Morgunblaðið - 22.03.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.03.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Minning: Bára K. Guðmunds- dóttir kennari Fædd 27. júní 1936 Dáin 14. mars 1989 Bára Kristín Guðmundsdóttir, kennari við Lækjarskóla í Hafnar- firði, lézt þ. 14. marz sL, á Land- spítalanum, eftir langvarandi og erfíð veikindi. í dag er útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju, kl. 15.00. Þriðjudaginn 14. marz er Bárá lagði upp í hina miklu langferð sem við eigum öll fyrir höndum fyrr eða síðar, skein útmánaðasólin um það bil í fullu suðri, eftir langvarandi sólarleysi og ótíð undanfama daga og vikur, reyndar að mestu allt frá áramótum, og senn komið að sigur- hátíðinni sælu og blíðu, páskahelg- inni, helgi upprisunnar. Þetta er dálítið einkennandi fyrir seinasta kaflann í lífi Báru Guð- mundsdóttur. Með réttu, ef allt hefði verið með felldu, hefði ævisól hennar sjálfrar átt að vera í fullu suðri og langt til kvölds áður en hið mikla kall kom að hverfa af þessum heimi. Hún hafði svo margt að lifa fyrir. En enginn ræður sínum næturstað, hvað þá heldur dánar- dægri. Kannski er það gott. Kannski er það mikil guðsmildi, að engum er gefín sú vitneskja að vita stundina sína. Fyrir nokkrum misserum eða um það bil fyrir þremur árum, kenndi Bára þess meins, sem að lokum lagði hana að velli eftir harða bar- áttu og stranga gegn meinsemd þessari, sem fellt hefur svo margan góðan dreng, karl og konu, mjög oft fyrir aldur fram, ekki sízt kon- ur. I þessari illvígu og ójöfnu bar- áttu upp á líf og dauða, reyndu maigir að leggja henni lið, auk hennar nánustu vandamanna, þvi að hún var vinamörg, elskuð og virt langt út fyrir raðir sinnar góðu fjölskyldu, sökum mikiila mann- kosta. Öllum sem með henni störfuðu og henni kynntust var ljóst að þar sem hún fór var enginn meðalmað- ur á ferð. Hún var ætíð í hópi þeirra, sem sköruðu fram úr í starfí sínu. Heiðarleik hennar og drenglund var viðbrugðið. Þessir eiginleikar sem voru henni sem meðfæddir og voru svo ríkir í hennar innsta eðli, löðuðu fólk að henni og áunnu henni tiltrú og traust allra þeirra, sem kjmntust henni að marki og með henni störf- uðu. Mikið skarð er því fyrir skildi, þegar hún er fallin frá, langt um aldur fram, skarð sem verður vand- Minning: Hvað er það Ijós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ljós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá og „eilíft líf“ í feiga skörungs brá? Hvað er þitt Ijós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvem tímans son? Guð er það ljós. (M. Joch.) í dag, miðvikudaginn 22. mars, verður amma okkar, Þóra Sigfús- dóttir, jarðsungin frá Kálfafells- staðarkirkju, Suðursveit. Hún andaðist 14. mars sl. á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Amma fæddist 13. mars 1903 og var næstelst 5 systkina. Hún giftist Bjarna Gíslasyni, eftirlifandi manni sínum, og eignaðist með honum 3 syni, Gísla Ingimar kvænt- an Önnu Benediktsdóttur, Pétur kvæntan Rannveigu L. Sveinbjöms- dóttur og Þorberg Öm kvæntan Torfhildi Torfadóttur. Bamabömin era 12 og bamabamabömin 14. fyllt eða alls ekki. Söknuðurinn er mikill og sár hjá hinum ijölmenna vinahópi hennar: samkennuram og öðra samstarfsfólki og nemendum hennar sem orðnir era margir á 33ja ára starfsferli hennar, fyrst í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá 1956 til 1976 með nokkram hléum þó á því tímabili, og síðan í Lækjar- skóla frá hausti 1976 til upphafs þessa árs, þegar hún lagðist bana- leguna. En að sjálfsögðu er söknuðurinn og harmurinn við fráfall hennar mestur og sárastur hjá eftirlifandi eiginmanni hennar, Jóni Gíslasyni skipstjóra, og bömum þeirra tveim uppkomnum, Kristínu kennara og Gísla, sem stundar læknisfræðinám við Háskóla íslands, systkinum hinnar látnu og aldraðri tengda- móður, áttræðri, sem búsett er á Isafirði. Bára Kristín, en svo hét hún fullu nafni, fæddist í Hafnarfírði 27. júní 1936. Foreldrar hennar vora: Guð- mundur vélstjóri (f. 30. sept. 1901) Erlendsson sjóm. s.st., Jónssonar og Ingibjörg Krístín (f. 26. apríl 1913) Magnúsd. b. á Efri-Hömram í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, Bjömssonar. Hún ólst upp hjá móð- ur sinni og stjúpföður, Magnúsi skipstjóra í Hafnarfírði (f. 25. ágúst 1907) Magnússyni sjóm. í Sand- gerði, Helgasonar. Þótti henni ekki síður vænt um stjúpa sinn en móð- ur, sagði hann hafa verið sér eins og sínum eigin bömum, en með konu sinni, Kristínu Magnúsdóttur, móður Bára, eignaðist Magnús tvö böm, sem bæði komust farsællega á legg og era góðir borgarar í Hafn- arfirði, en þau era: Herdís, gift Hjörleifi Bergsteinssyni vélvirkja, Flókagötu 4, Hafnarfírði, og Magn- ús rafvirki, kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur, starfsm. í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Langeyrarvegi 15 í Hafiiarfírði. Tvö önnur hálfsystkini átti Bára, en þau vora böm Guð- mundar föður hennar: Kristín meinatæknir, gift Bjama Þórðar- syni tryggingafræðingi, Miðvangi 7 í Hafnarfírði, og Erlendur flug- stjóri, kvæntur Kristínu Guðbjöms- dóttur, en þau búa á Markarflöt 17, Garðabæ. Að loknu bamaskólanámi fór Bára í Flensborgarskóla og lauk þaðan landsprófi, gagnfræðaprófí um vorið 1952. Lá leið hennar síðan í Kennaraskólann og lauk hún þar hinu almenna kennaraprófi vorið 1956. Um haustið hið sama ár fékk hún kennarastöðu við Breiðagerðis- Þegar við voram smástelpur fluttu þau amma og afi til foreldra okkar að Jaðri. Nutum við því þeirra forréttinda að fá að búa í námunda við þau og alltaf voram við jafn velkomnar á efri hæðina hvemig sem á stóð. Amma var glaðlynd kona sem leit björtum augum á lífið. Hún kom þvf í framkvæmd sem hún ætlaði sér og var um margt mjög sjálfstæð kona. Hún var félagslynd og var heimili þeirra ömmu og afa miðstöð Qölskyldunnar. Nokkur sumur voru böm Péturs hjá þeim og styrkti það kynni okkar frændsystkinanna. Amma sýndi skyldmennum sínum mikla ræktarsemi og lét ekki fjar- lægðir hindra sig í að heimsækja sína nánustu. í haust þegar hún varð 85 ára fór hún til Péturs sonar síns sem býr í Reykjavík til að halda upp á afmæli sitt í hópi vina og ættingja. Aldur var afstætt hugtak hjá ömmu og leit hún svo á að enginn væri eldri en hann vildi vera. Hún var skóla í Reykjavík. Var sá skóli þá undir stjóm Hjartar Kristmunds- sonar. Taldi hún það hafa verið happ fyrir sig að he§a þar kennara- feril sinn, því að Hjörtur var mjög hjálplegur og skilningsríkur ungum kennuram, sem vora að stíga sín fyrstu skref í kennslustarfínu. Ur starfí Bára við Breiðagerðis- skóla tognaði meira en ráð var fyr- ir gert í upphafí, því að hún var viðloðandi þann skóla að meira eða minna leyti til ársins 1976, þegar hún varð fastur kennari í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og þá við elzta skólann þar, Bamaskóla Hafnar- Ijarðar (Lækjarskóla). Meðan hún var í Breiðagerðisskóla, varð nokk- urra ára hlé á fastri kennslu henn- ar þar. Lét hún þá heimili sitt ganga fyrir og bömin sín tvö, Kristínu og Gísla, á meðan þau vora í bráðri bemsku, en jafnvel á meðan á því stóð rofnuðu tengsl hennar við skól- ann ekki alveg, því að alltaf var verið að falast eftir henni að taka að sér forfallakennslu og hlaupa í skarðið fyrir aðra kennara. Átti hún erfítt með að synja þessu, því að henni var hlýtt til skólans, þar sem hún hafði hafíð sína fyrstu göngu á kennaraferlinum og auk þessa var hún hjálpfús og trygglynd að eðlis- fari. Henni féll líka vel við stjóm skólans og samkennara sína þar og nemendur, sem henni var falið að fræða, veita leiðsögn og hafa um- sjón með. Við Lækjarsljóla starfar hún nærfellt 13 ár. Við sem vorum þar fyrir, þegar hún kemur þangað á haustdögum 1976, væntum mikils af henni. Og svo sannarlega varð enginn fyrir vonbrigðum með störf hennar þar. Allt frá upphafi til síðasta dags reyndist hún afburða góður kennari, hörkudugleg og forkur hinn mesti að hverju sem hún gekk. Þegar hún hóf störf sín við skólann stóð svo á að vinsæll og duglegur kennari einn var að hverfa þaðan úr starfi. Nemendum hans ungum (10 ára) var mikil eftir- sjá í honum og kviðu kennaraskipt- unum. Kennaraskipti era nemend- um oftast mikill þymir í augum, sumum þeirra jaftivel mikið kval- ræði, einkum er þeir eru að missa af vinsælum og góðum kennara. Bekkurinn sem kennarinn var að yfírgefa hafði verið nokkuð baldinn, ekki þó verri en gengur og gerist. Einkum höfðu drengimir verið all- fyrirferðarmiklir og óstýrilátir, en hinum lagna kennara hafði samt tekist með ágætum að gera bekkinn að fyrirmyndarbekk, þar sem góð regla og sjálfsagi ríkti. Þetta hafði að sjálfsögðu kostað mikla fyrir- höfn, því að þetta vora karskir krakkar og miklir fjörkálfar, dreng- imir hinir frískustu, á sparkaldri og telpurnar gáfu þeim lítið sem ekkert eftir. Þau voru nokkuð mis- jafnlega stödd í náminu, en eigi að síður öll vel gefin, saklaus og ósp- létt á fæti, bar aldurinn vel og það eitt skipti máli að halda heilsu. Sem betur fer má segja að henni hafi orðið að ósk sinni því að hún var heilsuhraust þar til allra síðustu vikumar. Nú á kveðjustundinni viljum við, eiginmenn okkar og böm þakka henni samfylgdina. Minningin um góða og heilsteypta ömmu mun lifa með okkur. Við biðjum henni guðs friðar. Þóra og Gunnhildur illt, eins og lang flest böm era á þessum aldri, en oft fram úr hófí ærslafengin og fjörmikil. Þetta var sem sagt bekkurinn sem Bára var falið að taka að sér, kenna og hafa yfíramsjón með. Þetta var hennar fyrsta þolraun við Lækjarskóla og hún ekki lítil. En ekki urðu allir í bekknum dús við þessa ráðstöfun skólastjórans að láta kvenmann taka við bekknum af karlmanni. Einkum vora það ýmsir drengjanna, sem gagnrýndu þessa ráðstöfun harðlega. Þeir beittu ýmsum fortölum við skóla- stjóra sinn til þess að fá þessu breytt. En allt kom fyrir ekki. Hinn þijóski skólastjóri lét ekki haggast. Hann var ekki par vinsæll hjá þeim næstu daga, sem í hönd fóra; versti skólastjóri í heimi þótti þeim hann vera þá. En allt jafnar sig. Ekki var fyrsti mánuðurinn liðinn áður en nýi kennarinn hafði full tök á bekknum, regla og lag komið á hlutina og allt fallið í ljúfa löð. Nú kom annað hljóð í strokkinn. Óstýrilátustu drengimir áttu nú ekki orð til þess að lýsa gæzku og kostum hins nýja kennara, sem þeir töldu í engu síðri en þann, sem þeir fyrr hefðu haft. Bára sýndi það strax í upphafí að í þessu efiii sem öðra í kennslustarf- inu kunni hún réttu tökin. Hún hafði góðan aga, en sá agi var ekki til að bijóta niður heldur til að byggja upp. Hún kunni til fulls að beygja kvistinn án þess þó að bijóta hann. Þetta fundu nemendur henn- ar fljótlega, þótt ungir væra að árum. Lærðu fljótt að virða hana og meta. Fundu hvað hún lét sér annt um þá, innan skólans sem utan. Fundu, að þeir áttu hana ætíð að. Fundu, að þeir áttu ætíð hauk í homi, þar sem hún var. Þess vegna lögðu þeir sig fram um að gera henni sem mest til hæfís, ekki af þrælsótta, heldur af vænt- umþykju. Millum hennar og nem- enda hennar skapaðist því gagn- kvæmur trúnaður og traust, sem aldrei bilaði, hvað sem á gekk. Löngu eftir að þeir vora horfnir undan handaijaðri hennar, á bak og burt úr skólanum, átti hún óskerta vináttu þeirra og þeir henn- ar. Þannig uppsker mikilhæfir kennarar. Er það þeim mikils virði, meira virði en nokkur veraldarauð- ur getur veitt þeim, eitthvað sem silfur og gull getur ekki komið í staðinn fyrir, eitthvað, sem hvorki mölur eða ryð fær grandað, eitt- hvað, sem er þeim hjartfólgið og fylgir þeim á leiðarenda. Bára var í hópi hinna mikilhæfu. Hún var kennari af guðs náð. Hún var mikill gæfusmiður, bæði í skól- anum og í einkalífí sínu, og þvi var hún mikill gæfumaður sjálf. í aug- um hennar var enginn svo aumur eða lítilsmegandi að hann eða hún ætti sér ekki einhveijar málsbætur. Þetta átti við um alla, nemendur hennar sem aðra. Aldrei kvartaði hún undan nemendum sínum, eins og stundum ber við að kennarar geri, illu heilli. Hún lét aldrei styggðaryrði falla um þá í annarra eyra. Þegar hún ræddi um þá við yfirkennara eða skólastjóra, var það í jákvæðum dúr, en klagaði þá aldrei, þótt þeir reyndu á þolrifin í henni, eins og stundum vill brenna við í samskiptum kennara og nem- enda. Hun var alveg einstök að þessu leyti. Ef vanda bar að höndum í bekknum hennar leysti hún hann ætíð sjálf, ein og óstudd. Hún taldi það ekki eftir sér að ganga á fund skólastjóra eða yfirkennara, til þess að fara viðurkenningarorðum um einn eða annan nemenda, sem var farinn að taka sig á í náminu og leggja sig fram. Hún sagði t.d. ekki svo sjaldan: „Komið þið nú inn í bekkinn og takið eftir, hvað honum N.N. eða henni N.N. hefur farið fram. Það örvar þau og hvetur til að halda áfram að gera betur, ef þau. verða þess vör, að fleiri vita þetta en ég.“ Þetta var Bára Guð- mundsdóttur lagið og líkt. Alltaf að vera að skapa hollt og heilbrigt andrúmsloft og jákvæðan skilning milli manna, S skólanum sínum sem annars staðar. Bára vann skóla sínum allt sem • hún mátti og gat. Hún var tryggur vinur og einstaklega góður félagi, ekki bara nemenda sinna heldur og allra hinna, sem hún starfaði með. Um skeið var hún í stjóm kennara- félags skólans og í kennararáði og alit fór henni vel úr hendi. Öllum fannst gott að vinna með henni, sökum ljúfmennsku og lipurðar í umgengni við aðra. Hún var jafn- lynd og sást sjaldan bregða skapi, nema þegar henni fannst ómaklega á annan hallað. Það fannst á henni, að hún hafði ríkt geð, en sjálfstjóm hennar var mikil og ekki flíkaði hún tilfínningum sínum. Sást það bezt á því, þegar hinn ólæknandi sjúk- dómur sem lagði hana að lokum að velli tók að heija á hana, kvart- aði hún ekki, lagðist ekki í víl né vol, en tók því sem að höndum bar af fullkominni reisn og æðruleysi. Gekk um meðal vina og ættmenna kát, glöð og uppörvandi, eins og ekkert hefði í skorizt. Og brosandi fagnaði hún vinum og vandamönn- um, sem komu til hennar að sjúkra- beði síðustu dagana og stundirnar sem hún lifði. Með réttu hefði ævi- sól hennar átt að vera í hádegisstað þegar hún hvarf af þessum heimi, aðeins 53ja ára að aldri og tæplega þó. En hinn mikli sláttumaður spyr ekki um aldur eða kyn, stétt eða stöðu og fellir oft þá að velli um aldur fram sem mestur veigur og eftirsjá er í. Sannast þá sem sagt var, að oft er það ellin, sem æskuna til grafar ber. Þegar Bára Guðmundsdóttir var fímmtug, þann 27. júní 1986, hafði hún fyrir nokkram mánuðum kennt þess sjúkdóms sem varð hennar banamein. Nokkrir vinir hennar sendu henni þá afmælisbrag, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi, en þegar bragur var kveðinn og færður til bókunar, skrifaði und- irritaður m.a. eftirfarandi orð í minnisbók sína þennan dag „Þegar þessi bragur er kveðinn, er Bára Guðmundsdóttir haldin þeim sjúkdómi sem flesta dregur s til dauða, en henni er ekki fisjað saman og ekki er henni bragðið, þótt hún viti með fullri vissu til hvers sjúkdómurinn gæti leitt, en berst gegn honum af miklum krafti og sálarstyrk, stundar sína vinnu, kennslustörfín, eins og ekkert hafi í skorist, og vinnur margt góðverk- ið í leyndum sem venja hennar hef- ur ætíð verið. Hún er gift Jóni Gísla- syni, góðum dreng, Vestfirðingi (ís- fírðingi), skipstjóra á fískiskipinu Guðrúnu GK 37, sem gert er út af Auðunsbræðrum..." Þau Jón og Bára stofnuðu til hjúskapar um áramótin 1956-57, en gengu í heilagt hjónaband 31. desember 1961. Þau eignuðust tvö böm, sem fyrr var drepið á í grein þessari, Kristínu, sem fæddist 14. október 1956, og Gísla, sem fædd- ist 27. desember 1962. Kristín hef- ur fetað í fótspor móður sinnar, er kennaralærð og kennir við Þjálftin- arskóla ríkisins í Kópavogi, en Gísli er á síðasta ári í læknisfræði í Háskóla Islands. Gæfuspor var það þeim báðum, Bára og Jóni, er þau bundust tryggðum. Þau voru einstaklega samhent hjón. Jón unni konu sinni mikið og hún honum. Það er mikið og vandasamt hlutskipti að vera sjómannskona. Það fékk Bára að reyna eins og aðrar sjómannskon- ur. Veður á fískimiðunum og við strendur landsins eru mislynd og válynd og oft háskaleg. Reynir mjög á sjómenn okkar og konur þeirra, Þóra Sigfusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.