Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 r 1 ........' 'i...... Guðríður Vigfus- dóttir - Minning Fædd 3. desember 1912 Dáin 1. apríl 1989 Guðríður Vigfúsdóttir í Munda- koti lést 1. apríl sl. Þrátt fyrir veik- indin undanfarin misseri kom kallið snöggt og óvænt. Gamlar minningar sækja að. Ferð austur á Eyrarbakka. Rútan hossast á holóttum vegi og smám saman skýrist húsalínan sem lengi hefur sést við sjónarrönd. Eftir- vænting. Húsfreyjan í Mundakoti tekur fagnandi á móti drenghnokka að sunnan og svo hefjast dýrðar- dagar. Ferðir með Guddu í fjósið, spenvolg mjólk úr máli. Hænsni hlaupandi um garða og götur. Grá- sleppa á húsvegg. Gamli Blakkur úti á túni. Djúpur brunnur, marr í vindu og buna úr fötu. Kartöflu- garðar, rófur og risástórar gulræt- ur. Angan af söltum sjó og fjöru- gagni. Gömul hús og bæir sem stinga saman stöfnum í myndrænni hrynjandi. Og svo allar þessar trað- ir. Út um glugga uppi á lofti blasir brimgarðurinn við og endalaus sjó- vamargarður. Þorpsgatan þar sem vinnulúnir menn ganga með hand- vagna á undan sér og dúðaðar kon- ur með skýluklút um höfuð sér með mjólkurbrúsa í hendi. Þegar við kveðjum Guðríði Vig- fúsdóttur hinsta sinni þýtur í gegn- um hugann ilmur af veröld sem var og kemur aldrei aftur. Hún var húsfreyja í Mundakoti í 56 ár, tók við búsforráðum á stóru og rótgrónu heimili árið 1933 en var þar síðast ein, ekkja sem naut virðingar fyrir höfðingsskap og gestrisni. Mundakot er eitt af hinum gömlu og virðulegu býlum á Eyrar- bakka þar sem sama ættin hefur búið í 300 ár eða kannski miklu lengur. Guðríður var fædd í Gamla- Hrauni 3. desember 1912, dóttir hjónanna Vigfúsar Helgasonar og Sesselju Helgadóttur. Faðir hennar var skútukarl og tómthúsmaður, fór á vertíðir suður til Reykjavíkur. Hann var sonur Helga Vigfússonar bónda á Amarhóli í Gaulveijarbæj- arhreppi og konu hans Guðrúnar Ámadóttur en þessi hjón áttu ættir að rekja austur á Rangárvelli og úr Þykkvabænum. Sesselja, móðir Guðríðar, var hins vegar af rótgrón- um Eyrarbakkaættum m.a. Gamla-Hraunsætt, Mundakotsætt, Kaldaðamesætt og Bergsætt. Hún var dóttir Helga Jónssonar formans á Litlu-Háeyri og Guðríðar Guð- mundsdóttur á Gamla-Hrauni Þor- kelssonar í Mundakoti Einarssonar. í æsku Guðríðar voru berklar mesti vágestur íslensku þjóðarinnar og sérstaklega heijuðu þeir á þétt- býlið. Svo fór að þeir lögðu báða foreldra hennar að velli og lítinn bróður. Föður sinn missti hún átta ára gömul og móður sína fjórum ámm síðar. Bróðirinn hét Guðbjart- ur Óskar og hann lést á Landakots- spítala í Reykjavík vorið 1923, að- eins tæpra átta ára gamall. Nýlega kom í leitimar lítill útsaumaður dúkur eða pjatla sem Óskar hafði saumað í banalegunni og var nálin enn á sínum stað í honum. Hinsta ósk Guðríðar var að þessi dúkur yrði lagður í kistuna með henni. Tvö eldri systkini átti Guðríður. Þau voru Sigríður (1908—1964), gift Friðriki Guðjónssyni trésmið í Reykjavík og Helgi (1910—1988) kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka og víðar, síðast búsettur í Hveragerði, kvæntur Aldísi Þórðardóttur. Þegar foreldramir voru látnir tvístraðist systkinahópurinn. Sigríður fór að Stóra-Hrauni til prestshjónanna þar og Helgi að Klausturhólum í Grímsnesi. Guðríð- ur var tekin í fóstur af móðursystk- inum sínum, Jóni Helgasyni for- manni á Bergi á Eyrarbakka og Jóhönnu Helgadóttur, en þau vom alla tíð ógift og héldu bú saman. Jón var einn af þekktustu og farsæl- ustu formönnum á Eyrarbakka og bæði vom þau systkinin margfróð. Guðpi Jónsson prófessor, frændi þeirra, segir í Bergsætt að Jóhanna hafí verið skýr kona, sögufróð og minnug. Þama fékk Guðríður gott uppeldi og drakk í sig sagnafróð- Ieik og kveðskaparskemmtun. Seinna launaði Guðríður fóstrið með því að taka Jóhönnu til sín í Munda- kot og þar dó hún. Guðríður var lagleg, skemmtileg og greind stúlka. Hún fékk venju- lega bamaskólamenntun og lærði auk þess á orgel hjá Guðmundu Nielsen í Húsinu á Eyrarbakka og náði þannig í gamla tónlistarhefð á Bakkanum sem tónskáld á borð við Sigfús Einarsson og Pál ísólfsson vom sprottnir úr. Þá var hún um tíma í Reykjavík við orgelnám hjá Jóni Pálssyni, föðurbróður Páls Isólfssonar. Eins og títt var um ungar stúlkur í þann tíð réðst hún í vist á sveitaheimili, m.a. að Seli í Hraungerðishreppi og Arnarholti í Borgarfírði. Mikil tengsl vom milli Munda- kotsheimilisins og Gamla-Hrauns- fólksins. Bæði var þar um náinn skyldleika að ræða og í Mundakoti hafði t.d. amma og nafna Guðríðar komið tíu ára gömul og verið þar í 19 ár. Jóhanna á Bergi, fóstra Guðríðar, var tekin þangað í fóstur 6 ára gömul og var þar í 21 ár. í Mundakoti bjuggu framan af öldinni Jón Einarsson hreppstjóri og kona hans Guðrún Jóhannsdótt- ir. Svo fór að yngsta bam þeirra, Gísli Jónsson, og Guðríður Vigfús- dóttir, felldu hugi saman og giftust 5. október 1933. Þau vom skyld af þriðja og §órða lið á tvo vegu. Foreldrar Guðrúnar í Mundakoti vom Jóhann Þorkelsson, og Elín Símonardóttir en þau vom systkini Guðmundar og Þóm á Gamla- Hrauni, langafa og langömmu Guðríðar. Þegar Guðríður tók við búsfor- ráðum í Mundakoti vom gömlu hjónin bæði á lífi og mun það hafa verið allerfitt fyrir tvítuga stúlku að ganga inn í heimilið og halda sjálfstæði sínu og reisn. Þetta sama ár var byggt ofan á húsið til að rýma fyrir nýju hjónunum og, brátt kom í ljós að hin unga húsfreyja var vandanum fyllilega vaxin. Mundakotsfólkið var kjamafólk sem aldrei lét verk úr hendi falla. Eldri bróðir Gísla var Ragnar í Smára, sem lyfti Grettistökum í menningarmálum íslendinga, en um Gísla var sagt að hann væri tveggja manna maki að hveiju verki sem hann gekk. Þau hjón höfðu búskap eins og þá var algengt á Eyrarbakka, vom með fjórar til fímm mjólkandi kýr allt til 1963, hænsni og mikla kartöflugarða. Með þessu vann Gísli jafnan utan heimilis. Á yngri ámm var hann til sjós með Jóni á Bergi en á seinni árum fékkst hann við múrverk, smíðar og önnur tilfallandi störf. Hann varð fyrir því óláni á besta aldri að veikjast af taugarýmun sem smám saman ágerðist uns hann varð óvinnufær. Svo var kapp hans þó mikið að hann batt orfið við handlegg sinn til að geta slegið. Síðustu árin fékk orka hans útrás í lestri bóka og sagt var að hann hefði kunnað íslendingsögumar ut- anbókar. Hann lést á besta aldri árið 1965. í þessum veikindum mæddi mikið á húsfreyjunni sem við kveðjum í dag Gestagangur var mikill á heim- ilinu enda gestrisni í hávegum höfð. Ragnar í Smára kom þangað iðu- lega með listamenn, erlenda og inn- lenda, og Mundakot var annálað fyrir rausn og höfðingsskap sem síst dró úr eftir að Guðríður varð ekkja. Hún átti líka góða að, ætt- menn fyrir sunnan réttu henni marga hjálparhönd og hjónin í Austurbænum, Ólafur heitinn Guð- jónsson og Lilja Bjamadóttir, vom henni betri en engin og gerðu henni raunar kleift að halda heimili allt til enda. Þau Gísli og Guðríður eignuðust fímm böm. Elst er Sesselja Ósk, kaupmaður á Selfossi, hún var gift Guðna heitnum Sturlaugssyni út- gerðarmanni. Þá kemur Jón Gunnar á Eyrarbakka, starfsmaður ístaks, kvæntur Öldu Guðjónsdóttur. Þriðji í röðinni er Helgi trésmiður í Kópa- vogi. Hann er kvæntur Þuríði Kol- beins. Fjórði er Jóhann fískverka- maður á Eyrarbakka, kvæntur Helgu Sörensen en yngstur er Gísli Ragnar, prentari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Rósu Hall- grímsdóttur. Bamabömin eru orðin átján og bamabamabömin fímm. Gudda í Mundakoti var móður- systir mín og mér þótti afar vænt um hana. Mér fínnst eins og streng- ur hafí brostið í hjarta mínu við fráfall hennar. Hún átti við lasleika að stríða síðustu árin en alltaf var samt jafn gaman að koma í Munda- kot, aldrei var fjasað um veikindi, þar ríkti æðruleysi og glaðværð. Hún hafði ríka kímnigáfu og var nösk á það smáskrítna í tilverunni. Hlátur hennar, hlýja og örlæti munu verða þeim veganesti til æviloka sem kynntust henni. Guðjón Friðriksson Það er komið að leiðarlokum hjá ömmu okkar. Hún hefur lokið sínu ferðalagi og nú verðum við að halda áfram án hennar. Þetta er víst gangur lífsins en hann mætti gjam- an vera sársaukaminni. Gamla mál- tækið, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er í fullu gildi enn þá. Amma var fædd 3. desember 1912. Hún bjó alla ævi á Eyrar- bakka og þar af rúmlega fímmtíu ár í Mundakoti. Hún giftist ung afa, Gísla Jónssyni, og átti með honum fímm börn. Afi var lengi sjúklingur áður en hann dó og amma rak þetta stóra heimili af einstakri röggsemi. Þetta var nú allt fyrir tíð okkar systranna. Amma var afar ættrækin kona og í okkar augum var Mundakot nafli alheimsins. Við dvöldum mikið hjá ömmu í fríum, sérstaklega á yngri árum. Það voru ófáar rann- sóknarferðimar sem famar vom upp á háaloft og niður í kjallara. Amma var höfðingi heim að sækja og jafnframt var gestkvæmt hjá henni. Það fór enginn svangur úr Mundakoti. Amma var ekki bara amma, hún var vinkona og sálusorgari, ung og hress í anda og gat stundum verið óþægilega hreinskilin. Hún var ein- staklega orðheppin og sló gjaman fram vísum eða máltækjum við ýmis tækifæri. Hún var hafsjór af þjóðlegum fróðleik og þekkti ógrynni af fólki. Við andlát hennar var höggvið stórt skarð í frændgarð okkar. Við systumar kveðjum ömmu með söknuði og þakklæti fyrir sam- veruna. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstirr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum) Guðríður, Þórhildur, Jó- hanna og Þórey Inga. Mundakot og Berg á Eyrarbakka eru á bemskuminningum mínum sveipuð sérstökum ljóma. Finnst mér sem þar hafí ávallt skinið sól alla daga. Á Eyrarbakka hefur löngum búið dugmikið fólk, sem hefur nýtt sér gjafír Guðs til sjós og Iands. Guðríður Vigfúsdóttir fæddist á Gamla-Hrauni 3. desem- ber 1912. Móðir hennar var Sess- elja Helgadóttir, fædd í Nýjabæ 1. maí 1888. Hún lést 24. febrúar 1924, aðeins 35 ára. Hún var af Bergsætt. Faðir Guðríðar var Vig- fus Helgason, bóndi á Gamla- Hrauni, f. 7. nóvember 1874, dáinn 16. desember 1920. Hann var af V íkingslækj arætt. Guðríður var næstyngst 5 bama t Þakka auösýnda samúð og vináttu viö andlát og jarðarför móður minnar, SIGRÍÐAR AUÐUNSDÓTTUR. Halldór Bjarni Árnason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLS DANÍELSSONAR. Ebba Þorgeirsdóttir, stjúpbörn og systkini hins látna. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför JÓNS SIGURÐSSONAR, Rjóðrl. Jónína Jónsdóttlr, böm og fjölskyldur þelrra. t Móðir okkar og tengdamóðir, EYLEIF JÓNSDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, verðurjarðsunginfrá Noröfjarðarkirkju laugardaginn 8. april kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ólöf S. Gfsladóttir, Jóna G. Gfsladóttir, Bergsveina H. Gfsladóttlr, Gfsll S. Gfslason, Sólvelg S. Gfsladóttir, og aðrir aðstandendur. Gunnar Guðmundsson, fvar Hannesson, Geir Slgurjónsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Hermann Skúlason, þeirra hjóna, en þau vom: Guðríður eldri, f. 31. mars 1906, d. 4. janúar 1907. Sigríður, f. 1. september 1908, var húsfrú í Reykjavík, d. 8. ágúst 1964, langt um aldur fram aðeins tæpra 56 ára. Hún varglæsi- leg og gáfuð kona. Hún var gift Friðriki Guðjónssyni, f. 6. október 1897, d. 24. mars 1964. Friðrik var innrömmunarmeistari og listfengur mjög. Þeirra böm em Sesselja, Sigrún og Guðjón. Helgi, f. 21. desember 1910, kennari og kaupfélagsstjóri, d. 1987. Hann var kvæntur Jónínu Aldísi Þórðardóttur og eru börn þeirra 9 að tölu, auk þess átti Helgi 2 böm áður. Helgi var skýr maður og skemmtilegur. Guðbjartur Óskar, f. 26. ágúst 1915 var yngstur systkina Guðríð- ar. Hann var efnispiltur, sem lést um aldur fram úr berklum 29. maí 1923. Snemma kynntust Guðríður og systkini hennar sorginni. Hún var aðeins átta ára, þegar faðir hennar dó úr berklum og ellefu ára þegar móðir hennar lést úr sama sjúk- dómi, eftir langvarandi veikindi. Systkinin tvístmðust, en komust öll í gott fóstur. Sigríður fór að Stóra-Hrauni, en Helgi að Klaustur- hólum. Móðursystkini Guðríðar tóku hana að sér og ólst hún upp hjá þeim frá 6 ára aldri við gott at- læti. Þau vom Jóhanna Helgadótt- ir, f. 14. maí 1884 og Jón bróðir hennar, f. 24. janúar 1886. Hann var útvegsbóndi og formaður um áratugi. Þau systkini giftust hvor- ugt, en bjuggu á Bergi og var Jó- hanna bústýra hjá Jóni, meðan bæði lifðu. Um Jóhönnu segir í Bergsætt: „Hún var skýr kona, sögufróð og minnug." En hún var einnig falleg kona, góð og guðræk- in. Aldrei gleymi ég fallegu versun- um, sem hún kenndi mér á kvöldin. Þau systkin vom með afbrigðum barngóð og naut ég þess og fleiri frænkur, sem dvöldumst hjá þeim á hveiju sumri. Bæði vom þau systkin miklir og skemmtilegir sögumenn, stálminnug og áttu þetta fallega tungutak og glettni í augum. Það var ævinlega gest- kvæmt hjá Jóu og Jónsa, því gest- risni þeirra og alúð laðaði alla að þeim. Hjá þeim ríkti ávallt góðlátleg og græskulaus gleði. Eg sé fyrir mér Ijósblá panelþilin á hreinlegum, hlýlegum, en látlaus- um híbýlum þeirra með útspmngn- ar pelargóníur í ótal litum í hverri gluggakistu. Friður og kyrrð ríkti á þessu heimili. Hugtakið streita þekktist ekki þá, enda lífsgæða- kapphlaupið ekki komið til sögunn- ar. Þó var lífsbaráttan hörð við sjó- sókn, búskap og garðrækt. Þau systkinin unnu mikið þessari ungu systurdóttur sinni og reyndu að bæta henni foreldramissinn. Guðríður varð snemma mjög glæsi- leg stúlka, fríð sýnum og vel vaxin eins og hún átti kyn til. Hún var gædd góðum gáfum til munns og handa. Hún réðst í kaupavinnu á summm og í vistir á vetrum, eins og þá var títt, og var alls staðar vel metin. Það var mikil vinátta milli systk- inanna á Bergi og Mundakotsfólks- ins, enda ættartengsl náin. Jóa á Bergi hafði 6 ára gömul farið í fóst- ur til Elínar Símonardóttur og manns hennar Jóhanns Þorkelsson- ar í Mundakoti, eftir að móðir henn- ar, Guðríður Guðmundsdóttir lést, aðeins 35 ára gömul árið 1890. Jóa og Guðríður lögðu því oft leið sína að Mundakoti. Það var mikill gleði- dagur í lífí fiölskyldnanna, þegar Guðríður giftist 4. október 1933 Gísla Jónssyni í Mundakoti, f. 27. febrúar 1906. Foreldrar hans vom Guðrún Jóhanr.sdottir, f. í Munda- koti 22. janúar 1865 og lést þar 19. september 1939 og Jón Einars- son, bóndi, formaður og lengi hreppstjóri á Eyrarbakka, Jón var fæddur 26. september 1866 á Heiði á Síðu, en lést 17. nóvember 1936. Jóa á Bergi og amma mín, Guðrún, vom uppeldissystur. Gísli var yngstur 5 bama hjón- anna í Mundakoti. Hin vora: Jóhann Guðjón f. 15. maí 1895, bókari í Reykjavík, d. 5. nóvember 1949, ókv. og barnlaus. Jónína, f. 6. júlí 1900, d. 3. október 1983, húsfreyja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.