Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 ----------------ri ■; t 'P ■, l "•j'------ I % % SPORTVORUMARKAÐUR SPORTU KRINGLUNNI4 Breitner Super Malarskór. Nr. 39-43. Verð kr. 1.490,- Adidas 3.C. 2000 Með skrúfuðum tökkum. Nr. 30-38. Verð kr. 990,- íþróttagallar úr glansefni Bómullargallar Iþróttaskór í öllum stærðum Töskur Bolir Upp meö vorhogmn M»&ur meö vtiruveröi KRINGLUNNI 4 - SÍMI 680835 Þjáist þú af vöðvabólgu, gigt, stressi, bakverkjum eða öðrum álíka kvillum? Dr. Anna Edström frá London, sérfræðingur í Aroma therapy (þrýstinudd með náttúrulegum olíum) býður almenningi upp á meðferð í þess- ari tækni þann 27. apríl nk. Vinsamlegast pantið tíma í síma 680630. byrjendanámskeió Fjölbreytt, vanda'ð og skemmtilegt byrj- endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tilva- lið námskeið til að losna við alla vanmáttar- kennd gagnvart tölvum. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. ★ Stýrikerfið MS-DOS. ★ Ritvinnslukerfið WordPerfect. ★ Töflureiknirinn Multiplan. ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 27. apríl. 2.. 9. og 11. maí kl. 20-23. Innritun í símum 687590 og 686790. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Það seldist upp í flestar Veraldarferðir í maí og júní, þess vegna höfum við ákveðið að bæta við sætum. Auðvitað stækkum við ekki vélina. Við fáum einfaldlega stærri flugvél. Biðlistafarþegar í ferðir 23/5, 30/5 og 6/6 komast nú með, en eru beðnir að endurstaðfesta ferðir sínar. HJÁ VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ! HfilAMliSIðllH AUSTURSTRÆT117, II hæó. SÍMI622200 BAKÞANKAR Við konur semslikarog ævinlega snyrtilegar eftir Sigriói Halldórsdóttur Nennir einhver að lesa greinar- stúf sem byrjar svona: Hvað er kona? Svo hefst greinin: Konan er jafn óútreiknanleg og veðrið. Hún er sem austanvindurinn sem hlussast niður naktar ijalls- hlíðarnar og breyt- ist jafnskjótt í hæg- an sunnanvind. Blíð, mild og hlý. Síðan myndi greinarhöfundur- inn fara í bóka- skápinn sinn og leita sér að flottum heimildum. Að vísu eru allskyns fyrirsagnir á greininni alltaf að trufla einbettinguna og svífa um fyrir litlu hugskotssjónunum; Konur, gólf- mottur eða goðsögn? Konur, hvert stefnum vér? Velsnyrt kona er ánægð . . . (þó svo að það sé hrylli- lega leiðinlegt til lengdar að þurfa alltaf að þykjast vera ánægð þó hún hafi mjög ung vanið sig á að nota farða smekklega). Þá er greinarhöfundurinn loksins búinn að finna heimildarrit með mynd af feitri alsberri konu utaná og er hún með steinseljuvöndul uppí sér. Það er alveg svoleiðis nákvæm- lega sama hvar þetta heimildarrit er opnað, það er stútfullt af spakmæl- um. Sjaldan hefur einn greinarhöf- undur haft svona heppnina með sér (sérstaklega með tilliti til þess að þetta er manneskja með misfeita húð ag veit ekki hvað það getur skipt miklu máli að vera snyrtileg). Snyrti- leg stúlka óskast i pökkun og snyrt- ngu. Snyrtileg kona óskar eftir her- aergi. Jæja. það þýðir ekkert að fást um jað, annaðhvort er fólk snyrtilegt í eðli sínu eða það er það ekki. Hvílíkur hafsjór af speki um konuna í þessari indælu litlu bók. Þetta er einsog að komast á tombólu þar sem er vinn- ingur á öll númer. Greinarhöfundur lokar augunum og opnar bókina bara einhverstaðar og hvað stendur þarna svart á hvitu: Daðurdrós getur vel verið dyggðug, en saklaus er hún aldrei. Madame Cottin. (Það er höf- undur spakmælisins.) Leiðinlegt að maður skuli ekki hafa séð meira eft- ir þessa konu. Það hefði getað verið gaman að spyrja hana hvort mætti kannski snúa þessu við og segja, daðurdrós getur vel verlð saklaus en dyggðug er hún aldrei. Endalaust hægt að spekúlera í þessu. Daður- drós getur vel vertð örvhent, en rétt- hent er hún aldrei. Daðurdrós getur vel verið með feita húð, en hún getur aldrei lufsast í húðgreiningu. Greinarhöfundurinn er nú kom- inn á ákaft skrið í greininni því svo margar spurningar vakna við lestur heimildarritsins. Madamosella de Sommery, mjög líklega frönsk eftir nafninu að dæma, nema hún hafi verið ættleidd til Frakklands mjög ung (gæti etnnig ung hafa gifst mussju Sommery). Hún segir þetta:' Smánin er það sem best varðveitir dyggð konunnar. Aðeins örfáar kon- ur eru dyggðugar af einskærri dyggð. Síteringu lýkul*, gæsalappir lokast. Það þarf ekki annað en lesa þetta einu sinni til þess að sjá að frú Sommarý var engin gála. Afturámóti hefur henni ofboðið hvað allar konur nema hún voru miklar gálur. Auðvtt- að má lika líta á þetta sem svo, að smánin hafi verið hennargæfa. Hún var búin að halda við hálfa sóknina og til þess að mussju Sommarý grun- aði ekkl neitt, var hún alltaf að elda allskonar rétti, þvo gardínurnar, taka skápana, sauma á sjálfa sig og krakkana og var lika í öldungadeild- inni, sá alveg um heimlllsbókhald- ið . , . Auðvitað er heimlldarritið fullt af spakmælum eftir karlmenn, um konur, Karlagreyin virðast ekki hafa getað hnoðað saman einu spakmæli um sjálfa sig. Ég segi það kannskt ekki, það eru frekar ráðleggingar en spakmæli. Svona eitthvað: Veldu þér frekar konu með eyrunum en augunum. Það er líka alveg sjálfsagt fyrir pilta að hallast frekar að ófríðum og gáf- uðum stúlkum, heldur en að sitja uppi meft snoppufríðan hormóna- belg. Þá er best að slá botn í greinina. Hætta ber hverjum leik þá hæst hann stendur, heimildarrttið verður leiðinlegra og leiðinlegra eftir þvi sem meira er slegið upp í því. Heimildir: Sjafnarmál, Reykjavík 1945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.