Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989 jC 15 Frá útförinni. Fyrrum „gestir" Hirohitos breskir voru beiskir og reiðir. Fjarri því ad allir syrgðu keisarann Þegar japönsku fangaverðina langaði til — og það var ekki svo sjaldan — að beija Fred Eva og félaga hans í fangabúðun- um við Kwai-fyót voru þeir vanir að segja hálfhlæjandi á milli högganna: „Þið, þessir ensku herramenn.“ að var ekki sama hvemig brugðist var við barsmíðinni. Þeir, sem voru orðnir veikburða af mataríu og blóðkreppusótt, reyndu að hlífa sér með því að segja ekk- ert en hinir, Pétramir og Pálarnir, sem em uppistaðan í öllu heijum, muldmðu gjarna til baka: „Já, við ensku herramennimir." Síðan bjuggu þeir sig undir önnur högg. Þetta var þeirra aðferð við að herða hugann og lifa af. Ensku herramennimir, sem lifðu af útrýmingarherferð Japana gegn öllum „óæðri“ kynþáttum í Austur- löndum íjær, fóm nýlega í sitt fínasta púss og söfnuðust saman við 25 minnismerki víðs vegar um landið. Þetta var nánar tiltekið þann 25. febrúar síðastliðinn og tilefnið var að heiðra minningu þeirra, sem ekki lifðu af vistina hjá Japönum; að fá útrás fyrir réttláta reiði og sorg í viðurvist félaga síns, hertog- ans af Edinborg, og vemdara Burmastjömunnar, félagsskapar þeirra, sem börðust gegn Japönum. Þetta var á útfarardegi þess manns, sem þeir telja gjörsneyddan hinni minnstu mannúð: Hirohitos Japans- keisara. Að minnismerkinu í Whitehall var lagður krans frá félagsdeildinni í Bushey í Hertfordskíri og á honum vom fómarlömbin kölluð „gestir keisarans á ámnum 1941-45, sem liðu þjáningar og harðrétti og dóu fyrir hendi keisarans manna". í Norwich þar sem rúmlega 1.500 fyrmm hermenn og stríðsekkjur söfnuðust saman kom Fred Eva með blómsveig til minningar um tengdaföður sinn, Frank Francis, sem lést í fangabúðum í Japan. Á hann var letrað: „í minningu ást- kærs eiginmanns og föður á þeim degi þegar hann var svikinn." Fred Eva sagði síðar, að villi- mennskan fymtist aldrei og sam- komur stríðsfanganna fyrrverandi sýna, að vissulega era engar tíma- takmarkanir á minningunum um grimmdarverkin, sem framin vom fyrir nærri 50 áram í 12.000 mílna flarlægð. Sumir sáu fyrir sér höfn- ina í Shanghai, yfírfulla af líkum Kínveijanna, og minntust miskunn- arlausrar slátranar Japana á inn- fæddum Asíumönnum, allt frá Sin- gapore að indversku landamærun- um. Aðrir minntust sinna eigin fé- laga en engum var það nein huggun harmi gegn, að keisarinn skyldi loks vera dauður; til þess hefði átt að sjá fyrir 43 áram. „Það er ekki hægt að gleyma því, sem þama fór fram. Að sjá pyntingar, sem fólust í því að opna hálfgróin sár, að sjá menn upp- blásna af drepi, menn sem vógu ekki meira en 28 kfló,“ sagði Sid Cross, sá, sem skipulagði daglanga vöku við minnismerkið í Broms- grove. Nell Allgrove var meðal 65 hjúk- runarkvenna Rauða krossins, sem féllu í hendur Japönum, en aðeins 24 lifðu fangabúðavistina af. „Það er svívirða við alla þá, sem létu lífið, að konungsfjölskyldan skyldi senda sinn fulltrúa til útfararinnar. í hvert sinn, sem við hneigðum okkur ekki fyrir Japönunum, voram við barðar. Þá sór ég þess dýran eið að hneigja mig aldrei framar fyrir neinum nema mínum eigin þjóðhöfðingja," sagði Allgrove að lokinni messu í St. Martin-in-the- Fields-kirkjunni í London. Tom Dwyer minntist skólabróður síns frá Liverpool, Jimmys Tom- neys, sem lést í japönskum fanga- búðum 23 ára að aldri. „Þeir negldu hann á hurð og skáru hann í fjóra parta. Slíkra atburða erum við að minnast hér í dag,“ sagði hann. Svo var mikil fyrirlitningin á Jap- anskeisara og útför hans, að næst- um enginn stríðsfanganna fyrrver- andi hafði viljað horfa á morgun- fréttimar í sjónvarpinu og myndir frá tilstandinu í Tókýó. „Ef það verður sagt frá útförinni í kvöld- fréttunum mun ég finna mér erindi á klósettið," sagði Haroid Payne, forseti í samtökum fyrrverandi stríðsfanga. -JOHN EZAKD Þakrennur úr stáli og plasti Er komlð að því að sotfa þakronnur á húslð oða ondumýja þær gömlu? Þakrennur eru sænsk gæ&avara og annálaftar fyrlr: • endingu (sjá mynd) • hversu auðveldar þær eru í uppsetningu • fallegt útlit og fjöibreytt litaval • ótrúlega hagstætt verð • sameina kosti stál- og plastrenna en sneiða hjá göllum beggja. BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 • 1 12 REYK.JAVÍK • PÓSTHÓLF 4066 • SÍMI 685699 NÁMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Triumph-Adler skrif- stofuritvél é verði skólaritvélar. Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Keflavlkur, Keflavlk, Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði, Bókabúðin Grima, Garðabæ, Grifill, Reykjavik, Hans Arnason, Reykjavik, Jón Bjarnason, Akureyri, Kaupf. VJfúnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf., Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi Penninn, Reykjavik, Rás s.f„ Þorlákshöfn, Stuðull s.f., Sauðárkróki, Sameind, Reykjavik, Skrifvélin, Reykjavik, Tölvuvörur hf„ Reykjavík, Traust, Egilsstöðum. Sendum í póstkröfu Gófi hönnun og glæsilegt utlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 686933 o oö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.