Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 2
MOKGUK-BLADIÐj HUNNUDAGUR 23. APRÍL 1,989
Jarb eblisfrœö ingarw ir Freyr Þórarinsson og Stefán
Magnússon hafaþróab tölvutœkni sem leibir í Ijós
ábur óþekktfyrirbæri íjarbfrœbi Islands
eftir Guðmund Sv. Hermannsson
Á TÖLVUSKJÁNUM sjást
útlínur suð-vesturhluta
íslands og á kortinu eru .
mislitir fletir sem fylgja
nokkurnveginn
jarðhitasvæðinu frá
Reykjanesi upp að Langjökli.
En þvert yfir Suðurlandið er
dregin skærgræn lína og um
þessa línu brotna mynstrin á
kortinu greinilega. „Þetta er
Suðurlandsskjálftalínan,“
segir Freyr Þórarinsson
jarðeðlisfræðingur. „Á
þessari línu verða stóru
Suðurlandssjálftarnir þegar
þar að kemur.“
Græna Iínan er mis-
gengislína, og það
eru í sjálfu sér ekki
ný sannindi að mis-
gengi á Suðurland-
sundirlendi sé orsök bæði minni
háttar jarðskjálfta þar og einnig
stóru Suðurlandsskjálftanna sem
komið hafa með um aldar millibili,
síðast árið 1896. Upptök stóru
skjálftanna eru þó ekki nákvæm-
lega kunn, og þeir skjálftar, sem
mælst hafa á undanförnum árum,
hafa átt upptök sín fyrir sunnan
línuna á tölvukortinu. En jarð-
fræðingum kemur þó meira á óvart,
að ekki er annað hægt að sjá af
tölvumyndinni en að misgengið fari
í þveröfuga átt við það sem áður
hefur verið talið.
Þessi tölvumynd og tveir tugir
slíkra mynda til viðbótar, er fyrsta
úrvinnsla allt að 20 ára mæligagna
sem jarðvísind'amenn hafa safnað.
Tölvutækni, sem Freyr Þórarinsson
hefur þróað ásamt Stefáni Magnús-
syni jarðeðlisfræðingi, gerir
vísindamönnum kleift að lesa úr
þessum gögnum í samhengi. Niður-
stöðurnar benda til þess að hafa
verði endaskipti á ýmsum viðtekn-
um hugmyndum um jarðfræði ís-
lands, og hægt verði að draga nýjar
ályktanir um landrek, segja fyrir
um hvar stórir jarðskjálftar muni
eiga upptök sín og reikna út hvar
best sé að bora eftir heitu vatni.
Landið á reki
Svo stiklað sé á stóru á hugmynd-
um um jarðsögu Suð- Vesturlands,
þá er landið á sprungu í Atlants-
hafshryggnum. Undir jarðskorp-
unni er ákveðinn hitapottur, sem
er talinn vera nokkurn vegpnn und-
ir Kverkfjöllum. Jarðskorpuna rek-
ur til beggja handa frá hitapottin-
um, en þó rekur skorpuna vestur í
heild sinni. Þegar gliðnunarstaður-
inn, gosbeltið, er kominn of langt
í vestur rifnar upp á nýjum stað
og gosbeltið flytur sig austur.
Fyrir um 7 milljónum ára er ta-
lið að þetta gosbelti hafi verið frá
því þar sem nú er Snæfellsnes og
norður í Skagafjörð. Þá flutti það
sig austur, yfir á svæðið milli Heng-
ils og Langjökuls. Fyrir um það bil
2 milljónum ára fór nýtt gosbelti í
gang, sunnan úr Vatnajökii að
Mýrdalsjökli, en á því belti eru m.a.
Lakagígar og Hekla. Þá er talið að
gosbeltið Hengill-Langjökull hafi
hætt að vera aðallandrekssyæðið,
og gliðnunin flust austur.
Eftir það hófust Suðurlands-
skjálftarnir, á svæðinu milli þessara
gosbelta. Þeir eru taldir stafa af j
því, að gliðnun landsins er að flytja I
sig yfir Suðurlandsundirlendið, frá
vestra gosbeltinu yfir á það eystra.
Hörðustu brotin eru núna í Holtun-
um, þar sem er gamalt, þétt berg
sem er miklu yngra en bergið í
kringum það; ef til vill berg sem
varð til við gos á Snæfellsnesi en
rifnaði frá og einangraðist milli
gosbeltanna.
Áhugamálið fékk
vísindastyrk
í yfir 20 ár hafa vísindamenn
mælt þyngdarsvið og segulsvið
landsins. Aðdráttarafl jarðar er
mismikið eftir því hvernig jarð-
skorpan er. Gamalt og þétt berg
er eðlisþyngra og þar er þyngdar-
krafturinn mikill, en á umbrota-
svæðum er léttara undirlag og
þyngdarkrafturinn minni. Um seg-
ulsviðið gildir, að það er yfirleitt
sterkast á virkum eldgosasvæðum,
en margir þættir, eins og til dæmis
pólskipti jarðar og ýmsir eiginleikar
í bergi hafa að auki áhrif á það.
„Það var árið 1985 sem við Stef-
án réðumst í það, okkur til skemmt-
unar, að þróa ákveðnar hugmyndir
sem ég hafði um vinnslu á jarð-
fræðikortum, með það fyrir augum
að einangra línuleg fyrirbæri í þeim.
Fyrir rúmu ári var svo ákveðið að
leggja í púkk, þar sem Raunvísinda-
stofnun Háskólans lagði til niður-
stöður segulsviðsmælinga, sem Þor-
bjöm Sigurbjörnsson prófessor hóf
árið 1968. Einnig lagði Raunvís-
indastofnun til niðurstöður jarð-
skjálftamælinga síðan 1974. Orku-
stofnun lagði til niðurstöður þyngd-
arsviðsmælinga sem hófust árið
1969 í samvinnu við bandaríska
vísindamenn en við Stefán lögðum
til aðferðirnar. Tölvuháskóli Verzl-
unarskóians tók einnig þátt í verk-
efninu. Við fengum styrk úr
Vísindasjóði á síðasta ári til að þróa
aðferðirnar, skrifa tölvuforrit, og
gera tilraun á gögnum frá Suð-
Vesturlandi," sagði Freyr Þórarins-
son í samtali við Morgunblaðið.
Stofnaður var samstarfshópur
um þessa tilraun, sem í voru jarðeðl-
isfræðingarnir Páll Einarsson, Guð-
mundur Pálmason, Leó Kristjáns-
son og Axel Björnsson, auk Freys
sem hafði umsjón með verkinu. Til-
raunin fólst í því, að samræma nið-
urstöður áðurnefndra mælinga,
þannig að ein mæliaðferð væri not-
uð til að styðja niðurstöður sem
fást með annari aðferð. Tölva var
mötuð á niðurstöðum mælinganna,
og þær kortlagðar. Með ákveðnum
aðferðum er hægt rannsaka hvern
þátt fyrir sig og síðan er hægt að
bera kortin saman i tölvunni með
því nánast að leggja þau hvert ofan
á annað. Og við þessa vinnslu kom
ýmislegt í Ijós, sem ekki blasti við
í hráum gögnunum.
Áður óþekkt
jarðfræðifyrirbæri
„Þessari tilraun er nú lokið og
það er óhætt að segja að hún hafi
tekist framar okkar björtustu von-
um,“ sagði Freyr. „Það er enginn
vafi á því, að það er hægt að beita
þessari aðferð á þyngdarmælingar,
segulmælingar og landslag, til að
skyggnast mjög djúpt niður í jarð-
skorpuna, taka nánast röntgen-
myndir, og sjá þannig gömul og
ný brot í jarðskorpunni, sem fæst
sjást með berum augum. Á þessu
stigi er þó of snemmt að draga ein-
hlítar ályktanir af niðurstöðunum.
Ég flutti fyrirlestur um verkefnið
fyrir skömmu, og þar skiptust menn
í tvo hópa. Sumir sögðu við mig:
Þú dróst ekki nægilega miklar
ályktanir af þessu. Aðrir sögðu: Þú
átt ekki að reyna að draga ályktan-
ir á þessu stigi, það er nóg að sýna
gögnin.
En ef ég læt gamminn geysa,
og hugarflugið ráða, þá sést þarna
í fyrsta lagi alveg ný útgáfa af
sögu gosbeltisins frá Hengli að
Langjökli. I öðru Iagi hafa komið í
ljós við þessa tölvuvinnslu áður
óþekkt fyrirbæri. Þetta eru stórar
seguldældir sem liggja i norð-vest-
ur, þvert á gosbeltið, samfara mjög
mikilli eðlilsþyngd í berginu. Okkur
hefur helst dottið í hug að þessi
frávik séu slóðar í jarðplötunni, þar
sem hana rekur frá mjög heitum
reit í gosbeltinu, og kemur til með
að skýra ýmislegt í dreifingu eld-
fyalla,“ sagði Freyr.
Misgengið í
öfiiga átt
Mismunandi þyngdar- og segul-
svið jarðskorpunnar koma fram á
tölvuskjánum sem mislitir fletir. Á
linu, sem liggur nokkurn veginn
yfir Holtin og Landið á Suðurlandi
að Heklu, kemur greinilega í ljós
brot á flötunum og á nokkrum
myndum hefur þessi lína verið auð-
kennd með skærgrænum lit.
Freyr sagðist hafa forðast að
skýra þessa línu í fyrirlestrinum,
en hann gæti látið skýringuna
flakka í viðtalinu: „Hún er Suður-
landsskjálftalínan. Um hana verður
misgengið, og þegar meginlínurnar
í þyngdarsviðs- og segulsviðsskorp-
unum eru skoðaðar sést að þær
allar klipptar um þessa línu. Og það
er einnig áberandi að allir litlu
Freyr Þórarinsson og Stefán Magnússon með tölvuna á milli sín. Morgiinbiaðið/Árni Sæberg