Morgunblaðið - 22.03.1989, Side 48
-48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 22. MARZ 1989
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
Einkunnagjöf Morgunblaðsins:
Valur leikmaður
íslandsmótsins
Hæsturíeinkunnagjöfinni. Lið Keflavíkurfékkflest M
VALUR Ingimundarson, leik-
maður og þjálfari Tindastóls
'v fékk flest M í einkunnagjöf
Morgunblaðsins. Hann hlaut
28 M, einu fleira en Guðmund-
ur Bragason. Þess má geta að
leikirnir í íslandsmótinu eru 26
og það gerir því rúmlega eitt M
að meðaltali.
Valur hlaut M í öllum leikjum
Tindastóls nema þremur. Hann
bætti það svo upp með því að fá
tvö M í fimm leikjum, samtals 28
M.
Guðmundur Bragason var næst-
ur. Hann hlaut 27 M eða að meðal-
tali eitt í leik. Hann fékk M í 20
af 26 leilqum Grindvíkinga, þar af
sjö sinnum tvö M.
Tómas Holton var eini leik-
maður mótsins sem fékk
hæstu einkunn, þijú M. Það
var er Valsmenn sigruðu Grindvík-
inga og tryggðu sér þannig sæti í
úrslitakeppninni.
Nokkrir leikmenn náðu því
að fá tvö M í leik. Eyjólfur
Sverrisson gerði það oftast
og fékk níu sinnum tvö M fyrir leiki
sína með Tindastóli. Guðjón Skúla-
son og Guðmundur Bragason komu
næstir, fengu báðir sjö sinnum tvö
M.
"®5^Guðmundur Bragason fékk
WflmM flesta leiki I röð. Hann
fékk M níu leiki í röð, sam-
tals 14 M. Eyjólfur Sverrisson og
Valur Ingimundarson fengu M sjö
leiki í röð.
Ekkert lið náði því að fá M
í öllum leilqum sínum. Sjö lið
vantaði einn leik til þess að
ná því: ÍBK, KR, Hauka, UMFN,
UMFG, Val og ÍR. Tindastól vant-
aði tvo leiki. Þór fékk M í 13 af
26 leikjum sínum og ÍS aðeins í 8
af 26 leikjum.
Njarðvíkingar fengu M í 24
leikjum í röð og ÍR og Valur
í 22 leikjum í röð.
Stúdentar léku flesta leiki í
röð án þess að fá M eða níu
síðustu leiki sína í deildinni.
Tvö lið náðu 6 M-um í einum
leik. Það var ÍBK, gegn
Haukum, og Grindavík, gegn
Val.
Alls voru gefin 547 M og
skiptust þau á milli 72 leik-
manna. Það gerir að meðal-
tali 7,59 M á leikmann.
Keflvíkingar fengu flest M
eða 86. Þau skiptust á milli
10 leikmanna sem gera 8,6
M að meðaltali.
Leikmenn Tindastóls fengu
flest M að meðaltali. Liðið
fékk 68 M og þau skiptast
á milli 6 leikmanna. Það eru að
meðaltali 11,33 M á hvem leik-
mann. Þar munar að sjálfsögðu
mest um Eyjólf og Val sem fengu
samtals 53 M. Njarðvíkingar koma
næstir með 67 M sem skiptust á
milli 7 leikmanna, eða 9,57 á mann.
Stúdentar fengu fæst M eða
11. Þau skiptust á milli
þriggja leikmanna, að meðal-
tali 3,66 M á mann.
Staða efstu manna var þessi:
Valur Ingimundarson, UMFT.........28
Guðmundur Bragason, UMFG..........27
Eyjólfur Sverrisson, UMFT.........25
Tómas Holton, Val.................24
Teitur Örlygsson, UMFN............23
Guðjón Skúlason, ÍBK..............23
Jón Kr. Gíslason, ÍBK.............21
Pálmar Sigurðsson, Haukum.........20
Sigurður Ingimundarson, ÍBK.......15
Hreinn Þorkelsson, Val............15
Sturla Örlygsson, IR..............14
Birgir Mikaelsson, KR.............14
ísak Tómasson, UMFN...............13
Jón Amar Ingvarsson, Haukum.......13
ívar Webster, KR..................12
Helgi Rafnsson, UMFN............ 12
Jóhannes Kristbjömsson, KR........12
ívar Ásgrímsson, Haukum..’........12
Konráð Óskarsson, Þór.............10
Jón Öm Guðmundsson, ÍR............10
Karl Guðlaugsson, ÍR..............10
Henning Henningsson, Haukum.......10
Matthías Matthíasson, Val.........10
Aðrir sem fengu M:
9
Steinþór Helgason UMFG.
8
Ólafur Guðmundsson KR, Haraldur
Leifsson UMFT, Karl Guðlaugsson ÍR.
7
Rúnar Ámason og Hjálmar Hallgríms-
son UMFG, Magnús Guðfínnsson IBK.
6
Axel Nikulásson ÍBK, Matthías Einars-
son KR, Jóhannes Sveinsson ÍR, Sverrir
Sverrisson UMFT.
6
Páll Amar og Valdimar Guðlaugsson
ÍS, Ragnar Torfason ÍR, Hreiðar Hreið-
arsson, Friðrik Rúnarsson og Friðrik
Ragnarsson UMFN, Falur Harðarson
ÍBK.
4
Eiríkur Sigurðsson og Bjöm Sveinsson
Þór, Nökkvi Már Jónsson ÍBK, Kristinn
Einarsson UMFN, Einar Ólafsson Val,
Guðni Guðnason KR, Jón Páll Haraldsson
UMFG.
3
Ingimar Jónsson, Reynir Kristjánsson
og Eyþór Ámason Haukum, Ástþór Inga-
son UMFG, Bragi Reynisson ÍR, Bárður
Eyþórsson Val, Albert Óskarsson ÍBK,
Guðmundur Bjömsson Þór.
2
Ragnar Þór Jónsson og Torfi Geirsson
Val. '
1
Svali Björgvinsson, Hannes Haralds-
son og Ari Gunnarsson Val, Kári Marís-
son og Bjöm Sigtryggsson UMFT, Kristj-
án Rafnsson Þór, Einar Einarsson og
Egill Viðarsson ÍBK, Lárus Valgarðsson
KR, Þorsteinn Guðmundsson ÍS, Eyjólfur
Guðiaugsson, Sveinbjöm Sveinbjömsson
og Ólafur Jóhannsson UMFG, Tryggi
Jónsson Haukum.
Skipting milli liða varð þessi
(Hve mörg M og hve margir leik-
menn): ÍBK 86 10
68 6
Njarðvlk 67 7
Haukar 65 8
Valur 10
Grindavík 60 9
KR 57 7
IR 7
Þór 5
ÍS 11 3
Firmakeppni Vals í knattspyrnu
Dagana 1. og 2. apríl fer fram firmakeppni meistaraflokks
Vals í knattspyrnu í hinu nýja íþróttahúsi Vals við Hlíða-
renda. Leikið verður samkvæmt nýju fýrirkomulagi innan-
hússknattspyrnunnar, með markverði og 4 útispilurum.
Innköst og útspörk afmarkast af enda- og hliðarlínum.
Leiktími er 2x8 mínútur og leika 5 lið í hverjum riðli.
Efstu lið í hverjum riðli komast í úrslitakeppnina, en þar
verður einnig dregið um hvaða lið leika saman.
Sigurvegarar hljóta glæsilegan eignarbikar en einnig verða
veittir verðlaunapeningar fýrir 1., 2. og 3. sætið í keppn-
inni. Fullgildir dómarar sjá um dómgæsluna.
Skráning í firmakeppni Vals er í símum:
11134 húsvörður,
685057 Þorgrímur,
72277 Ámundl.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi 30. mars.
Þátttökugjald er kr. 6.000,-
Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu.
A-DEILDARKEPPNIN
ISLANDSMEISTARAMOTIÐ I
VAXTARR/EKT 1989
LAUGARDAGINN 25. MARS í HÁSKÓLABlÓ
Forkeppnikl. 10:00 Úrslitakeppni kl 14:00 (Húsiö opnar kl. 13:00)
Sjá nánar í Morgunblaösauglýsingu á fimmtudaginn
Morgunblaðiö/Einar Falur
Valur Ingimundarson, landsliðsmaðurinn sterki, hefur gert góða hluti með
Tindastól.
KNATTSPYRNA
Maradona-æði
í Miinchen
Uppselt á leik Bayern og Napolí í Munchen
Geysilegur áhugi er nú fyrir
seinni leik Bayern Miinchen
gegn Napólí í undanúrtslitum
UEFA-keppninnar. í gær hófst sala
aðgöngumiða á leikinn, sem verður
19. apríl. Miðamir seldust upp á
aðeins tveimur klukkustundum.
„Við hefðum hæglega getað selt
250 þús. miða á leikinn," sagði einn
af forráðamönnum Bayem Miinc-
hen í gær.
Það er óhægt að segja að Mara-
dona-æði hafí gripið um sig í Múnc-
hen. „Maradona leikur í fyrsta sinn
í Munchen, þegar hann leikur hér
með Napolí. Það er nokkuð sem
allir hér í V-Þýskalandi hafa beðið
eftir,“ sagði Fritz Scherer, forseti
Bayern Munchen.
Olympíuleikvangurinn í Munchen
tekur 72.300 áhorfendur. Þess má
geta að Bayern leikur fyrri leikinn
gegn Napolí á Ítalíu - 5. apríl.
NBA-úrsUt
Mánudagur:
San Antonio - Boston.......108:119
Washington - Cleveland..... 97:103
New York - Philadelphia....129:109
Miami Heat - Phoenix....... 97:115
Dallas - Portland.......... 91:112
Charlotte - Sacramento.....117:103
Diogo Maradona leikur i fyrsta
skipti í Miinchen, þegar Napolí mætir
Bayem í UEFA-keppninni.
HAGLABYSSUSKOTFIMI
Viglundur sigraði
Urtökumót í haglabyssuskotfimi
fyrir Smáþjóðaleikana á Kýp-
ur í maí, fór fram um síðustu helgi.
Þrír efstu menn í úrtökukeppninni
vom Víglundur Jónsson með 91
stig, Sigurður Gunnarsson með 90
og Einar Páll Garðarsson með 89.
Einnig fór fram flokkakeppni. í
1. flokki sigraði Emil Kárason, í
2. flokki Sigurður Gunnarsson og
í 3. flokki Eyjólfur Óskarsson. Allir
em þeir úr Skotfélagi Reykjavík.
Þrír keppenda náðu að skjóta 25
dúfur af 25 mögulegum í einum
hring — og er það í fyrsta skipti
sem það gerist á íslandi. Þeir sem
náðu þessum árangri vom Emil
Kárason, Sigurður Gunnarsson og
Einar Páll Garðarsson.