Morgunblaðið - 22.03.1989, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 33 Sjómannaskólinn eignast bókasafii FAGBÓKASAFN, helgað sjávarútvegi, siglingum, vélum og tækjabún- aði um borð í skipum, var opnað við hátíðlega athöfh í Sjómannaskólan- um í Reykjavík þann 24. febrúar siðastliðinn. 1.000 bindi eru i safhinu og um 60 tímarit, blöð og fréttabréf. Við opnun safnsins bárust því margar gjafir og árnaðaróskir. Nemendur Vélskóla íslands og Vélstjórafélag íslands færðu safninu 250 þúsund krónur að gjöf, af því gáfu nemendur Vélskólans 70 þús- und krónur. Þá bárust bókagjafir. Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur afhenti safninu sögu Sjómannafélagsins og heit um rit félagsins, Sjómanninn, frá upphafi. Pétur Sigurðsson fyrrverandi al- þingismaður afhenti frá Sjómanna- dagsráði nokkrar bækur, þar á með- al tölusett eintak Illgresis, ljóða Arn- ar Amarsonar, auk nýútkominnar bókar um 50 ára sögu Sjómanna- dagsins. Fyrirheit voru gefin um að safninu verði gefíð Sjómannadags- blaðið frá upphafi. Skólastjórar Sjó- mannaskólans, Andrés Guðjónsson skólameistari Vélskólans og Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýri- mannaskólans þökkuðu gjafímar og ávörpuðu gesti. Þeir lögðu áherslu á að allir sjómenn og aðrir sem hafa áhuga á fræðum um sjómennsku og tækjabúnað skipa gætu í framtíðinni leitað sér upplýsinga í safninu. Bókasafn Sjómannaskólans er á rishæð í austurenda skólans. Bóka- vörður er Anna Margrét Bjömsdóttir bókasafnsfræðingur. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans og Andrés Guðjónsson skólameistari Vélskólans í hinu nýja bókasafhi Sjómanna- skólans. Mælskukeppni ITC: Sljarna sigraði ITC Stjarna úr Rangárþingi sigr- aði í Mælsku- og Rökræðukeppni 3. ráðs ITC á íslandi fyrir skömmu. Sigraði Stjarna ITC Fífu úr Kópavogi eftir orðaskak um hvort gera ætti Vestmanna- eyjar að sjálfstæðu ríki. Mælti Fífa með því, en Stjarna á móti. Þetta ér þriðja árið sem 3.Ráð ITC heldur slíka keppni milli deilda sinna , en að ráðinu standa auk Fífu og Stjörnu em í ráðinu Embla úr Stykkishólmi, Þöll frá Grundar- fírði, Ösp frá Akranesi, Seljur frá Selfossi, Björkin úr Reykjavík og Melkorka úr Reykjavík. RAÐA UGL YSINGAR ÞJÓNUSTA Rvík - Akureyri - Rvík Nokkur sæti laus í flugvél til Akureyrar á skírdag. Til Reykjavíkur á 2. páskadag. Upplýsingar í síma 23233 í kvöld. KENNSLA Enska íEnglandi CONCORDE INTERNATIONAL málaskólinn í suðaustur Englandi býður öllum fjölbreytt og skemmtilegt nám í ensku. Almenn nám- skeið allt árið. Sumarnámskeið fyrir 10-20 ára með tómstundaiðju og kynnisferðum inniföldum. Panta þarf með góðum fyrirvara. Upplýsingar í síma: 91-74076. NA UÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum ferfram i skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1: Þriðjudaginn 28. mars 1989 kl. 10.00 Leigul. vestan ísólfsskála, Stokkseyri., þingl. eigandi Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hdl. og Bergur Guðnason hdl. Tryggvagötu 26, e.h., Selfossi, þingl. eigandi Axel Magnússon. Uppboðsbeiðendur eru Sigurmar Albertsson hrl. og Brunabótafélag fslands. Miðvikud. 29. mars 1989 kl. 10.00 Kambahrauni 29, Hveragerði, þingl. eigandi Kristján Ólafsson. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingasjóður ríkisins, Tryggingastofnun ríkisins og Jakob J. Havsteen hdl. Ónnur sala. Sýslumaðurinrt i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. FÉLAGSSTARF SJÁLFS TÆÐISFLOKKSINS Viðskipta- og neytenda- nefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opinn fund í' Valhöll miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12.15-13.15. Umræðuefni: Mikilvægi frjálsra utanrikis- viöskipta. Málshefjendur: Tryggvi Axelsson, deildar- stjóri í viðskiptaráðuneytinu og Birgir ísleif- ur Gunnarsson, alþingismaður. Stjórnin. ÝMISLEGT Söluturn Góður söluturn í Vesturbænum til leigu nú þegar. Upplýsingar í dag og næstu daga í síma 675305 eða 22178. ATVINNUHÚSNÆÐI Geymsluhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði á jarðhæð í Reykjavík 500-800 fm. Þetta yrði langtímaleiga fyrir traust fyrirtæki. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. mars merkt: „G - 12614“. Bladid sem þú vakmr við! smca ouglýsingar IÞjónusta NATION AL olíuofnar og gasvélar Viðgerðar- og varahlutaþjón- usta. RAFBORG SF., Rauðarárstíg 1, s. 11141. Wélagslíf I.O.O.F. 7 = 170322872 = M.A. I.O.O.F. 9 = 170322872 =. I.O.O.F. = 170324872 = M.A. * Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindlsins. Almennar samkomur i kvöld kl. 20.00, föstudaginn langa kl. 16.00 og páskadag kl. 16.00. I.O.G.T. stúkan Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 20.30 ÍTempl- arahöllinni við Eiríksgötu. Kosnir fulltrúar til þingstúku. ÆT. ii Útivist, 0,0.,™,, Páskaferðir Útivistar: Gönguskíðaferð tll Þórsmerkur 25.-27. mars Vegna mikilla snjóa er ekki öku- fært í Þórsmörk. í stað rútuferð- ar býður þvi Útivist gönguskí- ðafólki upp á nýja og alveg ein- staka ferð. Gengið verður á skíðum frá Merkurbæjum að Útivistarskálunum Básum, 25 km. leiö. Þórsmörkin er svo sér- stök núna að óvíst er að fólki eigi eftir að upplifa hana slika aftur. Missið þvi ekki af þessu tækifæri. Snjóbíll fylgir hópnum og flytur farangur. Brottför laugard. 25/3 kl. 8.00. Snæfellsnes - Snæfellsjökull: Gist í góðri svefnpokagistingu í félagsheimilinu Lýsuhóli. Sund- laug, ölkelduvatn og heitur pott- ur á staönum. Skipulagðar göngu- og skoöunarferöir með góðum fararstjórum um strönd- ina og á jökulinn. Kynnist fjöl- breyttri og dulmagnaðri náttúru. Hægt að hafa gönguskiði. A. Fimm daga ferö með brottför á skírdag 23/3 kl. 9.00 og komið til baka annan í páskum. B. Þriggja daga ferð einnig með brottför 23/3 kl. 9.00 en heim- koma á laugardagskvöld. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. Hvítasunnukirkjan Ffiadelfía, Hátúni 2 Samkomur verða sem hér segir um páskana: Skírdagur: Safnaðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaöur: Hafliði Kristinsson. Föstudagurinn langi: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaöur: Garðar Ragnarsson. Ljósbrot syngur. Laugardagur: Páskavaka kl. 21.00. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi: Sam Daniel Glad. Páskadagur. Almenn samkoma kl. 16.30. Vitnisburöir og fjöl- breyttur söngur. Samhjálparkór- inn og Ljósbrot syngja. Ræðu- maður: Einar J. Gíslason. Annar í páskum: Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaöur: Sam Daniel Glad. Við óskum öllum gleðilegrar páskahátiðar. Styttri ferðir: Skfrdagur 23. mars kl. 13. Stórstraums- og kræklinga- fjöruferð í Hvalfirði. Létt strandganga. tilvalin fjöl- skylduferð. Hafið með plastilát. Verð 1.000,- kr. Föstudagurinn langi 24. mars kl. 13. Landnámsganga 8. ferð kl. 13. M úsarnes-Saurbær. Nú er haldið áfram um hina fjöl- breyttu strönd Kjalarness. Takið þátt í fræðandi og skemmtilegri ferðasyrpu. Nýtt fólk er sérstak- legá hvatt til að mæta. Viður- kenning veitt fyrir góða þátttöku. Alls verða farnar 21 ferð í land- námsgöngunni. Verð 800,- kr. Laugardagur 25. mars kl. 13. Þingvellir að vetri. Ef ófært er um Mosfellsheiði, verður ekiö austur fyrir fjall og upp með Þingvallavatni að aust- an. Létt ferð. Verð 1.000,- kr. Annar f páskum 27. mars kl. 13. Lágaskarð-Eldborg-Raufar- hólshellir. Skíðaganga. Verð 900,- kr. Frítt í ferðirnar fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensfnsötu. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR11798 og 19533. Páskaferðir Ferðafélagsins Snæfellsnes - Snæfellsjökull Fjögurra daga ferð frá 23.-26. mars. Gengið á Snæfellsjökul (um 7 klst.) og farnar aðrar skoð- unarferðir eftir aðstæöum. Gist í svefnpokaplássi að Görðum i Staðarsveit (Ferðaþjónusta bænda). Stutt í sundlaug að Lýsuhóli. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. Þórsmörk - Langidaiur: Vegna ófærðar reynist ekki unnt að fara áður auglýstar feröir til Þórs- merkur um páskana. Skíðagönguferð til Land- mannalauga: í þessari ferð er ekki ekið með farþega i náttstað þ.e. sæluhús Ferðafélagsins i Landmanna- laugum, þvi hópurinn gengur á skíöum frá Sigöldu til Land- mannalauga (25 km). Eftir þriggja daga dvöl þar er gengið aftur til baka að Sigöldu þar sem rúta biður hópsins. Feröafélagið sér um að flytja farangur til og frá Landmannalaugum. Þá þrjá daga sem dvalið er í Laugum skipuleggja fararstjórar skíða- gönguferðir um nágrennið. Far- arstjórar: Einar Torfi Finnsson og Páll Sveinsson. Brottför í ferðirnar er kl. 08 á skfrdag. Nánari upplýsingar og farmiða- sala er á skrifstofu F.Í., Öldu- götu 3. Ferðafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferðir utn bænadaga og páska 23. mars kl. 13.00. Borgarhólar - Bringur/skíðaferð. Ekið aust- ur Mosfellsheiði og farið úr bilnum gegnt Borgarhólum. Gengið á skiðum að Borgar- hólum og komið til baka hjá Bringum. Verð kr. 800.- 24. mars kl. 13.00. Öttarstaðir - Lónakot. Ekið i Straumsvik og gengið þaðan að Óttarstöðum, um Lónakot að þjóðvegi. Verð kr. 500,- 25. mars kl. 13.00. Óseyrarbrú - Eyrarbakki - Garðyrkjuskól- inn f Hveragerði/ökuferð. Ekið um Þrengsli, Hafnarskeið, Eyrar- bakka, Síberíu, Selfosstil Hvera- gerðis, þar sem Garöyrkjuskóli ríkisins verður skoðaður. Til Reykjavikur er ekið um Hellis- heiði. Verð kr. 1200.- 27. mars kl. 13.00. Skíðagöngu- ferð frá Bláfjöllum að Grinda- skörðum. Ekið í Bláfjöll og geng- ið austan Þríhnúka í Grinda- skörð. Verð kr. 800.- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Athl Allt að 50% afsláttur af Árbókum Ferðafélagsins er enn f glldi. Ferðafélag íslands. imj útívist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.