Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Glitsnúrugorgeir eftir Thor Vilhjálmsson Sunnan að segja menn Sundklaustur haldist laust. Þýzkir gjöra þar rask þeygi gott í Viðey. Óldin hefir ómild Ála bruggað vont kál. Undur er ef ísland eigi réttir hans þess stétt. Svo orti Jón biskup Arason þegar óþokkar fóru um Viðey og unnu spjöll á arfhelgum stað, rupl- uðu í klaustrinu sem Þorvaldur Gizurarson stofnaði öldum fyrr, og hröktu lifandi menn og dauða og spilltu jarteiknum. Ekki var öll dáð úr íslendingum, né á þeim herfjötur væri þeim nógsamlega ögrað. Forsprakki þessara þýzku reyfara sem þar fóru og þóttust hafa heimildir frá Lúther og kóng- inum hafði það upp úr krafsinu ásamt kumpánum sínum að stikna fyrr en ella á hægum eldi í helvíti; þegar steigurlætið stóð sem hæst; því íslendingar gerðu sér lítið fyr- ir og drágu þetta lið. í ár eru 450 ár síðan Islendingar hristu af sér slenið og drápu í Skálholti þennan vágest og sveina hans; og er oft minna tilefni til að stilla saman strengi sína og minnast þess með viðhöfn bæði í Skálholti og Viðey. Því er þetta riíjað nú að enn er ófriður í Viðey og óboðnir gest- ir á ferð. Þó stendur til að hefja eyna til fomrar virðingar svo sem sómdi hinu foma klaustri og setri Skúla fógeta. Þar vom kallaðir til ágætir menn að stýra verki við að gera upp Viðeyjarstofu og önn- ur mannvirki, Þorsteinn Gunnars- son og Leifur Blumenstein, og tókst svo vel að því var fagnað að þeir skyldu hljóta menningar- verðlaun Dagblaðsins fyrir, að verkalokum. Því hiyggilegra er þegar svo vel hefur verið vandað til að ekki væri alls gáð. Verð- launaverkinu var varla lokið þegar vart varð við það að eitthvað væri óhreint á sveimi í eynni. Engum má líðast að leggjast á leiði skáldsins Gunnars Gunnars- sonar, Franzisku konu hans og sonar þeirra Gunnars yngra list- málara. Né heldur spilla öðmm leiðum nýlátinna manna; enda banna lög að hrófla við gröfum í 75 ár (1963, nr. 21, 13. grein); hvað sem líður öllum hinum eldri, merktum eða ómerktum. Grafarró var raskað harkalega með stór- virkum tólum og öllu umturnað og sléttað allt í kirkjugarðinum eins og til þess að gera þar sól- baðsreit fyrir aðskotadýr, og haft til fyrirmyndar sem Englendingar gera og sumum þykir svo merki- legt að hafa marslétta gmnd með engxim tilbrigðum, líkt og undir fyrirsögn frá leikritinu Sköllóttu söngkonunni eftir Ionesco: The English lawns. Því hefur verið fleygt að slóð spellvirkja hafi ver- ið rakin út í eyna frá Dómkirkj- unnt í hjarta Reykjavíkurborgar, svo undarlegt sem það má heita, og flogið fyrir fundizt hafí greni líka í höll frímúrara. í skemmstu máli hefur það gerzt að þegar ættingjar Gunnars Gunnarssonar komu í eyna til að klippa og snyrta leiðin þá var þar moldarflag þar sem þau vom áður og dráttarvél hafði þurrkað út allar menjar. Og þegar þetta fólk hafði orð á skelfíngu sinni við þau helgispjöll svaraði presturinn Þór- ir Stephensen sem nú er kallaður staðarhaldari í Viðey að þar hefði verið farið að lögum við lagfær- ingu kirkjugarðsins, þegar allt var fært svo úr lagi að ekki sá á neinu lengur skil. Presturinn sagði: „Það var auglýst eins og lög um kirkju- garða mæla fyrir um í Lögbirt- ingablaði og útvarpi...“ Ekki slumaði í ættingjum við þá rétt- lætingu enda les almenningur ekki Lögbirtingablaðið reglulega eins og sjónvarpsdagskrána eða Moggann. Það blað er tæpast eft- irsóttur tilhlakkslestur nema meinfysnustu mönnum. Þá gerist það að ungur blaða- maður reis upp í heilagri vandlæt- ingu og sagði hug sinn skorinort um þetta atferli. Það skín í gegn hve mikið blaðamanninum er niðri fyrir, og hann segir hug sinn tæpitungulaust; þó í lokin á grein hans sé að vísu bent á undan- komuleið fyrir hina seku til fyrir- gefningar, bæti þeir sitt ráð. Þá leið þáði presturinn ekki, hvað þá að hann rétti hinn vang- ann fram og væri minnugur þess boðskapar sem hann hefur haft framfæri sitt af að boða okkur hinum, allt frá æsku. Það var nú eitthvað annað. Heldur hótar hann kárínum í anda Ólafs Rögn- valdssonar Hólabiskups sem verstur var allra í umburðarleysi og grimmd, svo sem segir í sögu Jónasar frá Hrafnagili af Hvassa- fellsmálum. Klerkurinn beitir fyrir sig leigumálpípum úr lögmanna- stétt til að hóta bréflega sam- kvæmt tilteknum lagagreinum ýmist sektum eða varðhaldi allt að einu ári til þess að í einni grein- inni að bæta um betur og hóta bara varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum. Þessi þula skal ekki rakin nema ég freistast til að skrá hér eina lagagreinina sem var veifað þá og seinna er beitt og er orðuð svo: „Hafi ærumeið- andi aðdróttun verið beitt að manni, sem er eða hefur verið opinber starfsmaður, og aðdrótt- unin varðar að einhveiju leyti það starf hans, eða hún myndi baka honum, ef sönn væri (lbr. mín), embættis eða sýslunarmissi, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.“ (2. tl. 242. gr. almennra hegningar- laga.) Margir kannast við þessa laga- grein, því hún hefur verið víða fest upp á stofuvegg hjá opin- berum starfsmönnum til að létta gestum í geði með gamanmálum, Thor Vilþjálmsson svo fáránleg þykir flestum greinin og fráleitt að henni yrði beitt að hún er höfð til afþreyingar; í stað þess að ■ skelfast við slík ólög, væri gert ráð fyrir þeim mögu- leika að þeir menn fyndust svo óvandir að meðulum og vopnum að beita slíku. í lokin á hótana- bréfí lögmannsins í umboði kenni- mannsins guðsblessaða til rit- stjóra dagblaðsins Tímans þar sem blaðamaðurinn Hallur Magn- ússon birti vandlætingu sína, þar er Halli gefínn kostur á því að ganga til Canossa eins og kallað var þegar menn voru neyddir af páfa til að láta af sannfæringu sinni og skrifta við mikla niður- lægingu og stundum vandarhögg, og éta ofan í sig allt það sem hugurinn bauð að segja. Og nú þegar blaðamaðurinn vildi ekki þiggja það að knéfalla sínum andskota þá reigir sjálfur saksóknari ríkisins sig í háu sæti og höfðar málið fyrir kirkjunnar þjón; sem nú kallar sig staðar- haldara og ætti að vera annt um sóma staðarins, hvað sem líður eigin dyggð og réttri æru. Það hlýtur hver maður að sjá hve háskalega braut er farið inn á með þessari annarlegu þjónustu saksóknarans, og getur varla talizt ofmælt að kalla það tilræði við skoðanafrelsi. Það er létt verk að stinga upp á því hvaðan sýnd- ust ættskaðar fyrirmyndirnar að samfélagi þar sem ekki má hafa orð á ávirðingum þeirra manna sem eru kallaðir opinberir starfs- menn. Reyndar er freistandi að spyija hvort ekki leynist einhvers staðar tilsvarandi lagagreinar um viðurlög við því að maður þegi um, þó viti, eða hylmi yfír með afbrotum opinberra starfsmanna sem almannaheill varðar. Þama er farið inn á ákaflega viðsjár- verða braut, og engin furða þó Rithöfundasamband íslands hafí þegar fordæmt samkrull prestsins og hins opinbera saksóknara. Hvemig sem málalyktir verða fyrir dómstólum þá verður slíkt mál ekki unnið fyrir dómi sögunn- ar. Svona framferði vekur ekki bara fordæmingu almennings þegar málið er kynnt samkvæmt staðreyndum, heldur væntanlega slíkan aðhlátur að presturinn má vera handsterkur ef hann getur haldið sér svo fast þar sem hann væntir festu að spaug vippi hon- um ekki upp úr skinhelgiskjóli undir nýsmíðuðum titli, þar sem glitsnúmgorgeir virðist fylgja plastárudiýldni, og hann fái hald- ið staðnum. Nema hann sæi nú að sér og bæði saksóknarann að láta af ákafa sínum í svo vondu máli og fella sína sókn, áður en það verð- ur báðum þeim að falli, í allra manna áliti. Þeir ættu að grafa öxina hið snarasta eða urða hana í Viðeyjar- fjöru ellegar jarðsetja á öðmm afviknum stað, og knéfalla svo báðir á bæn þegar engra báta væri von, og biðja heitt til guðs almáttugs að tilverknaður þeirra gleymist einhvem tfma; sé nú þegar látið staðar numið, og eng- um ögrað frekar. Höfundur er rithöfundur. Omaklegur áróður eftirAsgrím Guðmundsson Verkfall eða ekki verkfall. Laun eða ekki laun. Þannig hljómaði umræðan í fjölmiðlum síðustu daga marsmánuðar. Þá virtist sem samn- ingaviðræður milli BHMR og ríkis- ins, um bætt kjör hefðu hreint og beint gufað upp. Allt í einu vom aukaatriði gerð að aðalatriðum. Fjármálaráðherra byijaði leikinn mjög óvænt og í hreinni andstöðu við yfírlýstar skoðanir sínar og síns flokks. Hann hóf leikinn með sál- fræðilegum atlögum löngu áður en til verkfalls kom, með því að skerða launagreiðslur til ríkisstarfsmanna innan BHMR. Markmiðið var aug- ljóst eins og síðar kom fram. Ekki er laust við að ímynd hinna geysi- vinsælu sjónvarpsþátta „Já ráð- herra" hafí skerpst í huga manns við þessa valdbeitingu, þegar sjón- armið kerfísins urðu ofan á og vom látin ráða ferðinni. Atlögumar komu síðan í rökréttu framhaldi hver af annarri. Áætlun ríkisins Skerðing á launagreiðslum var gerð í þeim tilgangi að lama tíma- bundið styrk BHMR. Einnig til að koma á stað sundmngu innan raða samtakanna, þar sem einstakling- amir vom misjafnlega í stakk bún- ir til að mæta fjárhagslegum þving- unum. Alkunna er, að stór hluti þjóðarinnar hefur vafið sig í net íjárskuldbindinga og þolir því illa óvæntan tímabundinn tekjumissi. BHMR-félagar em þar engin und- antekning. Það vita sérfræðingar fjármálaráðuneytisins manna best. Samningaviðræður lágu niðri þar til daginn fyrir verkfall. Með því var lýst yfír taugastríði, sem veldur að jafnaði ótta og öryggisleysi sér- staklega hjá þeim reynsluminni, en fyrir hina er þetta aðeins hluti bar- áttunnar. Viðræður daginn fyrir boðað verkfall áttu að reka smiðshöggið á vel undibúinn forleik af hálfu ráðuneytisins. Ekki gekk það dæmi upp og verkfall skall á. Þó má alls ekki útloka þann möguleika að það hafí alla tíð verið ætlunin af hálfu ráðuneytisins að verkfallið kæmi til framkvæmda enda sparar ríkið launagreiðslur á meðan óháð því hveijir verða þolendur. Manntafl Hér er í raun um að ræða mann- tafl í orðsins fyllstu merkingu. Fjár- málaráðherrann hefur leikið eins og sá sem valdið hefur og lét sig ekki um muna að stilla upp tveimur andstæðingum í einu. Markviss tafl- mennska leiddi til jafnteflis við BSRB, þ.e. báðir aðilar vom sáttir við sitt, en skákin við BHMR var sett í bið og greinilegt á öllu að til stendur að fella BHMR á tíma. Ef taflmennskan er skoðuð nánar, þá sést að svarleikur ráðuneytisins -við upphafsleik BHMR er engan veginn óþekktur, en honum hefur sjaldan verið beitt. Síðast var honum leikið í verkfalli BSRB haustið 1984 og einmitt af þessu sama embætti. Þá áttu skákskýrendur ekki orð til að lýsa vanþóknun sinni á ódrenglyndi og siðleysi keppandans strax í upp- hafsstöðu (að greiða ekki fyrirfram- greidd laun). Nú hafa þessir sömu skákskýrendur greinilega þroskast og öðlast dýpri skilning á aðferð- inni eftir nákvæma greiningu og skoðun. Vissulega er ástæða til að velta því fyrir sér hvort yfírleitt eigi að leita eftir samningsgerð við ríkið, þegar höfð er í huga framkvæmd þeirra samninga, sem gilda á hveij- um tíma. Þar er fyrst til að taka framkvæmd síðustu samninga. Blekið hafði varla þomað á pappírn- um þegar gefín vom út bráða- birgðalög, sem gerðu samkomulag- ið að engu. í annan stað em rétt- indi opinberra starfsmanna höfð að engu við útborgun launa um sl. mánaðamót, þegar starfsmenn með fyrirframgreiðslu vom hlunnfamir. Áróðursvélin í öllum málatilbúningi er mikil- vægt að hafa almenningsálitið með sér, einkum þó fyrir stjómvöld, og haga undirbúningi í anda þess. Með það í huga hóf ríkisvaldið smekk- lausan áróður með villandi upplýs- ingum í Morgunblaðinu þann 5. apríl sl. Formaður samninganefnd- ar ríkisins lét hafa það eftir sér, að laun greidd til ríkisstarfsmanna innan raða BHMR, sem boðið höfðu verkfall, væm að meðaltali um 50 þúsund krónur á mann fyrstu 5 daga aprílmánuðar. Þannig mátti að minnsta kosti skilja fréttina ef ekki var rýnt í smáa letrið, en þar kom fram að innifalið í upphæðinni vom eftirágreiðslur eins og yfir- „Nú hafa þessir sömu skákskýrendur greini- lega þroskast og öðlast dýpri skilning á aö- ferðinni eftir nákvæma greiningu og skoðun.“ vinna og fleira. Líklega gleymdi þessi ábyrgi ráðuneytismaður fyrir tilviljun eða e.t.v. vegna tímabundins minnis- leysis að yfir 30% þeirra starfs- manna, sem vitnað var til, fá laun sín greidd eftir á og fengu þeir því full laun greidd. í annan stað fengu allir starfsmenn á undanþágum frá verkfalli fullar greiðslur. Þessi makalausi áróður skyldi eftir sig þá staðhæfíngu að ríkisstarfsmenn innan BHMR hefðu að meðaltali 50 þúsund krónur fyrir 5 daga vinnu, betur ef satt væri. Laun í verkfalli? Verkfallsmenn gengu ekki til aðgerða með það í huga að vera á fullum launum í verkfallinu. Þess í stað gerðu þeir ráð fyrir orðheldni í SANDGERÐI var fyrstu þrjá mánuði þessa árs landað 615 tonnum meira af físki en á sama tíma í fyrra, miðað við óslægðan afla, að sögn Sigurðar Bjarna- sonar hafíiarstjóra i Sandgerði. Arney var aflahæsti báturinn 31. mars siðastliðinn en þá hafði hún veitt 625,3 tonn frá áramótum. í Sandgerði var landað fyrstu þijá mánuði þessa árs, miðað við viðsemjanda síns og að festa hans í skoðunum væri meiri. Það mis- vægi var þannig skapað af ráðherra að allir þeir er þiggja laun sam- kvæmt samningsbundnum réttind- um opinberra starfsmanna, þ.e. fá fyrirframgreidd laun, fengu síðast fulla útborgun 1. mars. Aðrir fengu full laun greidd. Hvað veldur þess- um ankannalegu sjónarmiðum er erfítt að átta sig á, en fjármálaráðu- neytið hefur aldrei átt í erfíðleikum með að hýrudraga starfsmenn sína. Þegar á reynir Háttalag af þessu tagi af hálfu stjómvalda er engin nýjung fyrir opinbera starfsmenn og ætti ekki að koma á óvart. Umbjóðendur ráð- herra í samningamálum, öðm nafni Samninganefnd ríkisins, hefur ávallt farið sínu fram og þá vafa- laust með velþóknun síns yfír- manns. Það sem verra er að sætta sig við er að núverandi yfírmaður skuli kenna sig við alþýðuna og hinar vinnandi stéttir. En það kem- ur ávallt í ljós þegar á reynir, að sitthvað eru orð eða æði. Höfundur erjarðfræðingur og fyrrverandi formaður kjarar&ðs Félags islenskra n&ttúrufræðinga. óslægðan afla, 7.505 tonnum eftir 1.582 sjóferðir en 6.890 tonnum eftir 1.584 sjóferðir á sama tíma í fyrra. „Fiskiríið hefur verið dágott undanfarna daga. í netin hefur ver- ið reytingur að undanförnu en hjá litlu bátunum var mjög gott á línuna í fyrri hluta síðustu viku,“ sagði Sigurður Bjarnason í samtali við Morgunblaðið. Meiri afli en í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.