Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989
41
Innilegar þakkir til þeirra, sem minntust mín
90 ára 3. apríl 1989.
Bergsveinn Skúlason.
Þessir hringdu . .
Karlmannsúr tapaðist
Gamalt Melvin-karlmannsúr,
silfurgrátt með svörtu strigaarm-
bandi, tapaðist fyrir nokkrum vik-
um. Skilvís finnandi vinsamlegast
hringi í síma 84555 og tali við
Ingólf. Fundarlaun.
Sagnfræðileg villa
Reykvíkingur hringdi:
Ég var að lesa minningargrein
í Morgunblaðinu á þriðrjudag, sem
er nú ekki f frásögur færandi,
nema þar rakst ég á sláandi sagn-
fræðilega villu. Greinin er í minn-
ingu Guðnýjar Sigmundsdóttur og
þar segir m.a.: „Seinna átti hún
heima í Skuggahverfinu, þar sem
móðir hennar forðaði fjölskyldu
sinni frá taugaveiki með athyglis-
gáfu og heilbrigðri skynsemi, en
hún hafði tekið eftir því, að þeir
tóku veikina, sem notuðu vatn úr
Bjamarborgarbrunni, en hinir
sluppu, sem styttri áttu ieiðina í
aðra brunna." Um hundrað manns
veiktust af taugaveiki, en það er
rangt að þeir hafí smitast af vatni
úr Bjamarborgarbrunni. í bók
Knúts Simsen Ur bæ í borg grein-
ir frá þessu og rannsókn sem var
gerð, en í kjölfar hennar var Nóa-
kotslindinni lokað.
Hjólkoppur tapaðist
Hjólkoppur af amerískum jeppa
tapaðist á leiðinni f Bláfjöll sl.
sunnudag. Skilvís finnandi vin-
samlegast hringi í síma 73594.
Sakna Hljóðbylgjunnar
Dagný á Akureyri hringdi:
Éger nyög óánægð meðaðþað
skuli vera búið að taka af okkur
Hljóðbylgjuna. Það var með ein-
dæmum góð útvarpsstöð.
Þá finnst mér fréttþátturinn
19:19 á Stöð 2 vera orðinn leiðin-
legur eftir að Valgerður og Helgi
Pé hættu í honum. Ég var vön
að horfa alltaf á hann, en er nú
alveg hætt því. Mér finnst þetta
afturför hjá Stöð 2.
Ólafur vel að
kjörinu kominn
Gunnar H. Valdimarsson
hringdi:
Ásgeir Jakobsson skrifar mjög
viturlega grein um biskupskjörið
í Morgunblaðið á miðvikudag. Mig
langar að láta það álit mitt í ljós
að séra Ólafur Skúlason, að öllum
öðmm ólöstuðum sem vom í fram-
boði, er lang heppilegasti maður-
inn í stöðuna. Hann er bæði
lítillátur og góðviljaður. Ég þekki
hann ekki persónulega, en þekki
til hans. Ég er búinn að vera við
nokkrar athafnir hjá honum og
fínnst þær allar frábærar. Hann
vex alltaf í áliti. Ólafur hlaut kosn-
ingu vegna yfirgnæfandi mann-
kosta sinna.
Penni tapaðist
Gylltur penni, áritaður Karl
Gíslason, tapaðist á Hótel íslandi
laugardaginn 1. apríl. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 52116
eða 45605.
Enjgin vandræði í
Ölduselsskóla
Jón H. Björnsson hríngdi:
Ég stend í sömu spomm og
Böðvar Magnússon sem skrifar í
Velvakanda á miðvikudag. Ég
flutti í Seljahverfi fyrir ári og
sonur minn 14 ára byijaði í Öldus-
elsskóla í haust. Ég var hálf hik-
andi við að setja hann í skólann
út af látunum sl. vor en gerði það
þó. Þegar blaðaskrif hófust að
nýju um málið fór ég að inna son
minn eftir því hvort hann hefði
orðið var við einhver leiðindi í
skólanum, en hann kvað svo ekki
vera. Mér finnst kennaramir þá
fara ansi vel með þetta. Ég hef
heldur aldrei heyrt um neitt for-
eldrafélag.
Aðför að
öldruðum
Til Velvakanda.
Þegar hinn illræmdi matar-
skattur var álagður þá fylgdi því
sá eini ljósi punktur, að bæði
bama- og tryggingabætur vom
hækkaðar allveralega frá því sem
að áður var.
í sumar var komið á bæði
launa- og verðstöðvun, sem flestir
virtu aðrir en ríkið. Gengi krón-
unnar var fellt trekk í trekk og
verðhækkanir leyfðar bæði á vöm
og þjónustu.
Allt þetta máttu styrk- og laun-
þegar þola alveg bótalaust.
Loks rann hann upp þessi lang-
þráði bjórdagur 1. mars og þá
skyldi allt misræmið leiðrétt.
Heldur varð nú rausnin lítil á þeim
bæ.
Flestum sem komnir era yfír
starfsaldur er greiddur lífeyrir frá
Tryggingastofnun. Ég er einn
þeirra sem hef fullan lífeyri og
tekjutryggingu. Samtals var
greiðsla til mín í febrúar kr.
27.197. í mars var greiðslan kr.
27.539. Hækkun milli mánuða var
því kr. 342. Á ársgrundvelli gerir
hækkun þessi kr. 4.104. Hækkun
afnotagjalds sjónvarps úr kr.
13.400 árið 1988 í kr. 18.000
núna verður fyrir heilt ár kr.
4.600. Auknar tryggingabætur
hrökkva ekki einu sinni fyrir
hækkun afnotagjalda, tæpar kr.
500 vantar uppá að svo sé. Ekki
eyrir umfram uppí alla hækkun á
matvöm, þjónustu o.fl. Með öðmm
orðum enginn ljós punktur lengur.
Tekju- og launamisrétti hefur ver-
ið að aukast ár frá ári og aldrei
verið meira en núna.
Menn vonuðu að nú væm þeir
sestir að völdum, sem að þetta
myndu lagfæra, en sú von brást.
Lífeyrisþegar láglauna og lág-
telq'umenn mega herða sultaró-
lina. Það er engu líkara en að
stjóm jafnréttis og félagshyggju
hafí tapað áttum og villst af leið.
Sigurður Loftsson
Samtðk im veshæna samvinnu
og Varftberg
minna félagsmenn á ráðstefnuna vegna 40 ára afmælis Atlants-
hafsbandalagsins á Hótel Sögu á morgun kl. 10.30.
Bestu þakkir fœri ég öllum, sem glöddu mig
meÖ heimsóknum, hlýjum kveöjum og ágœtum
gjöfum á 80 ára afmœli mínu 27. mars sl.
LijiÖ heil.
Leó Guðlaugsson.
Seljum í dag og næstu daga nokkur
lítiUega útlitsgölluð GRAM tæki 3jcl
með góðum afslætti. ára ábyrgð
GÓÐIR SKILMÁLAR
TRAUST ÞJÓNUSTA
/rOniX
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420
Þ £ R A Ð EFNINU
í 2000 ORÐUM.
RITGERÐARSAMKEPPNI
Þú átt kost á því að hreppa ferð fyrir tvo til
Lundúna _ í ritgerðarsamkeppni STEFNIS,
tímarits Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Eina, sem þú þarft að gera, er að senda á
neðangreint póstfang ritgerð í kringum 2000
orð undir dulnefni, með öðru umslagi þar
sem rétt nafn og heimilisfang er tilgreint.
Áhersla skal lögð á nýjar hugmyndir í stjórn-
málum, menningarmálum o.fl.
Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16-25 ára.
Nánari upplýsingar hjá SUS í síma 91-82900.
Skilafrestur er 1. júlí.
STEFNIR,
ritgerðarsamkeppni,
Háaleitisbraut 1,
105 Reykjavík
Ræðumenn: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra,
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra,
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
og Arnór Sigurjónsson, varnarmálafulltrúi.
Síðan verða pallborðsumræður undir stjórn Björns Bjarnasonar,
aðstoðarritstjóra, með þátttöku ræðumanna, ásamt Alberti Jóns-
syni starfsmanni öryggismálanefndar.
Metsölublað á hverjum degi!