Morgunblaðið - 22.03.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
39
Ulla Lill fæddist á Gotlandi 12.
desember 1922, dóttir hjónanna
Mörthu og Orvars Ohlén, kaup-
manns í Klintehamn, næstyngst 6
systkina. Hún ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Gotlandi, gekk þar á
skóla og starfaði hjá ýmsum fyrir-
tækjum þar á eyjunni þar til að
heimsstyijöldin skolaði ungum
manni á land.
Gunnar Skaptason var við tann-
læknanám í Danmörku. Lauk hann
prófi 1943. Honum leiddist áþján
Galla í hinni hemumdu Danmörku
og stakk því af yfír til Svíþjóðar á
ævintýralegan hátt.
Gunnar var settur héraðstann-
læknir í Klintehamn 1943. Naut
hann þar við tilstyrks Vilhjálms
Finsen. í Klintehamn stóð hús
Ohléns kaupmanns. Þannig skóp
hemaðarbrölt Galla á þessum árum
þeim Ullu og Gunnari Skapta örlög,
svo sem og Gaiusi Júlíusi Ceasar
tuttugu öldum fyrr.
Þau Ulla vom samrýnd hjón. Þau
höfðu yndi af ferðalögum og úti-
vist. Þau störfuðu saman á tann-
lækningastofu Gunnars. Síðastliðin
22 ár dvöldu þau mikið í sumar-
húsi sínu á Bergsstöðum í Biskups-
tungum ásamt bömum sínum,
tengdabömum og bamabömum og
ræktuðu þar garðinn sinn. Ulla var
bam sumarsins, gróðurs og birtu.
Á Bergsstöðum nutu þau sín hjónin
og þangað var gott að sækja þau
heim. Þar vex nú upp skógur þar
sem áður vom klappir einar. Oft
var þar kátt í stofu og góður beini
gjörr gestum. Þaðan eigum við
hjónin ógleymanlegar minningar.
Fyrir utan gluggana á Bergsstöð-
um líður Tungufljót áfram sinn veg,
lygnt og myrkt, tígulegt og dulúð-
ugt. Stöðug uppspretta nýrra
mynda og fegurðar. Sumamætur
og sólarlög speglast í fletinum.
Fljótið virðist eilíft, andvaka um
nætur og iðið um daga. Fljótið okk-
ar.
Sérlega er mér nú í minni ein
heimsókn til þeirra hjóna á Bergs-
stöðum síðasta sumar. Þá stóð
lúpínan í blóma. En henni unni
Ulla, því lúpínan er ein lífsglöðust
jurta og kyngimögnuð. Þá vissum
við öll I ver vágestur var kominn
óboðinn í heimsókn til Ullu Lill.
Ulla kom fram og fagnaði okkur
hjónum, geislandi fögur sem ávallt
og létt i fasi. Ég var lítill í mér
innvortis gagnvart þessari alvöm,
en hún reisti mig upp með fram-
göngu sinni og gaf mér vonar-
neista. Þama var góð stund og við
horfðum út á fljótið okkar lygna.
Við óskuðum henni sigurs í hljóði,
þó gesturinn sé þekktur að öðm en
miskunnsemi og því ólíkur skaphöfn
þeirra Ullu Lill og Gaiusar Júlíusar.
Síðasta sinn mættum við þeim
hjónum nálægt jólum. Við vomm
öll á leið til innkaupa til hátíðar.
Ulla var falleg og tíguleg í fasi og
glöð í bragði. Eftir stutta og
skemmtilega samræðustund héldu
þau hjón brosandi sína leið. Það var
reisn yfir þeim og hetjuskapur, sem
við dáðumst að. Mér finnst líklegt
að Gaius Júlíus hefði borið sig eins
og Ulla Lill við þessar aðstæður.
.Ulia er nú horfin okkur sjónum
eins og Gaius Júlíus. En minningin
lifir í hjörtum okkar, sem áttum því
láni að fagna að vera henni sam-
ferða í lífinu. Nú tilheyrir hún sög-
unni eins og allir þeir sem á undan
okkur komu. Fljótið streymir áfram
og ber okkur með sér.
Nú er vorið í nánd þó vetur grúfí
enn. Erfiðu stríði er lokið. Eftir
stendur minningin um gott líf, góða
daga, fagra veröld, sól og vor. Al-
askalúpínan á Bergsstöðum mun
blómstra í sumar í minningu Ullu
Lill Ohlén Skaptason. Himinblá
breiðan mun bylgjast í blænum, sem
mun blása burt tárum okkar.
Heiðríkjan mun speglast í fljótinu
okkar. Heiðrík er mynd Ullu Lill í
minningu fjölskyldu okkar og vina
hennar. Öll íjölskyldan mín óskar
ástvinum hennar styrks í sorginni.
Fljótið mikla heldur áfram með
okkur öll. Gaius Júlíus, Ullu Lill,
mig og þig. Saman eigum við Fljót-
ið og Fljótið á okkur. Við verðum
öll samferða til eilífðar, þangað sem
liggur allur veraldar vegur.
Halldór Jónsson verkfr.
I dag kveðjum við Ullu-Lill
Skaptason, tengdamóður mína, er
lést á heimili sínu þann 15. mars sl.
Ulla fæddist á Gotlandi 12. des-
ember 1922, næstyngst sex bama
hjónanna Mártha og Orvar Ohlén,
stórkaupmanns. Þar bjó hún þang-
að til hún flutti til íslands í desem-
ber 1945 með eiginmanni sínum,
Gunnari Skaptasyni, tannlækni, en
þau höfðu verið gefín saman rétt
fyrir brottförina frá Gotlandi eða
17. desember. Hingað komu þau á
aðfangadag og oft hef ég dáðst að
því, hvemig henni tókst að aðlagast
aðstæðum hér, en þær vom svo
gjörólíkar því sem hún átti að venj-
ast. Lífsstíll hennar og lífsviðhorf
vom öll önnur en íslenskra kvenna
á hennar aldri á þessum tíma. Ég
hef oft reynt að ímynda mér upplit-
ið á Reykvíkingum, þegar þær vin-
konumar Ulla og Friedel örkuðu
með bamavagnana suður á Mela-
völl til þess að leika tennis.
Ulla veitti bömum sínum mikla
ástúð og umhyggju og tengdaböm-
in og bamabömin nutu einnig þess-
arar ástúðar í ríkum mæli, þegar
þau komu til sögunnar. Hið fallega
heimili þeirra Gunnars varð vinsæll
samkomustaður fjölskyldunnar,
enda leið þar öllum vel. Ulla hafði
undraverða hæfileika til þess að
töfra fram hina fjölbreyttustu rétti
að því er virtist án nokkurrar fyrir-
hafnar. Á heimilinu var oft töluð
sænska og ýmsir sænskir siðir í
hávegum hafðir og eru þeir jafn-
•framt orðnir ríkur þáttur í heimil-
islífí bamanna.
Ulla hugsaði fyrst um aðra og
síðan um sjálfa sig og kom þetta
glögglega fram í veikindum henn-
ar. Hún kvartaði aldrei og því var
erfitt að átta sig á því hversu veik
hún var í raun og vem. Hún vildi
ekki valda okkur áhyggjum en ætl-
aði að bera kross sinn ein. Ég minn-
ist þess líka að við dvöldum í Túnis
um jólin 1982 og urðum þar vitni
að mikilli örbirgð. Ulla var búin að
gefa eiginlega allt sem hún hafði
meðferðis og hafði af því mestar
áhyggjur að hún átti ekki meira til
þess að gefa.
Síðan ég tengdist Ullu og Gunn-
ari hef ég lengst af búið erlendis.
Þau dvöldu hjá okkur um tíma
bæði í Frakklandi og Bandaríkjun-
um svo og við hjá þeim í leyfum,
þannig að við kynntumst náið. Ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari fallegu og fíngerðu
konu og njóta hlýju hennar og vel-
vildar. Ulla hlakkaði til þess að sjá
litla bamabamið sem bráðum fæð-
ist og það er sárt að hún skyldi
ekki fá þá ósk uppfyllta.
Síðustu mánuði háði Ulla erfíða
baráttu við sjúkdóm sinn. May syst-
ir hennar kom frá Svíþjóð til þess
að vera hjá henni og með hennar
ómetanlegu hjálp gat Ulla dvalið
heima eins og hún hafði óskað sér.
Við kveðjum Ullu með trega og
söknuði og varðveitum minninguna
um góða konu.
Hildur Bjarnadóttir
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja,“ segir í fallegu ljóði. Hún
Ulla var svolítið sérstök kona, hún
var ekki bara sérstök, hún var ein-
stök, því hún borgaði gott með
góðu, en hún gerði meir, hún borg-
aði illt með góðu. Á einu sviði var
hún sérfræðingur, í matargerðar-
list. Það getur enginn gleymt ,jule-
frokost" með „Janson" og tilheyr-
andi á aðfangadag í Snekkjuvogi.
Ég votta eftirlifandi eiginmanni,
börnum, tengdabömum og bama-
bömum, svo og öllum ættingjum
og vinum nær og ij'ær, dýpstu sam-
úð.
Að lokum vil ég kveðja Ullu með
eftirfarandi ljóði:
Far vel heim,
heim í Drottins dýrðargeim!
Náð og miskunn muntu finna
meðal dýrstu vina þinna;
friðarkveðju færðu þeim.
Far vel heim!
(Matthías Jochumsson)
Jón Jónasson
Á fögmm degi í maí í fyrra fögn-
uðum við hjónin með Ullu og Gunn-
ari Skaptasyni á brúðkaupsdegi
bama okkar. Hildar og Bjöms. Við
hlökkuðum til þess að fylgjast með
þeim á leið þeirra um bjarta framtíð.
En skjótt skipast veður í lofti og
nokkmm vikum síðar kom í ljós,
að Ulla var haldin ólæknandi sjúk-
dómi. Ulla hóf hetjulega baráttu
við þennan miskunnarlausa vágest,
en nú er þeirri baráttu lokið.
Ulla yfirgaf ættland sitt, Svíþjóð,
ung að ámm til þess að setjast að
á Islandi og átti þar heimili sitt
síðan. Það hlýtur að hafa verið erf-
itt á margan hátt en henni tókst
vel að aðlagast íslenskum lífshátt-
um. Hún hélt þó ætíð nánum tengsl-
um við fjölskyldu sína og ættland
og heimilislífið mótaðist af siðum
og venjum beggja þjóða.
Ulla annaðist fjölskyldu sína og
heimili af mikilli alúð. Hjá henni
áttu bömin og fjölskyldur þeirra
ömggt athvarf og hún var ávallt
reiðubúin til að rétta þeim hjálpar-
hönd.
Ulla var glæsileg kona og fallegt
heimili þeirra Gunnars bar vitni
fáguðum smekk húsráðenda. Það
var ánægjulegt að njóta gestrisni
þeirra og við eigum góðar minning-
ar um samverustundir með þeim,
bæði í Snekkjuvogi og í sumarhúsi
þeirra á Bergsstöðum.
í erfiðum veikindum naut hún
frábærrar umönnunar Gunnars og
bamanna, svo og May systur
sinnar. Við vottum þeim innilega
samúð okkar.
Kristín Guðmundsdóttir,
Bjarni Þórðarson.
Talaðu við
ofefeur um
eldhústæfei
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589
Talaðu við
okbur um
ofna
IVKiele
1
j
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -6885 89
Vinsamlegast sendið mór bæklinginn BTH
Nafn:____________________________________________
Menntið ykkur í
B Y GGIN G AT ÆKNIFRÆÐI
BYGGINGAVERKFRÆÐI
Kennsla hefst 31. júlí 1989. Skróning fer fram í skólanum.
Hringið í síma 9045-5-62 50 88 og fóið sendan bæklinginn
„Information Byggetekniker - Byggekonstruktor“.
BYGGETEKNISK H0JSKOLE
SLOTSGADE 11 . 8700 HORSENS
Heimili:
Póstnúmer:
Borg/Land: