hann berist stöðugt svo að fiskvinnsla og verslun haldi vandræðalaust áfram. Hafa þeir farið fram á að eitt- hvað sé gert til að hindra baráttu Grænfriðunga? Aðgerðir Grænfriðunga hafa að- allega beinst gegn smásöluverslun. Hún er mest inni í landi og þess vegna hafa þæf ekki haft svo mik- il áhrif við ströndina. íbúar við hafið geta lítið gert við því sem gerist inni í landi. Við getum ekki komið í veg fyrir að Grænfriðungar hvetji opinberlega til káupbanns eða hringi í verslanir og fyrirtæki og beiti þau þrýstingi. Hvorki ríkis- stjómin né fiskfyrirtæki geta gert nokkuð við því. Ég veit ekki hvað við ættum að gera. Ef Grænfrið- ungar brytu lög þá væri hægt að lögsækja þá. En hér í landi, og hið sama gildir væntanlega á íslandi, er ekki hægt að banna neinum að hafa skoðanir og halda þeim á lofti. Ekki hryðjuverk íslenskir embættismenn hafa líkt baráttu Grænfriðunga við hryðju- verkastarfsemi í samtölum við mig. Teljið þér þann samanburð eiga rétt á sér? Ef svo er ætti vestur- þýska ríkið þá ekki að koma í veg fyrir slíka starfsemi? Ég hef aldrei heyrt þessa samlík- ingu fyrr. Ef hér væri um hryðju- verk að ræða þá væru þau auðvitað ólögleg og hægt að fara í mál, en ég tel ekki að svo sé. Grænfriðung- ar eru of skynsamir til að bijóta þannig af sér. Það er ekki um hryðjuverk að ræða þótt hringt sé í verslunarstjóra tíu sinnum á dag og hann hvattur til að hætta að kaupa íslenskan fisk. Símhringing- amar eru kannski þreytandi og ergilegar og geta stuðlað að því að verslunarstjórinn gefist upp en þær em ekki hryðjuverk. Kemur það ríkisstjóminni ekki við ef erlent sendiráð getur ekki starfað eðlilega í landinu af þvf að þrýstihópur hefur fengið svo marga til að hringja þangað og skrifa að starfsemi þess fer úr skorðum? Ef borgarar trufla starfsemi sendiráðs æ ofan í æ þá verður að kalla til lögreglu. En það er ekki hægt að koma í veg fyrir að þeir skrifi þangað bréf. Yfirvöld gætu útvegaið sendiráði eða fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á of mörgum símhringingum leyninúmer en ég sé ekki hvemig þau gætu aðstoðað öðru vísi. Teljið þér að íslendingar hafi brugðist rétt við baráttu Grænfrið- unga? Hvað mynduð þér ráðleggja eigin rfkisstjóm að gera í svipaðri aðstöðu? Það er erfitt að dæma um hver er rétta lausnin á vanda sem þess- um. Aðalatriðið er að endurskoða ákvörðun rækilega og breyta vörn í sókn með góðum rökum ef niður- staðan er sú að ákvörðunin, til dæmis að veiða 78 hvali á einu ári í vísindaskyni, sé réttlætanleg. Ég held að íslendingar hafí gert þetta. Ég myndi ráðleggja eigin ríkis- stjóm, ef hún væri í svipaðri að- stöðu, að færa sem haldbærust rök fyrir aðgerðum sínum. í fijálsum þjóðfélögum líðst ýmiss konar sam- tökum að boða skoðanir sem stjóm- völd em oft ekki hrifín af. Þetta eru kannski skoðanir minnihlutans en geta þó stuðlað að kaupbanni sem kemur illa niður á aðilum sem verða fyrir barðinu á þeim. Mál- efnaleg uppfræðsla er líklega eina svarið við slíkri baráttu. Með henni er vonandi hægt að ná til nægilega margra svo að áróður andstæðings- ins finni engan hljómgrunn. Hafa íslendingar komið sínum málstað til skila í Sambandslýðveld- inu? Það hefur kannski ekki tekist nógu vel. En nú eigum við von á sjávarútvegsráðherranum í heim- sókn. Honum mun gefast gott tæki- færi til að skýra málstað sinn opin- berlega. Ég mun gera mitt besta til að hjálpa honum til þess. Við munum bjóða til stórs fundar með fréttamönnum í Bonn og auk þess mun hann eiga fundi í viðskipta- ráðuneytinu og hér í landbúnaðar- ráðuneytinu. Hann mun síðan heim- Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Wolfgang von Geldem, sjávarút- vegsráðherra Sambandslýðveld- isins Þýskalands. sækja hafnarborgimar áður en hann heldur heim. Hefði verið betra ef ráðherrann hefði komið f hittiðfyrra þegar þér buðuð honum fyrst? Eftir á að hyggja verð ég að segja að það hefði verið betra ef hann hefði komið fyrr. En ég er feginn að hann kemur nú. Hvemig stendur á áhuga Þjóð- vetja á hvalveiðum? Álítið þér að þeir taki afstöðu til þeirra að yfír- lögðu ráði eða láti tilfínningamar ráða? Hvort tveggja á sér stað. Þjóð- veijar hafa löngum verið meðvitað- ir um náttúruna og þjóðinni er mjög umhugað um dýravemd. Kanslar- inn fær fleiri bréf um dýravemd frá almenningi en um nokkurt annað málefni. Hundmð þúsunda bréfa hafa til dæmis borist til hans og viðkomandi ráðuneyta varðandi seladráp og seladauða. Svo áróður grænfriðunga fellur hér í fijóan jarðveg. Fólk heyrir að barátta þeirra er fyrir vemdun hvala og styður hana jafnóðum þótt vísinda- veiðar þurfi alls ekki að stangast á við dýravemd. Það veltir því ekki lengi fyrir sér hvort að sá sem bar- áttan bitnar á er syndaselur eða ekki. Það er efamál hvort takmarkaðar hvalveiðar íslendinga hafa skaðleg áhrif á hvalastofna. íslendingar segja að svo sé ekki og fullyrða að þær séu nauðsynlegar. Það hefði verið skynsamlegra fyrir þá að taka fullt tillit til athugasemda vísinda- manna í vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins við framkvæmd áætl- unarinnar. Lagalega séð ber þeim ekki skylda til þess en staða þeirra væri þá sterkari í baráttunni sem nú er háð gegn hvalveiðum þeirra. Ef ég væri í sömu sporam og íslendingar þá myndi ég leggja áherslu á áframhaldandi vísinda- hvalveiðar meðal annars til þess að halda veiðiflotanum gangandi. Það er ekki hægt að láta flotann standa ónotaðan á meðan veiðibann Al- þjóðahvalveiðiráðsins gildir og síðan grípa til hans aftur ef það lyftir banninu að einhveiju leyti. Eg myndi skilja þessa röksemda- færslu íslendinga en hef ekki heyrt hana enn. Teljið þér að vfsindaáætlun ís- lendinga sé aðeins átylla til að halda hvalveiðum áfram? Það era til vísindamenn sem segja að vísindahvalveiðar séu ónauðsynlegar af því að rannsókn- argögnin séu þegar fyrir hendi. En það er ekki skoðun Alþjóðahvalveið- iráðsins, þá hefði það ekki gert undantekningu fyrir vísindaveiðar. Ég myndi ekki ásaka neinn um að sigla undir fölsku flaggi á meðan það er opinber afstaða ráðsins. Evrópuþingið gagnrýndi nýlega hvalveiðar Islendinga. Mun það hafa einhver áhrif á stefnumótun Evrópubandalagsins í hvalveiðimál- um? Evrópubandalagið sem slíkt hef- ur enga stefnu í hvalveiðimálum og mun ekki hafa hana. Einstök ríki þess taka afstöðu til hvalveiða inn- an Alþjóðahvalveiðiráðsins og þar er stefnan varðandi þau mörkuð. Fiskveiðiheimildir og viðskipti Halldór Ásgrímsson mun vænt- anlega einnig ræða við yður um þá stefnu EB að veita strandríkjum aðgang að mörkuðum gegn veiði- heimildum f lögsögu þeirra. Hver er afstaða vestur-þýsku stjómar- innar til þessarar stefnu bandalags- ins? Það er rétt að þetta er megin- regla Evrópubandalagsins. Banda- lagsríkin era háð innflutningi á fiski og bjóða upp á sterkasta neytenda- markað heims. Hvorki bandaríski né japanski markaðurinn er jafn fjárhagslega sterkur og markaður Évrópubandalagsins. Ríkin þurfa á auknum veiðimöguleikum að halda og bjóða því í skiptum fyrir veiði- heimildir greiðan aðgang að sam- eiginlegum markaði þeirra. Samn- ingaviðræður við strandríki snúast um þetta og hingað til hafa samn- ingar náðst við 27 ríki. Það era hins vegar til lönd sem hafa enn ekki gert samning um veiðiheimildir og flytja þó sjávaraf- urðir hingað inn af því að við þurf- um á þeim að halda. ísland og Kanada era meðal þeirra auk nokk- urra annarra. Hvað þessi ríki varð- ar þá er skoðun vestur-þýsku stjómarinnar sú að þau verði að fá aðgang að markaðinum með lágum tollum þrátt fyrir að veiðiheimildir komi ekki í staðinn. Við þurfum á fiskinum að halda og viljum fá hann fyrir sem best verð svo að neytand- inn þurfi heldur ekki að borga allt- of mikið fyrir vörana. Þetta hefur verið stefna okkar í þau sex ár sem ég hef setið í ráð- herranefndinni og ég verð að segja að það hefur ekki alltaf verið auð- velt að koma henni í gegn. Bretar og Danir hafa hélst verið á okkar bandi en hin bandalagsríkin, sér- staklega hin suðrænu, era hörð á því að fá veiðiheimildir fyrir aðgang að mörkuðum. Auðvitað vildum við gjaman fá að veiða í íslenskri fisk- veiðilögsögu en markaðimir í Bre- merhaven og Cuxhaven þurfa á fslenskum fiski að halda hvort sem við fáum að veiða hann eða ekki og þess vegna tökum við þessa af- stöðu. — Ráðherranefndin semur um tolla fyrir fisktegundir á hveiju ári. Því miður er niðurstaðan sjaldn- ast sú sem við kysum helst. Reglan er að leggja 15% toll á innfluttan fisk en ég legg yfirleitt til að eng- inn eða 5% tollur sé lagður á þær tegundir sem við notum mest og verð iðulega að sætta mig við 10% toll. Talar fulltrúi Vestur-Þýskalands þá máli íslands f Evrópubandalag- inu hvað þetta varðar? Já, það má segja það. Við eram ákveðnustu málsvarar íslensks inn- flutnings í sjávarútvegsnefnd Evr- ópubandalagsins. Hefur það alltaf verið svo? Að minnsta kosti þau sex ár sem ég hef setið í nefndinni. Okkar málstaður hefur átt erfiðara upp- dráttar síðan Spánn og Portúgal gengu í bandalagið. Ég get nefnt eitt ákveðið dæmi um mótspymuna sem við höfum mætt hjá Evrópubandalaginu. Við kaupum mikið af íslenskum karfa og samkvæmt fríverslunarsam- komulagi íslands við EB þá á að- eins að leggja 2% toll á hann. En í fyrra ákvað framkvæmdastjóm bandalagsins öllum að óvöram að skipta karfa í tvær tegundir og leggja 2% toll á aðra en 15% á hina. Þegar ég frétti þetta fór ég strax til Brassel og byrsti mig rækilega við framkvæmdastjóra sjávarút- vegsmála. Ég hótaði vinslitum ef ekki yrði hætt við þetta bragð. Ég kom þvf til leiðar að það varð ekk- ert úr þessu enda var hugmyndin fullkomlega út í hött. Það hefði ekki verið nokkur leið að fram- fylgja reglunni þar sem jaftivel sér- fróðir menn geta varla greint karfa í þessar tvær tegundir. Ég hika ekki við að segja að þessi ákvörðun framkvæmdastjóm- arinnar var bragð til að reýna að þrýsta íslendingum til að veita veiðiheimildir f sinni lögsögu. Ég taldi þetta ranga aðferð og krafðist þess að 2% tollur myndi gilda fyrir fslenskan karfa í framtíðinni og fékk því framgengt. Vilja reglubundið fisk Hvaða álit hafa þeir er sóttu fyrr á íslensk mið frá Sambandslýðveld- inu á afstöðu stjómarinnar til veiði- heimilda? Auðvitað vildu okkar sjómenn gjaman fá að veiða aftur á íslensk- um fiskimiðum. Útgerðin á í erfið- leikum af því að úthafsskipin hafa mjög takmarkaðan aðgang að mið- um. Hér áður fyrr gátu þau veitt við Grænland, ísland eða Kanada eftir því sem best veiddist. Nú verða þau að sigla til Grænlands og koma tóm til baka ef þau fá enga veiði. Þau geta ekki lengur flutt sig til eftir árstíðum eða aflabrögðum. En veiðin við ísland er löngu liðin tíð og enginn ber þungan hug til ís- lendinga vegna þessa. Aðalatriðið nú er að fá reglu- bundið sem mestan fisk frá íslandi á sem bestum kjöram. Það er með- al atriða sem mig Iangar að ræða þegar ég fer til Islands í júní. Nú kemur það því miður allt of oft fyrir að íslenskur fiskur kemur í iand um leið og annar afli. Verðið fellur við það og það kemur engum vel, hvorki íslendingum né Þjóðveij- um. Það þarf að skipuleggja þetta betur. Okkar afstaða er mjög ljós: Við viljum eins mikinn fisk frá ís- landi og mögulegt er. Hvaða mál teljið þér að verði helst rædd þegar Halldór Ásgríms- son kemur hingað? Kaupbannsherferð Grænfrið- unga og hvalveiðimálið verða auð- vitað rædd og bætt viðskipti með sjávarafurðir. Ég veit að íslending- ar era ekki reiðubúnir að veita veiði- heimildir í íslenskri lögsögu gegn aðgangi að markaði og mun þess vegna ekki einu sinni fitja upp á því. Ég sé enga ástæðu til þess. ísland býr yfír ríkum fiskimiðum og Þýskaland hefur þörf fyrir inn- fluttan fisk svo við höfum um nóg að tala. Ég fyrir mitt leyti vildi gjaman að íslenski fiskurinn bærist með jafnara millibili og það má ræða hvort ekki sé hægt að tryggja gæði hans og ferskleika betur. Ég hef látið mér detta í hug hvort það gæti ekki verið hagstætt ef togaramir okkar lönduðu á ís- landi og aflinn yrði fluttur hingað þaðan í stað þess að þeir sigli alla þessa leið til að losa. Eitthvert fyrir- tæki gæti haft áhuga á slíkri sam- vinnu svo að ég mun nefna þetta. En aðalumræðuefni okkar verður sameiginleg hagsmunamál varð- andi sjávarafurðir. Mér er umhugað um að íslendingar fái sem best verð fyrir fískinn hér svo að þeir sjái sér hag í að selja hann á þýsk- um markaði og haldi áfram að koma með hann í framtíðinni. Viðtal og mynd: Anna Bjamadóttir Var hann ekki að tala um verkin í veruleikanum? eftirJón Sigurðsson Laugardaginn 18. mars sl. birtist í miðopnu Morgunblaðsins grein eftir Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, með yfir- skriftinni „Draumur og veraleiki". Þar er Þorsteinn enn við sama hey- garðshomið og fyrri laugardaga og veitist enn að þeim sem hér skrifar með þeirri aðferð að gera mér upp bæði verk og skoðanir. Málflutning- ur Þorsteins í þessari grein er svo Qarstæðukenndur að furðu sætir. Minni miðstýring- og aukið viðskiptafrelsi Þorsteinn heldur þeirri fjarstæðu fram að ég hafi á viðskiptaráð- herraferli minum sennilega „flutt fleiri mál og tekið þátt í fleiri ákvörðunum en nokkur annar við- skiptaráðherra síðastliðna fjóra áratugi, sem miða að aukinni mið- stýringu og minna viðskiptafrelsi". Þessa fullyrðingu styður Þorsteinn ekki á nokkum hátt í grein sinni, enda er það ekki hægt. A starfstíma mínum sem viðskiptaráðherra hef ég unnið að því að draga úr miðstýr- ingu og auka viðskiptafrelsi inn á við og út á við. Ég ætla að nefna nokkur dæmi. Þannig ákvað ég til dæmis haustið 1987 að ijúfa ára- tuga einokun stóra sölusamtakanna á útflutningi á freðfiski til Banda- ríkjanna með því að veita íjölmörg- um aðilum öðram heimildir til þess að flytja þangað freðfísk. Þorsteinn Pálsson var andvígur því að gefa þessa útflutningsverslun fijálsa. Andstaða hans og annarra gæslu- manna sérhagsmuna gat þó ekki stöðvað þessa þróun og hún mun halda áfram. Um síðastliðin áramót ákvað ég að gefa almenna heimild fyrir innflytjendur að taka á eigin ábyrgð vörakaupalán frá útlöndum allt að þrem mánuðum. Áður hafði slík heimild til greiðslufrests verið bundin við tilteknar vörategundir. Þessi breyting er fyrsta skrefið í þá átt að lýmka um heimildir fyrir- tækja til að taka lán erlendis á eig- in ábyrgð um leið og heimildir fyrir- tækja til að taka erlend lán með beinni eða óbeinni ábyrgð ríkis verða takmarkaðar. Ýmsir spáðu því að þessi breyting myndi stór- auka útistandandi vörakaupaskuld- ir íslendinga, en þær hrakspár hafa hins vegar ekki ræst. Þá hefur ríkisstjómin nýlega samþykkt að tillögu minni að reglur um fjármagnshreyfingar og við- skipti með fjármálaþjónustu milli íslands og annarra landa verði á næstu misserum mótaðar á grand- velli efnahagsáætlunar ráðherra- nefndar Norðurlanda fyrir árin 1989—1992. Samþykktin miðar að því að laga íslenska lánakerfið að breyttum aðstæðum í umheiminum, ekki síst sameiginlegum markaði EB. í þessu felst meðal annars að íslensku atvinnulífi verði tryggð sambærileg aðstaða á fjármagns- markaði og er í helstu viðskipta- löndunum með aukinni samkeppni og hagræðingu í bankakerfinu og nánari tengslum innlends lána- markaðar við fjármagnsmarkaði í nágrannalöndunum. Mikilvægur áfangi í þessu máli er samþykkt framvarps um verðbréfavipskipti sem ég hef flutt á Alþingi og er nú á lokastigi í meðförum þingsins. Ég nefni þessi dæmi um verk mín sem viðskiptaráðherra til þess að sýna hversu fjarstæðukennd — reyndar fáránleg — þessi skrif Þor- steins Pálssonar era. V axtaákvarðanir og verðlagfsmál Þorsteinn endurtekur síðan í þessari grein — lfklega þriðja laug- ardaginn í röð — margvíslegan út- úrsnúning og rangfærslur um stjómarframvörp um vaxta- og peningamál sem nú era til með- Jón Sigurðsson „Þorsteinn Pálsson er hins vegar sá ráðherra sem á síðari árum hefiir hvað berlegast beitt boðvaldi gagnvart bankaráðum, þegar hann keyrði í gegn ráðningu bankastjóra í Landsbankanum þótt það kostaði að banka- ráðsmaður Sjálfstæðis- flokksins segði af sér störfum í mótmæla- skyni.“ ferðar á Alþingi. Hér beitir hann þeirri alþekktu áróðursaðferð að síendurtaka ósannindi í þeirri von að á endanum glepjist fólk til að trúa þeim. Vonandi rætist ekki þessi von formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn heldur því fram að stjómarframvarp um breytingar á Seðlabankalögum miði að því að auka miðstýringu við vaxtaákvarð- anir. Þetta er rangt. Hið rétta er að þar er ekki gerð tillaga um grandvallarbreytingu á því fyrir- komulagi vaxtaákvarðana sem giit hefur frá því í nóvember 1986. Framvarpið felur í sér skýringu á þeirri heimild sem Seðlabankinn hefur þegar til þess að hlutast til um vaxtaákvarðanir. Tillagan í þessu frumvarpi er reyndar í sam- ræmi við athugasemdir framvarps- ins sem varð að Seðlabankalögum árið 1986 að tillögu og með stuðn- ingi Þorsteins Pálssonar en þar var haft í huga að til afskipta Seðla- bankans gæti komið þegar undan- tekningarástand kann að skapast á lánamarkaði sem traflað geti eðli- lega og sanngjama vaxtamyndun. Þorsteinn heldur því fram að til- lögur ríkisstjómarinnar miði að því að gera bankaráðin pólitískari, draga völd frá bankastjóram yfír til bankaráða, sem síðan eiga að lúta í auknum mæli boðvaldi ráð- herra. Þetta era staðlausir stafir. Tillögur ríkisstjómarinnar um breytingar á viðskiptabankalögum .miða að því að girða fyrir hags- munaárekstra í yfirstjóm bankanna og koma í veg fyrir að bankamir mismuni viðskiptamönnum sínum í vaxtakjöram eins og hefur viljað brenna við varðandi viðskiptavíxla og viðskiptaskuldabréf. í tillögun- um felst hvergi aukið boðvald ráð- herra. Þorsteinn Pálsson er hins vegar sá ráðherra sem á síðari áram hefur hvað berlegast beitt boðvaldi gagnvart bankaráðum, þegar hann keyrði í gegn ráðningu bankastjóra í Landsbankanum þótt það kostaði að bankaráðsmaður Sjálfstæðis- flokksins segði af sér störfum í mótmælaskyni. Fullyrðingar Þorsteins um það að orkufyrirtækin hafí verið sett undir verðlagshöft era út í hött. Hið rétta er að orkufyrirtækin hafa nú um sex mánaða skeið verið sett undir sömu verðlagslög og gilda um almenna verðmyndun í landinu. Verðlagslögin vora sett árið 1978. Þar er meginreglan fijálsar vérð- ákvarðanir þar sem samkeppni er nægileg. Við þeirri meginreglu hefur ekki verið hróflað. Draumfarir formanns Sjálfstæðisflokksins Það virðist enginn endir á öfug- mæladraumi Þorsteins Pálssonar. Hann kann greinilega svo illa við það að fást við veraleikann að hann lætur sig dreyma um viðfangsefni og andstæðinga sem auðveldara er við að kljást. Mér dettur í hug að kannski hafi tilefni hinnar fjar- stæðukenndu fullyrðingar hans um fjölda ófrelsismála sem ég ætti að hafa flutt sem viðskiptaráðherra verið sú staðreynd að á 110. lög- gjafarþingi 1987—88 var það með eindæmum, eins og fram kom hjá forseta sameinaðs þings við þing- slit, að á því þingi vora felld brott helmingi fleiri lög en þingið sam- þykkti, þar vó þyngst að ég fékk sem viðskiptaráðherra samþykkt lög um brottfall 114 laga á sviði viðskipta og verslunar sem úrelt vora orðin og úr sér gengin. Sem dóms- og kirkjumálaráðherra fékk ég því til Ieiðar komið á siðasta þingi að skoðun og skráning öku- tækja var einkavædd og það þrátt fyrir harða andstöðu sumra þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma var á vegum Þorsteins Pálssonar samið frumvarp um al- mennar og lýmri heimildir erlendra aðila til þátttöku í íslensku atvinn- ulífí. Hann skorti hins vegar burði til að fylgja því máli eftir og mælti reyndar aldrei fyrir því á þingi. Var hann ekki að tala um verkin í vera- leikanum? Höfundur er viðskiptar&ðheira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.