Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 C 3 skjálftarnir, sem orðið hafa á Suð- urlandi síðustu árin, eiga upptök sín sunnan við hana. Ef tekið er einfalt dæmi þá væri hægt að láta sér detta í hug, með því að líta á tölvumyndimar, að stóru jarðskjálftarnir verði á þess- ari grænu línu. Skjálftarnir, sem verða á gosbeltinu em ekki svo stór- ir. Þar er landið bara togað í sund- ur og það er enginn vandi að toga jarðskorpuna í sundur. Þarna, um þessa línu, er hins vegar verið að klippa landið í sundur eins og með skærum. Og landið svignar ótrúlega mikið áður en það brotnar, og mik- il spenna byggist upp. Þess vegna verða skjálftarnir svo stórir þegar brotið loksins kemur.“ Freyr sagði að þessi lína hefði ekki verið nákvæmlega staðsett fyrr. En það sem mest hefði komið á óvart við hana, væri að mis- gengið virtist ganga í öfuga átt við það sem áður hefur verið talið. „Jarðskorpuna rekur frá gos- beltunum eins og færiband þar sem hjólið sem knýr færibandið er í gosbeltinu. Þessi lína er mót tveggja færibanda sem ganga mis- hratt. Ef rekvirknin er að færast yfir á eystra gosbeltið, þá ætti mis- gengið að ganga til vinstri. En þarna kemur í ljós greinileg hægri hliðrun. Og það er erfitt að skýra það öðruvísi en svo, að gosbeltið Hengill-Langjökull sé enn í gangi. Við erum hins vegar ekki enn búnir að skoða segulgögnin nema austur að Eyjafjallajökli og það er sjálfsagt best að bíða með fullyrð- ingarnar þangað til. Þegar við fær- um okkur austur á land, þá mun sjálfsagt ýmislegt koma í ljós. Á næstu árum, þegar við förum í gegnum þessi 20 ára gagnasöfn, munum við sjá svo margt nýtt, að við skiptum um skoðun vikulega, og mátum nýjar kenningar reglu- lega eins og tískuföt. Elstu hug- myndirnar, sem ég er að viðra núna eru aðeins mánaðargamlar, og eiga sjálfsagt eftir að breytast veru- lega,“ sagði Freyr. Innlegg í jarðskjálftaspá Freyr sagði að væri kenningin um Suðurlandsskjálftalínuna er rétt, sé hægt að nota hana til að segja til um hvar stóru Suðurlands- skjálftarnir verða, sem taldir eru yfirvofandi. Hins vegar væri erfið- ara að segja til um hvenær þeir verða. „Staðsetning þessara stóru skjálfta er á reiki. Það er reynt að vinna úr annálum, sendibréfum og munnmælum um hvar bæir hrundu, en við höfum aldrei mælt stóra Suðurlandsskjálfta. Nú er talsverð- ur viðbún'aður á Suðurlandi, og Veðurstofan verður í sumar með miklar rannsóknir þar, til að reyna að segja til um upptökin. Þetta er dijúgt framlag í þá átt. Hvenær þeir verða er svo annað mál. Það hefur tekist í nokkrum tilfellum að spá fyrir um jarð- skjálfta, en þessir atburðir, sem nú hafa verið kortlagðir, gerðust allir á síðustu 10 milljónum ára. Svo er spurt hvað gerist á næstu 10 árum.“ Freyr sagði að næsta skref væri að fá botn í það sem sæist á kortun- um sem þegar hafa verið unnin og tengja við það sem vitað er um svæðið. Síðan væri markið sett mjög hæfilega hátt: að taka allt landið fyrir á sama hátt, vinna úr kortunum, túlka þau jarðfræðilega og gefa út fyrir aldamót. „Þetta snýst allt um þá spurn- ingu sem leitar á flesta: af hveiju er þetta svona? Af hveiju gýs þarna, af hveiju rifnar landið þarna. í jarð- fræði eru ekki til endanleg svör, og oft verður að svara: af því bara. Þetta snýst um að geta svarað nokkrum spurningum í viðbót, áður en kemur að svarinu, af því bara,“ sagði Freyr Þórarinsson. Sjá tölvumyndir og kort/C16 Mctllorkaferðir á makalaust góðum kjörum í maí Nú býður Ferðaskrifstofan Atlantik 7-13 daga ferðir til Mallorka í allt sumar, samhliða hefðbundnum lengri ferðum. Þetta er nýr möguleiki sem nýtist afar vel. Að sjálfsögðu er aðeins gist á fyrsta flokks fbúðarhótelum Royaltur og allur aðbúnaður . og þjónusta með Atlantik sniði. Eins og best verður á kosið. Verð frá kr. Verð frá kr. 21.800,- 0^26.100,- Verð frá kr. Miðaö við 4 í íbúð. 2 fullorðna og 2 börn 2-12 ára. Miðað við 2 í stúdíói Verð frá kr. Verð frá kr. 31.450,-tS^*37.200,' Miðað við 4 í íbúð. 2 fullorðna og 2 börn 2-12 ára. Miðað við 2 í stúdíói Verð frá kr. Verð frá kr. 30.550,- 39.600,- Miðað við 4 ((búð. 2 fullorðna og 2 börn 2-12 ára. Miðað víð 2 I stúdlói Brottfurir í þessar eftirsóttu ferðir sem senn eru að fyilast: maí júní júlí ágúst sept. okt. 5. /8dagar 12. /12 dagar 23. /11 dagar 2./13 dagar 14. /10 dagar 23. /13 dagar 5. /10 dagar 14. /13 dagar 26. /10 dagar 4./13 dagar 16. /10 dagar 25./13dagar 6. / 10dagar 15. /13 dagar 25. / 7 dagar 31. / 8 dagar Ferðagetraun Atlantik er í Leiðarvísi Atlantik 1989. Fáið eintak og freistið gæfunnar. Stórglæsilegir ferðavinningar. FERÐASKRIFSTOFAN HTCOVTIK HALLVEIGARSTlG 1 SlMI 28388 OG 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.