Morgunblaðið - 07.04.1989, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTyDAQUR 7, APRÍL 1989
30________
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Á milli Sporðdreka (23. októ-
ber — 21. nóvember) og
Vatnsbera (21. janúar — 19.
febrúar) er spennuafstaða,
enda er Sporðdrekinn vatns-
merki og Vatnsberinn loft-
merki. Það sem er líkt er að
bæði merkin eru föst fyrir.
SporÖdrekinn
Hinn dæmigerði Sporðdreki
er fastur fyrir og trygglyndur
í ást og vináttu. Hann er til-
finningaríkur og einbeittur og
vill beita sér af krafti að af-
mörkuðum málefnum. Hann
er því ákveðinn og velur/hafn-
ar í mannlegum samskiptum.
Sporðdrekinn er dulur og
varkár, en eigi að síður ráðrík-
ur, skapstór og stoltur.
Vatnsberinn
Vatnsberinn þarf að fást við
félagslega og hugmyndalega
lifandi viðfangsefni til að við-
halda lífsorku sinni. Hann þarf
að taka virkan þátt í félags-
störfum eða vinna í mann-
mörgu umhverfi. Eigi að sfður
er hann sjálfstæður og vill
fara eigin leiðir. Hann þolir
t.d. ekki afskiptasemi ann-
arra. Vatnsberinn setur skyn-
semi og hugmyndaleg sjónar-
mið ofar öðru og getur því átt
til að vera ópersónulegur og
flarlægur, en einnig yfirveg-
aður og rólegur. Hann laðast
að því sem er nýstárlegt og
öðruvísi.
Innscei og rök
Það sem helst gæti leitt til
árekstra hjá Sporðdreka og
Vatnsbera er að hinn fyrr-
nefndi er tilfínningamaður
sem metur heiminn út frá til-
fínningainnsæi en Vatnsber-
inn lifír í heimi hugmynda og
vill beita hugsun og skynsemi
til lausnar málum.
Skilningsleysi
Það er því fyrir hendi sú hætta
að þessi merki eigi erfítt með
að skilja hvort annað. Það
getur einnig stafað af því að
Sporðdrekinn er dulur og
Vatnsberinn hefur tilhneig-
ingu til að vera ópersónuleg-
ur. í raun eiga bæði þessi
merki frekar erfítt með að
tala um sig sjálf eða að skilja
eigið sjálf. Það getur leitt til
lokunar eða þess að þau ræða
ekki um það sem skiptir máli
og fjarlægjast hvort annað.
Hugsun og
tilfinningar
Það sem einnig skilur á milli
er að Sporðdrekinn á oft erfítt
með að tala um skynjun sína
og Vatnsberinn að skilja til-
fínningar hans og tilfínninga-
innlifun. Á móti getur Sporð-
drekinn átt erfítt með að skilja
„kulda" Vatnsberans og hæfí-
leika hans til að standa fyrir
utan málefnin og vera óháður.
Hætt er við að Vatnsberanum
þyki Sporðdrekinn of þungur,
krefíandi og einhæfur, a.m.k.
þegar til lengri tíma er litið,
en Sporðdrekanum getur
fundist Vatnsberinn of af-
skiptalaus og flarlægur.
Valdabarátta
Þar sem bæði merkin eru föst
fyrir er hætta á valdabaráttu
fyrir hendi. Þijóska og stífni
á báða bóga gæti t.d. spillt
fyrir.
Einvera ogfélagslíf
Til að vel gangi í sambandi
Vatnsbera og Sporðdreka
þurfa þau að vera sveigjanleg
gagnvart hvort öðru og gera
átak til þess að hlusta á og
ski(ja sjónarmið hvors annars.
Einnig er gott ef þau taka
saman þátt i félags- og menn-
ingarlífí en gæta þess.jafn-
framt að vera út af fyrir sig
þess á milli. I sambandi þeirra
gildir það sama og hjá öðrum
ólíkum merkjum, þau vega
upp veikleika hvors annars og
geta því haft mannbætandi
áhrif hvort á annað.
GARPUR
GRETTIR
BRENDA STARR
aseR. Vá> 'At?A,
BRENDA,ÉG
POíCA UfJDll?
AckSU/JU/U,
FÓT//J
FAPA
/UlÉe /LLA
06
HN^n
BKAKA
i Öl/BPN/.
........I .. ......... —---
FERDINAND
Ég vaknaði í nótt við að
bíta í tunguna á mér ...
Ég gerði það oft þegar ég
var hvolpur ...
Það er voða sárt...
En ekki eins bölvað og að
stíga á eyrun á sér.
BRIPS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Erfiðustu spilin í úrvinnslu
eru þau sem bjóða upp á fleiri
en eina leið og menn þurfa að
velja á milli þeirra án þess að
hafa til þess fullnægjandi upp-
lýsingar.
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður ♦ 6
♦ ÁK10963
♦ D109
Vestur ♦ G83 Austur
♦ ÁKG1084 ♦ D7
♦ 754 11 ♦ DG2
♦ 7 ♦ 852
♦ ÁD6 Suður ♦ 9532 ♦ 8 ♦ 109752
♦ ÁKG643
♦ K4
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 tlgull
2 spaðar 3 hjörtu Pasa 4 tlglar
Pass 5 tíglar Pass Pass
Pass
Útspil: spaðaás.
Stökk vesturs í tvo spaða
sýndi sexlit og góð spil, 13—16
punkta. Vestur hugsaði sig svo-
lítið um eftir fyrsta slaginn, en
spilaði síðan spaðakóng í öðrum
slag.
Góð vöm, því nú neyðist sagn-
hafí til að trompa í blindum og
þar með dregur úr líkunum að
hægt sé að nýta hjartalitinn.
Eftir sögnum að dæma á vestur
laufásinn, svo það kemur varla
til greina að spila laufí á kóng.
Víxltrompun er einnig hæpinn
möguleiki, þvi litlu trompin
heima eru of veik. Því verður,
þrátt fyrir allt, að spila upp á
að fría hjartað. Það verður að
liggja 3—3, og tígullinn 2—2 eða
þríliturinn hjá austri.
Sagnhafí byijar á því að toppa
hjartað og trompa það þriðja.
Það gengur vel, og nú er það
spumingin hvort taka eigi tvisv-
ar tromp og stóla á 2—2—leg-
una. Hún er ólíkleg, því vestur
hefur sýnt 9 spil í hálitunum.
Vöm hans bendir ennfremur til
að hann sé stuttur í tígli. Því
er skynsamlegra að spila tígli
einu sinni og nota svo hjörtu
blinds sem tromp á austur. Þeg-
ar hann stingur, yfirtrompar
sagnhafí, rennir sér inn á blind-
an á síðasta tígulinn og tekur
fríhjörtun.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna mótinu í New York, sem
lauk fýrir mánaðamótin, kom þessi
staða upp i skák enska stórmeistar-
ans Mihai Suba og Karls Þor-
steins, sem hafði svart og átti leik.
Báðir voru í miklu tímahraki.
36. - RxE!, 37. Bxc5 (Ekki gekk
37. Hxf2 Hel+) 37. - Hc2,38.
De3 - Re2+!, 39. Kx£2 - Rf4+,
40. Kf3 - Dd5+, 41. Kxf4 -
g5+?7, (Ef Karl hefði gert sér grein
fyrir því að tímamörkunum f 40.
leik væri náð hefði hann fengið sér
kaffí í rólegheitum og síðan leikið
41. — Hc4 + og hvítur verður mát
strax, eða tapar svo til öllu liði sinu.
Eftir þessa eyðileggingu á glæsi-
legri sóknarlotu er skákin liklega
jaftitefli, en Karl lék henni niður í
tap í framhaldinu:) 42. Kg4 — h5,
43. Kxh5 —Df7+, 44.Kg4-
Hxe3,45. Bxe3 — De6+, 46. Kh5
- De8+?, 47. Kh6 - Df8+, 48.
Kg6 — Df7+, 49. Kf5 — Dd7+,
50. Kxf6 — Dd8+, 51. Kg6 —
Hxg2,52. d7 — gxh4,53. Bc5 —
Hxg3+, 54. Hxg3 — hxg3,55.
Hf8+ — Dxf8,56. Bxf8 og svartur
gafst upp.