Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 -p- C : 13 ætlar ekki að láta galdur íssins leggja þig að velli. í fyrstu er maður í óendanlegri auðn, en smátt og smátt lærist manni að hlusta og anda í takt við tilveruna á nýjan hátt. Langt úti á ísnum kviknar svört þúst, selur við vök, mávur sveimar í sólarátt, blástur náhvalsins verður eins og vorboðinn ljúfi, brakið í ísnum segir sína sögu, hundamir þurfa sitt, jafnvel fretið í hundunum með allri ólyktinni verður ómissandi þáttur í lífsmunstrinu sem bytjar að hljýja manni um hjartaræturnar. Og fyrr en varir er maður orðinn hluti af þessu ævintýri norðursins. Kræk- ir sér í kríu þegar færi gefst, sprett- ur á fætur þegar heyrist í náhvalnum hvenær sem er sólarhringsins. Tíma- klukka velferðarþjóðfélagsins er týnd og tröllum gefin, bijóstvitið og veiðinefið eru þeir vísar sem ráða ferð. Eftir nokkra daga er maður hættur að hnipra sig saman þótt lagst sé til svefns á íshelluna. Það er hvort sem er nóg pláss þarna og ástæðulaust að vera að spara það eitthvað. Kuldinn venst ef maður er rétt búinn og það að vera í sel- skinnskamíkum með gærusokk, ísbjarnarskinnsbuxum og hreindýrs- stakk er eins og að fara i sumarfrí á sólarströnd. Manni líður næstum eins og veru af öðrum heimi. Samt er nauðsynlegt að bua sér einangrun frá hafísnum því kuldinn er harð- fylginn inn í merg og bein ef færi gefst. Þótt allt sé í rauninni fábrotið úti á hafisnum við Thule þá er ekk- ert einfalt, það má svo litlu muna. Rauði þráðurinn í mannlífsspili veiði- mannanna er spjallið, mausið við að hita te, sjóða sel, tálga brauðbita og gera þannig klárt fyrir smávegs- is snarl. Gafflar og skeiðar þekkjast varla úti á ísnum, veiðihnífurinn dugar og bollinn fyrir súpu eða te. Suðið í sleðaprímusnum er ótrúlega heimilislegt, enda boðar það þá hita- veitu sem hægt er að ætlast til á þessari slóð. Þegar veiðimennirnir hópast saman í kring um tepottinn vinna. Allt annað er svo óraunveru- legt á þessum endalausa hafís sem drottnar til allra átta. Þegar selur var skotinn fengu hundarnir skammtinn sinn, en sel- veiðin vekur enga spennu þótt hún sé nauðsynleg, en þegar náhvalur var veiddur lyftist heldur betur brún- in á mönnum, alvara lífsins var kom- in í leikinn. Allar taugar voru spennt- ar til hins ýtrasta. Það var unnið hratt og markvisst, því það var mik- ið í húfi. Á ótrúlegan hátt tipluðu menn á íshrönglinu til þess að kom- ast að bráðinni. Stundum vissi mað- ur eiginlega ekki hvað það var sem hélt manni ofansjávar, en fyrst og fremst var þetta leikur að jafn- vægislist og loks þegar náhvalurinn var kominn á ísbrúnina hófst aðgerð- in sem var eins vel skipulögð og aðgerð hjá reyndasta skurðlækni. Allt var gert eins og átti að gera það og bráðin var bútuð niður eftir kúnstarinnar reglum, veiðinni skipt þannig að allir fengu hlut en þeir mest sem fyrstir sáu dýrið og veiddu það. í hvert sinn sem búið var að draga nýveiddan náhval upp á ísbrúnina var slegið upp veislu, rist húð fremst á kviði dýrsins, madd- akkið, sem er etið hrátt og er með ólíkindum gott. Það er föst hrynj- andi í mannlífínu úti á ísnum. Tíma- skilin á veiðitímabili náhvalanna eru þegar búið er að skera síðasta hlut- ann af hvalnum og hver hefur feng- ið sitt. Eftir stendur blóði drifinn ísinn, sem sólbráðin hreinsar von bráðar. Eitt andartak fjarar út í hjarta veiðimannsins, en síðan flæð- ir að á ný, kappið kviknar, menn leggja við hlustir og horfa til hafs- ins. Þaðan kemur allt sem skiptir máli. Það er kalt, en það er magnað og maður finnur að það er gott að vera til, hafa fyrir því sem þarf til þess að lifa af í þessari undraveröld á hjara veraldar. Ekkert vol eða vfl, heldur löng vaka með villtri náttúru á þröskuldi norðurpólsins. Veiðimaður norðursins: Masauna frá Qaanaaq í Thule, er einn af þeim reyndari, mikill spjallari, ævintýralega fær veiðimaður og þegar hann segir sögur er hann eins og heilt leikhús, en sögusviðinu verður að fylgja tepottur og tilheyrandi. Það getur verið mikið maus að mjaka sér á kajökunum milli ísjakanna, en allt hefst þetta með hægðinni og æðruleysinu og ef rifan er of þröng er auðvelt að kippa kajaknum Náhvalurinn gerður klár fyrir skurð eftir kúnstarinnar reglum. Isþokan grúfði yfir, það var gott rennsli á hundasleðanum og ætlunin var að ná að ísröndinni fyrir miðnætti. Sjö klukkustunda sleðaferð og þessi fjandans hrollur í loftinu. Það voru stuttar setumar á hundasleðan- um, en hlaupið með hundunum þeim mun lengra. Maður var orðinn eins og hluti af þessu dýri sem leið þarna áfram, mæðin var horfin, tímaskynið horfið, eins og þindarlaus vera varð maður hluti af ísþokunni. Öll tækni var á bak og burt, engin vél, bíll né vélsleði. Allt byggðist á að nota skynsamlega afl mannsins sjálfs og byggja á reynslunni. Lífið úti á hafísnum var látlaust og gott, það var eins og það væri fiskur og gijónagrautur í öll mál. Við þekkjum nóttlausa voraldar ver- öld heima á Islandi en þarna var ekki aðeins nóttlaus veröld í klaka- böndum þar sem Norðurpóllinn er næsti bær, þarna varð maður að snúa upp á hjartað í sér og segja, þú ert veiðimaður, góði, og það er i eins gott að þú standir þig ef þú þá hefst lúkarsspjallið samstundis. Það eru sagðar sögur, tekið innan úr næsta manni ef hann hefur gefið færi á því, gantast og brugðið á leik, en ef selur kemur á skot í vökinni er byssa á lofti að bragði og ef ná- hvalurinn blæs er öll testemmning út í veður og vind. Veiðin gengur fyrir. Þannig dóla menn sér hávaða- laust og dagur dettur af degi, ár eftir ár. Kynslóðir norðursins feta slóðina sína eins og reynslan hefur kennt þeim. Hönd með hönd skiptir miklu máli í veiðisamfélaginu á hjara veraldar. Kröfupólitík er eitthvað sem er óbrúklegt úr orðabókum suð- ursins, en tækifærin byggjast á lif- andi hræringum náttúrunnar sjálfr- ar. Loftvogin nemur allar breytingar á loftþrýstingi, veiðimaðurinn á hjara veraldar verður að geta numið alla hreyfingu í umhverfi sínu, manna og dýra og það er samhengi í öllu ef að er gáð. Þannig verður norðrið eins og undarleg slagharpa fyrir þann sem nær að gefa sig henni á vald, taka þátt í tilþrifunum. Ósjálfrátt þurrkar maður út ýmis- konar vangaveltur og pjatt og geng- ur beint að því verki sem þarf að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.