Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989
------------------------------a-j-—------------------
, , , . ,1-Tn . .v-rMf'TT'/mr, 1 t ' i , ■* í I 6 1 1 B F J 3»'L |-í ií fi 2 r£j(Z / I C3 f/ 1 T '(Á C t\h
LEIIiLIST / Vom leikhópamir í dvala?
Þeir vakna með vorínu
Hinir svokölluðu „sjálfstæðu" leikhópar hafa óneitanlega verið
minna í sviðsljósinu þetta leikár en hið síðasta. Sjálfstæði er reynd-
ar hálfgerður orðaleppur því í orðinu felst aðeins frelsi til að njóta
húsnæðis- og peningaieysis umfram aðra. Nú virðast hins vegar
einir Qórir hópar hafa vaknað til lífsins með vorinu og hafa tvær
sýningar þegar litið dagsins ljós - hjá EGG-leikhúsinu og Alþýðuleik-
húsinu - og væntaniegar eru frumsýningar hjá Frú Emilíu og Þíbylju
i lok mánaðarins eða byrjun mai.
Morgunblaðið/Þorkell
Leikhópurinn Þíbylja undirbýr nú gamla Vesturbæjarskólann fyrir
sýningar á Veldissmiðunum eftir Boris Vian. Vinnan sem lögð er í
slíkt undirbúningsstarf er yfirleitt til fárra fiska metin þó fleiri njóti
góðs af síðar. Á myndinni eru: Efri röð f.v. Ása Svavarsdóttir, Mic-
hael Kryzman (líkamsþjálfunarkennari) og Þór Tulinius. Fremri röð
f.v. Barði Guðmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórs-
dóttir og Ingrid Jónsdóttir. Á myndina vantar Erlu Rut Harðardóttur.
að er kannski rangt að segja
að hópamir séu nú fyrst að
vakna til lífsins því það segir sig
sjálft að frumsýning er lokaáfangi
starfs sem tekið hefur fleiri vikur
og jafnvel mán-
uði. Engu að
síður er það at-
hyglisvert hversu
ólík leikárin tvö
hafa verið með
tilliti til þessa; í
fyrra rak hver
frumsýningin
aðra nær samfelit
allt leikárið en nú varð langt hlé -
allt frá því að Alþýðuleikhúsið
frumsýndi Koss Köngulóarkonunn-
ar í nóvember og þar til EGG-
leikhúsið frumsýndi rétt fyrir pásk-
ana. Hvað veldur - og hvers vegna
hnappast sýningamar saman núna
rétt í lok leikársins í stað þess að
dreifast jafnar? Því auðvitað veldur
þetta aukinni samkeppni um áhorf-
endur milli hópanna innbyrðis sem
eðli síns vegna em allir í sam-
keppni við stóm leikhúsin tvö.
Svarið virðist í sjálfu sér ósköp
einfalt því meðlimir hópanna starfa
nær undantekningarlaust í leik-
húsunum líka og starfið þar verður
skiljanlega að hafa forgang - starf
leikhópanna mætir afgangi og er
einungis hægt að sinna þegar um
hægist í leikhúsunum. Leikhópam-
ir geta því ekki valið sér framsýn-
ingartíma sem hagstæðastur er
hvað aðsókn varðar - markaðssjón-
armiðin verða útundan - og satt
að segja virðist sem leikhúsin tvö
stýri þannig að vissu leyti starfi
leikhópanna. Og hvað er þá orðið
um sjálfstæðið? Kannski er órétt-
látt að spyrja þessarar spurningar
og gleðjast í þess stað yfir þeirri
ósérhlífni sem aðstandendur leik-
hópanna sýna með starfi sínu.
Hugsjón þeirra er að leika - á laun-
um í leikhúsunum og upp á von
og óvon launalega í leikhópunum.
Hér má staldra við aðra spurn-
ingu? Hvers vegna em hóparnir
mun færri í ár en í fyrra? Ás-leik-
hús, Pé-leikhús - Gránufélagið hafa
ekki tekið upp þráðinn frá fyrra
ári. Kaniiski vegna þess að í hvetju
tilfelli var aðeins um það að ræða
setja upp eina sýningu og svo ekki
söguna meir. Vom þessi verkefni
þá svo brýn að stofna þurfti sér-
stakan leikhóp um sýninguna? Því
verður tæpast svarað svo fullnægj-
andi sé en hér er kannski drepið á
hvikult eðli íslenskra leikhópa og
þess hversu margir hafa verið kall-
aðir en fáir útvaldir í gegnum árin.
Það sýnir sig að minnsta kosti að
þeir hópar sem hafa fastari hug-
mvndagrandvöll að standa á - ann-
an en brennandi „magaverk" leik-
stjórans - halda áfram starfi sínu,
hinir hópamir leysast upp jafn-
skjótt og „magaverkið" er gengið
niður af viðkomandi. Slík sýning
getur engu að síður átt fullt erindi
við okkur, ekki síst ef efni þess er
beint innlegg í umræðu líðandi
stundar. Það er þó ekki alltaf.
Hvað um það, góð sýning gerir
í blóðið sitt og virðist EGG-leikhús
sýningin gott dæmi um það; Al-
þýðuleikhússýningin hefur alla
burði til slíks og svo sannarlega
má binda vonir við sýningu Þíbylju
á verki franska skáldsins Boris
Vian, Veldissmiðunum - mjög
þekkt verk frá árinu 1959, sem er
eitt af þeim fjölmörgu sem fyrr en
nú hefur aldrei fundið leiðina upp
á íslenskt leiksvið. Og Frú Emelía
æfir leikgerð á sögu Franz Kafka,
Hamskiptunum. íslenska leikárinu
1988-1989 er því langt frá því lok-
ið þó allar fmmsýningar séu af-
staðnar í stofnanaleikhúsunum, að
undanskildum nýjum ballett Hlífar
Svavarsdóttur sem fmmsýndur
verður í Þjóðleikhúsinu í byrjun
maí. Semsagt gott.
eftir Hávar Sigur-
jónsson skrifar
DfASS/Spilar Charlie McPherson ofhratt?
Fingrafimi altóblásarínn
Það telst viðburður á íslandi að
erlendur djassleikari heimsfræg-
ur tylli hér fæti. Það er liðin tíð
að helstu kempur djassins geri hér
stuttan stans eins og var algengt
fyrir einum fímm árum — nú eru
það popparar sem helst gera
strandhögg.
Því er mikill fengur að heim-
sókn bandaríska altósaxafónleik-
arans Charlie McPhersons, sem
blása mun í Heita pottinum í Duus-
húsi nk. miðvikudagskvöld og
fimmtudagskvöld í félagsskap
Árna Scheving víbrafónleikara,
Egils B. Hreinssonar píanista,
Tómasar R. Einarssonar bassa-
leikara og Birgis Baldurssonar
trommara.
Charlie McPherson hefur verið
kallaður fingrafimasti altóblás-
arinn síðan Parker leið, og er margt
til í því. Hann var líka fenginn til
að blása þá kafla í mynd Clint East-
woods, fíird, þar
sem ekki var hægt
að koma blæstri
Parkers við.
McPherson
fæddist árið 1939
í Joplin, Missouri
og fór að blása í
altóinn þegar hann
var 13 ára. Eftir
að hann heyrði í Parker var framtíð
McPhersons ráðin. „Ég sá hann
einu sinni. Þá var ég fimmtán ára
á balli í Detroit. Hann blés stórkost-
lega. Ég hitti hann og spurði að
öllu mögulegu og ómögulegu. Áttu
börn? Hvað hefurðu blásið lengi?
Ég er viss um að ég hef farið í
taugarnar á honum en hann lét
mig ekki finna það. Stundum þegar
ég spurði hann svaraði hann með
ljóði. Hann varð hetjan mín og eng-
inn hefur haft meiri áhrif á mig,
þó ég hafi hlustað mikið á ýmsa
aðra: Lester Young, Duke Elling-
ton, Art Tatum, Bud Powell. Frá
Bird fékk ég skilning minn á ryþma
og þau tök er ég tek saxafóninn.
Það hefur enginn haft meiri áhrif
á tónlist eftir 1940 en hann. Hvort
sem Michael Jackson veit það eða
ekki hefur tónlist Parkers haft áhrif
á hann gegnum Quincy Jones."
Þegar McPherson var nítján ára
fór hann til New York með vini
sínum, trompetleikaranum Lonnie
Hillyer. Þeir vom svo heppnir að
um það leyti yfirgáfu Eric Dolphy
og Ted Curson hljómsveit Charles
Mingus og Yuseef Lateef benti
bassasnillingnum á peyjana. Ming-
us réð þá og með Mingus blés
McPherson meira eða minna til
1972. Ég hlustaði á kapþann með
Mingus á Ronnie Scott í London
árið 1972. Þar léku þeir í viku og
var mikið rafmagn í loftinu. Mingus
sat eins og Búdda á miðju sviði,
þá kom Jon Faddis trompetleikari
og síðan saxistarnir McPherson og
Bobby Jones. Saxistarnir og Mingus
voru engir vinir þessa viku og oft
flaug eitrað augnaráð á milli, ss.
er taktskiptin voru ör hjá bassaleik-
aranum eða þegar framúrstefnu-
tónar læddust inní einleikskafla
saxafónleikaranna. — En það var
ævintýri að upplifa hljómsveitina.
Síðan þá hefur Charlie McPher-
son leikið mest með eigin hljóm-
sveitum og sem einleikari og hefur
gefið út á þriðja tug breiðskífa
undir eigin nafni.
En hvernig ætli íslenskir hljóð-
færaleikarar séu í stakk búnir að
leika með McPherson? Árni Schev-
ing hefur leikið með fjölda erlendra
djassleikara og er reyndastur þeirra
félaga. Tómas R. Einarsson hefur
leikið með Chet Baker og Kenny
Drew: „Það verður spennandi að
leika með McPherson „the fastest
alto in bee bop since Charlie Park-
er“, eins og þeir segja í Ameríku.
Ég held ég verði að segja að ég
hlakki til að takast á við verkefnið.
Við Birgir Baldursson trommari
hittumst fiesta morgna og ætlum
að vera viðbúnir að þurfa að spila
hratt — ansi hratt!“
Egill B. Hreinsson píanisti á
mestan þátt í komu McPhersons í
Heita pottinn. Hann hlustaði á hann
í London í fyrra: „Hann spilaði hratt
— ofsa hratt. Það verður eldskírn
að leika með honum. Hann er van-
ur að tvöfalda hraðann í ballöðum
og þegar ég spurði hann um daginn
hvernig við ættum að leika Chero-
kee svaraði hann aðeins: „FAST“.
íslenskir djassleikarar hafa lítið
gert af því undanfarin ár að leika
hratt, en við höfum tvo daga til að
æfa með Charlie McPherson áður
en til tónleika kemur. Ég er spennt-
ur — líka kvíðinn — en bara það
að fá að leika undir í þessum stór-
kostlegu bíbopp laglínum sem rista
inní merg og bein verður upplifun."
Það er full ástæða fyrir íslenska
hlustendur að hlakka til að heyra
Charlie McPherson í Heita pottinum
í næstu viku — það mun ekki rikja
nein lognmolla þau kvöld — það
mun vella og krauma jafnt á sviði
sem í sal og svitinn renna í stríðum
straumum.
eftir Vernharó
Linnet
Blaðberar
Símar 35408
LfctKÍWL og 83033
NORÐURBÆR
Njörvasund
AUSTURBÆR
Skeifan o.fl.
Þakstál með stfl
Plannja þakstál
Aðrir helstu sölu- og
þjónustuaðilar:
Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi,
simi 78733.
Blikkrás hf, Akureyri,
sími 96-26524.
Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns,
Reyðarfirði, sfmi 97-41271.
Vélaverkstæðið Þór,
Vestmannaeyjum, sími 98-12111
Hjá okkur faerðu allar
nýjustu gerðir hins vinsæla
og vandaða þakstáls
frá Plannja. Urval lita
og mynstra, m.a. Plannja
þakstál með mattri litaáferð,
svartri eða tígulrauðri.
ÍSVÖR hf.
Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur.
Póstbox: 435,202 Kópavogur.
S: 91-67 04 55, Fax. 67 04 67