Morgunblaðið - 07.04.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989
3
Nánasteng-
ar líkur á
aðhnútur-
inn leysist
— segirlngi
Björn Albertsson
ALLAR líkur eru nú á að Ingi
Björn Albertsson og Hreggviður
Jónsson, tveir af þingmönnum
Borgaraflokksins, gangi úr þing-
flokki flokksins á mánudag. Þeir
hafa sett skilyrði fyrir áfram-
haldandi þátttöku sinni í þing-
flokknum og kreQast svara við
þeim fyrir miðnætti á sunnudag.
Engir fundir eru þó áformaðir
með þeim og formanni flokksins
um helgina og segir Ingi Björn
að nánast útilokað sé orðið að
þessi hnútur leysist. Júlíus Sólnes
segir að hann hafi ekkert um þetta
mál að segja. Þeir tveir, Ingi Björn
og Hreggviður, verði að gera upp
hug sinn í þessu máli.
Ingi Björn segir að þau skilyrði
sem þeir Hreggviður setji fyrir
áframhaldandi veru í þingflokknum
séu einkum tvö. „Við viljum fyrst
og fremst að flokkurinn láti af því
að styðja þessa ríkisstjóm. I öðm
lagi viljum við að því sé lýst yfir að
ekki verði um frekari viðræður af
hálfu flokksins um þátttöku í ríkis-
stjóminni."
Aðspurður um hvað taki við hjá
þeim Hreggviði ef ekki verði gengið
að kröfum þeirra segist Ingi Bjöm
ekki geta rætt það að svo stöddu.
Júlíus Sólnes formaður Borgara-
flokksins segir að hann hafi ekki
áformað að ræða þetta mál við Inga
Bjöm og Hreggvið um helgina. Þing-
flokksfundur sé boðaður á mánudag-
inn en Ingi Bjöm og Hreggviður
hafa ekki sótt þingflokksfundi frá
því í byijun febrúar.
„Við erum nú að sjá að baki mikl-
um umbrotatímum í sögu flokksins
og við verðum að sjá hvernig áfram-
haldið þróast. Við höfum boðað til
aðalstjómarfundar 22. apríl. Þar
geta menn lýst skoðunum sínum og
því sem þeir vilja bæta eða breyta,"
segir Júlíus Sólnes.
Sambandið
flyturá
Kirkjusand
SAMBAND íslenskra samvinnufé-
laga flytur höfuðstöðvar sínar úr
Sölvhólsgötu í nýja Sambands-
húsið á Kirkjusandi um helgina.
011 starfsemi þeirra deilda sem
flytja núna verður með eðlilegum
hætti í nýja húsinu á mánudaginn.
Kjartan Kjartansson fjármála-
stjóri Sambandsins sagði í samtali
við Morgunblaðið að húsnæði fyrir
skrifstofu forstjóra og skrifstofu
launadeildar væri ekki alveg tilbúið
en gert er ráð fyrir að hægt verði
að flytja í það um aðra helgi.
Ekki taldi Kjartan þetta verða
mjög umfangsmikla flutninga. „Hver
og einn pakkar sínu dóti niður í kassa
sem eru merktir viðkomandi manni
og viðkomandi deild og fluttir um
leið og skrifstofuhúsgögnin."
Morgunblaðið/Bjarni
Gestir á ráðstefnu um viðskipti Islands og Sovétríkjanna sem Útflutningsráð og Verslunarráð stóðu fyrir
á Hótel Sögu í gær. _______________
Ráðstefna um viðskipti Sovétríkjanna og íslands:
Mínnkandi áhugi Sovét-
manna á olíuútflutningi
AHUGI Sovétmanna á því að
flylja út olíu hefur minnkað en
þeir vilja í auknum mæli koma
vélum og tækjum á markað hér-
lendis. Kom þetta fram í máli
Júrí Kúdinovs, viðskiptafulltrúa
Sovétríkjanna á íslandi, á ráð-
stefnu um viðskipti ríkjanna í
gær. Kúdínov kvaðst ekki vera
sáttur við ástand viðskipta Sovét- '
ríkjanna og íslands, íslenskir út-
flyýéndur væru áhugalitlir um
að nýta sér nýja möguleika til
að stofha samáhættufyrirtæki og
óviðunandi væri fyrir Sovétríkin
að í ár stefiidi í 6 milljóna dala
(312 milljóna króna) halla af við-
Morgunblaðið/Emilla
Nýr tölvubúnaður hefur verið settur upp í hliðinu við inn- og
útakstur á Bakkastæðinu við Faxabakka.
Bakkastæðið tölvustýrt
TEKINN verður í notkun nýr tölvubúnaður við innheimtu á stöðu-
gjaldi á Bakkastæði við Faxabakka í næstu viku. Þar er gjaldskylda
frá kl. 9.30 til kl. 19.00 alla virka daga en ókeypis frá kl. 19.00 til
7.30 og um helgar. Gjaldið er 30 kr. fyrir hveija klukkustund og
10 kr. fyrir hveijar byijaðar 20 mínútur. Sjálfsalinn tekur við
þrenns konar mynt, 5, 10 og 50 kr., og getur gefið til baka.
Þegar ekið er inn á stæðið er stæðinu en 10 mínútur eftir að
ýtt á hnapp á tölvubúnaðinum og
tekið við segulmiða. Þá opnast hlið-
ið inn á stæðið og ökumaður finnur
sér stæði. Þegar aka á út af stæð-
inu, er farið með miðann að sér-
stökum miðaaflesara við varðskýlið
og honum stungið í sérstaka rauf.
Aflesarinn stimplar áfallið gjald á
miðann og síðan er honum stungið
í sjálfsalann og gjaldið greitt en
ökumaður fær miðann aftur. Öku-
maður hefur þá 10 mínútur til að
komast út af stæðinu en hliðið
opnast ekki fyrr en segulmiðanum
hefur verið stungið í sérstaka rauf
við hliðið. Ef menn tefja lengur á
greitt hefur verið fyrir, þarf að
greiða 10 kr. fyrir hveijar 10
mínútur.
Týnist segulmiðinn verður að ýta
á sérstakan hnapp til að fá nýjan
og greiða 450 kr. fyrir hann. Á
það við í þeim tilvikum sem enginn
vörður er á stæðinu. í varðskýlinu
verða seld mánaðarkort og kosta
þau 3.000 kr. og er hægt að kaupa
þau til fleiri mánaða í senn. Skila-
trygging mánaðakorta er 1.000 kr.
Framvegis sem hingað til er
ekið inn á stæðið við Kalkofnsveg
og út við Tryggvagötu.
skiptunum við ísland. Á dagskrá
ráðstefnunnar var stofnun Sov-
ésks-íslensks verslunarráðs en
undirtektir voru dræmar að mati
Ingjalds Hannibalssonar, fram-
kvæmdastjóra Útflutningsráðs,
sem stóð að ráðstefhunni með
Verslunarráði. Ákveðið var að
fundarboðendur skyldu koma á
fót nefiid sem kannaði nánar
grundvöll fyrir stofhun slíks
verslunarráðs.
Júrí Kúdínov fjallaði í ræðu sinni
um ástæður þess að viðskipti ís-
lands og Sovétríkjanna voru minni
í fyrra en árið 1987. Nefndi hann
einkum lægra verð á olíu, Sovét-
menn hefðu keypt minni fisk en
árið áður og íslenskar vörur væru
dýrar. Kúdínov hvatti íslenska inn-
flytjendur til að sýna sovéskum
vélum og tækjum aukinn áhuga.
Hann lagði mikla áherslu á að jafn-
vægi þyrfti að nást í viðskiptum
ríkjanna og minnti í því sambandi
á að Sovétmenn gætu fengið ódýran
físk í Suður-Ameríku og ullarvörur
á Indlandi. Skýringuna á því að
Sovétmenn vildu draga úr olíuút-
flutningi kvað Kúdínov þá að hún
hefði lækkað í verði og tilkostnaður
við vinnslu hennar aukist heima
fyrir. Kúdínov vék einnig að hugs-
anlegum samstarfsverkefnum Is-
lendinga og Sovétmanna en 300
slík fyrirtæki með þátttöku sov-
éskra og vestrænna aðilja hafa ver-
ið stofnuð. Kenndi hann reynslu-
leysi Sovétmanna og áhugaleysi
íslendinga um að ekki hefðu tekist
samningar með þjóðunum tveimur.
Bjarni Elíasson, framkvæmda-
stjóri Kvikks sf., sem selt hefur
hausklofningsvélar til Sovétríkj-
anna, var bjartsýnn á framtíð við-
skipta ríkjanna, en hann er nýkom-
inn úr ferðalagi um Sovétríkin þar
sem leitað var nýrra markaða. Kvað
Bjarni mikla möguleika opnast þar
sem búið væri að taka pólitíska
ákvörðun um að endurnýja sovésk-
an fiskiðnað.
Aðalsteinn Helgason, aðstoðar-
forstjóri Álafoss hf., sagði viðskipt-
in við Sovétmenn flóknari og erfið:
ari í kjölfar perestrojku en fyrr. í
stað þess að eiga við tvo aðilja,
Raznoexport og Sovéska samvinnu-
sambandið, þyrfti nú í auknum
mæli að leita til lýðveldanna sjálfra.
Aðalsteinn spáði því að ullarvöru-
sala til Sovétríkjanna yrði í fram-
tíðinni meira á formi vöruskipta og
þ.a.l. háð því að íslendingar fyndu
frambærilegar vörur til að kaupa í
Sovétríkjunum.
Steingrímur Hermannsson :
„Algjör verðstöðv-
un gengur ekki upp“
„VIÐ getum ekki fallist á það að festa gengið út samningstimann og
sömuleiðis yrði verðstöðvun að vera allsheijar samkomulag með aðilj-
um vinnumarkaðarins," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið að afloknum ríkisstjórnarfundi í
gær, þar sem krafa BSRB um algjöra verðstöðvun var rædd. Forsætis-
ráðherra sagði jafnframt: „Vinnuveitendur hafa hafnað kröfunni um
verðstöðvun og því gengur dæmið ekki upp.“
Steingrímur sagði ríkisstjómina stofnana kemur fram með frum-
hafa fallist á það að hafa mjög hert
verðlagseftirlit á samningstímabil-
inu. Fylgst yrði með því hvemig verð-
þróun viki frá því sem þjóðhagsspá
segði til um, og samráð um það haft
við aðila vinnumarkaðarins.
„Það ber enn mikið á milli samn-
inganefndar ríkisins og BSRB, sér-
staklega um greiðslumar í lok tíma-
bilsins, bæði hvað þær verði miklar
og hvenær þær væru greiddar. Því
verður á hinn bóginn alls ekki neitað
að eftir að Starfsmannafélag rfkis-
kvæði í þessu máli, þá hefur afar
mikið gerst. Þeir eru mjög nálægt
ramma fjárlaganna og hafa lækkað
sig mjög mikið frá uppmnalegum
kröfum," sagði Steingrímur er hann
var spurður hvort hann teldi að sam-
komulag BSRB og ríkisins væri í
burðarliðnum.
„Það er alveg ljóst að krónutölu-
hækkunin er óskaplega erfíð fyrir
flskvinnsluna, og þar stendur hnífur-
inn í kúnni,“ sagði Steingrímur.
Þórarinn V. Þórarinsson:
Yerðhækkanir í takt
við verðlagsþróun
„Um verðlagsmál gilda tiltekin lög um verðlag, samkeppnishömlur
og ólögmæta viðskiptahætti. Þau marka með ótvíræðum hætti hveija
starfsskyldur Verðlagsstofnunar og verðlagsráða eru. Með þessum lög-
um er verðlagsráði heimilað að taka tiltekin svið verðlagsmála undir
verðlagsákvæði, en jafiihliða er þvi gert skylt að leyfa verðhækkanir
í samræmi við verðlagsþróun," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ aðspurður um fyrirætlanir ríkisvaldsins um verðlags-
aðhald.
INNLENT
„Verðlagsráð hefur þar af leiðandi
enga heimild til að beita verðstöðvun
eða neita að taka tillit til verðlags-
hækkana sem leiða til verðbreytinga
á vöru og þjónustu þeirra fyrirtækja
sem sæta verðlagseftirliti stofnunar-
innar. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
um alveg sérdeilis ákveðið eftirlit
með því sem fréttir herma að stjóm-
völd kjósi að kalla einokunar- og
markaðaráðandi fyrirtæki eru þar
af leiðandi innantóm orð. Lögin eru
ótvíræð um það hverjar starfsskyldur
verðlagsyfirvalda eru. Verðlags-
stofnun og verðlagsráð ber að starfa:
samkvæmt þessum lögum og yfirlýs-
ingar ríkisstjómar sem fara í bága
við þessi lög eru þar af leiðandi einsk-
is virði.
Að því er varðar verðlag á opin-
berri þjónustu kemur ekkj á óvart
að ríkisstjómin treysti sér til þess
að ábyrgjast að ekki komi til frekari
hækkana á því sviði á næstu mánuð-
um, þegar af þeirri ástæðu að ríkis-
valdið er búið að hækka velflesta
gjaldapósta, allt upp í 28,5% þar sem
Ríkisútvarpið átti í hlut,“ sagði Þór-
arinn ennfremur. •