Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 15

Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 — r-T i'; I U t I i- H-t i ‘■■■r i - 'i vr> IC H Sendiherra Ungveija á íslandi: Pólitískar og efinahagslegar um- bætur og kreddum vikið til hliðar Ungveijar óttast ekki íhlutun í innanríkismál SENDIHERRA Ungverjalands á íslandi hefiir aðsetur í Svíþjóð og heitir Károly Szigeti. Hann er staddur hérlendis í tengslum við ungverska viðskipta- og menningarviku á Hótel Sögu. Við- skipti þjóðanna hafa verið lftil en þó Islendingum hagstæð, héðan kaupa Ungveijar nú vörur fyrir um 150 milljónir króna árlega en við kaupum aðeins ungverskar vörur fyrir um tíunda hluta þeirrar upphæðar. í samtali við Morgunblaðið sagðist sendiherr- ann vona að viðskiptin ykjust og sagðist sjá ýmsa útflutnings- og samstarfsmöguleika. Meðal annars taldi hann næga markaðs- möguleika ytra fyrir íslenskar fiskafurðir, og taldi að samstarf um nýtingu jarðhita yrði báðum gagnlegt. Við gætum keypt ýmsar neysluvörur af Ungveijum. Þá segir hann að Ungveijar séu reiðubúnir að afiiema vegabréfsáritunarskyldu í ferðalögum milli þjóðanna. Mest snerist spjallið um ástand mála í Ungveijal- andi nú en þaðan hafa borist fréttir um róttækar efhahags- og stjórnkerfisumbætur sem virðast bera vitni um afturhvarf frá alræði kommúnistaflokksins. -Hvaða breytingar og umbætur er verið að framkvæma í Ung- veijalandi og hver er aflvaki þeirra? „Það hafa verið gerðar ýmsar umbætur á efnahagslífi Ungveija allt frá 1968 en jafnan hafa skipst á tímabil efnahagsframfara og stöðnunar. 1988, þegar haldinn var landsfundur í flokknum, var ástandið orðið mjög alvarlegt og alveg ljóst að þörf var á miklum og skjótum umbótum, jafnt pólitískum og efnahagslegum. Þá urðu algjör kynslóðasipti í forystu flokksins. Eldri leiðtogarnir voru fastir í hugmyndafræðilegum kreddum en aftakamir flestir em fæddir eftir seinna stríð, vom böm 1956 og tóku ekki þátt í átökum og mistökum fortíðarinn- ar. Þeir líta viðfangsefnin raun- hæfum augum, án allra tengsla við hugmyndafræðilegar kredd- ur.“ -Em þeir reiðubúnir að afsala kommúnistaflokknum einræðis- valdi? „Eins og ég sagði em ekki háðir neinum við hugmyndafræði- legum kreddum og hafa rejmdar ósjaldan lýst því yfir að í Ung- veijalandi verði komið á lýðræðis- legu íjölflokkakerfi. Þetta em ekki bara slagorð, það er þegar farið að vinna að þessu markmiði eftir ákveðnum leiðum. Það er unnið að því að endurmeta alla efnahagsmálastefnu, sem var gegnsýrð af hugmyndafræðik- reddum fyrri leiðtoga. Til dæmis þeirri að í sósíalísku ríki megi ekki vera atvinnuleysi. Það hafði í för með sér að stórkostlegt umframvinnuafl starfaði við mörg fyrirtæki og mörg dæmi em um að 1500 manns hafi verið ráðnir til að vinna 500 manna verk. Það liggur í augum uppi að framleiðn- in var lítil. Einnig greiddu þeir niður, af hugmyndafræðilegum ástæðum, ýmsar nauðsynjar til að halda föstu verði án tillits til breytinga á framleiðslukostnaði. Til að standa undir þessu vom tekin gríðarleg erlend lán. Stefna eins og þessi getur gengið upp í ákveðinn tíma, en að því kemur að menn verða að horfast í augu við raunvemleikann. Það hafa menn nú gert og grípa hefur þurft til ýmissa stórtækra og óvinsælla aðgerða. Afskiptum af verðmynd- un hefur verið hætt og verðlag hefur verið gefið fijálst. Eftir 50 ár án skatta hafa nú verið lagðir á telq'u- og söluskattar. Þeta em óvinsælar aðgerðir en nauðsyn- legar til að skapa heilbrigt efna- hagslíf." -Er það rétt skilið að verð á framleiðsluvörum myndast á markaðinum en ekki eftir ákvörð- un stjómvalda? „Já, en í sumum tilfellum, þeg- ar um nauðsynjavömr var að ræða, vom framleiðendur beðnir um, þeim var ekki skipað, að dreifa hækkununum, láta þær ekki taka gildi í einu stökki. Að öðm leyti er fijálst verðlag, en menn em ekki alveg búnir að átta sig á þessum breytingum. -Er búið að gefa áætlunarbú- skap upp á bátinn? „1968 var miðstýrðar fram- leiðsluáætlanir gefnar upp á bát- inn og síðan hefur hlutverk skipu- leggjandanna og áætlunargerðar- manna minnkað ár frá ári. Áður var áætlunarráð’uneytið það stærsta í landinu en með stjóm- kerfisbreytingunum núna á ég von á að því verði breytt í eins konar deild í íjármálaráðuneyti og starfi sem eins konar þjóð- hagsstofnun eða hagsýsludeild. -Er hörð valdabarátta innan flokksins eða er almenn samstaða um þessar breytingar? „Menn em einhuga um mark- miðin en greinir nokkuð á um leið- imar - hversu hraðar umbætur eigi að vera. Sumir vilja fara sér hægt en aðrir í einu stökki. En það er ekki mikill ágreiningur inn- an flokksforystunnar. Þar em menn nokkuð samstiga um þær breytingar sem þarf að gera og hafa þegar verið gerðar. Ymis ný lög hafa verið sett eða em á döf- inni. Nú má hver sem er setja á stofn fyrirtæki með allt að 500 starfsmönnum og útlendingar mega eiga 100% í fyrirtækjunum ef þeir fást til þess. Verðbréfa: markaður hefur verið settur á fót. Engar hömlur em nú á ferða- frelsi Þá hafa verið sett lög sem hafa leyft starfsemi þúsunda fijálsra félagsamtaka. Þar á með- al em stjórnmálahreyfinga, sem enn geta ekki starfað sem flokk- ar, en því verður breytt fljótlega þegar sett hafa verið lög svipuð þeim sem gilda í Svíþjóð og fjalla aðallega um fjármál og fjárskuld- bindingar stjómmálaflokka. Verkföll em nú leyfð, bæði sam- úðarverkföll og verkföll til að fylgja eftir launakröfum. Um leyfi til opinberra mótmælaaðgerða gilda nú hliðstæð lög og á flestum Vesturlöndum." „Ný kosningalög verða líklega samþykkt í sumar. Þau heimila flokkum og hreyfingum að bjóða Morgunblaðið/J úlíus Károly Szigeti, sendiherra Ungverjalands á Norðurlönd- fram sína fulltrúa, gefa út áróð- ursefni, heyja kosningabartáttu o.s.frv. Almennar kosningar til þings verða samkvæmt þessum lögum sumarið 1990 og ef til vill verður kosið eftir þeim til sveitar- stjórna nú í sumar. Verið er að vinna að nýrri stjórnarskrá sem er laus við allar klásúlur um sér- stakt hlutverk kommúnistaflokks- ins, gerir ráð fyrir greiningu ríkis- valds, að kjörinn forseti leysi 16 manna stjómarnefnd flokksins af hólmi, þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnlagadómstól, frelsi til útgáfu blaða og starfrækslu útvarps- og sjónvarpsstöðva, svo fátt eitt sé nefnt.“ -Þetta virðast vera grundvallar- breytingar á þjóðfélaginu. Er ekki ástæða til að óttast að Sovét- mönnum þyki þið ganga of langt og skerist í leikinn? „Sovétmenn eru ekki að gera ólíka hluti. Þeir þurfa að taka til- lit til sinna sérstöku aðstæðna. Þau eru víðlent stórveldi sem sam- anstendur af mörgum og ólíkum þjóðum. Við erum ein þjóð í litlu landi en samt er margt svipað að gerast en þróunin hjá okkur er nokkrum árum á undan. Við ótt- umst ekki sovéska íhlutun núna. Gorbatsjov lýsti því nýlega yfir í viðræðum við Grozs að Sovétríkin muni ekki hlutast til um innri mál bandalagsríkjanna. Vissulega hefðu þeir hlutir sem nú eru að gerast hjá okkur og í Póllandi ekki gerst á tímum Stalíns og ástand í Sovétríkjunum skiptir umbótastarf okkar máli.“ -Heldur þú að breyting verði á stöðu Ungveijalands innan Var- sjárbandalagsins? Á ríki með svo breyttri stjómskipan samleið með A-Evrópu? „Það er allt annað vandamál og slík ákvörðun verður ekki tek- in einhliða. Nú ríkir jafnvægi milli austurs og vesturs. Sé því raskað, skapast mikil hætta. Okkur tak- mark er því að vinna að því að þær aðstæður skapist að með auknu samstarfí þjóða og árangri í afvopnunarviðræðum verði hem- aðarbandalög óþörf. Þetta em flókin mál. En þótt ríki móti sam- eiginlega stefnu um ýmis stærri mál höfum við fullt sjálfstæði í innri málum okkar. Oft hefur stefna okkar verið frábmgðin stefnu nágrannalanda. Ég minni á að 1983-1984 þegar sambúð stórveldanna var stirð þá gegndi Ungveijaland hlutverki eins konar brúar milli austurs og vesturs. Við viðurkenndum S-Kóreu á und- an ðmm og höfum betri sam- skipti við israel en bandalags- þjóðir okkar.“ -Hvað finnst Ungveijum um ástandið í Rúmeníu og ofsóknir Ceaucescus gegn Ungveijum þar í landi? „Þetta er mikið vandamál. Það er skelfilegt ástand í Rúmeníu og Ungveijar þurfa ekki aðeins að líða sama skort og aðrir lands- menn, heldur em þeir einnig of- sóttir vegna þjóðemisins. Það er bannað að kenna börnum ung- versku eða nefna þau ungverskum nöfnum. Það á að leggja 8000 þorp í rúst og flytja fólk nauðung- arflutningum. Það bitnar illa á Ungveijum. Ungverskar bækur, blöð, jafnvel flokksmálgagnið, em bönnuð í Rúmeníu. Ungversk stjómvöld hafa rætt við rúmensk en án árangurs. Mín skoðun er að hér verði að koma til alþjóðleg- ur þrýstingur. Þama er verið að fremja stórfelld mannréttinda- brot. Flóttafólk streymir til Ung- veijalands, þar sem fyrir er vax- andi atvinnuleysi og húsnæðis- skortur. Þetta er erfítt mál úr- lausnar," sagði Károly Szigeti, sendiherra Ungveijalands. Tónlistarskóli Reykjavíkur: Burtfararprófstónleik- ar tveggja nemenda Bára Grímsdóttir. Burtfararprófstónleikar tveggja nemenda Tónlistarskóla Reykjavíkur verða haldnir á morgun, föstudag, i Langholts- kirkju. Tónleikamir em hluti af lokaprófi nemendanna, Jógvans Zakkariesen fagottleikara, sem leika mun einleik með hljómsveit Tónlistarskólans, og Bám Grimsdóttur, sem er að ljúka námi frá tónfræðideild. Á tónleikunum flytur þijátíu manna hjómsveit skólans tónverk eftir hana sem hún hefur kosið að kalla „Naktir litir“. Jógvan Zakkariesen er 21 árs gamall Færeyingur og hefur stundað tónlistarnám hér á landi síðustu fjög- ur árin. Kennari hans á námstiman- um hefur verið Sigurður Markússon. Jógvan mun að öllum líkindum halda til Salzburg í Austurríki að íslands- dvölinni lokinni þar sem hann hefur sótt um inngöngu í tónlistarháskóla frá og með næsta vetri. Jógvan sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið áhuga á fagottinu 14 ára gamall þegar íslendingur að nafni Björn Árnason kom til Færeyja til að kenna. Jafnframt hefði Björn haldið nokkra tónleika í skólum. „Ég var þá nemandi í einum skólanum, sem Björn heimsótti, og féll ég strax fyrir hljóðfærinu. Áður var ég mik- ill áhugamaður um tónlist, en eftir þetta hefur fagottið átt hug minn allan. Fagottið er mjög sérstakt hljóðfæri. Það eru tiltölulega fáir fagotthljóðfæraleikarar til auk þess sem fagottið er n\jög dýrt hljóðfæri. Þá smíða flestir útlærðir fagotthljóð- færaleikarar munnstykkið sjálfir og er ég komin upp á lag með það,“ sagði Jógvan. Bára segir nýja verkið sitt vera einskonar leikur að litum. Það sé skrifað fyrir strengi, tréblásara, marimbu og sembal. Fyrir nokkrum árum útskrifaðist Bára úr tón- menntakennaradeild skólans og kenndi að því búnu við Tónlistar- skóla Garðabæjar. Auk þess stjórn- aði hún MR-kórnum um tíma. Hún hóf nám að nýju við Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1985, bjó síðan í Noregi um tveggja ára skeið og kenndi þar meðal annars í lýðhá- skóla. „Til íslands kom ég aftur árið 1987 og hef síðan unnið að þvi að ljúka námi frá tónfræðideildinni. Ég hef mikinn áhuga á að fara i tónsmíðanám til Hollands, en það nám tæki allt frá tveimur og upp í fjögur ár.“ Bára segist ekki hafa lagt fyrir sig neitt ákveðið hljóðfæri svona síðustu árin. Hinsvegar hefði hún verið í söngtímum með náminu, en söngurinn væri einskonar aukabúgrein hjá sér. Tónleikarnir hefjast klukkan 18.00 í Langholtskirkju á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.