Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR T3. APRÍL 1989 5 Fjármálaráðherra um auknar niðurgreiðslur: Ekki ákveðið hvernig- flár verður aflað EKKI hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hversu hárri fjáriiæð verður varið til aukning- ar á niðurgreiðslum á landbúnað- arvörum, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, Qármálaráðherra. Raett hefiir verið um að auka þyrfti niðurgreiðslurnar um 600 milljónir króna. „Það hefur alltaf legið fyrir að það þyrfti 600 miHj- ónir króna ef halda ætti niður- greiðslustiginu sem var á verð- stöðvunartímabilinu, ef það væri gert út árið. Það hefur einnig leg- ið fyrir að það þyrfti að útvega fé til viðbótar sem þessu nemur,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Ólafur Ragnar sagði að ekki lægi fyrir með hvaða hætti peninga til aukinna niðurgreiðslna yrði aflað. „Ef afkoma ríkissjóðs verður betri þegar fer að líða á árið, mætti nota þann bata til niðurgreiðslnanna," sagði fjármálaráðherra. Hann sagði of snemmt að ákveða það nú .hvort sótt yrði viðbótarfé til þessa. Ekki væri hægt að áætla nú hvort um bata yrði að ræða. Líða þyrfti vel á annan ársfjórðung áður en hægt væri að gera sér það í hugarlund. Aðspurður hvað hann ætti ná- kvæmlega við, þegar hann talaði um að sækja viðbótarfé, sagði fjármála- ráðherra: „Menn sækja viðbótarfé með einhverjum aðgerðum stjórn- valda. Það er hægt að skera niður útgjöld á einu sviði og auka tekjurn- ar á öðru. Annar möguleiki er aö ef tekjuafgangur fjárlagafrumvarpsins stenst, að ráðstafa honum með þess- um hætti. Þriðji möguleikinn von- andi, er sá að ef staða ríkissjóðs fer batnandi, að hægt verði að nota þann bata í þessa þágu.“ „ Ólafur Ragnar sagði að ýmsar hugmyndir hefðu komið upp um að breyta samsetningu niðurgreiðsln- anna. Nú væri feitmeti, eins og ijómi greitt niður, en ekki grænmeti. Bent hefði verið á að þetta væri kannski ekki svo skynsamleg stefna. „Við munum skoða það hvort við breytum þessari samsetningu,“ sagði fjár- málaráðherra. Hofsós: Fjárhags- áætlun tílbúin Fjárhaldsstjórn ráðu- neytis framlengd Fjárhagsáætlun fyrir Hofsós er nú tilbúin í félagsmálaráðuneyt- inu. Menn úr fjárhaldsstjóm þeirri er ráðuneytið skipaði hafa kynnt sveitarsljóm Hofsós þessa áætlun og tekið við athugasemd- um af hendi sveitarstjórnar- manna varðandi hana. Greiðslu- stöðvun Hofsós hefur verið fram- lengd til 19. maí og fjárhalds- sljórn ráðuneytisins hefúr verið framlengd til 1. júni. Skammtimaskuidir Hofsós nema nú um 50 milljónum króna. Húnbogi Þorsteinsson formaður fjárhaldsstjórnar segir að verið sé að semja við lánadrottna Hofsós um greiðslu á skuldunum og á því verki að vera lokið fyrir 19. maí er greiðslustöðvunin rennur út. Fyrrgreind fjárhagsáætlun nær til þessa árs og hins næsta. Um er að ræða áætlun um tekjur og út- gjöld sveitarfélagsins á þessu tíma- bili og segir Húnbogi að leitast hafi verið við að auka tekjurnar og draga úr gjöldunum. Hann getur ekki að svo stöddu gefið upp niður- stöðutölur áætlunarinnar þar sem eftir er að ákveða hve mikill hlutur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður í dæminu. Gjaldskrá tannlækna hækkar um 15% GJALDSKRÁ tannlækna hækk- aði 1. mars síðastliðinn um 15,13%, fyrir tannlækningar veittar sjúklingum sem tryggðir eru samkvæmt almannatrygg- ingalögum, en þá hafði hún ekki hækkað frá 1. júní 1988, að sögn Barkar Thoroddsen formanns Tannlæknafélags Is- lands. „Um 5% af gjaldskrárhækkun- inni 1. mars síðastliðinn eru vegna almennra hækkana á rekstrar- kostnaði frá 1. júní 1988,“ sagði Börkur í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að 1,25% launa- hækkun 1. mars síðastliðinn væri einnig innifalin í gjaldskrárhækk- uninni, svo og hækkanir á launalið taxtans sem hefðu verið frystar vegna bráðabirgðalaganna í fyrra. Þá hefði launaliður taxtans átt að hækka um 7,25% 1. júní og 1,94% 1. september. „Samkvæmt samningum tann- lækna og Tryggingastofnunar ríkisins, frá 19. desember 1987, á launahluti taxtans að hækka sam- kvæmt óvegnu meðaltali 10 hæstu launaflokka BHMR,“ sagði Börkur Thoroddsen. o> meirí háttar 0SH TILB0Ð í nokkra daga á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 595/kílóið Tilboðsverð: kr.50 kílóið S/WJÖ**

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.