Morgunblaðið - 07.04.1989, Page 44

Morgunblaðið - 07.04.1989, Page 44
 SJOVA-ALMENNAR JSýtt félaf; með sterkar ra-tur EINKAREIKNINGUfí ÞINN / LANDSBANKANUM __________________Mk FOSTUDAGUR 7. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Spariskírteini ríkissjóðs: Innlausn fyr- ir einn milljarð umfram sölu INNLAUSNIR spariskirteina rikissjóðs, frá áramótum til marsloka, námu samtals 1.563 miiyónum króna. Á sama tima seldust spariskírteini fyrir 596 milljónir, að sögn Más Guð- mundssonar efiiahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Rikissjóður hefiir því þurft að greiða fyrir innleyst skirteini tæpan milljarð króna, umfram andvirði seldra skírteina fyrstu þijá mánuði árs- ins. Talsmenn verðbréfamark- aða, sem Morgunblaðið hefur rætt við, segja að þessi milljarður hafi að miklu leyti farið til að kaupa önnur verðbréf á mark- aðnum. Már Guðmundsson telur að tekj- ur ríkissjóðs í heild muni ekki rask- ast mikið á árinu, miðað við for- sendur fjárlaga. „Það er ekkert sem bendir til að stórbreytingar verði,“ segir hann. Fram hefur komið, að samkvæmt athugun Bflgreinasambandsins stefnir í að ríkissjóður tapi tveimur milljörðum króna í tekjum vegna minni bílasölu en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þá virðist sem sala áfengis hafi ekki aukist í heild, þrátt fyrir að bjórsala sé hafin, og því óvíst um að sá milljarður króna skili sér, sem áætlað var að bjórsalan gæfi af sér. Á móti þessu tekjutapi segir Már að komi auknar tekjur frá öðr- um tekjustofnum, hann nefndi sem dæmi að ríkissjóður fái tekjur af refsivöxtum frá Seðlabankanum sem nemi um hálfum milljarði króna. Óhapp tafði fhitninga á geisla- virkujoði SENDING af geislavirku joði, sem kom frá Þýskalandi um London til isótópastofu Ríkisspítala, tafðist f flutning- um vegna óhapps sem varð í geymsluhúsnæði Lufthansa í London í gær. Kassi með geislavirku efni sem geymdur var í sama hús- næði og sendingin til íslands brotnaði. Húsnæðið var rýmt og því lokað meðan ástand var kannað og unnið var að hreins- un. Það olli því að sendingin komst ekki til íslands með áetl- aðri ferð en búist var við að sendingin næði hingað til lands með vél Flugleiða i gærkvöldi. Að sögn Aðalsteins Karlsson- ar, forstjóra A. Karlsson hf., sem hefur milligöngu um viðskiptin, getur töf af þessu tagi verið bagaleg fyrir sjúkrahúsin þar sem geislavirk efni ónýtast á skömmum tfma og því mikilvægt að þau berist á réttum tíma. Hann sagði atvik þetta einstætt í þessum viðskiptum hérlendis. Ja&ithjáKasp- arovog Jóhanni JÓHANN Hjartarson gerði jafii- tefli við Garríjj Kasparov heims- meistara í sjöundu umferð Heims- bikarmótsins i Linares á Spáni f gær. Jóhann er nú í 4.-5. sæti á mótinu ásamt Hubner og hafa þeir §óra vinninga. Lubojevic er enn efstur á mótinu o g hefur 5 vinninga eftir jafn- tefli við Spasskfj. Morgunblaðið/Kr.Ben. A vertíð í verkfalli VINNUAFL til viðbótar var vel þegið í fiskvinnslustöðvunum í gær og unga stúlkan á myndinni dró ekki af sér við saltfiskverk- unina í Grindavík. Hún og fleiri nemendur i framhaldsskólum sáu sér leik á borði til að ná í vasapening á þennan hátt í kenn- araverkfallinu. Fyrirspurnir vegna páfa- heimsóknar SKRIFSTOFU Flugleiða í New York hafa borist þó nokkrar fyr- irspurnir frá Bandaríkjamönn- um vegna komu páfa hingað til lands í sumar. Að sögn Einars Sigurðssonar fréttafulltrúa Flugleiða hefur aðal- lega verið spurt um flugferðir til Islands vegna páfaheimsóknarinn- ar, en einnig hafa komið fyrirspurn- ir um hvort Flugleiðir geti tryggt fólki aðgang að þeim athöfnum sem páfinn verður viðstaddur. Einar sagði að ekki væri á færi Flugleiða að tryggja farþegum slíkt. Aftur reynt aðnáMariane á flot í dag Grindavfk. EKKI tókst að ná danska skipinu Mariane Danielsen á flot á strandstað við Hópsnes í gær. Reynt verður að ná skipinu á flot aftur i dag. Björgunarskipið Goðinn togaði í skipið í um 114 klukkustund án þess að hnika því og var tilraunum hætt. Fjöldi áhorfenda fylgist með þegar tilraunin var gerð og er giskað á að um 300 manns hafi horft á og fjöldi bíla var á svæðinu. Um borð í skipinu voru starfsmenn Lyng- holts sf. sem hafa unnið um borð undanfarið. FÓ Margt óleyst en möguleíkar taldir á samningi við BSRB BHMR gerir ríkinu tilboð um samning til þriggja ára FUNDUR samninganefiida Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og stjórnvalda í húsnæði BSRB við Grettisgötu stóð enn á miðnætti í nótt. Búist var við næturfundi og taldir möguleikar á að samningar gætu tekist, þó margt væri enn óleyst og brugðið gæti til beggja vona. Banda- lag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna gerði ríkinu tilboð í gærkvöldi um samning til þriggja ára. Samninganefhd ríkisins tók tilboðið til skoðunar, en Indriði H. Þorláksson formaður nefiidarinnar sagði að launahækkanirnar í tilboðinu mældust f tugum prósentna og kæmu ekki til greina. Viðræður Alþýðusambandsins og vinnuveitenda eru í biðstöðu, þangað til úrslit fást í viðræður BSRB. Samningafundur BSRB og ríkisins hófst 19.30 í gærkveldi, eftir að ríkis- stjómin hafði gefíð fyrirheit um verð- lagsaðhald, sem fonnenn félaga í BSRB gátu fallist á. Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, sagði að í því fælist að ríkisstjómin hygðist tryggja að landbúnaðarvörur hækki ekki á samningstímanum umfram laun lágtekjufólks með því að auka niðurgreiðslur. Einnig hygðist hún beita sér fyrir sérstöku aðhaldi að Tillaga til þingsályktunar: Sérstakt ráðuneyti varnar- og öryggismála Guðmundur H. Garðarsson og þrír aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafa í hyggju að flytja tillögu til þingsályktunar, þess efiiis, „að fela ríkisstjórninni að hefia undirbúning að stofnun sérstaks varaar- og öryggismálaráðuneytis, er lúti sérstökum ráðherra". Tillögunni fylgir ítarleg greinar- gerð. Þar segir m.a.: „Þá hafa atburðir síðustu daga á Alþingi íslendinga, þar sem fram hefur komið að forsætisráðherra, utanríkisráðherra og jafvel ríkis- stjómin í heild, virðist ekki hafa haft tök á að fylgjast með þessum mikilvægu málum, sannað þörf þess að sérstakur vamar- og öryggis- málaráðherra með tilheyrandi ráðu- neyti og starfsliði fjalli um þessi mál. Öryggis- og vamarmál íslands eru alltof mikilvæg og viðkvæm mál fyrir íslendinga og bandamenn þeirra til þess, að þau séu einhver homreka tækifærissinnaðra stjóm- málamanna." Sjá nánar á þingsíðu, bls. 27. verðákvörðunum fyrirtækja sem væm ráðandi um verðákvarðanir á markaðnum. Verðstöðvun yrði sett á opinbera þjónustu, þannig að verð- lagning hennar miðaðist við forsend- ur fjárlaga ársins 1989. „Auk þessa verður beitt mjög ströngu verðlagsaðhaldi. Ennfremur má geta þess, sem við leggjum mik- ið upp úr að fulltrúar samningsaðila munu eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti fara yfir þróun verð- lagsmála og ræða um aðgerðir sem stuðli að því að grundvöllur samninga haldist. Gmndvöllur kjarasamninga er þjóðhagsspá og í henni er ekki gert ráð fyrir gengisfellingu og ég hlýt að líta svo á að í þessu sé ákveð- in trygging fyrir hugsanlegum geng- isbreytingum," sagði Ögmundur. Ýmislegt var óljóst í þeim drögum að kjarasamningi sem rætt var um. Rætt var um 1.800-2.000 króna hækkun frá 1. apríl og jafnvel að 6.500 króna greiðsla í júní myndi hækka yrði lægri talan fyrir valinu. Rætt var um af hálfu ríkisins að 0,5% til launaflokkatilfærslna kæmu síðsumars. Ríkið ræddi einnig um að skipta 2.200-3.000 króna hækkun sem koma átti í haust. Hluti kæmi ef til vill sem hækkun persónuupp- bótar í desember og gmndvelli henn- ar yrði breytt. Þá var samningstím- inn á reiki og jafnvel rætt um að hann yrði lengri en fram í miðjan október. Háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn lögðu fram tilboð um samning til þriggja ára, á fundi með samn- inganefnd ríkisins í gærkvöldi. Er þar gert ráð fyrir að byijunarlaun fyrir starfsmenn með BA próf hækki strax úr 55 þúsundum í 70 þúsund og svipuð hækkun verði á byijunar- launum starfsmanna með MA próf og doktorspróf. Þá er gert ráð fyrir rauðum strikum með þriggja mánaða endurskoðunar- og uppsagnarfresti. Einnig er farið fram á, að samið verði strax um breytingar á náms- matskerfi og stefnt verði að endur- mati á þætti menntunar, sérhæfingar og ábyrgðar í launum á samnings- tímanum, auk þess sem unnið verði að ýmsum réttindamálum. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði við Morgunblaðið, að með þessu tilboði væri BHMR að reyna að ná fram því markmiði á þremur árum, að lagfæra launamuninn á almenna markaðnum og hjá ríkinu, og skapa frið um launamálin á með- ari. Þegar hann var spurður hvort ekki væri erfítt að tryggja slíkan samning, sagði hann svo vera en tryggja þyrfti tvennt, annars vegar launaliðinn, og hins vegar að önnur atriði samningsins verði framkvæmd. Indriði H. Þorláksson formaður samninganefhdar ríkisins sagði að tilboðið yrði skoðað, en ljóst væri að launahugmyndirnar í því væru allt aðrar en ríkisins. Indriði sagði þessar hækkanir næmu tugum prósentna, en tilboð ríkisins til BHMR um samn- ing sem gilda átti til janúarloka á næsta ári, var metið á 6-7%. Þá sagði Indriði, að hann þekkti enga verð- bólguspá sem væri þess eðlis að hægt væri að miða við til þriggja ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.