Morgunblaðið - 13.04.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 13.04.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 31 Horfið fi*á kvótakerfi Frumvarp um stnórn fískveiða: I stað stjórnar með veiðileyfíim kemur stjórn á stærð veiðiflotans Nýmælin í frumvarpi Þorv. Garðars Kristjánssonar, Eyjólfs K. Jónssonar og Júlíusar Sólnes eru þessi: • 1) Horfið verði frá-uúverandi kvótakerfi með skiptingu heildar- afla og aflahámarki á hvert ein- stakt skip. • 2) í stað stjórnunar með veiði- leyfúm komi stjórn á stærð fiski- skipastólsins. • 3) Fiskveiðar verði geliiar ftjálsar innan þeirra marka sem hámarksafli á hveija fískitegund leyfir. • 4) Ráðherra hefúr heimild til að ákveða að áfram skuli gilda sama kerfi og verið hefúr um veiði annarra sjávardýra en botn- físktegunda, svo sem rækju, hum- ars, skelfísks, síldar og loðnu. • 5) Sóknargeta fiskiskipastóls- ins er aðlöguð hámarksnýtingu fiskstoftia með því að takmarka Qárfestingu í skipum við þörfina fremur en takmarka not þeirrar Qárfestingar sem stoftiað er til. • 6) Sett verði fyrirmæli um mat á sóknargetu hvers og eins skips. • 7) Samanlagðri sóknargetu fískiskipastólsins eru sett mörk sem kveða á um hvemig skipa- stóllinn samsvarar veiðiþoli fiski- stoftianna. • 8) Settar em reglur um end- urnýjun fískiskipastólsins þegar sóknargetan er meiri en þarf til hámarksnýtingar fiskistofiianna. • 9) Gerít er ráð fyrir úrelding- arsjóði fiskiskipa. • í greinargerð segir m.a.: „Hinn kosturinn, að hverfa frá kvótakerfinu, er fólginn í því að afla- takmarkanir séu ekki bundnar við skip heldur sé hveiju einstöku skipi fijálst að afla og flytja þá björg í bú sem það er fært um innan þeirra marka sem hámarksafli úr hveijum einstökum fískistofni leyfir. Með þessum hætti verður sókn og keppni sjómanna komið við og heilbrigðri endurnýjun í stéttinni. Afburðamenn fá að njóta sín. Skip með góðan rekstrargrundvöll fá að skila þeim arði í þjóðarbúið sem efni standa til. Úrelding bíður þeirra skipa sem hald- ið hefur verið á floti einungis vegna kvótakerfisins. Kaup og sala skipa verður óhindruð af kvótahagsmun- um. Verstöðvar fá að njóta aðstöðu sinnar til fiskimiðanna þannig að stuðlað sé að hagkvæmri verkaskipt- ingu í atvinnulífi landsmanna eftir byggðarlögum og með því eflt þjóð- hagslegt gildi og heildarafrakstur fískveiða. Þessi skipan felur í sér það úrval sem þarf að fara fram til að fækka fiskiskipum og minnka þannig sókn- argetuna til samræmis við það sem nægir til að fullnýta fískistofnana. Slíkt úrval geta engar stjómvaldsá- kvarðanir gert. Það verður einungis gert í fijálsri samkeppni þar sem hæfni og arðsemi ráða ferð. Þeir halda velli sem kunna bezt til verka. Hinir falla út...“ Síðan fjallar greinargerðin um stofnun úreldingarsjóðs fískiskipa sem auðvelda á að sníða flotanum stærðarstakk eftir veiðiþoli físki- stofnanna. Síðan segir: „En til frambúðar varðar mestu að ekki verði ótímabær aukning á sóknargetu fískiskipastólsins. Verða því að vera fyrir hendi reglur um endurnýjun skipastólsins ef á þarf að halda. Til öryggis er því lagt til að komið verði á þeirri skipan að endumýjun skipastólsins megi ekki leiða til stækkunar hans meðan sókn- argetan er umfram það sem nægir til að tryggja hámarksnýtingu físki- stofnanna. Samt sem áður verður ekki hjá því komizt að beita áfram tímabund- um veiðibönnum. En það á vera í stöðugt minnkandi mæli eftir því sem fískiskipastóllinn minnkar og leitar jafnvægis við veiðiþol fískistofnanna. Það er mælikvarði á góða fískveiði- stjórn að skipin þurfí ekki að vera bundin við landfestar langtímum saman og fjárfesting í þessum fram- leiðslutækjum megi verða sem arð- bærust. Hins vegar verður að gæta hags- muna fiskvinnslunnar eftir því sem þörf krefur með að beita sóknar- banni eftir veiðitímabilum til að stuðla að sem jafnastri hráefnisöflun og vinnslu fyrirtækjanna. Slíkt sljórnkerfi hefur stoð í gildandi lög- um, en er óháð kvótakerfínu sem svarar ekki þessum þörfum ...“ Gagnrýni stjórnarandstöðu: „ Stj órnarfrum- • • • p U vorpum snjoar rnn Oviðunandi verklag í tímaþröng Samkvæmt starfeáætlun Alþingis 1988-89 verða þinglausnir 6. mai næstkomandi. Ekki er víst að þau tímamörk standist. Síðastliðinn mánudag var sá frestur úti, sem settur var um framlagn- ingu þingmála er umfjöllun fá fyrir lok þingsins. Þann dag vóru lögð fram 65 þingmál, þar af 30 ný stjómarfrumvörp. í þinginu liggja nú rúmlega 70 stjómarfmmvörp óafgreidd, ásamt 6 stjómartillögum til þingsályktunar, þegar eftir lifa þrjár vikur ráð- gerðs þingtíma. í gær fór fram á Alþingi þingskapaumræða — i báðum þingdeildum — um slaka verkstjórn ríkisstjórnar, ónógt samráð við stjórnarand- stöðu um verklag þingsins og nauðsyn þess að forgangsraða málum sem afgreiðslu eiga að fá fyrir þinglausnir fyrrihluta maímánaðar. arliða á fundatíma, jafvel þegar mik- ilvæg mál væru á dagskrá, sem tafið hafi framgang mála. Tímaþröng og ómarkvisst og illa skipulagt starf valdi og því að mál fái ekki eins vandaða umfjöllun og vera þyrfti. Verklag sem þetta sé óviðunandi, ekki sízt eins og staðan er í atvinnu- og efnahagsmálum, og það jaðri við að vera óþinglegt og ólýðræðislegt. Stjórnarliðar sögðu það ekki ný- lundu að stjómarfrumvörp væm seint á ferð. Forseti Sameinaðs þings hét því að samráð yrði haft við stjóm- arandstöðu um verklag það sem eft- ir lifði þings. Það var Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sem hóf þingskapaumræð- una í neðri deild en Halldór Blöndal (S/Ne) í efri deild. Fjöldi þingmanna lagði orð í þingskapabelginn. Gagnrýni stjómarandstöðuþing- manna var af tvennum toga. í fyrsta lagi að ríkisstjómin hrúgaði inn þing- málum seint og um síður og rétt fyrir þinglausnir. I annan stað að ónógt samráð væri haft við stjómar- andstöðu um verklag þingsins og forgangsröðun mála, svo sem þing- hefðir standi til. Stjómarandstæðingar gagnrýndu harðlega íjarveru ráðherra og stjóm- Stuttar þingfréttir Eiturlyfl avandinn þekk- ir engin landamæri Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga til síðari þingdeildar Heilbrigðisráðherra segir efnis- lega í svari við fyrirspurn frá Hreggviði Jónssyni (B/Rn) um ályktun Evrópuráðsins um baráttu gegn eiturlyfjum: Þátttaka íslands í störfum Evr- ópuráðsins í baráttu gegn eiturlyfj- um fer fram í stjórnarnefnd heil- brigðismála (CDSP). Starfíð fer fram í nánu samstarfi við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina í Genf. Og orðrétt: „Það er því eðlilegt að Evrópu- ráðsríkin leggi áherzlu á alþjóðlega lausn þessa vandamáls sem engin landamæri þekkir. Takizt slík sam- vinna ekki er við því að búast að Evrópuráðslöndin hyggi að öðrum aðgerðum. Enn sem komið er er það almenn skoðun að þátttökuríki Sameinuðu þjóðanna nái saman í þessu máli. Island, 'eins og aðrar þjóðir Evrópuráðsins, hyggst bíða og sjá hveiju fram vindur í þessu máli og heilbrigðisráðherra hefur ekki að svo komnu máli fyrirætlan- ir um að gera sérstakar tillögur í málinu." Neðri deild afgreiddi níu stjóm- arfrumvörp til nefnda í gær. Frum- vörpin ijalla um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði, hreppstjóra, þinglýsingar, lögbók- araðgerðir, lagmetisiðnað, stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg, skógrækt, náttúru- vemd og íslenzka málnefnd. Þingdeildin fjallaði og um þijú stjórnarfrumvörp að auki: Vöru- happdrætti SÍBS, jöfnun á náms- kostnaði og hagstofnun landbúnað- arins. Efri deild fjallaði um nokkur stjórnarfrumvörp, m.a. um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, afnám ýmissa laga um iðnaðar- og orku- mál og félagsmálaskóla alþýðu. Frumvörp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekju- stofna sveitarfélaga, sem verið hafa í sviðsljósi, vóru afgreidd til neðri deildar. Fasteignaskattar í OKCD-ríkjununi 1986. Cjaldni&il vi&komandi lands. Heildar- skattar Þar af: Skattar á eignir Þar af: Fast- elgna- skattar Þar af: Fast- eigna- skattar einstakl. Eigna- skattar •tnstakl. Verg land- frMalei&ala VLF Astralfa 81.697 6.554 3.679 0 0 260.379 Austurrfki 609.931 14.420 4.327 1.112 2.009 1.423.050 Bandarfkin 1.194.536 123.095 111.711 50.147 0 4.191.465 Belgfa 2.335.530 43.680 520 0 0 4.982.380 Bretland 145.683 18.814 16.090 6.874 0 376.523 Darmörk 337.391 15.712 6.488 0 1.765 667.141 Firmland 137.127 4.225 326 228 129 360.319 Frakkland 2.225.229 106.312 49.347 33.115 5.996 5.034.930 Crikkland 2.039.603 55.337 2.885 2.885 0 5.543.207 Holland 195.640 7.070 3.260 0 970 429.880 lrland 7.335,69 282,80 180,80 7 0 18.543 ltalfa 324.024 8.778 0 0 0 902.238 Japan 96.105 10.441 5.607 7 0 330.116 Kartada 171.956 16.194 14.059 7 0 502.249 Luxeírborg 107.216 6.638 521 7 241 220.539 Nýja Sjóland 17.408,2 297,9 63,6 7 0 52.879 Noregur 257.159 5.448 1.241 1.241 2.237 514.578 Portugal 1.407.201 26.985 0 0 0 4.403.400 Spém 9.706,73 307,48 8,40 0 32 31.948 Svfþjóö 499.862 13.919 4.741 1.965 2.632 931.784 Sviss 79.143 6.659 358 358 1.752 243.350 Tyrkland 8.871.581 294.806 0 0 0 39.287.800 Vestur-Þýskaland 726.936 22.192 7.636 3.054 1.465 1.931.220 Island (1989) 63.582 4.745 1.898 687 660 207.464 Skattar af íbúðarhús- næði í OECD-ríkjum Meðfylgjandi tafla fylgdi svari Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð- herra, við fyrirspum frá Hreggviði Jónssyni og Inga Bimi Alberts- syni, þingmönnum Borgaraflokks, um skatta af íbúðarhúsnæði í OEC- D-ríkjum. í svari ráðherra segir að í meðfylgjandi töflu sé „að fínna yfírlit um greiddan fasteigna- og eignaskatt í þeim OECD-löndum sem upp- lýsingar em tiltækar fyrir“. Varaflugvöllur á vegum NATO: Forkönnun verði leyfð NOKKRIR þingmenn Sjálfetæð- isflokks, ásamt þeim Inga Birni Albertssyni og Hreggviði Jóns- syni, þingmönnum Borgara- flokks, hafa lagt fram þings- ályktunartillögu þess eftiis að Alþingi feli ríkisstjórninni að heimila Mannvirkjasjóði Atlants- hafebandalagsins að gera for- könnun á mögulegri staðsetn- ingu og gerð alþjóðlegs varaflug- vallar á íslandi. í greinargerð með fmmvarpinu segir að mannvirkjasjóðurinn hafi samþykkt fjárveitingu til að kanna mögulega staðsetningu og gerð varaflugvallar, og slík könnun sé þegar komin af stað á Grænlandi. „Ákvörðun um að heimila um- rædda forkönnun er formlega á valdi utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Ráðherra hefur hins vegar ekki gefíð ákveðin svör um það hvort hann hyggist heimila þessa könnun," segir í greinargerð- inni. „Flutningsmenn telja því rétt með tilliti til aðstæðna og vegna andstöðu við málið innan ríkis- stjómarinnar að vilji Alþingis komi þegar fram í máli þessu. Þessari þingsályktunartillögu er ætlað að veita utanríkisráðherra ótvírætt umboð Alþingis til að heimila um- rædda forkönnun og ganga til þeirra samninga sem henni kunna að vera samfara þannig að tryggt sé að ekki verði óeðlilegar tafír á því að könnunin geti farið fram.“ * Sauðárkrókur: Sæluvikan byrjuð Sauðárkróki. FORMLEGA hófst sæluvika Skagfirðinga með guðsþjónustu í Sauðárkrókskirkju á sunnudag- inn kl. 11.00 og 14.00, þann dag var einnig kvikmyndasýning í Bifröst og frumsýning Leikfé- lags Sauðárkróks á gamanleikn- um Allra meina bót, eftir þá Jón- as .og Jón Múla Arnasyni undir Ieikstjórn Sigurgeirs Schevings. Nokkur undanfarin ár hefur ver- ið haldinn svonefndur forsæludans- leikur föstudagskvöldið fyrir sælu- viku og á laugardaginn er barna- dagur. Þá er kvikmyndasýning og tveir dansleikir, kl. 19.00 fyrirgesti yngri en 12 ára og kl. 21.00 fyrir 12 til 16 ára. Hljómsveitin A.F.R.E.G. leikur á báðum dan- sleikjunum. Margt er til skemmtunar á sælu- viku. Sauðárkróksbíó sýnir margar úrvalskvikmyndir, meðal annars Kristnihald undir Jökli og leikfélag- ið er með fimm sýningar á Allra meina bót. Kirkjukvöld verða í Sauðárkrókskirkju á mánudags- og þriðjudagskvöld, þar sem kór kirkj- unnar og einsöngvarar þær Ragn- hildur Óskarsdóttir og Helga Bald- ursdóttir ásamt einleikurum úr hópi nemenda Tónlistarskólans annast tónlistarflutning, en ræðumenn verða Pálmi Rögnvaldsson og Guð- brandur Þorkell Guðbrandsson. í Safnahúsi Skagfírðinga sýnir Elías B. Halldórsson málverk sín og verður sýning hans opin alla sæluvikudagana. Skagfirska söngsveitin og Söng- félagið Drangey verða með tónleika í íþróttahúsinu föstudaginn 14. apríl, en á söngskránni er meðal annars Hallelújakórinn eftir Hánd- el. Einsöngvarar eru Halla S. Jónas- dóttir, Guðmundur Sigurðsson og Óskar Pétursson. - BB. Fyrirlestur um tónlistaruppeldi UNGVERSKI tónlistarkennar- inn og sálfræðingurinn dr.Klara Kokas mun halda fyrirlestur með myndbandsdæmum um tón- listaruppeldiskerfi það, sem kennt er við Zoltan Kodaly. Fyrirlesturinn er ætlaður tón- mennta- og tónlistarkennurum og öðrum sem áhuga hafa á tónlistar- uppeldi barna. Fyrirlesturinn fer fram í Kennslumiðstöðinni Laugavegi 166, í dag, fimmtudaginn 13. apríl, kl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.