Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989
Morgunblaðið/Þorkell
kynslóð: Valdataka nasista í Þýska-
landi, Spánarstríðið, aðdragandi
heimsstyijaldarinnar síðari og svo
gangur hennar. Þetta er það í
heimsviðburðunum sem mér fannst
hafa dýpst áhrif og síðan kynni af
þeim umræðum sem fram fóru á
þessum tímum um atburðarásina í
heimsmálum. Eg fylgdist snemma
af miklum áhuga með því og man
til dæmis vel eftir þeim erindum
sem séra Sigurður Einarsson var
þá að flytja í útvarpið. Sömuleiðis
man ég eftir skrifum manns, sem
vann við Morgunblaðið á þeim árum
og fjallaði þar mikið um heimsmál,
Péturs Ólafssonar. Að vísu sá ég
ekki Morgunblaðið úti í sveit, en
Isafold og Vörð fengum við alltaf
að Lambavatni og þar fylgdist ég
með þvi sem Pétur hafði til mál-
anna að leggja, sem var mjög grein-
argott og fræðandi.
Af þróuninni innanlands hefur
kreppan líklega haft mest áhrif
þótt hún hafi komið allt öðruvísi
við okkur sveitafólkið en kaup-
staðabúana. En af afspurn þekkti
maður auðvitað afleiðingar hennar
og ég fylgdist vel með þeim miklu
átökum sem voru á vinnumarkaði
á þessum árum. Reyndar tók ég
sjálfur svolítið þátt í þeim á mennta-
skólaárunum í Eyjafirði, til dæmis
1942 þegar mikil átök voru með
tilheyrandi vinnustöðvunum og
kjarakröfum. Við námsmenn unn-
um flestir sumarvinnu, einkum í
síld og síldarverksmiðjum, og ég
var þá í síldarverksmiðjunni á Dag-
verðareyri. Við sem þar unnum úr
hópi námsmanna beittum okkur
fyrir því að starfsmannahópurinn
tók þátt í eins konar skæruhernaði
sumarið 1942. Þar munum við hafa
verið fremstir í flokki ég og Bárður
Daníelsson, verkfræðingur og arki-
tekt, og höfðum um aðgerðir sam-
ráð við Steingrím Aðalsteinsson
sem þá var fyrir Verkamannafélagi
Akureyrar."
Álján ár í blaðamennsku
„Að loknu stúdentsprófi innritað-
ist ég í læknadeild Háskólans, en
það nám varð heldur endasleppt.
Ég var orðinn fjölskyldumaður og
þurfti að sjá henni farborða. Sam-
hliða náminu fór ég að skrifa er-
lendar fréttir fyrir Þjóðviljann og
smám Saman þokaði vinnan náminu
algjörlega til hliðar,“ segir Magnús
'Torfi þegar við riljum upp þau at-
vik er lágu til þess að hann lagði
fyrir sig blaðamennsku sem ungur
maður, en fljótlega eftir að hann
hóf störf á Þjóðviljanum fóru skrif
hans um erlend málefni að vekja
athygli. Bæði var að hann þótti
sýna góða þekkingu á viðfangsefni
sínu auk þess sem hann tók á mál-
um með nýstárlegum hætti í formi
fréttaskýringa.
„í erlendu fréttunum treysti mað-
ur einkum og sér í lagi á þá ágætu
stofnun BBC, sem var og er alveg
ómetanleg heimild, bæði traust og
greinargóð. Ég fór snemma að
skrifa yfirlitspistla í Þjóðviljann, þar
sem ég reyndi að skýra baksvið
fréttanna og samhengi þeirra ræki-
legar en unnt er í daglegum frétt-
um. Þórarinn Þórarinsson skrifaði
þá einnig fréttaskýringar í Tímann,
en þó með nokkuð öðrum hætti.
Hann fjallaði meira um persónur
og atburðina út frá einstökum
áhrifamönnum, en ég reyndi að
fara frekar í hið pólitíska samhengi
og efnahagslegt baksvið atburð-
anna.
Á þessu sviði hafði ég töluvert
góða undirstöðuþekkingu af dálítið
sérkennilegum ástæðum. Sveinn
Magnússon, afi minn, sem lengi bjó
á Lambavatni og enn var á lífi þeg-
ar ég var að alast upp, hafði safnað
blöðum frá því á öldinni sem leið
og af því naut ég góðs. Hann var
fæddur 1848 og eins og margir
fróðleiksfúsir menn á þeim árum
átti hann ekki mjög mikinn aðgang
að prentuðu máli og gat helst aldr-
ei fleygt neinu prentuðu blaði. Úti
í skemmu á Lambavatni voru blöð
frá því fyrir aldamót, blöð eins og
ísafold, Fjallkonan og Lögrétta svo
eitthvað sé nefnt, og ég var einatt
að grúska í þessum blaðastöflum
og lesa löngu liðnar heimsfréttir.
Ég hef alitaf haft frekar traust
minni og þetta festist æði vel í mér
og varð undirstaðan að þekkingu
minni á framvindu heimsviðburða á
síðari hluta síðustu aldar og fram
eftir þessari. Ég þekkti því þetta
tímabil nokkuð rækilega, megin-
drættina í þeim atburðum sem
mesta athygli vöktu á íslandi á
þessu timaskeiði.. Þegar ég var að
alast upp og orðinn blaðalesandi
þá skrifaði Vilhjálmur Þ. Gíslason
erlend yfirlit að staðáldri í blað
Þorsteins föður síns, Lögréttu, sem
var mjög vel gert og ég las af at-
hygli. Þetta hefur sjálfsagt mótað
mig að einhveiju lejrti og haft ein-
hver áhrif á það hvernig ég sjálfur
tók á þessum málum síðar meir.
Þessi 18 ár á Þjóðviljanum voru
að mörgu leyti skemmtileg og við-
burðarík. Ég var lengst af í erlend-
um fréttum, svo var ég um tíma
fréttastjóri og síðar ritstjóri, einn
af þremur, ásamt Magnúsi Kjart-
anssyni og Sigurði Guðmundssyni.
En þarna komu svo upp, rétt einu
sinni þegar átti að endurskipuleggja
blaðið og bæta rekstur þess, átök
um mannaráðningar. Ég taldi að
blaðstjórn ætti fyrst og fremst að
ráða ritstjóra og síðan ættu þeir
að hafa fijálsar hendur til að velja
þá sem þeir teldu hæfasta af fáan-
Iegum mönnum til starfa. En það
voru ekki allir blaðstjórnarmenn á
þessu og vildu að blaðstjórn, sem í
þessu tilfelli var í raun og veru
flokksstjórn, gæti sett inn á blaðið
þá menn sem henni sýndist, hvort
sem ritstjórar teldu þá velkomna
eða ekki. Þetta varð til þess að ég
sagði þarna upp störfum og hætti.“
Listunnandinn og
fræðimaðurinn
Magnús Torfi er kvæntur Hin-
riku Kristjánsdóttur frá Ósi í
Steingrímsfirði og eiga þau þijú
uppkomin börn. Barnabörnin eru
orðin fjögur og hið fimmta í vænd-
um. Aðspurður segir hann að ekk-
ert sérstakt verkefni liggi nú fyrir
hjá sér annað en aukinn tími til að
sinna þeim svo og ýmsum öðrum
hugðarefnum.
„Ég ólst upp við töluverðan bóka-
kost, og lestur snjalls texta hefur
ætíð verið uppáhalds dægrastytting
mín. Á yngri árum sátu fagurbók-
menntir, einkum ljóð, á þeim tungu-
málum sem ég hef á valdi mínu, í
fyrirrúmi. Á síðari árum sæki ég
lesefni í auknum mæli aftur í aldir
og hef leitast við að fylgjast með
því helsta sem um er að vera í nor-
rænum fræðum.“
Af öðrum hugðarefnum kveðst
Magnús Torfi ungur hafa kynnst
djasstónlist og haldið ástfóstri við
hana síðan. Jafnframt hafi hann
leitast við að afla sér viðhlítandi
yfirsýnar yfir sígilda tónlist og
málaralist:
„Á öllum þessum sviðum er enn
ýmisiegt ókannað, sem ég tel eiga
erindi við mig, og nú gefst líka
aukið tóm til að endurnýja gömul
kynni við verk sem eru svo auðug
að til þeirra verður því meira sótt
sem þeirra er oftar notið.“
Krafa um uppstokkun
Við víkjum talinu aftur að stjórn-
málavafstrinu og hann segist ekki
hafa verið mjög virkur í flokkspóli-
tísku starfi fyrr en eftir að hann
hætti störfum sem ritstjóri Þjóðvilj-
ans:
„Síðustu árin sem ritstjóri sat ég
nokkur flokksþing Sósialistaflokks-
ins, en varð í rauninni ekki virkur
í flokksstarfi fyrr en nokkru eftir
að ég hætti á Þjóðviljanum og var
tekinn við erlendu bókadeildinni í
bókabúð Máls og menningar. Þá
var ég kominn í miðstjórn flokks-
ins, en í þeim átökum sem þá urðu,
og voru undanfari að því að Al-