Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 19
FOLK i jjölmiðlum ■BANDARÍSKAR sjónvarps- stöðvar leg-gja um þessar mundir mikla áherzlu á þætti, sem eru almennt kallaðir „rusle£hi“ — Trash TV — og hafa náð mikilli hylli á skömmum tíma. Nú hafa einhveijir umsvifamestu auglýs- endur Bandaríkjanna látið í ljós vanþóknun á vinsælasta „rusl- þættinum", Married... With Children — Gift með börn — og neitað að auglýsa í honum. Þátturinn er eitt helsta vopn fjöl- miðlakóngsins Ruperts Murdochs í baráttu hans fyrir því að gera fyrirtæki sitt, Fox Television, að stórveldi á borð við stóru sjónvarpsstöðvarnar — CBS, NBC og ABC. Fyrirtækið var rekið með tapi þar til sýning- ar á Married... With Children hófust. Vinsældir þátt- arins, sem fjall- ar um líf mið- stéttarfjöl- skyldu, hafa aukistjafhtog þétt, þótt gagn- rýnendur hafí litið hann horn- auga. Um 11 milljónir manna, eða 18% sjón- varpsáhorfenda, munu fylgjast með honum. Ofbeldi og „djörf atriði" eru taldar aðalskýringin á vinsældunum. Hamborgarakeðjan McDonald’s er frægast þeirra fyrirtækja, sem hafa ákveðið að hætta að auglýsa í Married... With Chii- dren. Af öðrum má nefha Proc- ter and Gamble, Kimberly Clark, Johnson and Johnson og Americ- an Home Productions. Forseti Coca Cola, Ira Herbert, hefur beðist afsökunar á því að hafa auglýst í þættinum. Stefhubreyting auglýsendanna er fyrst og fremst verk þriggja barna móður í Detroit, frú Ra- kolta, sem skrifaði 45 fyrirtækj- um bréf og bað þau um að hætta að auglýsa í þáttunum. CBS, NBC og ABC hafa tekið Murdoch sér til fyrirmyndar og hafið sýningar á þáttum í stíl við Married... With Children, enda hefur sýnt sig að „Murdoch- línan“ eykur „horfun". Nýtt helgarblað hjá Tímanum Með sumrinu eru fyrirhugaðar breytingar á helgarblaði Tímans. Að sögn Kristins Finnbogasonar, framkvæmdastjóra, verður áhersla lögð á léttara eftii og stilað uppá sumarskap lands- manna. Fyrsta tölublað hins nýja helgarblaðs mun líta dagsins ljós um það leyti er fólk fer að huga að sumarferðum. Frú Rakolta FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Perludeild) í ballarhafi býr kóngur einn og byggir hallar múra sveinninn má ei verða seinn ef seinn, fær eplið súra. Verslun og viðskipti — Dreifirit helgað íslandi og Evrópu- bandalaginu. MURG U N BL'ÆÐTÐ FJÖLMIÐLAR MUOHaiaAJM^OM SÚNNUDÁGÚR 23: ÁPRILT989' Blaðamannafélag Islands: Atvinnuleysi og aflnæli ■Steingrímur Ólafsson hefur hætt störfum á Bylgjunni og við sfjórn þáttarins Reykjavík síðdegis tekið Ómar Valdi- marsson. Steingrímur vildi ekki gefa upp hvað hann hyggðist taka sér fyrir hendur, sagðist vera í fríi í bili en þó farinn að líta í kringum sig eftir öðrum verkefnum. ■Ákveðið hefur verið að tökur á sjónvarpsleikritinu Steinbarni, verðlaunaleikriti þeirra Vilborg- ar Einarsdóttur og Krisfjáns Friðrikssonar, heQist í vor. Áætl- aður kostnaður við gerð myndar- innar er tíu milljónir og standa samningar nú yfir við leikara og tæknimenn. Leiksfjóri verður Egill Eðvarðsson. Atvinnuhorfur blaðamanna hafa aldrei verið eins slakar og nú, en finim félagar í Blaðamannafé- lagi íslands eru nú á skrá yfir atvinnulausa. Félögum í BÍ hefur fjölgað mjög ört síðustu ár og eru þeir nú um 400. Um leið hef- ur starfssvið framkvæmdastjóra félagsins, Fríðu Björnsdóttur, margfaldast. Hún gaf sér þó tíma til að halda upp á fimmtugsaf- mæli sitt, þann 11. apríl síðastlið- inn. Fríða bauð um fjörtíu manns, fyrrum félögum af af Tímanum og samstarfsfólki í Blaðamanna- félaginu og úr Sam-útgáfiinni í súpu og brauð í hádeginu. Fríða varð framkvæmdastjóri BÍ 1980 en þá hafði hún átt sæti í stjórn BÍ frá 1973 og fram á þenn- an áratug. Starfið, sem var í byijun 20% hefur undið allverulega upp á sig og er nú 80%, þar sem Fríða hefur m.a. tekið yfir lífeyrissjóðsmál BI. Félögum hefur fjölgað um meira en helming á þessum tíma og Fríða segir það vissulega viðbrigði frá því sem áður var, þegar hún hafði unn- ið með meira en helming þeirra sem í félaginu voru. Nú séu félagarnir 400 ekki lengur kunnugleg andlit. Daglegt amstur Fríðu er orðið mikið, sífellt er verið að hringja og spyijast fyrir um kaup og kjör, siða- Fríða Björns- dóttir nefndina og veita leiðbeiningar og upplýsingar af ýmsu tagi. Fríða seg- ir að samkvæmt fjölda félags- manna, ætti Blaðamannafélagið að hafa vaxið úr klúbb í félag, en enn sé langt í land með að um „alvöru" félag sé að ræða. Og blaðamenn séu samir við sig hvað varði fundamæt- ingar, sá fjöldi sé svipaður og fyrir hálfum öðrum áratug, þrátt fyrir helmings ijölgun. Góður bíll á skilið Goodyear hjólbaiða GOODYEAR GKÐABARDAR Gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Munstur við allra hæfi — fyrir allar árstíðir. Veita hljóðláta en öruQga snertingu við veginn. Grípa einstaklega vel í beygjum. Allar stærðir fyrir allar gerðir bifreiða. Hagkvæmt verð, miðað við gæði. GOODfÝEAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.