Morgunblaðið - 07.04.1989, Page 5

Morgunblaðið - 07.04.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 5 Landssöftiun Lionshreyfíngarinnar: Léttum þeim lífið Sala á rauðu fiöðrinni hefst í dag í dag hefst landssöfnun Lionshreyfingarinnar, en næstu þrjá daga munu um 8.400 félagar í Lionshreyfingunni selja rauðar fjaðrir til styrktar byggingu vistheimilis að Reykjalundi fyrir Qölfatlaða ein- staklinga, en yfirskrift söfnunarinnar er: „Léttum þeim lífið.“ Þetta er í fimmta sinn sem Lions- hreyfingin á íslandi stendur fyrir landssöfnun með sölu Rauðu fjaðr- arinnar. Fyrsta söfnunin var árið 1972, en þá var safnað fyrir augn- lækningatækjum sem notuð eru á Landakotsspítala. Árið 1976 var safnað fyrir tannlækningabúnaði fyrir þroskahefta, og árið 1980 var safnað fyrir skurðtækjum til eyrna: lækninga við Borgarspítalann. í fjórðu söfnuninni árið 1985 var safnað fyrir línuhraðli, sem komið hefur verið fyrir í 1. áfanga K- byggingar Landspítalans, en í þeirri söfnun nam heildarsalan um 15 milljónum króna. Vinna við hönnun vistheimilisins fyrir fjölfatlaða sem reisa á að Rey- kjalundi er þegar hafin, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við bygg- inguna hefjist nú í vor. Um er að ræða 300 fermetra byggingu sem ætluð er fyrir 5-6 einstaklinga. Öll aðstaða sem þegar er fyrir hendi á Reykjalundi mun standa þessum einstaklingum til boða, en þar er meðal annars um að ræða öflugar þjálfunardeildir, nýja sjúkraþjálfun- arbyggingu og iðjuþjálfun. Um 3.400 Lionsmenn í 101 klúbbi munu nú um helgina ganga í hús um allt land og bjóða lands- mönnum rauða fjöður til kaups, en auk rauðu ijaðranna verðaa einnig seldar sérstakar borðmiðaöskjur og bréfapressur í formi glerhúss með rauðri fjöður, sem er tákn fyrir vist- heimilið. Markmið Lionsmanna er að allir landsmenn beri rauða fjöður um þessa helgi. Hásingum og dekkjum stolið undanjeppa BÁÐUM hásingum og Qórum „Mudder“-hjólbörðum á felgum var stolið undan grænum Willy’s jeppa á afleggjaranum að skíða- skála Víkings við Hamragil, að- faranótt miðvikudagsins að talið er. Jeppinn hafði staðið við veginn í um það bil tvær vikur, meðan eigand- inn var erlendis, en í gærmorgun varð þess vart að búið var að taka undan honum hásingamar og dekk- in. Einnig hafði verið reynt að stela mælaborðinu úr bílnum. Talið er að þeir sem þarna voru að verki hafi athafnað sig í skjóli nætur. Lögregl- an á Selfossi rannsakar nú málið og eru þeir, sem kunna að búa yfir gagn- legum upplýsingum um þjófnað þennan, beðnir að láta hana vita. útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 68^40 Fallegur sumarfatnaöur kvenna í ótrúlegu úrvali. Mjög gott verö. yHIKLlG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND 'A KAUPSTAÐUR IMJÓDD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.