Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 20

Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Sovétríkin: Birta loks- ins „leyni- ræðuna“ Moskvu. Reuter. „Leyni- ræðan“ svo- kallaða, þar sem Níkíta Khrústsjov, fyrrum Sov- étleiðtogi, fordæmdi forvera sinn Jósef Stalin sem harðstjóra, hefur loksins verið birt i Moskvu, 33 árum eftir að hún var flutt á 20. þingi kommúnistaflokksins. „Leyniræðan" var birt í fréttariti miðstjórnar komm- únistaflokksins, sem gefíð er út mánaðarlega. Austur-Þýskaland: Sovétríkin íonað Austur-Berlín. Reuter. Leiðtogar kommúnista i Austur-Þýskalandi, sem hafiia alfarið umbótastefiiu sovéskra kommúnista, ætla setja ofan i við granna sina í austri með þvi að minnast hvergi á Sovétríkin i slagorð- um 1. maí næstkomandi. Slagorð gegna stóru hlut- verki á hátiðardegi verka- lýðsins 1. maí ár hvert og i fyrra voru þijú siagorð til- einkuð Sovétrikjunum. í gær voru 49 mismunandi slagorð prentuð á borða og vegg- spjöld og ekkert þeirra var tileinkað Sovétríkjunum. Japan: Verkfall hafiiar- verkamanna Tókíó. Reuter. UM 50.000 japanskir hafiiar- verkamenn, sem kreQast hærri launa og styttri vinnu- tima, hófu verkfall i gær. Verkfallið lamar allt at- hafiialif i stærstu gámaflutn- ingahöfiium landsins. Grunn- laun hafiiarverkamanns í Japan eru að meðaltali um 106.000 krónur á mánuði, sem er nálægt meðaltalslaun- um í landinu. Skýrtfrá lyflanotkun sovéskra íþróttamanna f tímaritinu Smena, sem gefið er út í Sovétríkjunum, var nýlega skýrt frá því að sovéskir íþróttamenn hafi árum saman notað lyf sem eru á bannlista i samráði við fulltrúa íþróttaforystunnar. í greininni segir að áhrif anabóliskra stera, hormóna- lyfe sem eykur vöðvavöxt, vari í 30-40 daga en 10-15 dögum eftir að lyfið er tekið finnst það ekki í líkamanum. Þetta hafi sovéska íþrótta- forystan nýtt sér út i æsar og jafhframt hafi sérfræð- ingar á þeirra snærum verið sendir á íþróttamót erlendis til að tryggja að sovéskir íþróttamenn yrðu ekki staðn- ir að verki. Reuter Fréttamenn virða fyrir sér lík 22 SWAPO-skœruliða, sem féllu í bardögum við öryggissveitir í Namibíu við landamærin að Angólu. Sovétríkin: Dularfullur sjúkdómur Moskvu. Reuter. ALEXANDER Baranov, heil- brigðisráðherra Sovétrikjanna, sendi í gær út áskorun til erlenda lækna um að þeir aðstoðuðu við að greina dularfullan sjúkdóm, sem lagst hefur á 150 börn í Úkraínu. Baranov sagði í viðtali við viku- blaðið Líteratúmaja Gazeta að sjúk- dómsins hefði fyrst orðið_ vart í borginni Tsjemovtsíj í Úkraínu seint í fyrra. Á annað hundrað böm hefðu skyndilega kvartað undan dularfullum sjúkdómi sem lýsti sér í særindum, lystarleysi og hárlosi. Læknar hefðu kennt súm regni um sjúkdóminn enda hefðu böm, sem flutt hefðu verið á brott, sýnt bata og þeim hefði vaxið aftur hár. SWAPO hefur engan rétt til að hafa herstöðvar í Namibíu - segir f skýrslu bandaríska utanrfkisráðuneytisins um friðaráœtiun Sameinuðu þjóðanna HSfðaborg, Windhoek, Oshakati 1 Namibiu. Reuter. BARDAGAR milli skæruliða í Alþýðufylkingunni í Suðvestur-Afríku, SWAPO, og suður-afrfsks herliðs, héldu áfram f gær, sjötta daginn í röð, og fátt benti til þess að lát yrði á átökunum í bráð. Bandarískir og sovéskir embættismenn taka þátt í skyndifundi Suður-Afrfku- manna, Kúbverja og Angólumanna f Namibíu á morgun, þar sem reynt verður að finna leiðir til að binda enda á átökin. í lögfræðilegri grein- argerð bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem fréttaritarar Reuters í Höfðaborg hafa undir höndum, kemur fram að f friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna, sem SWAPO hefur samþykkt, sé ekki gert ráð fyrir þvf að hreyfíngin geti komið upp herstöðvum í Namibfu, enda hafi Kúbveijar og Angólumenn skuldbundið sig til að halda skæruliðunum að minnsta kosti í 150 km fjarlægð frá landamærunum að Namibfu. Suður-Afríkumenn saka skæru- Namibíu frá Angólu nokkru eftir að liða SWAPO um að hafa hafíð bar- vopnahlé tók gildi á laugardag. dagana með því að ráðast inn í SWAPO-menn segja hins vegar að skæruliðamir hafi verið í Namibíu fyrir 1. apríl og eigi rétt á _að koma upp herstöðvum í landinu. í skýrslu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi suður-afrískum stjómvöldum segir að í friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna sé ekki gert ráð fyrir því að SWAPO geti komið upp herstöðv- um í Namibíu, hvorki fyrir né eftir 1. apríl, er áætlunin tók gildi. An- gólumenn og Kúbveijar hafi skuld- bindið sig til að sjá um að skærulið- ar SWAPO héldu sig að minnsta kosti 150 km norðan við landamær- in að Namibíu. „Augljóst er að með því að leyfa skæruliðum SWAPO að ráðast inn í Namibíu, eða með stuðn- ingi við kröfur SWAPO um herstöðv- ar í landinu, myndu þeir gerast sek- ir um skýlaust brot á þessari skyldu,“ segir í skýrslunni. Ennfremur segir í skýrslunni að Sam Nujoma, leiðtogi SWAPO, hafi staðfest samþykki hreyfingarinnar við friðaráætlunina í bréfum til Jayi- ers Perez de Cuellars, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í ágúst í fyrra og aftur f marsmánuði. Danmörk: Gagnrýnin á grænfriðunga vekur ugg með umhverfísvemdarmönnum í fyrsta sinn I langan tíma eiga náttúruverndarsamtök nokkuð á brattann að sækja MYND Magnúsar Guðmundsson- ar, „Lffebjörg í norðurhöfum“, og sú umræða, sem orðið hefur um starfeaðferðir grænfriðunga hafa nú ásamt öðru haft þau áhrif f Danmörku, að forsvarsmenn annarra náttúru- og umhverfis- verndarsamtaka, alls óskyldra Greenpeace, eru orðnir uggandi um sinn hag. í tfu ár hefur þessum samtökum stöðugt verið að vaxa fiskur um hrygg en nú hefiir aug- Ijóslega slegið f bakseglin. Var um þetta Qallað i danska blaðinu Det Fri Aktuelt sl. þriðjudag. „Allt þetta mál hefur ekki aðeins snúið aimenningsálitinu gegn græn- friðungum, heldur gætir þess einnig gagnvart öðrum náttúruvemdar- samtökum," segir Svend Bichel, for- seti dönsku náttúruvemdarsamtak- anna, í viðtali við Det Fri Aktuelt. „Aldrei fyrr hafa menn sett spum- ingarmerki við baráttuaðferðirnar og heiðarleikann og í fyrsta sinn eigum við nú beinlínis í vök að veij- ast.“ Danskir grænfriðungar hafa hót- að að lögsækja Magnús Guðmunds- son og jafnvel fleiri til að hrinda þeim ásökunum, sem fram koma í myndinni, en hvað sem því líður við- urkenna þeir, að myndin sé alvarleg- asta áfall, sem þeir hafi orðið fyrir. Forsvarsmenn dönsku náttúru- verndarsamtakanna (sem eru annað en Greenpeace) segja, að óvenjuleg- ar og yfirgangssamar baráttuað- ferðir grænfriðunga séu í senn styrk- ur þeirra og veikleiki. „Þeir eru vel skipulagðir og beita óspart fyrir sig fjölmiðlunum, sem þeir kunna mæta vel á. Þeir, sem þannig vinna, eru því dálítið ber- skjaldaðir fyrir gagnrýni á þéssum sama vettvangi," segir Svend Bichel og bætir því við, að hann óttist af- leiðingar hugsanlegra málaferla fyr- ir Greenpeace. Talsmenn annarra náttúmvemd- arsamtaka hafa líka ýmislegt að athuga við starfsaðferðir grænfrið- unga og þá fjölmiðlaathygli, sem þeir hafa lengi notið. í þeirra hópi er t.d. Christian Hjorth, formaður danska fuglafræðingafélagsins. „Þegar grænfriðungar sigla í veg fyrir skip eru blöðin yfirfull af mynd- um af því en þótt við fáum lungna- bólgu við að fylgjast með fuglalífinu í frosti og fannkomu er ekki sagt fráþví. Það erekki nógu spennandi." í langan tlma hafa umhverfis- vemdarmenn í Danmörku verið að sækja í sig veðrið og hafa félög þeirra nú 425.000 manns innan sinna raða. Þeir em ekki margir Danske miljdbevægelser (íar været nede og bide i græsrdddeme. Deres troværdighed er kommet i sdgelyset efter hárde angreb pá Greenpeace. Det Fri Aktuelt ser pá Danmarks miljdbevægelse i en omstillingsfase WR KRISÉI ICVÆGEISE Greenpeace. Í Cmdets

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.