Morgunblaðið - 07.04.1989, Síða 43

Morgunblaðið - 07.04.1989, Síða 43
HANDKNATTLEIKUR / SPANN Spánveijar vilja fá Bogdan ef Pokrajac segir - INIei! SPÁN VERJAR eru nú á hött- um eftir nýjum landsliðsþjálf- ara til að byggja upp landslið- ið fyrir Ólympíuleikana f Barcelona 1992. Þeir buðu Júgóslavanum Branlslav Pokrajac starfið á dögunum, en hann tók sér umhugsunar- frest. Júgósiavar vildu einnig fá Pokrajac, sem gerði þá að ólympíumeisturum í Los Angeles 1984, sem þjálfara. Pokrajac hafnaði boðinu og hefur Dankovic tekið við starfí landsliðsþjálfara Júgóslavfu. Dankovic hefur þjálf- að félagslið í Júgóslavíu. Ef Pokrajac tekur ekki boði Spánveija - vilja þeir fá Bogdan Kowalczyk, sem hefur þjálfað landslið íslands undanfarin ár. Sem kunnugt er hafa viðræður milli Bogdans og stiómar Hand- knattleikssambands Islands staðið yfir þess efnis að hann haldi áfram með- íslenska liðið, en enn hefur ekkert verið ákveðið í því efni. Sá þjálfari sem tekur við spænska landsliðinu fær góðan tíma til að byggja upp landslið fyrir ÓL í Barceiona. Spánveijar þurfa ekki að hafa áhyggjur af að trygga sér farseðilinn þangað þegar þeir keppa á HM í Tékkósló- vakíu 1990. HANDBOLTI KÖRFUBOLTI / BANDARIKIN HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOT MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR PÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Alfreð marka- hæstur Hans markakóngur? Alfreð Gíslason, KR, er nú markahæstur i 1. deild karla í handknattleik. Þess ber þó að geta að nokkur lið eiga einn til tvo frestaða leiki enn á meðan önnur hafa lokið öllum leikjum sínum. Alfreð hefur þegar lokið leikjum sínum og eins Birgir Sigurðsson, Fram. Hans Guðmundsson, sem hefur skorað einu marki minna en Alfreð, á mestu möguleikana á að verða markakóngur þar sem hann á einn leik til góða. Breiðablik á reyndar tvo leiki eftir en Hans tek- ur út leikbann í næsta leik. 1. Alfreð Gíslason, KR...........117/29 2. Hans Guðmundsson, UBK..........116/19 3. Birgir Sigurðsson, FVam.......116/8 4. Halldór Ingólfsson, Gróttu .........105/45 5. Ámi Friðleifsson, Víkingi.....101/21 6. Gylfí Birgisson, Stjömunni.... 99/21 7. Sigurður Sveinsson, Val....... 99/25 8. Valdimar Grfmsson, Val........ 97/11 9. SigurðurGunnarsson, ÍBV....... 96/19 10. Héðinn Gilsson, FH........... 95 11. GuðjónÁmason, FH.............. 92/10 12. Erlingur Kristjánsson, KA..... 83/27 13. Júltus Gunnarsson, Fram....... 82/15 14. Sigurður Bjamason, Stjömunni . 81/7 15. Óskar Ármannsson, FH........... 80/42 16. Bjarki Sigurðsson, Vlkingi.... 79/10 17. Stefán Kristjánsson, KR...... 78 18. Sigurpáll Aðalsteinsson, KA... 77/30 19. JakobJónsson, KA.......:...... 75/3 20. Jakob Sigurðsson, Val......... 73 Krístján byrjaður að leika á ný Teka vann mjög þýðingarmikinn sig- ur, 28:25, gegn Caja í Madrid „FÖGNUÐUR okkar var geysi- legur í Madrid, eftir aö við höfðum lagt efsta liðið Caja Madrid að velli og náð efsta sætinu til okkar. Þetta var fyrsti sigurTeka í Madrid í sex ár,“ sagði Kristján Arason, lands- ■iðsmaður í handknattleik, eftir að teka hafði unnið Caja Madrid, 28:25, í Madrid á mið- vikudagskvöldið. Kristján lék hinn þýðingarmikla leik - þrátt fyrir að hann hef- ur lítið getað æft vegna meiðsla. Kristján fékk slæmt höfuðhögg í leik 8eKn Lagisa á FráAt/a dögunum og varð að Hiimarssyni sauma tíu spor í áSpáni hnakka hans til að loka skurði. Þá tognaði hann einnig á skothendi. Kristján lék ekki með Teka gegn Bidasoa um sl. helgi - þegar Teka vann stórsigur, 24:16. „Ég lék lítið með í sókninni í Madrid. - þfr ég er $kj orðiqn góður 1 h'endínni. Skáut aðeíns tvisvar að marki og náði að skora tvö mörk. Aftur á móti var ég meira með I vöminni. Leikurinn var jafn og spennandi. Caja var með þriggja. marka forskot undir lok leiksins, en við vomm sterkari á endasprettinum," sagði Kristján. Cabanas skoraði 8 mörk og einnig Vellaldea, en Melo skoraði fimm. Atletico Madrid og Caja Mardid gerðu jafntefli, 17:17 um sl. helgi. Þá vom leikmenn Caja einnig þijú mörk yfir undir lokin - 13:16. Vukovic skoraði fímm mörk fyrir Atletico, en Pusovic átta mörk fyrir Caja. Barcelona vann Lagisa, 31:15, um sl. helgi og Bisasoa, 21:19, á þriðjudaginn. Granollers vann Va- lencia, 25:17. Teka og Caja em efst með níu stig. Markatala Teka er betri. Atletico og Barcelona era með átta stig og Granollers sex, en liðið er með einn leik til góða - gegn Lagisa. Valen- cia fjögur, Lagisa og Bidasoa ekk- ert. Morgunblaóið/Július Fram vann KR 2:1 í Reykjavíkurmótinu í knattspymu í gærkvöldi. Ragnar Margeirsson og; Steinn Guðjónsson skomðu fyric {slandsmeistarana í fyrri hálf- leik, en Bjöm Rafnsson minnkaði muninn eftir hlé. Held „njósnar" í A-Þýskalandi Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands, mun fara til A-Þýskalands á miðvikudaginn kemur til að fylgjast með leik A-Þýskalands og Tyrklands í heimsmeistarakeppni. Held mun einnig „njósna" um Austurríkismenn í þessum mánuði - þegar þeir leika vináttuleik gegn Tékkum. Austurríkismenn leika gegn íslendingum á Laugardalsvellinum 14. júní í sumar. Herbert slær í gegn Valinn í úrvalslið Kentucky-fylkis ÍR-INGURINN ungi Herbert Arnarson, sem hef- ur verið í skóla í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum jafnframt því að leika körf uknattleik, hefur stað- ið sig mjög vel með skólaliði sínu í vetur. Herbert verður 19 ára á þessu ári og er orðinn 1,95 metrar á hæð og er enn að stækka. Skóla- lið hans, Madison Ville Highscool, stóð sig mjög vel í úrslitakeppni skólaliða í Kentucky-fylki. Liðið kom- ast í 16-liða úrslit og síðan í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í mörg ár, en tapaði fyrsta leik þar - en keppt er með útsláttarfyrirkomulagi. Herbert skoraði 20,6 stig að meðaltali í leik og tók 10 fráköst. Eftir úrslitakeppnina var hann valinn í 5 manna úrvalslið Kentucky-fylkis sem verður að teljast mjög góður árangur. Hann útskrifast í vor og hafa nú þegar margir háskólar sýnt honum áhuga. Herbert ætlaði að koma heim til íslands og spila með íslenska landsliðinu á Polar Cup 14. — 16. apríl en við þessa glæsilegu frammistöðu hans breyttist allt og hann gaf ekki kost á sér. Hann segist verða að hugsa um framtíðina, því þama ætlar hann sér að vera... Herbert Arnarson úr ÍR skoraði 20,6 stig að meðaltali í úrslitakeppni skólaliða Kentucky-fylkis fyrir skömmu. Herbert (nr. 13) er hér í leik með liði sinu, Madison Ville. KNATTSPYRNA mm FOLK * M GUÐJÓN Þórðarson Skaga- maður stjómar nú bæði umferðinni á Akureyri og leikmönnum meist- araflokks KA í knattspymu á leik- vellinum. Guðjón er nú starfandi | lögreglumaður á Akureyri jafn- framt því að þjálfa KA í 1. deild. M KR-INGAR gúíu út myndar- legt afmælisblað á dögnum i tilefni 90 ára afmælis félagsins. í blaðinu " er m.a. viðta! við Kjartan Briem, íslandsmeistara í bortennis. Hann er þar spurður af því hvað honum finnist svona heillandi við borð- tennisíþróttina. Svar Kjartans var á þess leið: „Allar fríu utanlands- ferðimar!“ ■ GUÐMUNDUR Torfason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rapid Vín í Austurríki frá því að hann kom til félagsins í nóvember. Hann kom inná sem varamaður í bikar- leik gegn Admira Wacker og jafn- aði með skalla, 2:2. Guðmundur og félagar urðu þó að sætta sig við tap því Admira Wacker skoraði sigurmarkið í framlengingu og komst í 8-liða úrslit. ■ ÍSLENSKA drengjalandslið- ið í körfuknattleik, skipað leik- mönnum 17 ára og yngri, tapaði fyrir Frökkum, 75:110, í undan- keppni Evrópumótsins í Belgíu í gærkvöldi. Jón Amar Ingvarsson var stigahæstur að vanda með 28 stig. Nökkvi Már Jónsson kom næstur með 18 stig. Belgar unnu Hollendinga með sex stiga mun í gær og er því draumur íslenska liðs- ins um að komast í úrslitakeppnina úr sögunni. Það verða Frakkar og Belgar sem komast áfram. íslenska liðið spilar síðast leik sinn í riðlinum gegn Hollendingum í dag. ■ BJARNI Konráðsson, sem hefur verið að skrifa ritgerð um þjálfun hjá meistaraflokki Fram, KA og IA í knattspymu, verður með fyrirlestur í íþróttamiðstöðinni á Akranesi í kvöld kl. 20.00. ■ KR—INGAR leiká með aug- lýsingu frá Amarflugi á búningum sínum. Einn áhorfandi í Valsheim- ilinu sagði eftir leik Vals og KR á miðvikudagskvöld að KR og Araar- flug ættu eitt sameiginlegt: Það & væri bara önnur þotan eftir! Þar átti hann við þá Alfreð Gíslason og Pál Ólafsson, bestu menn liðs- ins, sem komu frá Vestur-Þýska- landi í haust en Páll hefur ekki getað leikið með vegna meiðsla. ■ JÚGÓPLASTICA varð Evr- ópumeistari meistaraliða í körfu- knattleik í gærkvöldi, er liðið vann Maccabi frá ísrael 75:69 í úrslita- leik. Þetta var þriðja árið í röð sem ísraelsku meistaramir tapa úrslita- leiknum, en þeir hafa sjö sinnum leikið til úrslita og tvívegis sigrað. Aris frá Grikklandi vann Barce- lona 88:71 í keppni um þriðja sætið. ^ ■ SOVÉSKA landsliðið í knatt- spyrnu leikur gegn „heimsliðinu“ í Kiev 28. júní. Um er að ræða kveðjuleik fyrir Oleg Blokhin. Sov- étmenn munu stilla upp sínu sterk- asta liði og í„ heimsliðinu“, sem Franz Beckenbauer velur. ítalski markvörðurinn Walter Zenga, miðheq'inn Giancarlo Vialli frá ítaliu, Mario Kempes, Argentínu og Vestur-Þjóðveijinn Hansi Miiller hafa gefíð kost á sér í leikinn, en auk þeirra hefur Hollendingimum Marco van Basten, Ruud Gullit og n Ronald Komann verið boðið að vera með ásamt fleiri frægum mönnurn. Tkvöld k FH og ÍBV leika í 1. deild I karla í handknattleik í Hafn- I — arfírði í kvöld kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.